Morgunblaðið - 04.11.2005, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 53
MINNINGAR
✝ María HerborgÞorsteinsdóttir
var fædd í neðri Mið-
vík í Aðalvík hinn 6.
desember 1912, elst
sex barna Hólmfríð-
ar Ragnheiðar Guð-
mundsdóttur og
Þorsteins Bjarna-
sonar, bónda í neðri
Miðvík. Systkini
hennar voru Sigurð-
ur, Pálína, Hjálm-
fríður, Kristinn og
Hólmfríður. Þau eru
öll látin.
María ólst upp í neðri Miðvík.
Um tvítugt fer hún í vist til Ísa-
fjarðar og þaðan fer hún árið 1932
að Eyri í Skötufirði þar sem hún
síðar hóf búskap með manni sínum
Jóni Þ. Helgasyni. Þar voru þau
með búskap til ársins 1969. Þá
bregða þau búi og flytjast suður til
Reykjavíkur og síðar til Þorláks-
hafnar. Jón lést 1971. María flyst
til Hafnarfjarðar árið 1974 þar
sem hún dvelur til
æviloka, lengst af á
Jófríðarstaðavegi 10
hjá yngstu dóttur
sinni, tengdasyni og
börnum þeirra, en
allra síðustu ár á
Sólvangi. Börn Mar-
íu og Jóns eru: 1)
Sigurður Árni, f.
1934, maki Árný
Vismin Jónsson. 2)
Guðjón Helgi, f.
1936, d. 2003, maki
Jóna Jónsdóttir. 3)
María Elísabet, f.
1938, maki Atli Már Kristjánsson.
4) Hólmfríður Ragnheiður, f. 1942,
maki Halldór Valgeirsson. 5) Þóra
Bjarnveig, f. 1950, maki Kristján
Albertsson, látinn, núverandi
maki Steindór Ingimundarson. Af-
komendur Maríu og Jóns eu 92
talsins.
Útför Maríu verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Ég krýp og faðma fótskör þína,
frelsari minn á bænastund.
Ég legg sem barnið bresti mína,
bróðir, í þína líknar mund.
Ég hafna auðs og hefðarvöldum,
hyl mig í þínum kærleiks öldum.
(Bortmiasky.)
Elsku mamma mín, hér sit ég með
penna og blað og skrifa þér hinstu
kveðju. Þú þráðir hvíldina og talaðir
mikið við ástvini þína sem farnir eru
eins og þeir væru hjá þér. Ég sat við
rúmið þitt og hélt í höndina á þér dag-
inn áður en hjartað þitt hætti að slá.
Allt í einu bráði aðeins af þér og þú
reyndir að rísa aðeins upp og kallaðir
á Guðjón bróður. Ég spurði hvort
hann væri hjá þér og þú svaraðir:
„Já.“ Ég var ánægð að heyra það. Þú
varst búin að vera mjög veik síðustu
vikuna en ef eitthvað bráði af þér
fórstu að syngja sálma. Við Jóna vor-
um hjá þér tveimur dögum áður en þú
fórst og þá fórstu að syngja „Ó, þá
náð að eiga Jesú“ og „Jesú bróðir
besti“ og öll versin rétt. Það var dýr-
mæt stund sem ég hefði ekki viljað
missa af, þetta fékk mig til að hugsa
til baka til æskuáranna. Þú varst oft
að syngja sálma og kenna mér bænir,
þú sáðir trúarfræinu í barnssálina
mína, það er besta veganesti sem
móðir gefur barni sínu því hvorki
mölur né ryð fá því grandað.
Þú varst mjög trúuð og hefur það
komið sér vel fyrir þig sem misstir
ástkæra móður þína aðeins níu ára
gömul, elst sex systkina. Þá varst þú
að taka á þig mikla ábyrgð því faðir
þinn stundaði sjóinn samhliða bú-
skapnum. Það er erfitt að setja sig í
þín spor sem þú varst í þá. Það var
harðbýlt á veturna í Aðalvík en sum-
arfagurt. Þú talaðir oft um hvað það
hefði verið fallegt að sjá sólina hníga í
hafið.
Það er svo margt sem kemur í hug-
ann, elsku mamma, en erfitt að koma
í orð, eitt er þó víst að ekki hefðu allir
farið í sporin þín þegar efri bærinn á
Eyri brann 1938 og þið pabbi misstuð
allt. Þá var búið í lambhúsinu um
sumarið meðan verið var að byggja
nýja húsið. Þá voru börnin orðin þrjú,
elsta fjögurra ára, næsta tveggja ára
og ársgömul í vöggu. Þar eldaðir þú
matinn því smiðir voru fengnir til að
byggja nýja húsið ásamt heimamönn-
um.
Það verður aldrei af þér skafið að
þú varst einn af kvenskörungum síð-
ustu aldar, þú varst mikil matkona og
oft er minnst á góða matinn og kök-
urnar hennar mömmu og ömmu. Það
fór enginn svangur frá þínum dyrum
en oft með nesti. Þegar þið pabbi fór-
uð að búa á Eyri varst þú um tvítugt.
Eyri er tvíbýlisjörð og sjómennska
var ætíð stunduð með búskapnum
enda nóg af fiski í Djúpinu.
Lengst af bjuggu Guðjón og Jóna á
móti ykkur síðustu árin og var það
stuðningur fyrir ykkur er árin færð-
ust yfir. 1969 veiktist pabbi og þá
flytjið þið öll suður eftir að pabbi dó
1971. Síðan bjóst þú hjá Þóru systur
og Kristjáni, hafðir þar séríbúð og
eiga þau þakkir frá mér fyrir góða að-
hlynningu þegar árin færðust yfir.
Þar var gott að koma.
Mamma var mjög félagslynd og
hafði gaman af að spila gömlu góðu
lögin, ekki má gleyma vöfflunum og
jólakökunum sem þú varst alltaf að
baka eða að elda mat í stórum potti.
Þú varst mjög gestrisin, vildir alltaf
hafa líf og fjör í kringum þig. Þér
fannst nú lífið létt með alla takka-
þjónustuna sem þú kallaðir öll heim-
ilistæki nú til dags. Svo fórstu vestur
að Eyri á hverju sumri og þar var nú
umferð eftir að vegurinn kom og það
stoppuðu margir bílar hjá þér og var
öllum tekið höndum tveim, þú hafðir
stórt hjarta.
Ég veit að nú líður þér vel að vera
búin að hitta alla ástvina þína, og
hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt.
Það vex eitt blóm fyrir vestan
og vornóttin mild og góð
kemur á ljósum klæðum
og kveður því vögguljóð.
Ég ann þessu eina blómi
sem aldrei ég fékk að sjá
og þangað horfir minn hugur
í hljóðri og einmana þrá.
Og því geng ég fár og fölur
með framandi jörð við il.
Það vex eitt blóm fyrir vestan
og veit ekki að ég er til.
(Steinn Steinarr.)
Blessuð sé minning þín, elsku
mamman mín.
Þín dóttir
Hólmfríður R. Jónsdóttir.
Sjá dagar koma ár og aldir líða
og enginn stöðvar tímans þunga nið.
Í djúpi andans duldir kraftar bíða.
Hin dýpsta speki boðar líf og frið.
Í þúsund ár bjó þjóð við nyrstu voga.
Mót þrautum sínum gekk hún djörf
og sterk.
Í hennar kirkju helgar stjörnur loga
og hennar líf er eilíft kraftaverk.
(Davíð Stef.)
Í dag kveð ég móður mína um sinn.
Mér verður hugsað aftur í tímann til
uppvaxtaráranna og sé ég þá fyrir
mér vasklega konu að elda mat á
kolaeldavél, seinna olíueldavél og
loks á gasplötu, fiskibollur þær allra
bestu, steikta silunginn, steinbítinn
og rauðmagann. Þar bakaði hún líka
bestu jólaköku sem ég hef smakkað,
einnig lagaköku, kleinur og allt það.
Móðir mín var ekki bara móðir
heldur líka mikil matmóðir, enginn
fór svangur frá hennar dyrum, hún
vildi öllum vel og gerði öllum gott og
gaf af sjálfri sér alla tíð. Ég hef ekki
kynnst gjafmildari manneskju á
minni lífsleið ennþá. Hún hafði stóran
faðm og hlýjan og hennar mesta gleði
og ríkidæmi var í því fólgið að geta
gefið öðrum eitthvað og allt sem hún
gaf sagðist hún fá margfalt til baka.
Hún var fróðleiksfús og las sér til um
margt.
Hún unni ljóðum og orti sjálf en
flíkaði því ekki, hún naut þess að vera
í kvæðamannafélagi Hafnarfjarðar
um árabil og hafði mikla ánægju af. Í
huga mínum er það mikill fjársjóður
að geta ætíð minnst uppvaxtaráranna
á Eyri hjá ástríkri móður og föður.
Móðir mín hafði mjög svo gaman af
allri tónlist og alltaf var góð tónlist í
hávegum höfð hjá henni, hún kunni
ótal texta og söng gjarnan með. Hún
hafði stálminni og var fljót að læra
alla texta utanað.
Á góðum stundum var dreginn upp
gítar og sungið af mikilli innlifun
Kvöldið er fagurt, og Nú blika við sól-
arlag, Fram í heiðanna ró og fleira og
fleira.
Ég vil þakka þér, elsku mamma
mín, fyrir veganestið sem þú gafst
mér út í lífið, fyrir bænirnar sem þú
kenndir mér, fyrir faðminn þinn hlýja
og stóra.
Guð geymi þig, elsku besta
mamma mín.
Þín
Þóra.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt
(V. Briem.)
Já, elsku mamma mín, ekki er að
undra þó þú hafir verið orðin þreytt,
þetta var orðinn svo hár aldur, svo við
vorum alveg hætt að geta tekið þig
um helgar og í bíltúr. Þrekið var búið
og fátt orðið að gleðjast við, en þú átt-
ir gott að hafa ekki tekið alvarlega
sjúkdóma eins og margur í dag þarf
að þjást og líða, svo við þökkum góð-
um guði fyrir að hafa þig svona lengi
hjá okkur. Guð geymi þig.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
María E. Jónsdóttir.
Mig langar að minnast ömmu
minnar Maríu Þorsteinsdóttur frá
Eyri í Skötufirði, sem var af þeirri
kynslóð sem fæddist í torfbæjum og
sem betur fer er staðan á Íslandi í dag
ekki sú sama og á þeim árum þegar
þú varst að alast upp, amma mín. Ég
hef oft hugsað um það hvernig þú
fórst að á Eyri þegar gamli bærinn
brann, með þrjú börn á unga aldri og
allt heimilisfólkið þurfti að búa í
lambhúshlöðunni, auk tveggja smiða
sem voru við að reisa nýja bæinn.
Þarna þurfti að elda, sofa og matast,
aldrei lét fólk bugast, alveg sama
hvað gekk á, hætturnar á hverju
horni, sjórinn, fjöllin, lækirnir og
stöðugt eftirlit með með börnunum,
sem sóttu á þessa staði fyrir forvitni
sakir.
Mínar fyrstu minningar um þig eru
frá því að ég sat í fanginu á þér í sveit-
inni og oftar en ekki söngst þú „Ó,
Jesú bróðir besti“ og eitt sinn spurði
ég þig að því hvernig guð væri. Þú
sagðir mér að hann væri gamall mað-
ur með hvítt hár og með hvítt skegg
og allir gætu leitað til hans og hann
hjálpaði öllum sem það gerðu. Þannig
er guð fyrir mér í dag, og hann reynd-
ist þér vel, amma mín, og þú reyndist
honum líka vel, það er ég alveg viss
um.
Þú varst eins og drottning í ríki
þínu á Eyri og brostir breitt þegar þú
hafðir í bæjarlæknum selkjöt, salt-
fisk, svartfugl, silung og góðan fýr á
eldavélinni með mörgum pottum full-
um af mat, helst ekki seinna en um
fjögurleytið því maturinn varð að
vera tilbúinn á réttum tíma því að
fólkið varð að fá að borða, enginn
mátti vera svangur, og ekki var nú
verra ef nokkrir gestir stoppuðu á
hlaðinu. Þá slapp enginn án þess að
njóta gestrisni þinnar, nei, það var
alltaf nóg að borða á Eyri, sagðir þú
alltaf.
Og ég man kvöldvökurnar fyrir
vestan á Eyri á sumrin eftir að þið
fluttuð suður þegar Gaui frændi tal-
aði um sveitungana og lýsti atburðum
í sveitinni, hvað þú gast hlegið og
minntir á næsta atburð sem hann átti
að leika. Síðan tóku Eyrarsystur lag-
ið og allir sungu með. Síðan ákvaðst
þú að nú væri nóg komið og allir ættu
nú að fara að sofa, og ekki voru nú all-
ir alltaf sammála um það, en við það
sat.
Þú varst alltaf tengiliðurinn í ætt-
inni því að hjá þér fengust fréttir af
öllum hinum því að allir höfðu sam-
band við þig. Þannig hélst þú utan um
hópinn þinn.
Og þegar þú tókst upp jólapakkana
upp um leið og þeir bárust sendir þú
þá til einhvers annars sem þú taldir
að hefði meiri þörf fyrir það heldur en
þú sem ættir nóg af öllu, eins og þú
sagðir, en þú máttir aldrei neitt aumt
sjá og gast alltaf gefið öðrum af þínu,
alveg sama hversu lítið þú áttir sjálf.
Mig langar að þakka þér, elsku
amma mín, samfylgdina, þau ógleym-
anlegu ár sem við áttum saman, og ég
veit að þú ert á góðum stað í ríki guðs.
Guð veri með þér.
Jón Marías Arason og fjölskylda.
Í dag kveð ég hana ömmu mína og
minningarnar streyma um í huga
mínum, þær eru svo margar því
amma mín var stór hluti af mínu lífi.
Ég var svo heppin að fá að alast
upp með ömmu mína innan veggja
heimilisins og maður gat alltaf leitað
til hennar með hvað sem var.
Amma var líka aðalmanneskjan á
Eyri, það er ekki eins að koma þang-
að þegar hennar nýtur ekki við þegar
við förum þangað á sumrin. Hún var
alltaf vöknuð á undan okkur og búin
að kveikja upp til að hita húsið áður
en við hin vöknuðum og hellti upp á
kaffi og eldaði eitthvað gott, hún var
alltaf alsæl þar við eldavélina sína því
að það var hennar líf og yndi að hugsa
um aðra og sjá til þess að allir fengju
nóg. Hún var óeigingjarnasta og gjaf-
mildasta manneskja sem ég þekki.
Amma kenndi okkur systkinunum
bænirnar sem við kunnum í dag og
margar vísur, við sátum oft hjá henni
heillengi þar sem hún söng fyrir okk-
ur eða las fyrir okkur bænirnar. Svo
var líka svo gott að koma niður til
ömmu því að hún var oft með heitt
kakó og nýbakaðar vöfflur, pönnsur
eða kleinur handa okkur.
Elsku amma mín, þín verður sárt
saknað, þú hefur kennt mér svo
margt og verið til staðar fyrir mig
þegar ég þurfti á að halda. Ég mun
sjá til þess að dóttir mín fái að kynn-
ast þér í gegnum mig og ég mun vera
dugleg að kenna henni þær vísur og
bænir sem þú kenndir mér.
Þín alltaf mun ég minnast
fyrir allt það góða sem þú gerðir
fyrir allt það sem þú skildir eftir
fyrir gleðina sem þú gafst mér
fyrir stundirnar sem við áttum
fyrir viskuna sem þú kenndir
fyrir sögurnar sem þú sagðir
fyrir hláturinn sem þú deildir
fyrir strengina sem þú snertir.
Ég ætíð mun minnast þín.
Þín
Berglind Ósk.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann
mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býrð mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðsálmur.)
Elsku amma mín. Nú hefur þú
fengið hvíldina og ert búin að hitta
alla ástvinina sem eru farnir á undan
þér.
Nú veit ég að þér líður vel, takk
fyrir allar góðu stundirnar og líka á
Eyri.
Blessuð sé minning þín.
Þín dótturdóttir
María Dögg Halldórsdóttir.
Elskuleg amma mín er fallin frá 92
ára að aldri. Við vorum ætíð náin og
ég gleymi aldrei sumrinu sem ég sem
barn dvaldi með henni á Eyri. Það var
yndislegt sumar og þá fann ég virki-
lega hversu tengd við vorum. Hversu
sterkar taugar voru á milli okkar.
Ég man að ég hjálpaði ömmu að
höggva í eldinn og vitja silunganet-
anna. Ég smíðaði mér kassabíl og fór
yfir á næsta bæ að sækja mjólk, lifi-
brauð.
Ég lék mér mikið uppi á Bergholti
og ég mun aldrei gleyma því hversu
gestrisin hún elsku amma mín var og
hversu mjög hún naut þess að hlusta
á tónlist.
Með eindæmum músíkölsk. Er ég
heyri lagið Fram í heiðanna ró hugsa
ég ávallt til hennar með ástúð og
þakklæti.
Það gerðist ótalmargt þetta ljúfa
sumar og ætíð mun ég muna hana
ömmu eins og hún var þá. Ég er ríkur
maður að eiga allar þessar fögru
minningar og fullur þakklætis til al-
mættisins.
Ég veit að ömmu minni líður vel
núna. Megi Guð blessa og varðveita
minningu hennar.
Bjarni G. Steinarsson (Baddi).
Ég kveiki á kertum mínum
við krossins helga tré.
Í öllum sálmum sínum
hinn seki beygir kné.
Ég villtist oft af vegi.
Ég vakti oft og bað.
Nú hallar helgum degi
á hausaskelja stað
(Davíð Stef.)
Elsku amma mín. Nú ertu farin til
Guðs sem þú trúðir á allt þitt líf, ég
man þegar ég var fimm ára þegar ég
kom með mömmu og pabba að Eyri.
Það var yndislegt að koma til þín þar
á sumrin.
Við frændsystkinin lékum okkur
mikið á Bergholtinu og fengum að
fara á skektunni út á fjörð, það var nú
toppurinn á tilverunni. Þú varst alltaf
með opinn faðminn þegar við komum,
og áttir svo góðan mat og kökur. Svo
kúrðum við öll saman á nóttunni.
Ég kveð þig núna, elsku amma
mín, og vertu Guði ávallt falin, þakka
öll liðnu árin.
Þinn dóttursonur
Jón Valgeir Halldórsson.
Mig langar að skrifa nokkur
kveðjuorð um mjög svo sérstaka
konu, Maríu Þorsteinsdóttur frá
Eyri. María var einstök að mörgu
leyti, sérlega minnug, stór í orðum,
oft hnyttin og kjarnyrt og afar elsku-
leg og umhyggjusöm kona. Ég hitti
hana oft á Sólvangi þar sem hún
dvaldi síðustu árin og það veitti mér
ætíð ánægju.
María var afar mikið fyrir tónlist
og í gegnum tíðina gaf hún mér marg-
ar kassettur sem hún hafði tekið upp
á. Ávallt gjafmild og alltaf tók hún
mér vel er við hittumst.
Ég votta skyldmennum hennar
samúð mína. Megi minning góðrar og
duglegrar konu ætíð lifa í hjörtum
vorum.
Guðlaug Ingibjörg Hovland.
Með söknuði kveð ég ömmu mína
Maríu. Eftir sitja dýrmætar minning-
ar í huga mér. Minningar um góða
konu sem átti alltaf eitthvað að gefa
öðrum þó hún ætti ekki mikið.
Allar minningarnar frá Eyri eru
ómetanlegar og þessar minningar
mun ég alltaf geyma því hún var svo
góð við alla.
Man hvað hún var fín í fjólubláa
kjólnum sínum sem hún átti í svo
mörg ár. Hvað það var gott að kúra í
heitu bólinu hennar þegar ég var lítil.
Bænirnar sem hún kenndi mér. Þess-
ar minningar fylgja mér allt lífið.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt
(M. Joch.)
Vertu sæl, amma frá Eyri.
Astrid.
MARÍA
ÞORSTEINSDÓTTIR