Morgunblaðið - 04.11.2005, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 04.11.2005, Qupperneq 56
56 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ I.O.O.F. 1  1861148  I.O.O.F. 12  1861148½  Sk. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Kirkjuvegur 16, Ólafsfirði, fastanr. 215-4189 þingl. eig. Izudin Vajzovic og Sabina Vajzovic, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 8. nóvember 2005 kl. 13:30. Kirkjuvegur 16, Ólafsfirði, fastanr. 215-4187, þingl. eig. Marinó Heiðar Svavarsson, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður bænda og SP-Fjármögn- un hf., þriðjudaginn 8. nóvember 2005 kl. 14:00. Kirkjuvegur 4, Ólafsfirði, fastanr. 215-4165, þingl. eig. Sæfari SF-109 ehf, gerðarbeiðandi Samvinnulífeyrissjóðurinn, þriðjudaginn 8. nóvember 2005 kl. 11:30. Kirkjuvegur 4, Ólafsfirði, fastanr. 215-4166, þingl. eig. Jóhannes Helgi Einarsson, gerðarbeiðandi Samvinnulífeyrissjóðurinn, þriðju- daginn 8. nóvember 2005 kl. 11:00. Vesturgata 1, Ólafsfirði, fastanr. 215-4368, þingl. eig. Viggó Guðjóns- son, gerðarbeiðandi Samvinnulífeyrissjóðurinn, þriðjudaginn 8. nóvember 2005 kl. 12:00. Sýslumaðurinn á Ólafsfirði, 2. nóvember 2005. Raðauglýsingar 569 1100 Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Austurströnd 4, 206-6853, Seltjarnarnesi, þingl. eig. Snæbjörn Stein- grímsson, gerðarbeiðendur Innheimtustofnun sveitarfélaga og Toll- stjóraembættið, þriðjudaginn 8. nóvember 2005 kl. 14:30. Blikahólar 12, 204-8899, Reykjavík, þingl. eig. Hafsteinn Ágústsson, gerðarbeiðendur JACO SKO A/S, Sparisjóðurinn í Keflavík, Söfnun- arsjóður lífeyrisréttinda og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 8. nóvember 2005 kl. 11:30. Nesvegur 59, 010001, Reykjavík, þingl. eig. Ævar R. Kvaran og Þóra Guðmundsdóttir, gerðarbeiðendur Kaupþing banki hf. og Tollstjóra- embættið, þriðjudaginn 8. nóvember 2005 kl. 13:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 3. nóvember 2005. Félagslíf Í kvöld kl. 20.30 heldur Pétur Pétursson erindi: „Aðalbjörk Sigurðardóttir æviágrip“ í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15-17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjá Gretu Kalda- lóns: „Myndlistin og Nicholas Roerich“. Á fimmtudögum kl. 16.30- 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Á sunnudögum kl. 10 er hug- leiðing með leiðbeiningum. Starfsemi félagsins er öllum opin. http:/gudspekifelagid.is Raðauglýsingar sími 569 1100 Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Höskuldsstaðir, sumarbústaður, 01-0101, Eyjafjarðarsveit (215-9005), þingl. eig. Elva Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki Íslands hf., Akureyri, miðvikudaginn 9. nóvember 2005 kl. 09:30. Oddagata 1, íb. 01-0201, Akureyri (214-9630), þingl. eig. Andrea Margrét Þorvaldsdóttir, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður, Byko hf. og Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 9. nóvember 2005 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 3. nóvember 2005. Eyþór Þorbergsson ftr Atvinnuauglýsingar • augl@mbl.is Nafn féll niður Í formála minningargreinar um Guðbjörgu Jónsdóttur á blaðsíðu 42 í blaðinu í gær, fimmtudaginn 3. nóv- ember, féll niður eitt nafn í upptaln- ingu á fjórum börnum Guðbjargar með seinni manni sínum: 4) Ingólfur, f. 1955, maki Hildur Guðmundsdótt- ir, f. 1960. Þau eiga þrjár dætur. LEIÐRÉTT SÓLVANGSDAGURINN verður haldinn laugardaginn 5. nóvember kl. 14 – 16. Myndlistarsýning verð- ur í anddyri á 1.hæð, þar sýnir myndlistarmaður Sigurbjörn Krist- insson. Einnig verður sala á munum sem heimilisfólk hefur unnið og vöfflukaffi að hætti Bandalags kvenna í Hafnarfirði og eldhússins á Sólvangi. Kapellan Geisli verður opin fyrir samverustund. Virkni heimilisfólks verður kynnt, í vinnustofu á 1.hæð. Einnig verða blóðþrýstingsmælingar og ráðgjöf í sjúkraþjálfun á 1.hæð, sjúkraþjálfari og hjúkrunarfræð- ingur á staðnum. Gestir eru vel- komnir. Sólvangsdagurinn FRÉTTIR EIGENDASKIPTI hafa orðið á hár- greiðslustofunni Salon Nesi á Aust- urströnd 1, Seltjarnarnesi. Stofan hefur verið í rekstri í 22 ár. Nýir eigendur eru Iris Gústafsdóttir og Anna Pálmey Hjartardóttir. Í nóvember eru tilboð á litun/ strípum, klippingu og permanenti. Síminn á Salon Nesi er 562 6065. Á myndinni má sjá þær Irisi Gústafsdóttur og Önnu Pálmey Hjartardóttur. Nýir eig- endur að Salon Nesi EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Átakshópi Höfuðborgar- samtakanna og Samtaka um betri byggð: „Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Árni Þór Sigurðs- sona hafa að undanförnu lýst þeirri skoðun sinni í fjölmiðlum að Hring- brautin hefði átt að fara í stokk. Í tilefni af þessum ummælum tveggja helstu forsvarsmanna R- listans í skipulagsmálum Reykja- víkur telur Átakshópur Höfuðborg- arsamtakanna og Samtaka um betri byggð óhjákvæmilegt að vekja at- hygli á eftirfarandi: Samtökin og sameiginlegur Átakshópur þeirra hafa í 6 ár barist gegn áformum Vegagerðar ríkisins um færslu Hringbrautar, nema því aðeins að hún yrði sett í stokk, og lagt fram tillögur og kostnaðarmat máli sínu til stuðning. Fljótlega varð ljóst að R-listinn myndi ekki beita sér fyrir neinum breytingum á áætlunum Vegagerð- arinnar og því er niðurstaðan með Hringbraut á mótum miðborgar og Vatnsmýrar sú, sem nú blasir við öllum. Í upphafi ársins 2004 sendi Átakshópurinn borgarráði og borg- arstjórn Reykjavíkur fjölmargar áskoranir, greinargerðir og rök- studd erindi um neikvæð umhverf- isáhrif fyrirhugaðra framkvæmda, um verðmæti landsins, sem færi í súginn og um skipulagstækifærin, sem færu forgörðum ef áætlunum Vegagerðarinnar yrði ekki breytt. Engin viðbrögð komu frá ráða- mönnum. Átakshópurinn stóð þá fyrir 2 borgarafundum í Ráðhúsi Reykja- víkur í febrúar og mars 2004 í von um að ná þannig tali af ráðamönn- um. Í hvorugt skiptið mætti nokkur borgarfulltrúi. Átakshópurinn lagði fram tillögu að Hringbraut í opnum stokki, tillögu að skilvirkum gatna- mótum við Bústaðaveg og tillögu að niðurfellingu gömlu Hringbrautar- innar. Án árangurs. Í ljósi þessa er dapurlegt að heyra þessa sömu borgarfulltrúa ræða um það fjálglega hve gott sé að setja stofnbrautir í stokka til að spara dýrmætt byggingarland og til að þyrma viðkvæmu borgarum- hverfi. Ljóst er að misheppnuð færsla Hringbrautar og önnur skipulagsm- istök í Reykjavík á yfirstandandi kjörtímabili skrifast ekki eingöngu á reikning þessara borgarfulltrúa og því bendir Átakshópurinn kjós- endum á að skoða vel feril þeirra, sem nú bjóða sig fram til þjónustu á næsta kjörtímabili.“ Bentu á kosti þess að setja Hringbrautina í stokk GÓÐ aðsókn hefur verið að sýningu í anddyri Barnaspítala Hringsins á tillögunum sjö sem bárust í sam- keppnina um deiliskipulag fyrir nýtt sjúkrahús á lóð Landspítala- háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Því hefur verið ákveðið að fram- lengja sýninguna um nokkrar vik- ur. Veggspjöld með tillögunum sjö og nokkur módel, þ. á m. af vinn- ingstillögunni, eru þar til sýnis. Öll- um er velkomið að koma að skoða veggspjöldin og kynna sér hvaða hugmyndir keppendur höfðu um framtíðarspítala fyrir landsmenn. Gengið er um anddyri Barnaspítala Hringsins. Sýning á tillögum um nýtt sjúkra- hús framlengd SAMTÖK heilsuleikskóla verða stofnuð í dag, föstudag, kl. 10.30 í Salarlaug í Kópavogi. Markmið sam- takanna er að stuðla að heilsueflingu í leikskólasamfélaginu, gæta hags- muna heilsuleikskóla, efla samheldni þeirra og skapa vettvang til fræðslu og skoðanaskipta. Heilsuefling í skólum byrjaði 1994 sem samstarfsverkefni heilbrigðis- ráðuneytisins og Landlæknisemb- ættisins við skóla á öllum skólastig- um. Evrópuverkefni heilsuskóla hófst 1999 og lauk 2002 og voru 4 skólar og heilsugæslan í Kópavogi þátttakendur. Afrakstur Evrópu- verkefnisins var viðmið fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla þar sem fram koma markmið heilsueflingar í skólum og þau grundvallarviðmið sem heilsuskólar eiga að starfa út frá. Heilsuskólasamfélagið saman- stendur af börnum, foreldrum, öðr- um aðstandendum og starfsfólki heilsuskólanna. Heilsuleikskólinn Skólatröð í Kópavogi hóf starfsemi sína 1. sept- ember 1996. Árið 2000 stækkaði skólinn og heitir nú Heilsuleikskól- inn Urðarhóll, með um 150 börn. Markmið skólans hefur verið þetta frá upphafi; að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og listir í leik. Heilsuleik- skólinn Urðarhóll, með Unni Stef- ánsdóttur leikskólastjóra í farar- broddi, hafði því frumkvæðið að mótun heilsustefnu og hafa nú 6 leik- skólar víðs vegar um landið fylgt í kjölfarið. Kennarar Urðarhóls gáfu út Heilsubók barnsins og hönnuðu merki heilsuleikskólans. Fáni með heilsumerkinu er sú viðurkennig sem leikskólarnir fá afhenta þegar þeir hafa uppfyllt þau skilyrði sem heilsuleikskóla ber að uppfylla. Venja börn við heilbrigða lífshætti Markmið heilsustefnunnar er að venja börn strax í barnæsku við heil- brigða lífshætti með það í huga að þeir verði hluti af lífsstíl þeirra til framtíðar. Áhersluþættirnir geta verið mismunandi eftir leikskólum en góð næring, mikil hreyfing og list- sköpun er aðalsmerki þeirra. Í nær- ingu er boðið upp á hollan og nær- ingarríkan mat þar sem sykur, salt og fita er notað í lágmarki og lögð áhersla á að auka ávaxta og græn- metisneyslu. Í hreyfingu er lögð áhersla á að auka hreyfifærni, lík- amsvitund, vellíðan, gleði, snerpu og þol og þannig stuðla að aukinni lífs- leikni, leikgleði og efla vináttubönd. Í listsköpun er lögð áhersla á að börnin tjái sig frjálst. Heilsuleikskólar stofna samtök HRINGURINN heldur sinn árlega handavinnu- og kökubasar á Grand hóteli sunnudaginn 6. nóvember klukkan 13. Þar verða til sölu margir munir og heimabakaðar kökur. Basar- munir eru til sýnis í glugga Herra- garðsins í Kringlunni og Smára- lind. Jólakort Hringsins árið 2005 verða einnig til sölu á Grand hóteli. Allur ágóði af fjáröflun félagsins rennur í Barnaspítalasjóð Hrings- ins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólabasar Hringsins DOKTORSVÖRN fer fram við raunvísindadeild Háskóla Ís- lands, í dag, föstudaginn 4. nóv- ember. Þá ver Björn Sigurður Gunnarsson doktorsritgerð sína Járnbúskapur íslenskra barna og tengsl við mataræði, vöxt og þroska. Andmælendur eru dr. Olle Hernell, prófessor við Háskólann í Umeå í Svíþjóð og dr. Ibrahim Elmadfa, pró- fessor við Vín- arháskóla í Austurríki. Dr. Hörður Filipp- usson stjórnar athöfninni sem fer fram í hátíða- sal, Aðalbyggingu kl. 13. Ritgerðin fjallar að mestu um rannsóknir á járnbúskap barna frá 1 árs til 6 ára aldurs og tengsl hans við vöxt barnanna, næringu og þroska. Rannsókn- arhópar voru tveir. Sá fyrri börn á fyrsta ári sem voru rann- sökuð með tilliti til mataræðis og vaxtar þar sem járnbúskapur var mældur við 1 árs aldur. Í seinni rannsóknarhópnum var rannsakaður járnbúskapur, mataræði og vöxtur hjá 2 ára börnum. Báðir hóparnir voru svo rannsakaðir aftur við 6 ára aldur, með tilliti til járnbúskap- ar, mataræðis, vaxtar og þroska. Doktors- vörn við raunvís- indadeild HÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.