Morgunblaðið - 04.11.2005, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 59
DAGBÓK
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Félag um átjándu aldar fræði efnir tilmálþings á morgun, laugardaginn 5.nóvember, í sal Þjóðarbókhlöðu. Mál-þingið stendur frá klukkan 13 til 16.30
og er yfirskriftin Ástir og örlög á átjándu öld.
Fyrirlesarar eru Anna Agnarsdóttir, dósent í
sagnfræði (Ástir og örlög Hundadagadrottning-
arinnar), Erla Hulda Halldórsdóttir, dokt-
orsnemi í sagnfræði (Ástarharmsaga), Inga
Huld Hálfdánardóttir sagnfræðingur („Göfugt
eðli kvenna“: Ástir og kvenréttindi suður í lönd-
um), Már Jónsson prófessor (Fjárreiður hjóna á
18. öld) og sr. Gísli H. Kolbeins (Ástir ljósmóð-
urinnar Vatnsenda-Skáld-Rósu).
Dr. Ólöf Garðarsdóttir er ritari Félags um
átjándu aldar fræði og er spurð hvað sé merki-
legt við átjándu öld umfram aðrar. „Þegar
minnst er á átjándu öldina detta mörgum eflaust
í hug hörmungar á borð við Móðuharðindin, hið
mikla harðindaskeið sem ríkti hér í kjölfar
Skaftárelda árið 1783, en nærri lætur að lands-
mönnum hafi þá fækkað um fimmtung. Enn
fleiri létust í kúabólufaraldri sem gekk hér yfir
snemma á öldinni. Átjánda öldin er þó merk fyr-
ir margra annarra hluta sakir, hún hefur verið
kennd við vísindahyggju og upplýsingastefnu og
var fræðastarfsemi með miklum blóma hér á
landi, einkum undir lok aldarinnar.“
Ólöf segir athyglisvert við erindin á mál-
þinginu að fjallað sé um einstaklinginn á átjándu
öld, sem ekki hafi verið gert mikið af því heim-
ildir séu mjög brotakenndar. „Sendibréf koma
nokkuð við sögu, til að mynda í „Ástarharm-
sögu“ Erlu Huldu Halldórsdóttur, sem fjallar
um svik Baldvins Einarssonar við Kristrúnu
Jónsdóttur frá Reykjahlíð. Baldvin er frels-
ishetja í augum Íslendinga og fór til Kaup-
mannahafnar, en á meðan sat Kristrún heima í
festum. Erla Hulda notar rómantísk og harm-
þrungin bréf Baldvins til þess að lesa hennar
sögu,“ segir Ólöf, en Baldvin og Kristrún voru
uppi á fyrri hluta nítjándu aldar. „Anna Agnars-
dóttir fjallar um Guðrúnu Einarsdóttur, íslenska
stúlku sem átti í tygjum við Jörund hundadaga-
konung. Séra Gísli H. Kolbeins fjallar um Skáld-
Rósu, svo það má segja að líf þriggja kvenna sé
þungamiðjan í erindunum,“ segir Ólöf. Þá fjallar
Inga Huld Hákonardóttir um ástir kvenna og
kvenímyndir á sautjándu og átjándu öld og Már
Jónsson fjallar meðal annars um heimanmund
kvenna og veltir því fyrir sér hversu mikinn rétt
þær höfðu yfir eigum sínum.
Ólöf segir loks að Félag um átjándu aldar
fræði sé þverfaglegt og hafi að markmiði að efla
rannsóknir á sviði átjándu aldar fræða. Málþing
félagsins eru haldin þrisvar á ári og verður
næsta þing um bókmenntir á átjándu öld.
Sagnfræði | Einstaklingurinn í brennidepli á málþingi um ástir og örlög á átjándu öld
Ástkonur, kvenímyndir og svik
Ólöf Garðarsdóttir er
doktor í sagnfræði frá
háskólanum í Umeå í
Svíþjóð og deildarstjóri
mannfjöldasviðs Hag-
stofu Íslands.
Doktorsritgerð Ólafar
fjallaði um ástæður
lækkunar tíðni ung-
barnadauða á Íslandi á
seinni hluta nítjándu
aldar og fyrri hluta
þeirrar tuttugustu.
Viðfangsefni hennar í rannsóknum hafa eink-
um verið fjölskyldusaga og söguleg lýðfræði.
Ólöf er í stjórn Félags um átjándu aldar fræði.
Hún á tvær dætur, 21 og 17 ára gamlar.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
„Hnakkamella
og nútímakona“
TÍMARITIÐ Sirkus varð sér, að
mínu mati, enn og aftur til skammar
með síðasta tölublaði. Það sorglega
er að erfitt er að komast hjá því að
hafa þennan hrylling fyrir framan
nefið á sér enda er þessari lágmenn-
ingu, að því virðist, troðið á sem
flesta staði.
Núna er fáklædd stelpa á forsíð-
unni með þversagnakenndu fyr-
irsögninni „Ég er algjör hnakka-
mella. – Brynja Björk er nútíma-
kona.“ og varla þarf að taka það
fram að innihald viðtalsins við þessa
miður smekklegu stelpu er nið-
urlægjandi (fyrir hana og í raun alla)
og jafnvel átakanlegt. Þar segir hún
meðal annars að hún sé sko engin
rauðsokka (sem er nokkuð ljóst enda
eru það konur sem bera virðingu
fyrir sjálfum sér og öðrum) en styðji
jafnrétti.
Einnig kemur fram að viðkomandi
gáfnaljós lítur á stráka sem „auka-
hluti“ og að draumur hennar felist í
strák með krítarkort og á BMW.
Virkilega jafnréttissinnuð. Sjálf er
ég jafnaldra þessarar manneskju og
finnst hreinlega ömurlegt að þessi
mynd sé dregin upp af íslenskum
stelpum enda er hér nóg af hæfi-
leikaríkum og vel gefnum stelpum
sem hafa margt til málanna að
leggja, þ.e.a.s. annað en að gera lítið
úr sjálfri sér, tala um stráka og að
vera líklegast versta hugsanlega
dæmið um íslenska (lág)menningu
(sem hún óhjákvæmilega verður
með því að birtast á forsíðu tíma-
rits).
Sjálf vildi ég ekki undir neinum
kringumstæðum vera bendluð við
lýð af þessu tagi enda á ég jafnvel
meira sameiginlegt með Benito
Mussolini en þessari stelpu sem er
þó á aldur við mig og þátttakandi í
íslensku samfélagi.
Nú getur vel verið að þetta sé grín
en þá þykir mér fáránlegt að þessu
mislukkaða tímariti skuli vera dreift
í jafn miklum mæli og raun ber vitni,
það á enginn að þurfa að horfa upp á
þetta.
H.E.Þ.
270885-2419
Snjómokstur við strætóskýli
ÉG vil benda þeim sem sjá um snjó-
mokstur og stjórna hreinsunun á
götunum að hreinsa snjó og klaka
frá stoppistöðvunum en þar er allt í
klaka og snjóbungum þessa dagana.
Ég fór í strætó í gær, og á 3 stoppi-
stöðvar og þar var alls staðar sama
sagan. Meira að segja við Lækj-
artorg var varla hægt að komast inn
í strætó.
Göturnar eru hreinsaðar en gang-
stéttarnar ekkert nema snjór og
hálka. Ég þakka fyrir að hafa komist
heil á húfi heim því þetta er mikil
slysagildra.
Eldri borgari
úr Hlíðunum.
Gullarmband týndist í
nágrenni Sóltúns
GULLARMBAND með múrsteins-
munstri týndist sl. helgi, líklega við
Grand hótel Reykjavík eða í ná-
grenni Sóltúns.
Skilvís finnandi hafi samband í
síma 552 2936. Fundarlaun.
Eyrnalokkur týndist í
Debenhams
SILFUREYRNALOKKUR, hjarta-
laga, týndist í mátunarklefa í versl-
uninni Debenhams síðastliðinn mið-
vikudag.
Skilvís finnandi hafi samband í
síma 893 6518.
70 ÁRA afmæli. Ingibjörg Garð-arsdóttir, Aðalgötu 6, Kefla-
vík, er sjötug í dag, 4. nóvember. Í til-
efni dagsins tekur hún á móti gestum á
morgun, laugardag, í Víðihlíð, Grinda-
vík, milli kl. 14 og 18.
HM í Portúgal.
Norður
♠Á10943
♥Á974 S/Enginn
♦4
♣D76
Vestur Austur
♠762 ♠KD
♥G ♥1062
♦ÁK863 ♦9752
♣Á932 ♣K1085
Suður
♠G85
♥KD853
♦DG10
♣G4
Ítalir og Svíar státa ótvírætt af
sterkustu liðum Evrópu um þessar
mundir, en þjóðirnar urðu í fyrsta
og öðru sæti á Evrópumótinu í
Málmey í fyrra og komust svo í fjög-
urra liða úrslit í Estoril ásamt
bandarísku sveitunum tveimur.
Spil dagsins kom upp í viðureign
Ítala og Svía í raðkeppninni í Portú-
gal og sýnir að jafnvel þeir bestu
gera sig seka um alvarleg mistök.
Vestur Norður Austur Suður
Lauria Fredin Versace Lindkvist
– – – Pass
1 tígull 1 spaði 2 tíglar 2 spaðar
3 tíglar Allir pass
Í opna salnum var þó allt með
eðlilegu móti, en þar varð Lorenso
Lauria sagnhafi í þremur tíglum og
vann þá slétt (gaf slag á hvern lit).
Og ekkert merkilegt við það.
Tíðindin komu úr lokaða salnum:
Vestur Norður Austur Suður
Bertheau Nunes Nyström Fantoni
– – – Pass
Pass 1 spaði Pass 2 hjörtu
Pass 4 hjörtu Pass Pass
Pass
Peter Bertheau kaus að passa
með vesturspilin og Claudio Nunes
vakti á spaða á 10 punkta og keyrði
svo í geim á móti pössuðum makker.
Vörnin virðist eiga a.m.k. fjóra
slagi, en Svíarnir ungu misstigu sig
illilega. Bertheau kom út með tíg-
ulás og Frederik Nyström lét tvist-
inn í slaginn, sem var hliðarkall í
laufi í stöðunni (einspil í borði).
Bertheau hefði kannski átt að leggja
niður laufásinn, en hann kaus að
spila litlu laufi til að dekka þann
möguleika að makker ætti kóng
annan. Og þar með var sviðið sett
fyrir varnarmistök – Nyström lét
tíuna duga og Nunes fékk ódýran
slag á gosann.
Geimið var þó ekki unnið, því
sagnhafi átti eftir að vinna úr spaða-
litnum. Nunes hefði svo sem getað
reiknað út að vestur gæti ekki verið
með spaðaháspil til hliðar við ÁK í
tígli og laufás (og passað í byrjun),
en það spillti ekki fyrir honum þegar
vestur valdi að henda spaða frá þrí-
litnum við fyrsta tækifæri. Nunes
gaf fyrst austri slag á spaða, en tók
svo á ásinn og tryggði sér tíu slagi.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. h3 Bg7
5. Rf3 0–0 6. Be3 a6 7. Dd2 b5 8. a3
Bb7 9. Bd3 Rfd7 10. Bh6 c5 11. d5
Rb6 12. h4 e5 13. h5 Bxh6 14. Dxh6
Df6 15. hxg6 Dxg6 16. De3 f6 17. 0–
0–0 R8d7 18. Hh6 Dg7 19. Hdh1 Hf7
20. H1h3 Kf8 21. Hg3 Dh8 22. Rh4
Ke8 23. Rf5 Df8 24. Hh4 Kd8 25.
Hhg4 Kc7
Staðan kom upp í fyrri hluta Ís-
landsmóts skákfélaga sem lauk fyrir
skömmu í Menntaskólanum í
Hamrahlíð. Gylfi Þórhallsson
(2.187) hafði hvítt gegn Kjartani
Thor Wikfeldt (1.780). 26. Bxb5!
Dd8 26. … axb6 gekk ekki upp
vegna 27. Rxb5+ Kb8 28. Hg8. 27.
Be2 Rf8 28. Hg8 Dd7 29. Bg4 h5 30.
Bxh5 Hh7 31. De2 Dc8 32. Rg7 Dd8
33. Hxf8 og svartur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Hlutavelta | Þessir ungu drengir
héldu nýlega hlutaveltu á Akureyri til
styrktar Rauða krossi Íslands og söfn-
uðust 2.893 krónur. Þeir heita Borgþór
Ingvarsson og Arnar og Bjarki Kjart-
anssynir.
Morgunblaðið/Kristján
Hlutavelta | Þessar stúlkur í Mela-
skóla, Ragna Reynisdóttir og Þórhild-
ur Reynisdóttir ásamt Elísabetu I. Sig-
urðardóttur og Katrínu Ásu
Karlsdóttur sem vantar á myndina,
héldu tombólu til styrktar börnum í
Pakistan og söfnuðu þær 3.229 kr.
Morgunblaðið/Kristinn
ÍBÚÐ VIÐ SLÉTTUVEG ÓSKAST
Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali
Traustur kaupandi óskar eftir 100-130 fm íbúð við Sléttuveg.
Mörkinni 6, sími 588 5518.
10 ár
í Mörkinni
Mörg góð tilboð
• Úlpur
• Stuttkápur
• Rúskinnsjakkar
• Leðurjakkar
• Þunnir ullarjakkar
• Treflar
• Hattar og húfur
Opið virka daga frá kl. 10-18
og laugardaga frá kl. 10-16