Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra er „bull- andi hlutdrægur“ gagnvart sakborningum í Baugsmálinu og vanhæfur í öllu því sem lýtur að málinu. Þetta sagði Gestur Jónsson hrl., verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Af þessum sökum yrði að skipa saksóknara að nýju. Sigurður Tómas Magn- ússon, settur ríkissaksóknari, sagði að ráð- herrann teldist ekki vanhæfur og hefði ekki farið út fyrir þau mörk sem stjórnmálamenn hefðu til að tjá sig um þjóðmál. Þetta og fleira til var togast á um í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar hluti Baugsmálsins var tekinn fyrir. Fjallað var um þá kröfu verjenda að dómurinn tæki afstöðu til þess hvort Björn hefði verið hæfur eða vanhæfur. Einnig hvort settur ríkissaksóknari hefði heimild til saksóknar vegna ákæruliðanna átta sem enn eru til meðferðar fyrir dómi. Ríkissaksóknari ekki lengur með saksókn Það sem mesta athygli vakti við upphaf þing- halds var að fram kom að Sigurður Tómas Magn- ússon er að fullu búinn að taka við Baugsmálinu, líka þeim átta ákæruliðum sem Hæstiréttur vísaði ekki frá dómi og ríkissaksóknari hafði enn til meðferðar. Þessi breyting er gerð í kjölfar þess að við fyr- irtöku málsins á mánudaginn drógu verjendur í efa að Sigurður hefði umboð til að hafa afskipti af þeim átta ákæruliðum sem enn eru fyrir dómi en það hefði hann gert með því að óska eftir að dóm- urinn kvæði til matsmenn til að leggja mat á til- tekin málsgögn. Jafnframt var það upplýst á mánudaginn að Jón H. Snorrason, saksóknari efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, væri þar í umboði setts ríkissaksóknara, þ.e. Sigurðar, og að ákæruliðirnir átta væru reglulegum rík- issaksóknara óviðkomandi. Í þinghaldinu á mánu- dag beindi Pétur Guðgeirsson, dómsformaður, því til sækjanda og verjanda að þeir fjölluðu um hvort settur ríkissaksóknari hefði vald til þess að fara með ákæruliðina átta sem ekki var vísað frá dómi og var málflutningur vegna þessa settur á dag- skrá héraðsdóms í gær, miðvikudag. Í millitíðinni, þ.e.a.s. á þriðjudag, ákvað rík- islögreglustjóri að óska eftir því að settur rík- issaksóknari tæki yfir dómsmeðferð á ákærulið- unum átta, sem áður var í höndum ríkislögreglustjóra, og féllst Sigurður á það. Í samræmi við þá ákvörðun var það Sigurður sem sótti þing í málinu í gær en ekki Jón H. Snorra- son. Fylla upp í eyðu en ekki meira Gestur Jónsson hrl. sagði mikilvægt hafa í huga hvaða valdi Bogi Nilsson hefði afsalað sér þegar hann sagði sig frá umfjöllun um gögn sem ákæru- liðirnir 32 byggðust á. Sökum þess að Bogi hefði orðið var við að óhlutdrægni hans var dregin í efa, hefði hann tilkynnt að hann teldi sig ekki bæran til þess að „stýra athugun á áðurnefndum gögn- um“. Gestur sagði að ekki væri hægt að skilja þessi orð á annan hátt en þann að ríkissaksóknari ætti við ákæruliðina 32 og það þyrfti að ganga mjög langt til að leggja annan skilning í málið. Þegar ríkissóknari hefði sagt sig frá málinu hefði myndast eins konar eyða í máli ákæruvalds- ins sem tæki til þessara 32 ákæruliða. Dóms- málaráðherra hefði aðeins heimild til þess að fylla upp í þessa eyðu en lengra næðu valdmörk hans ekki. Ráðherra hefði á hinn bóginn veitt Sigurði umboð sem greinilega gengi mun lengra. Það sem fram hefði komið um að dómsmálaráðherra og ríkissaksóknari hefðu rætt saman á þessum nót- um breytti engu, í málinu væru of miklir form- legir hagsmunir til að slíkar ákvarðanir gætu byggst á samtölum. Ákvörðun dómsmálaráðherra um að fela settum ríkissaksóknara saksókn í ákæruliðunum átta stæðust því ekki lög og settur ríkissaksóknari hefði þar af leiðandi engar vald- heimildir í þeim hluta málsins. Engin eyða í saksókn Sigurður mótmælti því að skapast hefði eyða í saksókn málsins. Þá væri ekki kveðið á um það í lögum að ákvörðun um að fela öðrum saksókn gæti ekki byggst á samtölum. Hann benti á að efasemdir um vanhæfi ríkissaksóknara hefðu byggst á tengslum tveggja sona Boga Nilssonar og bróður við endurskoðunarfyrirtækið KPMG en ákæruliðirnir sem sérstaklega vörðuðu vanhæfi hans væru fyrst og fremst í ákæruliðunum átta sem enn væru til dómsmeðferðar. Þá kæmi fram í bréfi Boga að forræði á þessum ákæruliðum hefðu verið hjá ríkislögreglustjóra og hann aldrei tekið við forræði yfir þeim. Sigurður sagði að ráðherra hefði örugglega verið rétt að líta svo á að rík- issaksóknari teldi sig einnig vanhæfan til að fjalla um ákæruliðina átta og þetta hefði verið staðfest í samskiptum þeirra á milli. Að auki benti hann á að Bogi hefði tekið fram í bréfi til dómsins að það umboð sem settum rík- issaksóknara hefði verið veitt, hefði verið í sam- ráði við hann. Sigurður benti ennfremur á að ef til þess kæmi að ákærur væru gefnar út vegna þess hluta málsins sem vísað var frá væru kostir fólgn- ir í því að málið væri í höndum eins og sama sak- sóknarans. Sigurður sagði að kæmist dómurinn að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði ekki haft vald til að skipa hann til að fara með ákæruliðina átta, yrði dómurinn að veita svigrúm til að settur yrði annar ríkissaksóknari til að fara með málið. Ofangreindar deilur eru býsna tæknilegar og víst er að almenningur hefur mismikinn tíma eða áhuga á að setja sig inn í þær. Umfjöllun um hugsanlegt vanhæfi dómsmálaráðherra eru lík- lega auðskiljanlegri. Þar að auki er verið að fjalla um ummæli sem hann hefur látið falla á opinber- um vettvangi og margir kannast við. Verjendur gera þá kröfu að dómurinn taki af- stöðu til hæfis Björns Bjarnasonar og telja að hann sé klárlega vanhæfur til að fjalla um nokkuð það sem lýtur að Baugsmálinu. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar, og Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, voru sammála um að mikilvægt væri að dómurinn leysti úr þessu og raunar tók Sigurður sérstaklega fram hversu mikilvægt það væri að skorið yrði úr um hæfi ráðherrans, þar sem að öðrum kosti gætu álitamál um þennan grundvöll málsins komið upp síðar. Umfjöllun alltaf neikvæð Gestur sagði að í málinu ætti við hin svokallaða matskennda hæfisregla stjórnsýslulaganna en samkvæmt henni væri ráðherra vanhæfur ef hægt væri með réttu að draga óhlutdrægni hans í efa. Í þessu máli hefðu sakborningar augljóslega ríkar ástæður til að efast um óhlutdrægni ráð- herrans. Hann tiltók fjölmörg dæmi um skrif Björns, einkum á heimasíðu hans, bjorn.is, en einnig í aðsendri grein í Morgunblaðinu sem sýndu fram á þetta. Alls staðar væri fjallað um Baug á neikvæðan hátt, fyrirtæki í eigu Baugs uppnefnd og ýmist bent á eða tekið undir neikvæð og niðrandi ummæli um fyrirtækið. Þá hefði hann skipað sér í lið með Morgunblaðinu í samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Engin dæmi væru um jákvæð ummæli heldur væri sífellt fjallað um Baug af óvild og alltaf sem um andstæðing væri að ræða. Gestur staldraði sérstaklega við dagbókar- færslu Björns frá 10. október sl. en þar sagði: „Stórfrétt dagsins er að sjálfsögðu niðurstaða [H]æstaréttar í kærumálinu vegna Baugs. Rétt- arkerfið hefur ekki sagt sitt síðasta orð í málinu. Lögheimildir eru til þess, að ákæruvaldið taki mið af því, sem fram hefur komið hjá hæstarétti við frekari ákvarðanir um framhald málsins.“ Gestur sagði að í huga almennings á Íslandi fælist hótun í því þegar einhver segðist „ekki hafa sagt sitt síð- asta orð“. Þessi orð hefðu komið frá manni sem hefði það vald að skipa sértakan ríkissaksóknara. Gestur lagði fram í dóminn lista yfir þessi um- mæli og fleiri til og hann sagði að af þeim væri greinilegt að sakborningar hefðu réttmæta ástæðu til að efast um óhlutdrægni ráðherrans. „Það er satt að segja alveg augljóst að sakborn- ingar hafa enga ástæðu til að búast við hinu besta frá þessum manni,“ sagði Gestur. Ráðherrann hefði með ummælum sínum farið langt út fyrir þau víðtæku mörk sem stjórnmálamenn hefðu til að tjá sig og benti m.a. á dóm Mannréttinda- dómstóls Evrópu sem dæmdi innanríkisráðherra Frakka fyrir að lýsa yfir sekt manns sem hafði ekki verið dæmdur. Gestur benti ennfremur á að Björn hefði lýst sig vanhæfan til að fjalla um mál fyrrum fjármálastjóra Þjóðminjasafnsins á sínum tíma. Þá hefði þáverandi formaður yfirkjörstjórn- ar í Reykjavík sagt af sér fyrir forsetakosning- arnar 1996 þar sem öllum hefði verið ljós persónu- leg óvild hans í garð eins frambjóðandans. Er hér átt við þá Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólaf Ragnar Grímsson. Eðlilegt að taka afstöðu til Baugs Sigurður Tómas hafnaði því að dómsmálaráð- herra væri vanhæfur og krafðist þess að málið, þ.e. sem tekur til ákæruliðanna átta, yrði tekið til efnismeðferðar. Þá sagði hann að það væru ekki nauðsynleg tengsl á milli hugsanlegs vanhæfis ráðherrans og að hann sjálfur teldist vanhæfur. Slíkt gæti aðeins átt við ef um væri að ræða grófa annmarka og fráleitt væri að svo gæti verið. Sig- urður sagði að ekki væri hægt að gera sömu kröf- ur til embættismanna og stjórnmálamanna. Sem stjórnmálamaður hefði Björn Bjarnason verið mjög virkur í pólitískri umræðu og vissulega margoft tjáð sig um Baug enda væri fyrirtækið umsvifamikið, starfaði á mörgum sviðum og hefði mikil áhrif á stefnu samfélagsins. Vegna áhrifa Baugs mætti á vissan hátt líkja fyrirtækinu við stjórnmálaflokk og því eðlilegt að stjórnmála- menn tæku afstöðu til fyrirtækisins. Þetta ætti sérstaklega við um fjölmiðla í eigu Baugs. Björn hefði á hinn bóginn ávallt vísað til þess að saka- málið væri fyrir dómstólum og ekki tjáð sig um sakarefni málsins og dómur Mannréttindadóm- stólsins ætti því ekki við í þessu tilviki. Sigurður sagði að ummæli ráðherrans bæru vitni um „póli- tískt karp“ og um að hann hefði verið að bregðast við atburðum. Ekki væri hægt að lesa velvild í garð fyrirtækisin út úr ummælunum heldur frem- ur óvild. Til þess að þau teldust grundvöllur van- hæfis yrði óvildin að koma skýrar fram og beinast gegn persónulegum atriðum. Héraðsdómur tók málið til úrskurðar en ekki liggur fyrir hvenær hann verður kveðinn upp. Tekist á um hæfi ráðherra og vald setts ríkissaksóknara  Verjandi Jóns Ásgeirs: Dómsmálaráðherra vanhæfur og hlut- drægur í Baugsmálinu og skipa þarf saksóknara að nýju  Settur ríkissaksóknari: Ráðherra ekki vanhæfur og eðlilegt að stjórnmálamenn taki afstöðu til Baugs enda félagið áhrifamikið Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, takast í hendur við upphaf þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. HÉR á eftir eru rakin nokkur dæmi um skrif Björns Bjarnason- ar sem Gestur Jónsson hrl. nefndi sérstaklega við þinghald í málinu í gær. Orðum Davíðs má treysta Í aðsendri grein í Morg- unblaðinu 8. mars 2003 fjallaði Björn um viðtal við Davíð Odds- son hinn 3. mars en þá sagði Dav- íð frá því að Hreinn hefði sagt honum að Jón Ásgeir Jóhann- esson hefði sagt við Hrein að greiða þyrfti Davíð 300 milljónir gegn því að hann léti af andstöðu við fyrirtækið. Aðspurður sagði Jón Ásgeir að frásögn Davíðs væri alröng, hann hefði aldrei sagt nokkuð slíkt. Í greininni sagði Björn m.a.: „Atburðir daglegs lífs eru oft ótrúlegri en það, sem sagt er frá í skáldsögum. Er undir hverjum og einum komið, hvort hann trúir því, sem sagt er. Margir eru í sporum Tómasar og vilja fá að þreifa á sárinu til að sannfærast. Öðrum nægir að lesa og heyra það, sem trúverðugir menn segja. Þeir, sem hafa starfað í áratugi með Davíð Oddssyni, vita, að orð- um hans má treysta.“ Gestur sagði að í þessu tilviki hefði Björn tekið afstöðu til sakarefnis, þótt raunar væri það ekki til um- fjöllunar fyrir dómstólum. Fjölmiðlum beitt Þá vísaði Gestur til greinar eft- ir Björn sem birtist í tímaritinu Þjóðmálum sem kom út um miðj- an október og sagði að vænt- anlega hefði greinin verið rituð í lok september. Þar segir Björn m.a.: „Stjórnmálamenn myndu aldrei voga sér að beita fjöl- miðlum á sama veg og kaupsýslu- mennirnir í Baugi gera. Hver myndi trúa málgagni stjórn- málaflokks, sem reyndi að verja flokk sinn með stolnum tölvubréf- um, ef forystumenn hans sættu ákæru fyrir margvísleg hegning- arlagabrot? Yrði málgagnið ekki úthrópað sem ómerkilegur snepill í þjónustu eigenda sinna? Yrði ekki spurt, hvernig blaðamönnum dytti í hug að starfa á blaði, sem þannig væri ritstýrt í þágu eig- enda sinna?“ Um „Baugsmiðla“ Í pistli á heimasíðu sinni 15. janúar sl. sagði Björn m.a.: „Nú hefur verið ákveðið að skipta enn einu sinni um nafn á öllu batt- eríinu og velja því svo óþjált heiti, að líklega eiga menn ekki annarra kosta völ en nota orðið „Baugsmiðlar“ til að skiljist við hvað er átt. Það orð verður áreiðanlega til áfram, þótt hvað eftir annað sé gerð tilraun til að stinga upp í þá, sem grípa til þess … Annars hafði vinur minn orð á því, að þessar sífelldu nafn- breytingar á fjölmiðlafyr- irtækjum Baugs minntu aðeins á nafnasögu flokka kommúnista og sósíalista, sem vildu gjarnan auka vinsældir sínar með því að sigla sífellt undir nýju flaggi – raunar eru þeir komnir til föðurhúsa sameiningarsinna með því að velja sér nú heitið Samfylking.“ Daglega líf- ið oft ótrú- legra en skáldsögur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.