Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING „HÚN markar tímamót í sýn okkar á landið og mun gefa okkur öllum, ekki síst æsku landsins, tækifæri til þess að þekkja Ísland, skynja það og skilja á nýjan hátt,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson um Íslandsatlas, sem er ný kortabók um Ísland, er hann veitti formlega viðtöku fyrstu eintökunum af bókinni ásamt umhverfisráðherra, Sigríði Önnu Þórðardóttur, á Bessa- stöðum í gær. Íslandsatlas er viða- mesta kortabók sem komið hefur út þar sem Ísland er viðfangsefnið, og þykir marka þáttaskil í íslenskri kortasögu. Bókin kemur út hjá Eddu- útgáfu og er kortahöfundur hennar Hans H. Hansen. Undir dönskum áhrifum „Líklega hefur þetta verið tveggja ára ferli, frá því að vinnan við bókina sjálfa hófst. En ég hef nú gengið með þetta í maganum lengur,“ segir Hans um tilurð bókarinnar í samtali við Morgunblaðið. Bókin inniheldur kort af Íslandi öllu, á skalanum 1:100.000, sem merkir að einn sentimetri í bók- inni jafngildir einum kílómetra á landi. Um er því að ræða mjög stór kort, og ber bókin sjálf þess merki; því hún er 36 sinnum 46 sentimetrar að stærð. Heildarútgáfa af kortum af þessari stærð hafa ekki komið út af Íslandi í ríflega 60 ár, eða frá því árið 1944, þegar gefin var út í Kaupmannahöfn bókin Islands Kortlægning. Þó að vinnan að baki þeirri bók og þessari sem nú lítur dagsins ljós sé mjög ólík, segist Hans engu að síður hafa verið undir áhrifum frá gömlu dönsku kort- unum þegar hann vann bókina. „Ég er alltaf að leita að þeim tóni sem fyr- irfinnst í þeim kortum, enda eru þau kort bæði falleg og læsileg,“ segir hann. Sérstaða bókarinnar felst ekki bara í stærð hennar, heldur einnig í kortunum sjálfum. Fjöll og dalir eru skyggð með sérstakri tækni, og draga þannig fram svipbrigði lands- ins á greinilegan hátt. „Það var líka gert á vissan hátt í gömlu, dönsku kortunum, en þó með allt öðrum hætti. Skyggingarnar geri ég allar í tölvu, þannig að það má segja að tölvutæknin hafi leyst stóran hóp kortagerðarmanna af hólmi.“ Rúmlega 43.000 örnefni Að sögn Hans felast forsendurnar fyrir bókinni í því að gagnabanki Landmælinga, IS-50, varð aðgengi- legur í breyttri mynd fyrir tveimur árum. Þar sé að finna þau grunngögn sem unnið var útfrá, en einnig liggja margvísleg önnur gögn til grundvall- ar bókinni. „Þetta eru gögn víða að sem ég hef safnað að mér gegnum ár- in,“ segir hann, en hann hefur unnið að smærri kortum fyrir Mál og menningu á undanförnum árum og þekkir því heim kortagerðarlist- arinnar vel. Kortin geyma ríflega 43.000 ör- nefni, sem finna má í ítarlegri ör- nefnaskrá aftast í bókinni, og hefur slíkan fjölda ekki verið að finna í bók af þessu tagi áður. Þar er meðal ann- ars að finna nöfn eyðibýla, þó þau séu horfin sjónum, sem ekki hafa alltaf prýtt nýrri kort. Þá eru fjórir inn- gangskaflar í bókinni sem taka til ýmissa mála er snerta landakort; ágrip af kortasögu Íslands eftir Örn Sigurðsson, sem ennfremur er korta- ritstjóri bókarinnar, ágrip af jarð- sögu landsins eftir Hauk Jóhann- esson, kafli um jökla og jöklabreytingar eftir Odd Sigurðsson og kafli um flóru og gróður Íslands eftir Eyþór Einarsson. „Þetta eru allt fremstu menn á sínum sviðum sem hafa skrifað þessa kafla. Mér finnst þeir gefa bókinni aukið gildi,“ segir Hans. Ekki ferðahandbók Hans segist telja að bókin eigi er- indi við alla þá sem áhuga hafa á land- inu, þeim fari sífellt fjölgandi í kjölfar aukinnar umhverfisvitundar og áhuga á ferðalögum innanlands. „Allt það fólk sem hefur áhuga á að spá í landið og kynna sér það, hvaðan það sjálft er upprunnið, söguna og lands- lagið – ég held að fyrir það sé þetta ágætis bók til að skoða,“ segir hann. Þó er augljóst að Íslandsatlas er engin ferðahandbók – til þess er hún alltof stór. „Hún er fremur hugsuð á stofuborð, í sumarbústað eða jafnvel í tjaldvagn. Það er auðvelt að fletta upp í henni nöfnum sem fólk er að heyra í fréttum eða annars staðar,“ segir Hans. „Auk þess er allt annað að skoða kort í bók af þessu tagi, heldur en að skoða kort í bílnum eða í tölvu. Upplifunin er allt önnur, og þetta tvennt styður í raun hvort ann- að.“ Stoltur af unnu verki Hans segist fagna því framtaki Eddu-útgáfu, að gefa kortin út í svo veglegri bók sem raun ber vitni. Ef bókin gefi ekki nýja sýn á landið, gefi hún að minnsta kosti betri yfirsýn yf- ir það en hingað til, og hann segist stoltur af unnu verki. „Ég get ekki verið annað en það,“ segir Hans H. Hansen að síðustu. Bækur | Viðamesta kortabók um Ísland sem gefin hefur verið út hingað til, Íslandsatlas, kemur út hjá Eddu-útgáfu Markar tímamót í sýn okkar á landið Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra, Hans H. Hansen, korta- höfundur Íslandsatlass, og Örn Sigurðsson, kortarithöfundur bókarinnar, í móttöku á Bessastöðum í gær. MENN geta orðið svangir af því að liggja í sólbaði og þá er ekki ama- legt að fá sér spælt egg. Hvort akk- úrat þetta egg, sem er í raun lista- verk eftir ástralska myndlistar- manninn Jeremy Parnell, er ætt, skal látið liggja milli hluta, en hitt er víst að það er hluti af mikilli höggmyndahátíð, „Höggmyndir við hafið“, sem stendur yfir á Tam- arama-strönd í Sydney þessa dag- ana.Reuters Spælegg á ströndinni      )%  !" #$$ % & $ (* %) +%, '( )( "* +, -." , / 012!3/ -" -!. +,  3 $3 3 )! /  -!0 #$$ % & 4'53 / & # 1 2,& 3!0 # 4!0 1 #%6 %  5 )67 #$$ % & -." , / 012!3/ -" -!. +, 1 7 )3/% 8/ % /& $8 9 :; '91 % & 1%%593 %"3 <% # ,& #$$ % & :// 26 )  ;<3 = ! ,( = > 9" ! #$$ % & #! : "::? 3+45- /6 7899 -:+9;4<-    )%  !" #$$ % & >/ + /3 !" #$$ % & 0 //% ( <  + 03:8! #$$ % & ! //% / $ +"* +, ? ( %+&  & < @ / A"8 !0 '91 % & 4 +% 1: " 0 !!" #$$ % & // : $!!" '91 % & /(" A& + !!" '91 % & @ % "#  = <3" ' ! 6#%  !" #$$ % & A" ;/ B! <0 1 3+45-< /6 7899< (<5% /6 =56+>56(?-=<  $ (* %) +%, '( )( "* +,  3 $3 3 )! /  -!0 #$$ % & #%6 %  5 )67 #$$ % & 1 7 )3/% 8/ % /& $8 9 :; '91 % & 1%%593 %"3 <% # ,& #$$ % & /: /  CD!D <3" '91 % & /: / %)# &:& CD!D <3" '91 % & 1%%5A ) 3 <% # ,& #$$ % & * #% ED" +F < 6 ( +& AG( A0 <( -6!!" < 6 +@455A 4)5> /6 59(?-=<    -." , / 012!3/ -" -!. +, -." , / 012!3/ -" -!. +, :// 26 )  ;<3 = ! ,( = > 9" ! #$$ % &  )3/<# E 8 !0 #$$ % & 9# ! ,( /! ( % ( </ 0 '91 % & A: 6 &6:) - =D) 2 +0:% & 0 0/ H; -" #$$ % & BC + < <,0!!" #$$ % & D / =$  (+ &;  ( @ <8!!" : 012E %; (/; / // -" -!. +, ( $,  B& C  ?;>D6=< /6 459=<@>55>56<  4'53 / & # 1 2,& 3!0 # 4!0 1 (+ , )) 5 % E & - )! G #$$ % & ?%( & && 5 % % A '0 , !" +0:% & I!: *F ,,, 5<//, : )! ,& !!" +0:% & 0 4 &#/ + 0 =!!" <: 9 5G % '"2 H;! 'D:!" <: 9; % ;& 9& J! J!!!" '91 % & % & HI  K L ! #;% 0 1 /%% )# ; ! !" #$$ % & 9#+ + + % /%5G % <2 +:* <: 3+45- /6 7899 +1EF     93 /& '02! % ) 3 #$$ % & $8 %&#/ A0 # ,& #$$ % & $; &; #$$ % & ; & )3/ ///" <:& 2" !% & ' ); </ '0!0 < !: 60:% & '++/ 8 #$$ % & 93  6 ; # ! #( -,0!0 # ! #( -,0!0 0( + & A"! & 3 #$$ % & "3 ! J!6 <!!" $33 $ % % )! % -3!0 96 !2! D , / / AG( A"! -; !" #$$ % & J,, &(/ -; # /!!" #$$ % &   !" # $ !"  <3 : C4 !8/!! " & ! 60: ( 08( ( M ; ="6  C4 /! !: 60:% " C4 60:N " 8! ( )! 6O: ::  3 4 6O: !3 :: / 3 ( 9N+0:6% ) 8/: ) 8/: 9N+0:2 P! :. :; E 0 -8/: :! " :; ; +"! )!:0 ) 8/: " %!8/: 9 8 ! O :; 9N#;3!!" - & " :; <3:.N8 E,8/: < "!! +"! P! +" 8/: + 0! <:!  < @ ! $ 8/: :; " %!8/: < F C %3 <:6% <&:0: +0:6% =& ! " 3 58 +0:! ! % 8 6 #;3!!" ) - <: :. #! " ) <: <. <3& " -6O 5O:, '0 3: C !3% )!:0 1! 6 E 0 =,0 " < 8 9 ) 9N#;3!!" ! ! O  3% =,0 <3& " <3:.N8 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.