Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI Séra Bolli Gústavs- son vígslubiskup er sjötugur í dag, 17. nóvember. Ég vil í nafni þjóðkirkjunnar árna honum og ást- vinum hans heilla í tilefni dagsins og þakka trúmennsku hans í þjónustu við kirkju og þjóð. Hann vígðist sókn- arprestur til Hríseyj- ar 1963, tveim árum síðar var hann skip- aður sóknarprestur í Laufásprestakalli og gegndi því kalli allt til þess að hann varð vígslubiskup á Hólum árið 1991. Gegndi hann því embætti í ellefu ár, uns hann varð að láta af störf- um vegna heilsubrests. Meðan heilsa og kraftar leyfðu lét hann víða til sín taka í fé- lagsstörfum, og í lista- og menn- ingarlífi. Ritfær maður með af- brigðum, sem margvísleg ritstörf hans bera vitni um. Margir minn- ast með ánægju reglulegra pistla hans í Morgunblaðinu, sem hann skrifaði um langt árabil. Þar kom hann jafnan víða við og fagurker- inn og unnandi orðsins lista, ljóðs og sagna fór gjarna á kostum. Svo átti hann svo auðvelt með að draga upp leiftrandi skemmtilegar svip- myndir samferðamanna af hlýju og næmi mannvinarins. Hann átti þar líka afar auðvelt með að varpa birtu fagnaðarerindisins yfir mál- efni líðandi stundar. Óhætt er að segja að séra Bolli Gústavsson hefur verið prýði og sómi sinnar stéttar og kirkju. Hann var orðlagður prédikari, mál- snjall og orðhagur með afbrigðum og framganga hans í helgri þjón- ustu var jafnan borin uppi af BOLLI GÚSTAVSSON smekkvísi og virð- ingu. Þó að hauströkkur heilsuleysis hjúpi hann nú þá er ávallt bjart yfir séra Bolla. Og þannig hugsum við til hans þakklát á heiðursdegi og þökk- um árin liðnu. Það er jafnan bjart yfir mynd hans, heiðríkja í svip og fasi hins hreinlynda, hógværa og hjartahlýja og hláturmilda húmor- ista og öðlings. Hann er umvafinn hlýju og góðvild sóknarbarna og samferðafólks síns og samverka- manna. Eftir að hann tók við embætti vígslubiskups beitti hann sér fyrir byggingu Auðunarstofu á Hólum en það er endurgerð stokkahúss sem Auðun biskup rauði reisti á 14. öld og var rifið illu heilli í byrjun hinnar nítjándu. Ekki leist öllum vel á þá hugmynd hans en séra Bolli fékk góða menn til liðs við sig og norska vini sína til að gefa trjá- við til stofunnar og loks tók rík- isstjórn Íslands verkefnið mynd- arlega upp á arma sína. Nú prýðir Auðunarstofa Hólastað og vitnar um forna dýrð og verkmenningu, og nýtist sem glæsileg fundaað- staða og skrifstofa vígslubiskups. Séra Bolli dvelur nú á sjúkra- stofnun. Við Kristín sendum hon- um okkar hlýjustu hamingjuóskir og biðjum honum og eiginkonu hans, Matthildi Jónsdóttur, og börnum þeirra blessunar. Því að Drottinn er góður, miskunn hans varir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns. (Sálm. 100.5) Karl Sigurbjörnsson. FRÉTTIR Bridsfélag Selfoss og nágrennis Fimmtudaginn 10. nóv. var haldið áfram keppni í Málarabutlernum Þessi pör skoruðu mest síðasta spilakvöld: Runólfur Þ. Jónsson – Stefán Short 64 Gunnar B. Helgason – Össur Friðgeirsson33 Grímur Magnússon – Gísli Þórarinsson 26 Þröstur Árnason – Helgi Grétar Helgason15 Staða efstu para að 2 kvöldum loknum er þá þessi: Runólfur Þ. Jónsson – Stefán Short/Ari Einars-Knútur Jóh. 47 Grímur Magnússon – Gísli Þórarinsson/Sigurður Vilhj. 38 Kristján M. Gunnarss. – Björn Snorras. 31 Helgi Hermannss. – Vilhjál. Þ. Pálss. 31 Mótinu lýkur fimmtudagskvöldið 17. nóv. kl. 19.30 í Tryggvaskála. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 15. nóvember var spilað á 11 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S: Katarínus Jónss. – Sigurður Hallgrímss. 270 Bragi Björnsson – Auðunn Guðmss. 245 Eysteinn Einarss. – Ragnar Björnsson 237 A/V Gísli Kristinsson – Helgi Sigurðss. 269 Hera Guðjónsd. – Jón Pálmason 267 Þorvarður Guðmss. – Jón Sævaldsson 245 Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni var spiluð í Ásgarði, Stangarhyl, mánud. 14.11. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Jón Hallgrímsson – Helgi Hallgrímss. 261 Ragnar Björnss. – Guðjón Kristjánss. 251 Bragi Björnsson – Albert Þorsteinsson 232 Árangur A-V Hannes Ingibergss. – Viggó Nordqvist 270 Björn Björnsson – Heiðar Þórðarson 262 Soffía Theodórsd. – Elín Jónsdóttir 240 Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 14. nóvember hófst hraðsveitakeppni með þátttöku 10 sveita. Staðan eftir fyrsta kvöldið af fimm: Sv. Hrundar Einarsdóttur 41 Sv.. Dalabúa 40 Sv. Erlu Sigurjónsdóttur 33 Sv. Guðlaugs Bessasonar 31 Sv. Jóns formanns 31 Íslandsmót í parasveitakeppni 26.–27. nóvember Íslandsmótið í parasveitakeppni verður haldið helgina 26.–27. nóvem- ber að Síðumúla 37, í húsnæði Bridgesambandsins. Spiluð verður sveitakeppni, raðað eftir Monradkerfi, sjö umferðir og 16 spila leikir. Gullstig eru veitt fyrir hvern leik, 0,5 stig á mann fyrir unn- inn leik og 0,25 fyrir jafntefli. Einnig uppbótarstig fyrir fjögur efstu sæt- in. Keppnisstjóri verður Aron Þor- finnsson. Spilaðar eru 4 umferðir á laugar- deginum og 3 umferðir á sunnudeg- inum. Keppnisgjald er 12.000 kr. á sveit. FEBK Gjábakka Það var spilað á 8 borðum sl. föstu- dag og urðu úrslitin þessi í N/S: Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddsson 198 Magnús Halldórss. - Rafn Kristjánss. 189 Lárus hermannss. - Ólafur Lárusson 183 A/V: Júlíus Guðmss. - Óskar Karlsson 192 Eysteinn Einarss. - Ragnar Björnsson 181 Aðalheiður Torfsd. - Ragnar Ásmunds. 179 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson STEINUNN Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, sendi í gær flokkssystur sinni og verðandi starfssystur Ritt Bjerregaard heillaóskaskeyti í tilefni úrslita borgarstjórnarkosninganna sem fram fóru í Kaupmannahöfn. Bjerregaard og Jafnaðarmanna- flokkur hennar vann stórsigur í kosningunum og verður hún fyrsta konan til að gegna embætti yf- irborgarstjóra í Kaupmannahöfn. Þær Bjerregaard og Steinunn Val- dís áttu fund fyrir mánuði þegar borgarstjóri var staddur á menn- ingarnótt í Kaupmannahöfn í boði fráfarandi yfirborgarstjóra. Við það tækifæri var þessi mynd tekin. Borgarstjóra- kveðjur Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn                    KOMIN er út hjá Námsmats- stofnun íslensk þýðing á bandarísku greindarprófi Wechslers fyrir full- orðna (WAIS-III). Greindarpróf Wechslers eru þrjú talsins og eru til útgáfur fyrir leikskólabörn, börn og unglinga og fyrir fullorðna. Það er hópur sálfræðinga sem kallar sig WAIS-hópinn sem hefur þýtt prófið, en það var síðast þýtt af Kristni Björnssyni sálfræðingi fyrir all- mörgum árum. Hópurinn hefur einnig fengið stuðning frá starfs- fólki Námsmatsstofnunar og ýms- um sálfræðingum sem leitað var til. Að sögn meðlima hópsins hefur það sýnt sig að Íslendingar séu nægilega líkir því úrtaki Banda- ríkjamanna sem mið var tekið af við upphaflega stöðlun prófsins svo nota megi prófið lítið breytt hér á landi. Þetta er þó háð því að vel sé vandað til þýðingarinnar. Þjóðir eins og Englendingar, Danir, Norð- menn og Svíar hafa haft sama hátt- inn á – og því er íslenska þjóðin vel samanburðarhæf hvað gott aðgengi að greindarprófum varðar. Már Viðar Másson, sálfræðingur og meðlimur í WAIS-hópnum, segir að enn betra væri að staðla allt próf- ið upp á nýtt fyrir nýja þjóð, en slík vinna kosti ekki undir 20 milljónum króna og taki langan tíma. „Náms- matsstofnun vinnur barna- og ung- lingaprófið (WISC-IV) þó á þann veg núna,“ segir Már, en von er á því prófi á markað að ári. „Stefnt er að því að staðla fullorðinsprófið eftir að ný útgáfa þess (WAIS-IV) kemur út í Bandaríkjunum eftir nokkur ár. Að baki greindarprófa sem þessara liggur mikil vinna og háar fjár- hæðir. Próf eins og það sem nú verður tekið í notkun kostar millj- ónir dollara í framleiðslu. Það telst því vera heppni lítilli þjóð að hún skuli fá leyfi eiganda til þýðingar.“ Greiningartæki fyrir sálfræðinga Greindarpróf er eitt af þeim tækj- um sem sálfræðingar nota til að greina einkenni og starfsemi hug- rænna kerfa fólks, t.d. þegar það leitar til sálfræðinga vegna ýmiss konar erfiðleika. Það hjálpar til við greiningu á greindarfari fólks, en einnig því hvernig mismunandi und- irþættir greindar reynast vera hjá viðkomandi. Prófið segir jafnt til um styrkleika sem og veikleika þess sem því svarar. Már segir vitað að ýmsir hæfileikar eða eiginleikar hafa að jafnaði mikla fylgni við greind. Þar má nefna félagsþroska, siðferðisþroska og tilfinninga- þroska. „Út frá greindarprófi Wechslers fyrir fullorðna má reikna heildargreind sem síðan skiptist í mállega (verbal) og verklega (per- formance) greind,“ segir Már. „Hvor hluti um sig hefur undirþætti sem meta ólíka hluta vitsmuna- þroskans s.s. almenna stað- reyndaþekkingu, skilning og dóm- greind, leikni í hugarreikningi, rökhugsun, minni, orðskilning, sjón- ræna úrvinnslu, samhæfingu sjónar og hreyfinga, sjónhreyfihraða, rú- máttun, sjónræna rökhugsun og skilning á atburðarás.“ Greindarpróf eru notuð í marg- víslegum tilgangi – eins og til dæmis til þess að skera úr um fötlun, námsörðugleika eða athyglisbrest. Þá má nefna notkun prófsins við taugasálfræðilegt mat eftir færn- isskerðingu vegna veikinda eða slyss. Við þær aðstæður hjálpa nið- urstöður til við að setja raunhæf markmið endurhæfingar. Mikilvægt hjálpartæki sál- fræðinga fáanlegt á íslensku Morgunblaðið/Árni Sæberg Sálfræðingarnir Eiríkur Líndal, Inga Hrefna Jónsdóttir, Már Viðar Másson og Rúnar Helgi Andrason skipa WAIS-hópinn, en með þeim stendur Sig- urgrímur Skúlason frá Námsmatsstofnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.