Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GEIR H. Haarde utanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að íslensk stjórnvöld hefðu, að sínum dómi, ekki fengið fullnægjandi svör frá Banda- ríkjastjórn við þeirri fyrirspurn hvort flugvélar, á vegum bandarísku leyni- þjónustunnar, hefðu flogið með fanga til landa þar sem pyntingar eru leyfð- ar, um íslenska lofthelgi eða nýtt sér Keflavíkurflugvöll í slíkum ferðum. Hann tók þó fram að utanríkisráðu- neytið hefði ekki undir höndum upp- lýsingar um að slíkir fangaflutningar hefðu átt sér stað um íslenska loft- helgi eða íslenska flugvelli. Þá sagði hann að íslensk stjórnvöld myndu ekki heimila flug af þessu tagi. Fangaflutningar voru ræddir í fyr- irspurnatíma á Alþingi í gær og sögðu stjórnarandstöðuþingmenn m.a. að ríkisstjórnin hefði tekið linku- lega á þeim málum, svo notuð séu orð Össurar Skarphéðinssonar, þing- manns Samfylkingarinnar. Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði að það virtist því miður vera hafið yfir allan vafa að ólögleg fangaflug hefðu margoft farið um íslenska lofthelgi og íslenska flug- velli. Hann sagði að íslensk stjórn- völd ættu að senda Bandaríkjastjórn formlega yfirlýsingu um að þau vildu ekki umrædda fangaflutninga. Og ef ríkisstjórnin sendi ekki frá sér slíka yfirlýsingu ætti Alþingi að gera það. Steingrímur kvaðst myndu taka þetta upp á vettvangi utanríkismála- nefndar þingsins. Óformleg svör frá Bandaríkjamönnum Steingrímur var málshefjandi um- ræðunnar og spurði utanríkisráð- herra m.a. að því hvort ráðuneytinu væri kunnugt um að flugvélar á veg- um bandarísku leyniþjónustunnar, hefðu flogið með fanga eða meinta hryðjuverkamenn, sem hvorki nytu verndar né meðhöndlunar skv. al- þjóðasáttmálum, um íslenska loft- helgi eða notað Keflavíkurflugvöll. Ráðherra upplýsti að þegar honum hefði borist fyrirspurnin, sem var skrifleg, hefði staðgengill sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, verið boð- aður á fund í utanríkisráðuneytinu og honum afhent fyrirspurnin í enskri þýðingu. Á sama fundi hefði verið óskað eftir svörum frá bandarískum stjórnvöldum. „Á fundi í utanríkis- ráðuneytinu nokkru síðar með fulltrúum bandaríska sendiráðsins í Reykjavík var lýst vonbrigðum með að svör lægju þá ekki fyrir og beðið um skýr og skjót viðbrögð. Síðar þann dag kom sendiherra Íslands í Washington með sömu skilaboð í bandaríska utanríkisráðuneytið. Þar var jafnframt tekið fram að íslensk stjórnvöld gengju út frá því að fanga- flutningar sem þessir hefðu ekki átt sér stað enda væri þá brotið gegn al- þjóðlegum skuldbindingum Íslands.“ Ráðherra skýrði síðan frá því að þau svör hefðu óformlega borist frá Bandaríkjastjórn að Bandaríkin virtu fullveldi og lögsögu Íslands í einu og öllu og að þau gerðu ekki ráð fyrir að Keflavíkurflugvöllur yrði notaður í þeim tilgangi sem um væri spurt en kæmi slíkt til álita myndu þau fyrst eiga um það samráð við ís- lensk stjórnvöld. „Að mínum dómi eru þessi svör því miður alls ekki full- nægjandi enda er þeirri spurningu ósvarað hvort umræddir flutningar hafi átt sér stað eða ekki,“ sagði Geir. „Bandarískum stjórnvöldum hefur verið gerð grein fyrir þessari afstöðu minni og ítarlegra svara krafist.“ Þegar utanríkisráðherra hafði gert grein fyrir þessu komu stjórnarand- stæðingar í pontu og sögðu m.a. að hann sýndi Bandaríkjamönnum und- irlægjuhátt. Össur Skarphéðinsson sagði að það væri krafa stjórnarand- stöðunnar og Samfylkingarinnar að utanríkisráðherra gæfi út yfirlýsingu um að flugvélum með þekktum skrá- setningarnúmerum yrði bannað að fljúga um Ísland. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að utanríkisráðherra hefði ekki upp- lýst um það hvort Bandaríkjamenn kynnu að hafa fundið sér leyfi til þeirra fangaflutninga, sem um ræddi, í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um stuðning við stríðið í Írak. Og Þuríður Backman, þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, sagði að allt tengdist þetta innrásinni í Írak og að Íslendingar væru á lista hinna viljugu þjóða. Helgi Hjörvar, þingmaður Sam- fylkingarinnar, sagði að utanríkisráð- herra sæti bljúgur með hendur í skauti og biði eftir svari Bandaríkja- manna og Jóhann Ársælsson, sam- flokksmaður hans, sagði að niðurlæg- ing íslenskra stjórnvalda í þessu máli væri hrikaleg. Þá sagði Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins, að grátbrosleg væri sú staðreynd að það þyrfti fyrirspurn frá stjórnarandstöðuþingmanni til þess að íslensk stjórnvöld brygðust við. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað- ur Vinstri grænna, sagði að utanrík- isráðherra hefði farið fram í þessu máli á kurteislegan og diplómatískan hátt. Fólk krefðist þess hins vegar að umrædd fangaflug yrðu fordæmd. Ríkisstjórnin þyrfti að sýna að það rynni blóð í æðum hennar. Kristinn H. Gunnarsson, þingmað- ur Framsóknarflokksins, sagði á hinn bóginn að utanríkisráðherra hefði svarað því með skýrum hætti, að ís- lensk stjórnvöld myndu ekki sam- þykkja umrædd fangaflug um Ísland. Kristinn fagnaði þeirri afstöðu og hvatti síðan til þess að ráðherra og ríkisstjórnin fylgdu henni fast eftir, en sætu ekki með hendur í skauti og biðu eftir upplýsingum frá Banda- ríkjamönnum. Halldór Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, sagði undir lok umræð- unnar að hún væri mjög sérkennileg, en kannski ekki óvenjuleg, í ljósi gamalla umræðna um Keflavíkur- flugvöll og varnarmál. „Það liggur ljóst fyrir skv. yfirlýsingu utanríkis- ráðherra að flug að því tagi sem fyr- irspurnin fjallar um verða ekki heim- iluð um íslenska lofthelgi og að slíkum flugvélum verður ekki leyft að hafa afnot af íslenskum flugvöllum.“ Halldór sagði að þessi afstaða hefði komið skýrt fram í framsögu ráð- herra. Í ljósi þess hefðu þær ræður sem síðar hefðu verið fluttar verið haldnar af mönnum sem ekki kynnu að hlusta. Geir H. Haarde utanríkisráðherra svarar fyrirspurn um fangaflutninga Bandaríkjastjórn hefur ekki veitt fullnægjandi svör Morgunblaðið/Kristinn Þrír þingmenn Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Mörður Árnason og Helgi Hjörvar, fylgjast með umræðum á Alþingi. Eftir Örnu Schram arna@mbl.is EKKI er mikil hreyfing á varnarviðræðunum við Bandaríkjamenn og íslensk stjórnvöld bíða eftir því að heyra frá Bandaríkjamönnum frekar um málið. Þetta kom fram á blaðamannafundi með forsætisráðherra, Halldóri Ásgrímssyni, í Ráð- herrabústaðnum í gær. Aðspurður viðurkenndi Halldór að síðasta útspil bandarískra yfirvalda hafi komið á óvart. „Það verður að viðurkennast að það útspil sem kom frá þeim í Washington kom okkur á óvart og er með öllu óviðunandi miðað við þær samræður sem höfðu farið fram þar á undan,“ sagði Halldór. Spurður hversu lengi íslensk stjórnvöld myndu bíða eftir fund- arboði að vestan, þ.e. hvort um væri að ræða tvo mánuði, tvö ár eða tuttugu sagði Halldór ekkert ákveðið um það en tók fram að biðin yrði hvorki í tvö ár né tuttugu. „Við bíðum, en ég get ekki sagt til um hvað sá tími verður langur. Það er hins vegar staðreynd að í vor verða liðin fimm ár síð- an bókunin sem undirrituð var 1996 rann út og það er nokkuð langur tími.“ Aðspurður sagði Halldór að ríkisstjórnin hafi enn ekki rætt við nein Evrópuríki hvað varnir Ís- lands varðar. Tók hann fram að varnarmál bæri þó oft á góma þegar rætt væri við fulltrúa frá Evrópuþjóðum. „Þegar við hittum kollega frá hinum Norðurlöndunum, sérstaklega í Noregi og Danmörku, koma þessi mál til tals,“ sagði Hall- dór og tók fram að bæði núverandi og fyrrver- andi framkvæmdastjórar Atlantshafsbandalags- ins hafi verið upplýstir um þetta mál með reglulegum hætti. Hann sagði þá báða hafa verið í samskiptum við Bandaríkin um varnir Íslands. „Við höfum viljað forðast það að taka þyrfti mál- ið upp á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Þannig að þetta væri mál sem væri leyst tvíhliða milli Íslands og Bandaríkjanna en kæmi ekki inn á borð bandalagsins í Brüssel.“ Kostnaðartölur liggi ekki fyrir Aðspurður hvort það liggi fyrir að Bandaríkja- menn hafi farið fram á að Ísland taki þátt í kostnaði við varnir Íslands sagði Halldór Banda- ríkjamenn vera komnir inn á það svið að hans mati. Tók hann fram að sjálfsagt væri að Íslend- ingar taki við rekstri Keflavíkurflugvallar í mun meiri mæli, sérstaklega hvað varðar borgaralega flugið, og minnti á að samkvæmt varnarsamn- ingnum eigi Bandaríkjamenn að sjá um varnir Íslands en ekki aðra hluti. Hann vildi ekkert full- yrða um það hvort kröfur Bandaríkjamanna brjóti í bága við varnarsamninginn. Hann sagði að það þurfi að koma skýrt fram ef að Banda- ríkjamenn hafi aðra skoðun á því hvort Íslend- ingar eigi að standa straum af vörnum landsins. „Það hefur ekki komið beint fram. En þær hug- myndir sem þeir voru með uppi á síðasta fundi benda til þess að þau mörk séu orðin, að þeirra mati, einhver önnur en við höfðum talið.“ Spurð- ur hver áætlaður kostnaður Íslendinga væri samkvæmt síðasta útspili Bandaríkjamanna sagði Halldór þær tölur ekki liggja fyrir þar sem sá kostnaður hefði ekki verið reiknaður út. Þá var ráðherra spurður út í meint fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar CIA hér á landi. Halldór sagði að Bandaríkjamenn yrðu að standa við alþjóðlegar skuldbindingar á þessu sviði, sem séu skýrar. Hann sagði fulltrúa Bandaríkjastjórnar hafa verið kallaða fyrir í ut- anríkisráðuneytinu til þess að spyrjast fyrir um þessi mál, sem íslensk stjórnvöld séu algjörlega andvíg. Óljóst hvenær niðurstaða fæst í varnarviðræðurnar Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Á dagskrá eru utanrík- ismál og mun Geir H. Haarde utan- ríkisráðherra flytja skýrslu sína um þau mál. AF ÞEIM tuttugu og sjö sendiherr- um sem hafa verið skipaðir frá árinu 1995 störfuðu fimmtán innan utan- ríkisþjónustunnar og hlutu fram- gang í embætti sendiherra. Þetta kemur fram í skriflegu svari Geirs H. Haarde utanríkisráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. Aðrir sem hafa verið skipaðir í stöðu sendiherra frá árinu 1995 voru ráðherrar, alþingismenn, ráðuneyt- isstjóri, framkvæmdastjóri heima- stjórnarafmælisins, einn af þremur varaframkvæmdastjórum OECD, framkvæmdastjóri Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands, ráðgjafi for- sætisráðherra í utanríkismálum, prófessor og útvarpsstjóri. 15 störfuðu áð- ur hjá utanríkis- þjónustunni FLUGMÁLASTJÓRN hefur, að sögn samgönguráðherra, stofnað vinnuhóp til að endurskoða verk- lagsreglur um lendingar erlendra þotna á Reykjavíkurflugvelli. Vinnu- hópurinn eigi m.a. að skoða hvort takmarka eigi slíkar lendingar við algjör undantekningartilvik. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á Al- þingi í gær. Tilefni fyrirspurn- arinnar var hávaðaflug fjögurra breskra herflugvéla fyrir lendingu á Reykjavíkurflugvelli hinn 16. sept- ember sl. Ráðherra sagði að flug- málastjórn teldi almennt ekki æski- legt að herþotur lentu á vellinum. Það hefði hins vegar verið óhjá- kvæmilegt 16. september sl. vegna þoku. Hann sagði þó ljóst að þot- urnar hefðu haft hærra en leyft væri á Reykjavíkurflugvelli. Reglur um þotulendingar skoðaðar STURLA Böðvarsson sam- gönguráðherra sagði á Alþingi í gær að hann teldi svokallaða skuggagjaldaleið betri kost við lagningu Sundabrautar en svo- kallaða notendagjaldaleið, en síðarnefnda leiðin var farin við gerð Hvalfjarðarganganna. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Jóhanns Ársælsson- ar, þingmanns Samfylkingarinn- ar. „Tvær leiðir eru færar við að leggja Sundabraut sem einka- framkvæmd,“ sagði hann. „Ann- ars vegar að fara leið notenda- gjalda eins og gert hefur verið í Hvalfjarðargöngunum, þar sem notendur samgöngumannvirkis- ins greiða beint fyrir notkun hverju sinni. Hin leiðin er svo- kölluð skuggagjaldaleið, þar sem framvæmdaaðilinn fær greitt frá ríkinu, fyrir þá umferð sem fer um mannvirkið. Sú aðferð, skuggagjaldaleiðin, kallar ekki á greiðslu vegfarenda þegar þeir aka um mannvirkið.“ Ráðherra tók fram að not- endagjaldaleiðin kæmi ekki til greina nema með uppstokkun á gjaldtöku í Hvalfjarðargöngun- um, þ.e. þannig að aðeins yrði gjaldtaka á einum stað á þessum vegarkafla. Hann bætti því síðan við að hann teldi skuggagjalda- leiðina betri kost. Aðeins verði gjald- taka á einum stað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.