Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 60
„ÞAÐ hefði verið óhugsandi að vinna þessa bók fyrir daga tölvunnar,“ segir Jón Hilmar Jónsson íslenskufræðingur um nýtt ritverk sitt, Stóru orða- bókina um íslenska málnotkun. Bókin er yfirgripsmikið verk sem veitir leiðsögn um orðaval í ræðu og riti, og gefur notandanum mynd af íslenskum orðaforða og innra samhengi hans. Hún er 1.600 síður, og byggð á fyrri bókum Jóns Hilmars, Orðastað og Orðaheimi, með tals- verðri viðbót. Rafræn útgáfa verksins fylgir bók- inni á geisladiski. „Það má segja að ég sé búinn að vinna að þessari bók meira og minna í sautján ár.“ JPV útgáfan gefur Stóru orðabókina út. Ný kortabók Í dag kom einnig út ný kortabók um Ísland, Ís- landsatlas, hjá Eddu útgáfu. Er þetta viðamesta kortabók sem komið hefur út þar sem Ísland er viðfangsefnið, og inniheldur hún kort af landinu öllu á skalanum 1:100.000, sem merkir að einn sentimetri í bókinni jafngildir einum kílómetra á landi. Þykir hún marka tímamót í íslenskri korta- sögu. Kortahöfundur bókarinnar er Hans H. Hansen, en hann segir vinnu við bókina hafa staðið í u.þ.b. tvö ár. | 28 og 31 „Ekki hægt án tölvunnar“ MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi HLUTABRÉF í Kaupþingi banka að and- virði yfir 20 milljarða króna skiptu um eig- endur í gær. Gengi bréfanna hækkaði um 8,3% í viðskiptum gærdagsins, sem voru óvenju lífleg í Kauphöll Íslands. Keypt voru hlutabréf að andvirði 34 milljarða króna í 783 viðskiptum. Úrvalsvísitala Kauphallar- innar hækkaði um nærri 4% og nálgast nú 5.000 stigin. Er þetta ein mesta hækkun á einum degi frá upphafi. Hefur vísitalan hækkað um rúm 48% frá áramótum. Langstærstu viðskipti með bréf Kaup- þings banka fóru fram af hálfu félagsins Ex- ista B.V., sem að stærstum hluta er í eigu Bakkavararbræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona. Alls keypti félagið bréf að andvirði 18,2 milljarða króna. Ekki var til- kynnt um helstu seljendur til Kauphallar í gær. Fyrir viðskiptin var hlutur Exista 16,88% í Kaupþingi banka en er nú kominn í 21,1%. Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista, seg- ir við Morgunblaðið að félagið hafi mikla trú á Kaupþingi banka. Það sé helsta ástæðan fyrir því að ákveðið hafi verið að auka hlut- inn í bankanum. Norvest ehf., félag sem að stórum hluta er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar í Byko, hefur einnig verið að auka hlut sinn í KB banka í viðskiptum síðustu daga. Bréf bankanna eftirsótt Hlutabréf SÍF voru þau einu sem lækk- uðu í verði í gær og voru mikil viðskipti með bréf bankanna. Þannig námu viðskipti með bréf Straums Burðaráss fjárfestingabanka 6,3 milljörðum króna og í Landsbankanum og Íslandsbanka skiptu bréf að andvirði 3 milljarða króna um eigendur í hvorum banka fyrir sig. Yfir 20 milljarða viðskipti með hlutabréf KB banka  Úrvalsvísitalan | B1 VETRARBORGIN, glæpasaga Arnaldar Indr- iðasonar, var söluhæsta bókin á Íslandi dagana 31. október til 14. nóvember, samkvæmt samantekt Fé- lagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið. Í öðru sæti listans er Harry Potter og Blendingsprinsinn eftir J.K. Rowling og 109 japanskar Sudoku, bók 1, eftir Gideon Greenspan í því þriðja. Í fjórða sæti er barnabókin Fíasól í Hósiló eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og endurminningar Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur, Sólin kemur alltaf upp á ný, skráð- ar af Eddu Andrésdóttur, eru fimmta söluhæsta bókin. Af tíu mest seldu bókunum á téðu tímabili eru fjórar íslenskar. Fimm af bókunum tíu eru barna- bækur, þrjár flokkast undir almennt efni og hand- bækur og ein endurminningabók er á listanum. At- hygli vekur að aðeins eitt skáldverk kemst á blað yfir tíu söluhæstu bækurnar, Vetrarborgin. Nylon á toppnum Aðeins sjö eintök skilja að mest seldu plötu lands- ins og þá sem situr í öðru sæti. Nylon hefur vinning- inn framyfir Sálina hans Jóns míns, sem víkur af toppnum eftir tveggja vikna setu. Báðar þessar plötur seldust í um 650 eintökum í liðinni viku. Helgi Björns er öruggur með þriðja sætið en bar- áttan er hörð um næstu sæti milli Ragnheiðar Gröndal, Óskars Péturssonar og Hjálma en aðeins örfá eintök skilja plötur þeirra að. Athygli vekur að á topp tíu er aðeins ein erlend plata, hinar eru ís- lenskar útgáfur. | 28 og 57 Vetrarborgin söluhæst GLÆPASAGAN Þriðja táknið eftir Yrsu Sigurðardóttur kem- ur að líkindum út í um eitt hundrað löndum en bóka- forlagið Veröld hefur gengið frá samningum við Hodder Headl- ine, næststærstu bókaútgáfu Bretlands, um útgáfu á bókinni og næstu bók Yrsu í öllu breska samveldinu, alls um sjötíu lönd- um. Í löndum breska samveld- isins búa 1,7 milljarðar íbúa. Áður hafði verið gengið frá sölurétti á bókinni til um þrjátíu landa. Tungumálin eru nú orðin tólf talsins. Sökum mikillar eftirspurnar eftir útgáfurétt- inum meðal breskra forlaga urðu forsvarsmenn Veraldar að efna til uppboðs á Þriðja tákninu milli þeirra og stóð það í viku, að sögn Péturs Más Ólafssonar hjá Veröld. Fljótlega fóru forlögin einnig að berjast um næstu bók Yrsu – sem enn er óskrifuð. „Ekki eru þekkt dæmi um slík uppboð í Bretlandi þegar um íslenska höfunda er að ræða,“ segir Pétur Már. | 53 Glæpasagan Þriðja táknið Kemur út í hundrað löndum Yrsa Sigurðardóttir DAGUR íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur víða um land í gær. Skólastarf í mörgum grunnskólum og leikskólum um allt land tók mið af deginum þar sem fjallað var um móðurmálið með fjöl- breyttum hætti. Í Rimaskóla var haldinn þemadagur og útbjuggu nemendur í 1. bekk kórónur með ljóðum og sungu lagið Á íslensku má alltaf finna svar fyrir samnemendur sína í hátíðarsal skólans. Morgunblaðið/Ásdís Á íslensku má alltaf finna svar EIN þeirra flugvéla sem nefndar hafa verið í tengslum við fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, lenti á Reykjavíkurflugvelli í gær. Vélin hefur margoft haft við- komu hér á landi og lenti m.a. þrisvar á Reykjavíkurflug- velli árið 2004, skv. upplýs- ingum frá Flugmálastjórn Ís- lands. Flugvélin sem um ræðir er af gerðinni Casa CN-235 og hefur hún kallnúmerið N196D. Á vef Flugmála- stjórnar Bandaríkjanna má sjá að hún er í eigu fyrirtækis sem heitir Devon Holding & Leasing en samkvæmt New York Times er um að ræða leppfyrirtæki leyniþjónust- unnar. Fyrirtækið á fleiri flugvélar sem talið er að hafi verið notaðar við fangaflutn- inga og hafa nokkrar þeirra komið við hér á landi eða flogið í gegnum íslenska loft- helgi. Þær upplýsingar fengust hjá Flugmálastjórn í gær- kvöldi að vélin hefði lent á Reykjavíkurflugvelli klukkan 13.57 í gærdag. Hún hefði komið frá Wick á Skotlandi. Ein af meintum fangavélum CIA á Reykjavíkurflugvelli Morgunblaðið/Sverrir Flugvélin lenti á Reykjavíkurflugvelli eftir hádegið í gær og er þar enn.  Bandaríkjastjórn | 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.