Morgunblaðið - 17.11.2005, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 17.11.2005, Qupperneq 60
„ÞAÐ hefði verið óhugsandi að vinna þessa bók fyrir daga tölvunnar,“ segir Jón Hilmar Jónsson íslenskufræðingur um nýtt ritverk sitt, Stóru orða- bókina um íslenska málnotkun. Bókin er yfirgripsmikið verk sem veitir leiðsögn um orðaval í ræðu og riti, og gefur notandanum mynd af íslenskum orðaforða og innra samhengi hans. Hún er 1.600 síður, og byggð á fyrri bókum Jóns Hilmars, Orðastað og Orðaheimi, með tals- verðri viðbót. Rafræn útgáfa verksins fylgir bók- inni á geisladiski. „Það má segja að ég sé búinn að vinna að þessari bók meira og minna í sautján ár.“ JPV útgáfan gefur Stóru orðabókina út. Ný kortabók Í dag kom einnig út ný kortabók um Ísland, Ís- landsatlas, hjá Eddu útgáfu. Er þetta viðamesta kortabók sem komið hefur út þar sem Ísland er viðfangsefnið, og inniheldur hún kort af landinu öllu á skalanum 1:100.000, sem merkir að einn sentimetri í bókinni jafngildir einum kílómetra á landi. Þykir hún marka tímamót í íslenskri korta- sögu. Kortahöfundur bókarinnar er Hans H. Hansen, en hann segir vinnu við bókina hafa staðið í u.þ.b. tvö ár. | 28 og 31 „Ekki hægt án tölvunnar“ MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi HLUTABRÉF í Kaupþingi banka að and- virði yfir 20 milljarða króna skiptu um eig- endur í gær. Gengi bréfanna hækkaði um 8,3% í viðskiptum gærdagsins, sem voru óvenju lífleg í Kauphöll Íslands. Keypt voru hlutabréf að andvirði 34 milljarða króna í 783 viðskiptum. Úrvalsvísitala Kauphallar- innar hækkaði um nærri 4% og nálgast nú 5.000 stigin. Er þetta ein mesta hækkun á einum degi frá upphafi. Hefur vísitalan hækkað um rúm 48% frá áramótum. Langstærstu viðskipti með bréf Kaup- þings banka fóru fram af hálfu félagsins Ex- ista B.V., sem að stærstum hluta er í eigu Bakkavararbræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona. Alls keypti félagið bréf að andvirði 18,2 milljarða króna. Ekki var til- kynnt um helstu seljendur til Kauphallar í gær. Fyrir viðskiptin var hlutur Exista 16,88% í Kaupþingi banka en er nú kominn í 21,1%. Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista, seg- ir við Morgunblaðið að félagið hafi mikla trú á Kaupþingi banka. Það sé helsta ástæðan fyrir því að ákveðið hafi verið að auka hlut- inn í bankanum. Norvest ehf., félag sem að stórum hluta er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar í Byko, hefur einnig verið að auka hlut sinn í KB banka í viðskiptum síðustu daga. Bréf bankanna eftirsótt Hlutabréf SÍF voru þau einu sem lækk- uðu í verði í gær og voru mikil viðskipti með bréf bankanna. Þannig námu viðskipti með bréf Straums Burðaráss fjárfestingabanka 6,3 milljörðum króna og í Landsbankanum og Íslandsbanka skiptu bréf að andvirði 3 milljarða króna um eigendur í hvorum banka fyrir sig. Yfir 20 milljarða viðskipti með hlutabréf KB banka  Úrvalsvísitalan | B1 VETRARBORGIN, glæpasaga Arnaldar Indr- iðasonar, var söluhæsta bókin á Íslandi dagana 31. október til 14. nóvember, samkvæmt samantekt Fé- lagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið. Í öðru sæti listans er Harry Potter og Blendingsprinsinn eftir J.K. Rowling og 109 japanskar Sudoku, bók 1, eftir Gideon Greenspan í því þriðja. Í fjórða sæti er barnabókin Fíasól í Hósiló eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og endurminningar Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur, Sólin kemur alltaf upp á ný, skráð- ar af Eddu Andrésdóttur, eru fimmta söluhæsta bókin. Af tíu mest seldu bókunum á téðu tímabili eru fjórar íslenskar. Fimm af bókunum tíu eru barna- bækur, þrjár flokkast undir almennt efni og hand- bækur og ein endurminningabók er á listanum. At- hygli vekur að aðeins eitt skáldverk kemst á blað yfir tíu söluhæstu bækurnar, Vetrarborgin. Nylon á toppnum Aðeins sjö eintök skilja að mest seldu plötu lands- ins og þá sem situr í öðru sæti. Nylon hefur vinning- inn framyfir Sálina hans Jóns míns, sem víkur af toppnum eftir tveggja vikna setu. Báðar þessar plötur seldust í um 650 eintökum í liðinni viku. Helgi Björns er öruggur með þriðja sætið en bar- áttan er hörð um næstu sæti milli Ragnheiðar Gröndal, Óskars Péturssonar og Hjálma en aðeins örfá eintök skilja plötur þeirra að. Athygli vekur að á topp tíu er aðeins ein erlend plata, hinar eru ís- lenskar útgáfur. | 28 og 57 Vetrarborgin söluhæst GLÆPASAGAN Þriðja táknið eftir Yrsu Sigurðardóttur kem- ur að líkindum út í um eitt hundrað löndum en bóka- forlagið Veröld hefur gengið frá samningum við Hodder Headl- ine, næststærstu bókaútgáfu Bretlands, um útgáfu á bókinni og næstu bók Yrsu í öllu breska samveldinu, alls um sjötíu lönd- um. Í löndum breska samveld- isins búa 1,7 milljarðar íbúa. Áður hafði verið gengið frá sölurétti á bókinni til um þrjátíu landa. Tungumálin eru nú orðin tólf talsins. Sökum mikillar eftirspurnar eftir útgáfurétt- inum meðal breskra forlaga urðu forsvarsmenn Veraldar að efna til uppboðs á Þriðja tákninu milli þeirra og stóð það í viku, að sögn Péturs Más Ólafssonar hjá Veröld. Fljótlega fóru forlögin einnig að berjast um næstu bók Yrsu – sem enn er óskrifuð. „Ekki eru þekkt dæmi um slík uppboð í Bretlandi þegar um íslenska höfunda er að ræða,“ segir Pétur Már. | 53 Glæpasagan Þriðja táknið Kemur út í hundrað löndum Yrsa Sigurðardóttir DAGUR íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur víða um land í gær. Skólastarf í mörgum grunnskólum og leikskólum um allt land tók mið af deginum þar sem fjallað var um móðurmálið með fjöl- breyttum hætti. Í Rimaskóla var haldinn þemadagur og útbjuggu nemendur í 1. bekk kórónur með ljóðum og sungu lagið Á íslensku má alltaf finna svar fyrir samnemendur sína í hátíðarsal skólans. Morgunblaðið/Ásdís Á íslensku má alltaf finna svar EIN þeirra flugvéla sem nefndar hafa verið í tengslum við fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, lenti á Reykjavíkurflugvelli í gær. Vélin hefur margoft haft við- komu hér á landi og lenti m.a. þrisvar á Reykjavíkurflug- velli árið 2004, skv. upplýs- ingum frá Flugmálastjórn Ís- lands. Flugvélin sem um ræðir er af gerðinni Casa CN-235 og hefur hún kallnúmerið N196D. Á vef Flugmála- stjórnar Bandaríkjanna má sjá að hún er í eigu fyrirtækis sem heitir Devon Holding & Leasing en samkvæmt New York Times er um að ræða leppfyrirtæki leyniþjónust- unnar. Fyrirtækið á fleiri flugvélar sem talið er að hafi verið notaðar við fangaflutn- inga og hafa nokkrar þeirra komið við hér á landi eða flogið í gegnum íslenska loft- helgi. Þær upplýsingar fengust hjá Flugmálastjórn í gær- kvöldi að vélin hefði lent á Reykjavíkurflugvelli klukkan 13.57 í gærdag. Hún hefði komið frá Wick á Skotlandi. Ein af meintum fangavélum CIA á Reykjavíkurflugvelli Morgunblaðið/Sverrir Flugvélin lenti á Reykjavíkurflugvelli eftir hádegið í gær og er þar enn.  Bandaríkjastjórn | 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.