Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 55
Morgunblaðið/Ásdís Í fyrra brá Gísli Rúnar Jónsson sér í gervi Björgúlfs Guðmundssonar. ÁRAMÓTASKAUP Sjónvarpsins er orðið jafn órjúfanlegur þáttur jólahátíðar landsmanna og kerti og spil. Jafnan hvílir mikil leynd yfir efnistökum Skaupsins en nú er kom- ið í ljós hverjir, eða réttara sagt hverjar, skrifa og leikstýra verkinu í ár. Það er þær Edda Björgvins- dóttir, Helga Braga Jónsdóttir og Kristín Pálsdóttir sem þessa dagana horfa á atburði liðins árs með spé- spegli og rita handrit að Skaupinu. Þær munu jafnframt koma til með að skipta leikstjórninni á milli sín en Edda sér þó um stærstan hluta þess verkefnis, að sögn Rúnars Gunn- arssonar, deildarstjóra innlendrar dagskrárgerðar hjá Sjónvarpinu. Að sögn Rúnars eru upptökur þegar hafnar á Skaupinu og má bú- ast við að þar verði saman komnir helstu gamanleikarar þjóðarinnar. Sjónvarp | Áramótaskaup Sjónvarpsins Þrjár konur við stjórnvölinn Aðalleikkonurnar í In Her Shoes þykja sýna góðan leik í vandaðri róm- antískri gamanmynd, sem festist ekki í klisjunum. KVIKMYNDIR Smárabíó og Regnboginn Í hennar sporum (In Her Shoes)  Leikstjórn: Curtis Hanson. Aðalhlutverk: Cameron Diaz, Toni Collette, Shirley MacLaine og Mark Feuerstein. Bandarík- in, 131 mín. MYNDINNI Í hennar sporum mætti kannski best lýsa sem nokkurs konar Beðmálum í borginni í innihaldsríkari kantinum. Myndin er byggð á skáld- sögu eftir Jennifer Weiner, einn helsta metsöluhöfund á sviði svokall- aðra gellubókmennta („Chick Lit“) eins og þær hafa verið uppnefndar fyrir þær sakir að fjalla um rómantík og reynsluheim nútímakonunnar. Í ákveðnum tegundum af bókum, kvik- myndum og sjónvarpsþáttum er þessi reynsluheimur nokkuð kunn- uglega skilgreindur, hann sam- anstendur af einhleypum og sjálf- stæðum stórborgarkonum, sem eru veikar fyrir dýrum skóm og deila tím- anum milli þess að fara á stefnumót á flottum veitingastöðum og að borða rjómaís beint upp úr dollunni yfir sjónvarpinu þegar þær eru á bömm- er. Þetta eru örlögin sem bíða þeirra allt þar til draumaprinsinn loksins lætur sjá sig. Í hennar sporum fer hættulega ná- lægt klisjunni en það sem gefur henni gildi umfram það er að hún er byggð á sæmilega vönduðum skáldskap, sem teflir m.a. fram áhugaverðu systrasambandi. Þetta eru þær Maggie (Cameron Diaz) og Rose (Toni Collette) sem lifað hafa við skrautlegt ástar-haturssamband frá barnæsku. Maggie hefur ekki fundið sig í lífinu og notar útlitið til þess að sækja sér þá viðurkenningu sem hana skortir. Rose er hins vegar vinnuþjarkur, enda starfandi lög- fræðingur hjá virtu fyrirtæki, en á sér ekkert einkalíf og borðar ís beint upp úr dollunni á kvöldin. Eftir að þeim systrum lendir illilega saman komast þær báðar upp úr hjólför- unum sem þær voru fastar í, og viti menn, draumaprinsar og draugar fortíðarinnar taka að streyma að. Kvikmyndaaðlögunin á skáldsögu Weiner sveiflast milli þess að ná flugi í umfjöllun um alvörufólk með alvöru tilfinningar og klisjukenndum þráð- um úr rómanísku gamanmyndinni þar sem leyst er fullsnyrtilega úr rót- grónum samskiptavandamálum og sálarkrísum fyrir sögulok. Það sem gerir áhorfið hins vegar ánægjulegra en ella er stórfínn leikur þeirra Toni Collette, Cameron Diaz og Shirley McLaine sem kemur óvænt inn í sög- una í síðari hlutanum. Þótt myndin sé fyrst og fremst sniðin að markhópi kvenna er þess gætt að láta karlmanninum sem slæðst hefur með í för ekki leiðast, enda striplast Cameron Diaz ýmist í sundfötum, nærfötum eða ballkjólum út í gegnum myndina. Það má hins vegar ekki á milli sjá hvor leikkonan gæðir persónu sína meiri sjarma, Di- az nær t.d. að feta hárfínt jafnvægi milli frekju og viðkvæmni og Collette lætur sömuleiðis skína í sjálfsnið- urbrjótandi hliðar persónu sinnar á áhrifamikinn hátt. Í hennar sporum leynir víða á sér og er rómantísk gamanmynd í vandaðri kantinum. Heiða Jóhannsdóttir Drauma- prinsar og fortíðar- draugar Sjáið Wallace & Gromit í sinni fyrstu bíómynd. FARÐU TIL HELVÍTIS! Sýnd kl. 5.30 B.i. 16 ára "FLOTTASTA HROLLVEKJA ÁRSINS" KÓNGURINN OG FÍFLIÐ / X-FM   EMPIRE MAGAZINE. UK Sýnd kl. 10.20 B.i. 16 áraSýnd kl. 5.30 og 8 B.i. 12 ára hörku spennumynd frá leikstjóra 2 fast 2 furious og boyz´n the hood Þeir voru leiddir í gildru... nú þarf einhver að gjalda! Sýnd kl. 5.30 og 10.20 B.i. 16 ára  MBL TOPP5.IS  Sýnd kl. 10.30 B.i. 16 ára  Kóngurinn og Fíflið, XFM  VJV Topp5.is  MMJ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30 og 8 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 14 ára Sími 551 9000 Miðasala opnar kl. 17.00 Þetta var hið fullkomna frí þangað til þau fundu fjársjóðinn! Sjóðheit spennumynd með ofurtöffaranum Paul Walker og hinni stórglæsilegu Jessicu Alba. 400 KR Í BÍÓ* * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Separate Lies • Sýnd kl. 6 Enskt tal / ísl. texti The Aristocrats • Sýnd kl. 6 Enskt tal Adams Æble • Sýnd kl. 8 Danskt tal Lie With Me • Sýnd kl. 8 Enskt tal / ísl. texti My Summer of • Love Sýnd kl 10 Enskt tal Kung Fu Hustle • Sýnd kl 10 Enskur texti Forsýnd kl. 10 B.i. 16 ára miðasala opnar klukkan 5.30 tryggðu þér miða í tíma 553 2075Bara lúxus ☎ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 55 Laugavegi 54, sími 552 5201 Póstsendum Helgartilboð! Gallabuxur háar í mittið áður 5.990, nú 3.990 Peysur 2 fyrir 1 30% afsláttur af öðrum vörum (nema síðkjólum) LeikarinnGeorge Takei sem er þekktastur fyrir túlkun sína á Mr. Sulu í Star Trek sjónvarpsþáttunum, lýsir því yfir í nýj- asta tölublaði Fron- tiers að hann sé kominn út úr skápn- um. „Það er í sjálfu sér ekki eins og ég hafi opnað einhverjar skápdyr og gengið út, heldur er þetta líkara því að ég sé að koma út úr mjög löngum göngum.“ Takei sem er 68 ára gam- all og lék í þremur Star Trek þátta- röðum og sex kvikmyndum ræðir í viðtalin u um æskuár sín í kyrrsetn- ingabúðum japanskra Bandaríkja- manna í seinni heimsstyrjöldinni, erfiðleikana með að horfast í augu við eigin kynhneigð og uppsetn- inguna á leikriti Peters Shaffer, Equus, sem sýnt verður í Los Angel- es með Takei í hlutverki Dysart. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.