Morgunblaðið - 17.11.2005, Side 26

Morgunblaðið - 17.11.2005, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR V opnfirðingar hafa átt undir högg að sækja vegna þess að þeir eru svo langt frá því sem kallast nafli heimsins,“ segir Ágústa Þorkelsdóttir á Refs- stað í Vopnafirði. Hún hefur lengi verið ötull talsmaður framfara og jafnréttis og lætur sér fátt óvið- komandi í þeim efnum. „Það er ekkert vandamál að finna nafla heimsins í sínu eigin umhverfi, hvar sem maður á heima,“ heldur hún áfram. „Vopna- fjörður fannst mér þegar ég kom af Héraði fyrir 30 árum svolítið sérstakur fyrir það hversu afmörk- uð byggðin er. Þó er ekki stöðnun hér og hefur aldrei verið á þessum árum. Hér er ekki innrækt, eins og stundum er með afskekktar byggðir, heldur kemur fólk til að setjast að og nýtur þess að búa hér, eins og ég.“ Ágústa nefnir sem dæmi að á torfunni hjá sér á Refsstað séu átta húsmæður sín úr hverri átt- inni. Þær séu fæddar í Bandaríkj- unum, Frakklandi, Danmörku, Borgarfirði, á Seyðisfirði, Héraði og Vopnafirði. „Þær stunda ekki allar beinan landbúnað, eru kannski í vinnu annars staðar, en meira og minna tengdar landbún- aði og sjö þeirra giftar mönnum sem stunda landbúnað. Svona er mannlífið hér fjölbreytt. Þetta er líka gott og gróið landbúnaðar- hérað og feiknarlega góðar jarðir hér ásamt hlunnindum af laxveiði- ánum. Hér var líka lengi meiri bjartsýni en víða annars staðar, þegar svartsýni var hvað mest í sveitum. Raunar er jörðum í byggð að fækka fullmikið, en ég er orðin svo gömul að ég er löngu hætt að trúa því að það sé mér að kenna eða eitthvað sé hægt að gera í því. Það er blómlegur bú- skapur þar sem hann er og ég trúi því að hér verði áfram búið farsæl- lega.“ Ágústa segir Vopnfirðinga eiga góða leik- og grunnskóla og henni þyki allt í lagi þó að börnin fari í skóla eitthvað annað eftir sextán ára aldur. „Ég held að þau hafi gott af að fara að heiman. Hér er líka gott elliheimili, góð heilsu- gæsla sem hefur alltaf verið reglu- bundin og við höfum haft frekar stöðuga vinnu, svo sem í fiski. Við höfum ekki búið við mikið atvinnu- leysi en auðvitað vantar meiri fjöl- breytni í atvinnulífið og ég veit svo sem ekki hvernig er hægt að bæta þar úr. Ef við hefðum e.k. þægi- lega verksmiðjuvinnu sem tæki svona 10 manns held ég að við værum í góðum málum.“ Reiknuð á lúsarprósentu Ágústa hefur í gegnum tíðina beitt sér mjög fyrir málefnum landbúnaðarins og þætti kvenna í búnaðarstörfum. Hún sat á bún- aðarþingi í áratug og hefur ritað fjölda greina um landbúnað og jafnrétti sem komið hafa fyrir al- menningssjónir í ræðu og riti. Þá þýddi hún og staðfærði bókina Við þorum viljum getum!, upplýsinga- og fræðslurit fyrir konur í dreif- býli og landbúnaði. Hún fjallar um að virkni kvenna í búrekstri og landbúnaði sé afar þýðingarmikill þáttur í nýsköpun landbúnaðar og þróun atvinnulífs í sveitum. „Fyrstu árin sem við Þórður Pálsson, maðurinn minn, vorum í búskap fór það óskaplega í taug- arnar á mér þegar við vorum að gera skattskýrslu að ég var einskis metin,“ segir Ágústa. „Ég sem hafði unnið jafnmikið og hinir og jafnvel meira en karlarnir, en var reiknuð á einhverja lúsarprósentu í skattskýrslu hjá eiginmanni mín- um. Ég var 27 ára gömul þegar ég giftist og búin að standa áður á eigin fótum og þetta var ekki fyrir mig að sjá að ég væri bara af- skrifuð, loksins þegar ég var farin að vinna sextán tíma á sólarhring og þjóna einhverjum verulegum tilgangi. Ég var að potast við að skrifa úr mér ergelsið og þetta fór að birtast í blöðum.“ Ágústa fór inn á búnaðarþing og segir það hafa verið barning þótt oft væri gaman. „Mér finnst þó, þegar ég horfi til baka, ótrúlegt hvað hægt var að bjóða manni af neikvæðni. Ég gerist ekki reiðari í dag en þegar ég verð vör við eitt- hvað samskonar gagnvart konum. Á árunum mínum á búnaðarþingi lagðist ég virkilega yfir það að konur tóku 50% eða meiri þátt í landbúnaði á móti körlum, en ákvarðanataka í greininni var öll í höndum karla. Ég var svo sann- færð um að þetta væri ekki rétt og fór að kynna mér þessi málefni. M.a. hreifst ég af starfsemi í Sví- þjóð sem snerist um tengslanet kvenna. Þær fóru sjálfar á mark- aði og kynntu matvæli, því að þær vissu best um afurðirnar. Þetta fannst mér svo snjallt. Ég þýddi bunka af greinum varðandi þetta af því mér fannst það svo nauðsyn- legt. Svo kallaði ég saman tvær konur úr hverju búnaðarsambandi af landinu á fund í Reykjavík til að ræða málin. Þar kom upp þetta sama og er hjá Lifandi landbúnaði, sem er hreyfing kvenna starfandi í dag, nefnilega hvað skoðanir kvenna í landbúnaði hafa lítið brautargengi.“ Ekkert upp á dekk að gera Þær kölluðu sig huldukonur í landbúnaði og nokkrar úr hópnum fóru á búnaðarfélagsfundi, þar sem aldrei höfðu áður komið konur. Þá voru konur bara nýlega búnar að fá rétt til að kjósa í Búnaðarfélag- inu. „Karlarnir spurðu til hvers væri eiginlega verið að fá konur í Búnaðarfélagið, þær kysu bara eins og karlarnir og hver og einn þá kominn með tvö atkvæði í stað eins. Það brann óskaplega á kon- unum sem þurftu að svara fyrir þetta. Ekki voru allir í bænda- samtökunum á móti okkur, en allt- of margir áhugalausir og menn fundust sem voru algjörlega á móti okkur og töldu konur ekkert hafa þarna upp á dekk að gera. Ég hef alltaf verið sannfærð um að hefð- um við konur fengið að taka þó ekki væri nema fjórðung ákvarð- ana sem teknar voru á þessum ár- um í landbúnaðinum værum við betur sett í dag. Ég er ekki að segja að konur hefðu getað leyst allan þann vanda sem byggðirnar eru í, það getur enginn, hvorki karl né kona. Ég held að ef konur hefðu verið meira með værum við til dæmis ekki með eins veika stöðu í byggðunum. Konur í dag eru mun sjálfstæðari en mín kyn- slóð og mér eldri konur og þær eru bara ekki tilbúnar til að búa í sveit og gæta að þessu eða hinu sem einhverjir karlar setja þeim, hvort sem það er ríkisstjórnin eða bændasamtökin.“ Ágústa segir að þegar horft sé til baka verði að teljast ótrúlegt hversu afstaða til kvenna var nei- kvæð. „Að menn skyldu leyfa sér svona framkomu gagnvart konum sem þeir vita eftir sem áður að eru fullkomlega jafningjar þeirra. Það er ekki eins og þessir karlmenn, sem eru að kljást við konur í póli- tík eða félagsmálum, séu að kljást við eitthvert undirmálskvenfólk. Nei þakka þér fyrir, þær næðu þá aldrei svona langt því þetta kostar þær svo mikla vinnu. Það er miklu frekar að við séum að kljást við undirmálskarlmenn, því þetta kostar þá ekki neitt, þeir fara bara upp.“ Hvað landbúnað í dag varðar segist Ágústa bjartsýn. „Það er ekki hægt að lifa af í landbúnaði nema hafa gífurlega mikla hæfi- leika og þess vegna er atriði að hlúð sé að bændum og ekki enda- laust verið með neikvæða umræðu. Hún er líka þreytandi. Ég ákvað t.d. að hætta öllum afskiptum af landbúnaðarmálum þegar ég varð fimmtug, hugsaði að ég entist ekki alla ævina að standa í þessu og sagði mig frá öllu saman.“ Jafnrétti barátta kvenna Varla er hægt að ræða við Ágústu án þess að koma inn á jafnréttismál. Hún segist hafa áhyggjur af þeim og að ekki hafi nóg unnist, sumpart vegna við- horfa kvenna sjálfra. „Ég vil ekki glata því að vera kvenmaður og búa þess í stað til eitthvert unisex. Ég skil ekki af hverju þetta enda- lausa misrétti þarf að vera. Auðvit- að þýðir ekkert að æpa á ein- hverjar tvær konur í dragt og segja að þær geti breytt öllum vinnumóral í landinu eða kröfum til kvenna. En fleiri þurfa að koma að og jafnréttisbaráttan er ekki bara hlutverk kvenna. Gallinn á henni er m.a. að hún hefur alltaf verið barátta kvenna. Karlmenn hafa ekki þetta takmark sem kven- fólkið hefur, að vera alltaf að berj- ast fyrir sínu. Körlum finnst við oft vera smámunasamar þegar við tölum um misrétti. Mikið lifandis skelfing þætti mér vænt um ef ég gæti litið aftur og sagt að ég hefði alltaf fengið réttlát laun fyrir mína vinnu. Ég hef aldrei liðið skort á ævi minni, en ég get ekki sagt að ég hafi fengið réttlát laun þegar ég ber laun mín saman við jafn- ingja mína karlkyns. Þetta finnst mér, eftir því sem ég verð eldri, sí- fellt sárara. Þegar ég horfi á ákveðna menn sem eru með sömu menntun og ég, á sama aldri, bún- ir að vera jafnlengi á vinnumark- aði, hafandi ekki tekist á við eins fjölþætt verkefni og ég hef þurft að gera en fá svo margföld laun miðað við mig, svíður mig undan. Þetta er sanngirnismál og mér finnst skelfilegt að hugsa til þess að stelpurnar mínar, barnabörnin, eigi kannski eftir að sæta þessu sama. Síðan er maður farinn að hafa áhyggjur af þessum undir- málskarlmönnum sem við erum að ala upp, sem fara ekki í skóla, vita ekki neitt og geta ekki tekið þátt í neinu af því þeir eru alltaf að horfa á fótbolta og einhverja vit- leysu, geta ekki hugsað um sjálfa sig, en hafa samt meiri möguleika heldur en litlu dúfurnar okkar. Mér finnst þetta vont.“ Ágústa telur að eitt það allra besta sem gerst hafi á Vopnafirði sé að ótrúlegur fjöldi kvenna hafi undanfarin ár verið í fjarnámi og endurmenntun. „Flesta vetur eru á milli 10 og 20 konur í einhverju námi. Konurnar eru meira og minna í vinnu og með börn, en karlar sjást varla í þessu. Það er eins og þeir vilji ekki viðurkenna að þeir þurfi að læra. Fullorðnir menn sem fara til að læra eitthvað eru að viðurkenna að þeir séu ekki búnir að læra allt. Konurnar hugsa alls ekki svona, þær eru svo ham- ingjusamar yfir að fá að læra eitt- hvað. Þarna er grundvallarmunur á sjónarmiðum. Mér finnst svo ergilegt að ekki skuli vera hægt að hafa þjóðarsátt og þar með lög um að jafnrétti skuli gilda. Að við bara klárum þetta af því að það er svo stutt á milli okkar í þessu litla landi.“ Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Vopnafjörður að vetri Ágústa Þorkelsdóttir á Refsstað segir búskap og byggð í blóma og mannlíf fjölbreytt. Ég hef ekki fengið réttlát laun Hressandi blær frjórrar hugsunar blæs um gættir á Refsstað. Steinunn Ásmundsdóttir hitti Ágústu Þorkelsdóttur og ræddi við hana um búnaðarmál, jafnrétti og búsældina í Vopnafirði. austurland@mbl.is Morgunblaðið/Steinunn ÁsmundsdóttirÁgústa Þorkelsdóttir AUSTURLAND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.