Morgunblaðið - 17.11.2005, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 17.11.2005, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 49 DAGBÓK Samtökin ’78 starfrækja félags- ogmenningarheimili á Laugavegi 3, 4.hæð. Um þessar mundir stendur þaryfir metnaðarfull skemmtidagskrá undir yfirskriftinni Fimmtudagsfjör í Regn- bogasal – í anda fröken Rósu. Hvert fimmtudagskvöld stíga á svið lista- menn úr ýmsum áttum og bjóða gestum upp á fjölbreytt efni sem sérstaklega höfðar til sam- kynhneigðra og þeirra sem vilja kynna sér menningu, sögu og líf þess hóps. „Hefð er fyrir dagskrá af þessu tagi, en það sem einkennir hana í ár er mikil fjölbreytni og frumleiki,“ segir Hrafnkell Tjörvi Stefánsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ’78. Meðal við- burða síðustu vikur má nefna tónleika Andreu Gylfadóttur og ljóðalestrarkvöld helgað ást- arljóðum karlmanna til karlmanna en fullt var út úr dyrum bæði skipti. „Fram að jólum verða fleiri tónleikar og ljóðalestrarkvöld auk þess að rithöfundar koma og lesa upp úr verkum sínum. Ekki má gleyma hinu ár lega jólabingói þar sem veglegir vinn- ingar verða í boði. Jólabingó Samtakanna ’78 hefur fest sig í sessi sem mikill fjölskyldu- viðburður og hefð fyrir að hommar og lesbíur fjölmenni með maka og börn upp í samtök og taki þátt í því.“ Yfirskrift viðburðarins í kvöld er „Lifi sauðfé í drottins náð“ þar sem Ingrid Jónsdóttir, Jón St. Kristjánsson og Viðar Eggertsson flytja ís- lensk átthagaljóð með laufléttu erótísku ívafi. Hinn 24. nóvember flytur Kristjana Stef- ánsdóttir djasssöngkona lög af nýútkominni geislaplötu sinni. 1. desember mun Jódís Skúladóttir syngja eigin lög og 8. desember verður jólabókakvöld. Loks er jólabingóið 11. desember. Aðgangur að Fimmtudagsfjörs-kvöldunum er ókeypis en gestum er frjálst að láta framlög af hendi rakna til starfseminnar. Samtökin ’78 eru hagsmunafélag samkyn- hneigðra á Íslandi: „Samtökin hafa það að markmiði að berjast fyrir lagabótum í mál- efnum þessa hóps og fyrir viðhorfsbreytingu hjá þjóðinni alls staðar þar sem þörf er á,“ segir Hrafnkell. „Við horfum fram á miklar réttarbætur sem skipa munu Íslandi í fremstu röð ríkja hvað varðar jafnrétti samkyn- hneigðra. Hins vegar sýnir mannréttinda- barátta annarra hópa okkur að formlegt laga- legt jafnrétti er aðeins nauðsynlegur grunnur til að ná fram fullu jafnrétti á öllum sviðum. Enn leynast fordómar í atvinnulífinu, lítið er tekið á þessum málum í skólakerfinu og íþróttahreyfingin er svo til óplægður akur hér á Íslandi, svo dæmi séu nefnd.“ Nánari upplýsingar um dagskrá Fimmtu- dagsfjörs og um aðra starfsemi Samtakanna ’78 má finna á heimasíðunni www.samtokin78.is Menning | Fjölbreytt menningardagskrá á fimmtudögum hjá Samtökunum ’78 Fimmtudagsfjör í Regnbogasal  Hrafnkell Tjörvi Stefánsson fæddist 29. janúar 1975 og ólst upp í Garðabæ. Hann lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og MA-prófi í stjórnmálafræði frá Universiteit van Amsterdam árið 2003. Hrafnkell hefur starfað sem framkvæmda- stjóri Samtakanna ’78 frá júní 2003 og sit- ur í stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands. Maki Hrafnkels er Davíð Jóhannsson, hóp- stjóri hjá Símanum. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Burt með karlaklúbbana! KARLAKLÚBBAR eru klúbbar um ýmis málefni sem eru lokaðir öðru kyninu. Þeir eru oft fáum til leiðinda, og vinna lítið ógagn, og erfitt að amast við því að sumt fólk eigi í erfiðleikum með að umgang- ast bæði kynin samtímis, af hvaða ástæðum sem það nú er. En, þegar svona klúbbar hafa það að mark- miði, að koma ár síns eigin kyns vel fyrir borð, á kostnað hins, jafn- vel þar sem síst hallar á þetta eigið kyn, þá er illt í efni. Nýlega var slíkur karlaklúbbur stofnaður innan Samfylkingarinnar, þótt hann sé reyndar kenndur við annað kyn en karla. Megi þessi klúbbur lifa sem skemmst, svo skömm stofnendanna verði sem minnst. Einar Steingrímsson. stærðfræðingur, einlægur jafn- réttissinni og líklega meðlimur í Samfylkingunni. Eddu-verðlaunin ÉG horfði á Eddu-verðlaunin sl. sunnudagskvöld í sjónvarpinu – og þessi útsending var ekki mönnum bjóðandi og blöskraði mér mikið. Bæði var þetta langdregið og leið- inlegt og kynnirinn ekkert fyndinn. Sú sem var kosin sjónvarpsmaður ársins varð sér til skammar, bæði í orðbragði og öðru. Það á ekki að láta svona viðgangast og finnst mér að það ætti að endurskoða þessa verðlaunahátíð því þetta var fyrir neðan virðingu þessa fólks sem þarna var statt. Veit ég að þessi útsending gekk fram af fólki. Finnst mér að ég eigi að fá verð- laun fyrir að nenna að horfa á þetta. Sonja. Lyklakippa týndist í Elliðaárdal LYKLAKIPPA, stálhringur, með 3 lyklum og póstkassalykli, týndist í Elliðaárdalnum milli gömlu brúar- innar og stíflunnar sl. sunnudag. Skilvís finnandi hafi samband í síma 893 6038. Barnagleraugu í óskilum BARNAGLERAUGU í svartri um- gjörð fundust í Hólmasundi í Reykjavík. Ef einhver vill vitja þeirra þá er velkomið að hringja í Sesselju í gsm-síma 865 5984 eða heimasíma 568 7458. Stíflugerð. Norður ♠ÁKG2 ♥G ♦ÁG32 ♣D643 Vestur Austur ♠76 ♠D1085 ♥107652 ♥KD9 ♦D876 ♦1094 ♣K2 ♣G98 Suður ♠943 ♥Á843 ♦K5 ♣Á1075 Suður spilar þrjú grönd og fær út smátt hjarta. Er hægt að fá níu slagi með bestu vörn? Spilið er frá raðkeppni HM í Portú- gal og þrjú grönd voru spiluð á báðum borðum í sýningarleik Ítala og Egypta. Ítalinn Claudio Nunes dúkkaði hjarta tvisvar í byrjun og hlaut því að fara niður, því vestur komst inn á lauf- kóng til að taka fríhjörtun. Hinum megin var Tarek Sadek í suð- ursætinu með Lauria og Versace í vörninni. Sadek dúkkaði hjartadrottn- ingu Lauria í fyrsta slag, en lagðist undir feld í öðrum slag þegar Lauria spilaði hjartakóngnum. Hjartaáttan gerir það að verkum að hægt er að stífla litinn í 5-3 legunni ef austur er með tíu eða níu með hjón- unum. Eftir nokkra yfirlegu þótti Sad- ek það sennileg lega og tók hjarta- kónginn með ás. Spilaði svo laufás og laufi. Versace fékk á laufkónginn og valdi að spila spaða. Sadek drap með ás, tók tvo slagi á lauf og spilaði síðan litlu hjarta að heiman sjálfur! Glæsilegt. Ef vestur hoppar upp með tíuna, fellur nían og átta suðurs fríast. Í reynd lét Versace smátt hjarta og Lauria varð að spila spaða eða tígli upp í gaffal. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 d5 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 Re4 7. Dc2 c5 8. dxc5 Rc6 9. cxd5 exd5 10. Rf3 Bf5 11. b4 O-O 12. Bb2 He8 13. Db3 Ra5 14. Dd1 Rc4 15. Dd4 Rf6 16. e3 He4 17. Dc3 b6 18. Rd4 Bg6 19. Bxc4 dxc4 20. O-O bxc5 21. bxc5 Dd5 22. Hfc1 Hg4 23. f3 Hh4 24. g3 Hxd4 25. Dxd4 Dxf3 26. Hf1 De4 27. Hf4 De6 28. De5 Dc6 29. Hxc4 Hd8 30. Hd4 He8 31. Dd6 Db5 32. Hb4 De2 33. Df4 Rh5 34. Df2 Da6 35. Df3 Dc8 36. c6 a5 37. Hh4 Rf6 38. Bxf6 gxf6 39. Hc1 Dc7 40. Dxf6 He6 41. Df4 Dc8 42. c7 He8 43. Dg4 He6 Rússar tryggðu sér með ævintýra- legum endaspretti sigur í heimsmeist- arakeppni landsliða þegar þeir lögðu Kínverja að velli 3½-½ í lokaumferðinni. Staðan kom upp í úrslitaviðureigninni þar sem gamla brýnið Evgeny Bareev (2675), hvítt, gulltryggði sér sigurinn gegn Zhang Zhong (2608). 44. Dxe6! og svartur gafst upp enda fátt til varnar eftir 44... fxe6 45. Hd4. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. 60 ÁRA afmæli. Sturla Böðv-arsson samgönguráðherra verður sextugur 23. nóvember nk. Af því tilefni bjóða þau Sturla og Hall- gerður kona hans og börn til móttöku laugardaginn 19. nóvember í Hótel Stykkishólmi kl. 17–19. Þau vonast til að sjá sem flesta. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir 300-800 fm skrifstofuplássi í Reykjavík. Góð bílastæði æskileg. Eignin þarf ekki að vera innréttuð. Staðgreiðsla. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. SKRIFSTOFUPLÁSS ÓSKAST Fræðslufundur Minja og sögu verður haldinn í dag fimmtudaginn 17. nóvember í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu og hefst kl. 17.00. Að þessu sinni flytur Guðjón Friðriksson sagnfræðingur fyrirlestur er hann nefnir „Hannes Hafstein og konurnar“. Um þessar mundir er að koma út ævisaga Hannesar eftir Guðjón er hann nefnir Ég elska þig stormur. Í fyrirlestri sínum mun Guðjón ræða um konurnar í lífi Hannesar og áhuga hans og forgöngu fyrir kvenréttindum. Að loknum fyrirlestri mun Guðjón svara fyrirspurnum. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Allir velkomnir. Ókeypis aðgangur. Stjórnin. Fræðslufundur Minja og sögu Ég elska þig stormur - Hannes Hafstein og konurnar Fyrirlesari: Guðjón Friðriksson HUGVÍSINDADEILD, Hugvís- indastofnun og Guðfræðideild og Guðfræðistofnun standa fyrir Hug- vísindaþingi í Aðalbyggingu Há- skóla Íslands á morgun. Dagskráin, sem verður í gangi frá kl. 8.30-17.30, samanstendur af um 80 erindum sem flutt verða í 22 málstofum. Glögglega má sjá á titl- um erindanna hversu vítt svið hug- vísindin spanna en meðal þess sem fjallað verður um má nefna stöðu þjóðkirkjunnar fyrr og nú, mál- töku, talmein og tvítyngi, orða- tiltæki í ýmsum málum, hjónaband og orðræðu á 19.öld, færeyskar þurlur, fótbolta í bandarískum bók- menntum, Vesturíslensk fræði, Hollywoodsöngleiki, líftækni og bókmenntir, barna- og unglinga- bækur samtímans, karlmennsku í kreppu, og fleira og fleira. Dagskráin er birt í heild á heima- síðu Hugvísindastofnunar www.hugvis.hi.is. Aðgangur er ókeypis. Hugvísindaþing í HÍ DAGSKRÁ verður á Súfistanum Laugavegi 18 í kvöld klukkan 20. Höfundar Eddu útgáfu lesa úr nýjum bókum. Reynir Traustason – Skuggabörn, Guðrún Eva Mín- ervudóttir – Yosoy – Af líkams- listum og hugarvíli í hryllingsleik- húsinu við Álafoss, Óttar M. Norðfjörð – Barnagælur; Hreinn Vilhjálmsson – Bæjarins verstu. Bókakvöld á Súfistanum Demantsbrúðkaup | Í dag, 17. nóv- ember, eiga 60 ára brúðkaupsafmæli hjónin Guðrún Bjarnadóttir og Jó- hann Sveinsson, Hjallabraut 33 í Hafnarfirði. Þau eyða þessum merk- isdegi í faðmi fjölskyldunnar. Brúðkaup | Gefin voru saman 2. júlí sl. í Hafnarfjarðarkirkju af sr. Gunn- þóri Ingasyni þau Gunnur Sveins- dóttir og Brynjar Eldon Geirsson. Heimili þeirra er á Tjarnarbraut 11, Hafnarfirði. BÓKAÚTGÁFAN Hólar mun í dag kl. 17.15 kynna sérstaklega sex af útgáfubókum sínum þetta árið, sem fjalla um eyfirsk málefni og/eða eru eftir eyfirska höfunda á Amts- bókasafninu. Björn Ingólfsson Bank- inn í sveitinni – Sparisjóður Höfð- hverfinga 1879–2004; Birgir Snæbjörnsson Því ekki að brosa – minningabrot; Valgarður Stef- ánsson Myndlist á Akureyri – að fornu og nýju; Bjarni E. Guðleifsson Úr dýraríkinu. Þessir höfundar lesa upp úr bókum sínum og fjalla um þær. Einnig verða til umfjöllunar: Gæfuleit, ævisaga Þorsteins M. Jóns- sonar eftir Viðar Hreinsson og Um verkmenntun við Eyjafjörð og Verk- menntaskólann á Akureyri 1984– 2004, eftir Bernharð Haraldsson.Bókakynning á Amtsbókasafninu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.