Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 53 MENNING Jón á tilboði fram yfir helgi 4.990,- fullt verð 5.990,- Lækjargata 2a s. 511-5001 opið 09 - 22 alla daga BÓKAFORLAGIÐ Veröld hefur gengið frá samningum við Hodder Headline, næststærstu bókaútgáfu Bretlands, um útgáfu á spennusög- unni Þriðja tákninu eftir Yrsu Sig- urðardóttur og næstu bók hennar í öllu breska samveldinu, alls um sjö- tíu löndum. Í löndum breska sam- veldisins búa 1,7 milljarðar íbúa. Áður hafði verið gengið frá sölurétti á bókinni til um þrjátíu landa. Tungumálin eru nú orðin tólf tals- ins. Sökum mikillar eftirspurnar eftir útgáfuréttinum meðal breskra for- laga urðu forsvarsmenn Veraldar að efna til uppboðs á Þriðja tákninu milli þeirra og stóð það í viku, að sögn Péturs Más Ólafssonar hjá Veröld. Fljótlega fóru forlögin einn- ig að berjast um næstu bók Yrsu – sem enn er óskrifuð. „Ekki eru þekkt dæmi um slík uppboð í Bret- landi þegar um íslenska höfunda er að ræða,“ segir Pétur Már. Sjö breskar bókaútgáfur vildu kaupa réttinn „Í upphafi vildu sjö breskar bóka- útgáfur kaupa réttinn á glæpasögu Yrsu þegar Veröld kynnti bókina fyrir forlögum á Bretlandseyjum. Eftir því sem útgáfurétturinn hækk- aði í verði heltust forlögin smám úr lestinni og loks stóðu þrjú eftir sem buðu hvert í kapp við annað í Þriðja táknið og næstu bók frá hendi Yrsu. Öll buðu forlögin í réttinn fyrir breska samveldið en lengi strandaði á því að Hodder vildi einnig kaupa réttinn fyrir Bandaríkin og Kanada og annast síðan sölu til forlags vest- an hafs í kjölfarið á því. Við vildum hins vegar taka áhættuna af því að höndla sjálfir með bókina þar, jafn- vel þótt fráleitt sé á vísan að róa með útgáfu á íslenskri skáldsögu vestra. Þegar Hodder hafði fallið frá kröfunni um að fá alheimsrétt á bók- unum á ensku – án þess þó að lækka tilboð sitt – stóð forlagið með pálm- ann í höndunum. Í samningnum er kveðið á um sölurétt á bókinni í öll- um ríkjum breska samveldisins, fyr- ir utan Kanada, en þau eru um sjö- tíu talsins,“ segir Pétur Már. Útgáfustjóri Hodder & Staught- on, Suzie Doore, segir að enda þótt einungis tveir kaflar Þriðja táknsins hafi verið til í enskri þýðingu hafi hún vitað um leið og hún hafði lesið þá að hér var eitthvað alveg sérstakt á ferðinni. „Upplýsingar sem ég afl- aði mér hjá þeim sem lesið höfðu allt handrit bókarinnar á íslensku stað- festu þá sannfæringu mína. Yrsa Sigurðardóttir er mikill höfundur með glæstan feril. Hún hefur hér skapað heillandi og ógnvekjandi at- burðarás sem ég hlakka mjög til að gefa út á bók.“ Samið um útgáfu á tólf tungumálum Áður en breski samningurinn var staðfestur hafði verið gengið frá samningum um útgáfu á skáldsögu Yrsu á ellefu tungumálum; á þýsku, hollensku, frönsku, ítölsku, spænsku, norsku, sænsku, dönsku, finnsku, grísku og litháísku, með út- gáfu- og sölurétti til yfir 30 landa. Bókin er því væntanleg á markað í ríkjum Evrópu, Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og Eyjaálfu. Meðal fjöl- mennra markaða utan Evrópu, sem samningurinn við Hodder tekur til, má nefna Suður-Afríku, Ástralíu, Singapúr, Pakistan og Indland. Svo vill til að Yrsa er einmitt stödd á Indlandi þessa dagana, reyndar ekki í höfundarerindum heldur sem einn aðalfyrirlesara á al- þjóðlegri ráðstefnu verkfræðinga þar sem hún fjallar um eftirlit með stórframkvæmdum, en hún starfar um þessar mundir sem eftirlitsverk- fræðingur með byggingu Kára- hnjúkavirkjunar. Bókaforlagið Hodder & Staught- on er gamalgróið í breskum útgáfu- heimi en það var stofnað árið 1868. Árið 1992 sameinaðist það bókaút- gáfunni Headline og úr varð Hodder Headline sem er næststærsta al- menna bókaútgáfa Englands en inn- an vébanda samsteypunnar starfa síðan ýmis dótturforlög. Bækur | Efnt til uppboðs á Þriðja tákninu í Bretlandi „Vissi að hér var eitthvað alveg sérstakt á ferðinni“ Yrsa Sigurðardóttir, höfundur Þriðja táknsins. GÆTI aukið framboð staðið klass- ískum tónflutningi fyrir álíka þrifum og sterk króna útflutningi? Hugsanlega hvað aðsókn snertir. Alltjent höfðu marktækir menn að orði í hléinu á tónleikum tveggja þriðjuhluta Tríós Reykjavíkur (án Gunnars Kvaran) og Josephs Ogni- bene á sunnudagskvöld, að aðsóknin væri ekki svipur hjá sjón fyrri vetrar- vertíða, og sæjust þess raunar víðar merki. Sjálfsagt koma þó fleiri skýr- ingar til, og fer maður æ sárar að sakna brýnnar könnunar félagsfræð- inga á því hvað stýrir aðstreymi land- ans að tónleikum, og hvers vegna. En val viðfangsefna – hefur það meira að segja en annað? Oft virðast nefnilega flutningsgæði skipta furðu- litlu máli. T.a.m. þetta kvöld, sem í heild var talsvert fyrir ofan meðallag, einkum síðasti liðurinn, Tríó Brahms fyrir píanó, fiðlu og horn, er reif hlustendur ærlega upp úr skónum. Þar fyrir utan var í boði fremur sjald- heyrð hljóðfæraáhöfn – þ.e.a.s. í því verki og í fyrsta atriðinu, Sónötu Beethovens fyrir horn og píanó í F Op. 17. Samt kom allt fyrir ekki. Að- sóknin var trúlega nærri þriðjungi ef ekki helmingi minni en á dæmigerðu góðu kvöldi á fyrri árum. Sem sagt var það þó sízt hljóm- flutningi að kenna, er var að flestu leyti með allra bezta móti. Mest mæddi á Peter Máté, er lék í öllum þrem sónötum án þeirrar hvíldar sem hvor félaga hans naut í einu verki – án þess þó að vart yrði teljandi þreytumerkja undir lokin. Æsku- fersk Beethovensónatan frá 1800, er ef trúa má munnmælum, var samin á aðeins tveim dögum(!) handa land- flótta Bæheimshornistanum Jan Vac- lav Stich (alías Giovanni Punto uppá ítölsku, er þá var í álíka snobbtízku og enskan í dag) var þróttþjált leikin af þeim Joseph. Þó að hornið náttúru sinni samkvæmt virtist koma all- staðar að og hvergi, og auk þess yfir- leitt of sterkt, vandist maður því það fljótt, að síðast í Brahms var það nán- ast orðið eðlilegt. Vorsónata Beethovens fyrir fiðlu og píanó var ágætlega leikin; kannski heldur settlega hægt í I. þætti (Allegro) en ekki til vanza, og Scherzóið stóð uppúr af spriklandi tæru fjöri. Hins vegar var það meist- arasónata Brahms frá 1865 sem virki- lega hreyfði við mönnum. Fyrst fyrir æsandi 6/8 veiðimennskuham Scherz- ósins (II.), er þökk sé vitundarmót- andi vestramúsík Hollywoods gæti nú alveg eins átt við eyðimerkur- víddir Utahríkis og laufdimmu Svartaskógar. III. þáttur (Adagio mesto) í minningu nýlátinnar móður tónskáldsins var leikinn af sterkri innlifun, og fínallinn (Allegro con brio) var það leiftrandi fjörugur og seiðandi að bravóköll tónleikagesta að leikslokum komu varla á óvart. Á seiðvaldi valdhornsins Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Hafnarborg Beethoven: Sónata í F Op. 17 fyrir horn og píanó; Vorsónatan í F Op. 24 fyrir fiðlu og píanó. Brahms: Tríó fyrir píanó, fiðlu og horn í Es Op. 40. Guðný Guðmunds- dóttir fiðla, Peter Máté píanó og Joseph Ognibene horn. Sunnudaginn 13. nóvem- ber kl. 20. Kammertónleikar SÝNINGIN Kaffiboð verður opn- uð á föstudaginn í Kaffitári í Bankastræti. Milli 17 og 19 verður boðið upp á veitingar í anda Kaffitárs. Sýnd verða ljósmyndaverk eftir hópinn. Meðlimir hans að þessu sinni eru Alexandra Katheleen Litaker, Arna Gunnarsdóttir, Gunnar Helgi Guðjónsson, Jeannette Castioni, Klara Þórhallsdóttir og Ólöf Dóm- hildur Jóhannsdóttir. Meðlimir hópsins eru allir þriðja árs nemar í Listaháskóla Íslands. Sýningin mun standa yfir í mán- uð. Kaffiboð í Kaffitári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.