Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VIÐRÆÐUR milli Íslendinga og Bandaríkjamanna um framtíð varnarstöðvarinnar á Keflavíkur- flugvelli munu hefjast á nýjan leik á næstu mánuðum. Bandaríkin munu eiga frumkvæði að því að viðræður hefjist á ný, en þær hafa legið niðri síðan í október. Þetta var niðurstaðan af fundi Geirs H. Haarde utanríkisráðherra og Nicholas Burns, aðstoðarutanrík- isráðherra, sem fer með pólitísk málefni í bandaríska utanríkis- ráðuneytinu í gær, en fundurinn fór fram að ósk Bandaríkjanna í Ljubljana í Slóveníu þar sem fram fer ráðherrafundur ÖSE. Geir sagði að á fundinum hefði verið farið yfir næstu skref í varn- arviðræðunum og niðurstaðan hefði verið sú að koma þeim í far- veg á nýjan leik og Bandaríkin myndu stíga fyrsta skrefið í þeim efnum. „Það er öllum ljóst að það eru hagsmunir beggja landanna og reyndar allra NATO-landa að hraða viðræðunum og það er eng- um í hag að gera það ekki,“ sagði Geir aðspurður hvenær viðræður gætu hafist að nýju. Hann benti jafnframt á að svona hlutir tækju sinn tíma í bandaríska stjórnkerfinu og því erfitt að full- yrða hvenær viðræður hæfust, en ljóst að þar væri alla vega um nokkrar vikur að ræða. Geir sagði að það hefði verið ríkjandi ákveðið tómarúm varð- andi þessar viðræður eftir mála- lyktirnar í október. Nú væri málið komið í ákveðinn farveg og Banda- ríkjamenn myndu eiga frumkvæði að því að hefja viðæður að nýju. „Ég tel að þessi fundur hafi verið mjög jákvæður,“ sagði Geir. Hann sagði að Burns hefði und- irstrikað það mjög ákveðið að það vekti ekkert annað fyrir Banda- ríkjunum en að standa við varn- arsamninginn frá 1951. Geir sagði að hann hefði mikla sérstöðu hjá Bandaríkjamönnum og þeir litu á hann sem alþjóðlega skuldbindingu sem þeim bæri að virða. Afgerandi yfirlýsing Geir sagði að í lok fundarins með Burns hefði hann tekið upp meint ólögmætt fangaflug Bandaríkjanna um íslenskt yfirráðsvæði. Burns hefði vísað til yfirlýsingar Condo- leezzu Rice, sem þá var væntanleg, vegna fyrirspurna ýmissa landa, þar á meðal Íslands. Sú yfirlýsing fyrir hönd Bandaríkjastjórnar væri komin og „ég tel að hún sé mjög afgerandi og svari þeim spurning- um sem við höfum haft í þessum efnum. Þar með tel ég að það sé kominn ákveðinn botn í það mál,“ Viðræður um framtíð varnar- samningsins hefjast að nýju Fundur utanríkisráðherra með aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna Geir H. Haarde Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Nicholas Burns BRÁÐAMÓTTAKAN við Sjúkra- húsið Vog verður opnuð í dag á nýjan leik eftir að hún var lögð af í byrjun ársins vegna fjárskorts. Móttakan var rekin árin 2003 og 2004. Til að byrja með er lagt upp með þriggja ára reynslutíma en rekstur bráðamóttökunnar kostar á milli 40 og 50 milljónir ár hvert. Opnunin kemur í kjölfar baráttu- og afmælisfundar Samtaka áhuga- fólks um áfengis- og vímuefna- vandann (SÁÁ) sem haldinn var í byrjun októbermánaðar sl. þar sem yfirskriftin var „Bráðamóttaka eða biðlisti“ en á þeim stutta tíma sem liðinn er frá fundinum hefur tekist að tryggja næga fjármuni til að opna á nýjan leik. Það er ekki síst fyrir tilstilli tveggja fyrrverandi formanna SÁÁ, Björgólfs Guðmundssonar og Hendriks Berndsen ásamt Jóhann- esi Jónssyni, að opnunin verður að veruleika en þeir buðu fram krafta sína til að hrinda verkefninu af stað og hafa unnið að því að fá fyr- irtæki til að veita mánaðarleg fjár- framlög. „Við höfum lagt upp með þetta þannig að fyrirtækin gangast við því að borga ákveðna upphæð á mánuði í tvö til þrjú ár, sem við teljum vera upphafstímabilið til að athuga hvernig til tekst,“ segir Jó- hannes Jónson en styrktarsjóður Baugs mun borga 300 þúsund krónur á mánuði næstu þrjú ár. SÁÁ hefur þegar lagt til 10 millj- ónir í verkefnið en samtökin treysta á styrktarframlög til að verkefnið geti gengið. Söfnunin er rétt að hefjast og þegar hafa sex til sjö fyrirtæki gefið velyrði sitt fyrir mánaðarlegum fjárframlögum. Innlögnum fjölgar um 250 á ári Með opnun bráðamóttökunnar munu sjúklingar geta komið á mót- töku Vogs alla virka daga og ef ástand þeirra þykir slæmt er möguleiki á því að leggja þá inn samstundis. Innlögnum mun fjölga um 250 á ári miðað við það sem nú er en bráðainnlögnum mun fjölga hlutfallslega meira og verða á milli fimm til sjö hundruð á ári. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að þegar lagt var af stað með bráðamóttökuna á sínum tíma hafi ekki verið tryggur rekstrargrundvöllur fyrir henni, enda utan þjónustusamnings við ríkið. Þegar svo óhjákvæmilegt var að draga úr þjónustunni í byrjun árs hafi mikilvægi hennar bersýni- lega komið í ljós og jafnframt hversu slæmt var að ganga til baka þegar búið var að koma ákveðinni þjónustu á. Fleiri þurfa að koma að verki Björgólfur Guðmundsson tók undir orð yfirlæknisins. Hann ítrekaði að fleiri þurfi að koma að söfnuninni og segir þá þremenn- inga munu verða á ferðinni á næst- unni að kynna verkefnið. „Við erum sem sé í þessu til að koma til móts við ákveðna þörf.“ Morgunblaðið/RAX Jóhannes Jónsson, Þórarinn Tyrfingsson, Björgólfur Guðmundsson og Hendrik Berndsen hafa unnið ötullega að því að undanförnu að fá fyrirtæki til að styðja við opnun bráðamóttökunnar við Sjúkrahúsið Vog. Komið til móts við ákveðna þörf Bráðamóttaka fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga verður opnuð að nýju við Sjúkrahúsið Vog eftir árs hlé Eftir Andra Karl andri@mbl.is FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins verðlaunaði síðdegis í gær fimm verkefni sem þóttu bera af öllum verkefnum sem hlutu styrk frá Ungu fólki í Evrópu á árunum 2003 til 2005. Verðlaunin „European Youth Awards“ voru afhent í Bruss- el. Fulltrúar framkvæmdastjórnar ESB völdu 25 verkefni sem þóttu bera af hvað varðar gæði, fram- kvæmd og innihald og voru tvö ís- lensk verkefni meðal þeirra: ,,Leifur í loftið“ sem framkvæmt var af Ný- ung, ungliðahreyfingu Sjálfsbjargar, og kvikmyndin ,,Þröngsýn“ sem unn- in var af hópnum Samferða. Athygli vakti að Íslendingar hlutu tvær til- nefningar, þar sem Ítalir voru eina þjóðin sem einnig náði þeim árangri. Hópurinn Samferða var með eitt af þeim fimm verkefnum sem voru verðlaunuð í gær. Verkefnið „Þröng- sýn“ er teiknuð stuttmynd sem fjallar um birtingu fordóma í daglegu lífi. Um 1.350 einstaklingar tóku þátt í að teikna rammana sem síðan voru notaðir í myndina. Fimm ungmenni standa að stuttmyndinni; Guð- mundur Arnar Guðmundsson, Þór- gnýr Thoroddsen, Þorsteinn Dav- íðsson, Freymar Þorbergsson og Una Lorenzen. Verkefnið hefur áður hlotið verðlaun og í framhaldi af þess- ari viðurkenningu var aðstandendum myndarinnar boðið til Tékklands í náms- og vinnudvöl í desember. Ungt fólk í Evrópu er styrkjaáætl- un Evrópusambandsins. Á tímabilinu 2003–2005 voru um 30.000 verkefni styrkt af áætluninni og þar af voru 261 verkefni styrkt af íslensku lands- skrifstofunni. Áætlunin veitir styrki til verkefna sem unnin eru af ungu fólki á aldrinum 15–25 ára og geta þau verið allt frá sjálfboðaþjónustu einstaklinga til fjölmenningarlegra hópverkefna. Verkefnin varða marg- vísleg viðfangsefni, t.d. umhverf- isvernd, menningu, listir, fordóma og forvarnir. Unnu til verðlauna á Evrópskri ungmennaviku Fulltrúar Þröngsýnar sem hlutu Evrópuverðlaun Ungs fólks í Evr- ópu, þeir Guðmundur Arnar Guð- mundsson og Þórgnýr Thoroddsen. TENGLAR .............................................. www.ufe.is TVÖ af aðildarfélögum Landssam- bands kúabænda (LK), Mjólkurbú Borgfirðinga og Félag kúabænda á Suðurlandi, hafa sent Guðna Ágústs- syni landbúnaðarráðherra bréf í tengslum við uppgjörsmál mjólkur vegna tilkomu Mjólku ehf. Þar kemur fram að vegna kaupa Mjólku á mjólk af handhafa greiðslu- marks í mjólk sé Mjólka tvímæla- laust afurðastöð í skilningi búvöru- laga og falli þar með undir ákvæði þeirra, en þetta kemur fram á vef- síðu LK. Telja félögin hins vegar að vafi kunni að leika á því hvernig farið verði með innlegg sem þetta við magnuppgjör og fjárhagslegt upp- gjör mjólkurinnleggs í lok verðlags- árs. „Sérstaklega á þetta við ef hlut- aðeigandi leggur inn mjólk umfram greiðslumark sitt.“ Óska svara ráðherra vegna Mjólku HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur dæmt karlmann á fimm- tugsaldri í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og til að greiða 25 ára gömlum manni sem hann réðst á tæplega 750.000 krónur í bætur. Mennirnir voru í heimahúsi þegar þeim varð sundurorða. Þeim ber alls ekki saman um það sem gerðist, sá sem varð fyrir árásinni sagði að hinn hefði fyr- irvaralaust staðið upp frá borði og slegið hann í andlitið. Hinn ákærði sagði hjá lögreglu að hann hefði slegið frá sér í sjálfsvörn en breytti síðan framburði sínum fyrir dómi og sagðist ekki hafa slegið hnefahögg heldur hafi þeir kútvelst á gólfinu í átökum. Við höggið sem maðurinn hlaut kjálkabrotnaði hann vinstra meg- in og var óvinnufær í 3–4 vikur. Í niðurstöðu dómsins segir að enginn annar en hinn ákærði hefði getað veitt manninum þessa áverka og hann hafi ekki gefið trú- verðugar skýringar á breyttum framburði sínum fyrir dómi. Var hann því dæmdur til að greiða honum bætur, þar af voru rúm- lega 460.000 krónur vegna vinnu- taps. Einnig var hann dæmdur til að greiða málskostnað og mál- svarnarlaun. Hjörtur O. Aðalsteinsson kvað upp dóminn. Karl Gauti Hjalta- son, sýslumaður í Vestmannaeyj- um, sótti málið og Jón G. Valgeirs- son hdl. var til varnar. 750.000 krónur í bæt- ur fyrir höfuðhögg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.