Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 41 DAGBÓK Skugga-Sveinn eftir Matthías Jochumssonverður jólaleikrit Útvarpsleikhúss Rík-isútvarpsins í ár, en verkið hefur veriðnokkurs konar þjóðarleikrit Íslendinga frá því að það var frumsýnt árið 1862 undir heit- inu Útilegumennirnir. Margir söngvar úr leikrit- inu hafa ennfremur orðið vinsælir og verið mikið sungnir, svo sem Geng ég fram á gnípu og Látum af hárri heiðarbrún. Hins vegar hefur þótt skorta á góðar upptökur af söngvunum og meðal annars þess vegna var sú ákvörðun tekin að Skugga-Sveinn skyldi vera jólaleikrit Ríkisútvarpsins 2005, með sérstakri áherslu á tónlistina. Leikritið verður flutt kl. 13.00 á jóladag, en kl. 13.00 á aðfangadag verður Una Margrét Jónsdóttir með þátt um tónlistina í Skugga-Sveini. „Í þessari uppfærslu eru að mestu leyti notuð gömlu lögin, en líka tvö lög eftir Þórarin Guð- mundsson, samin upp úr 1920, og nokkur lög eftir Karl O. Runólfsson, samin 1935 og 1960. Einnig verða fluttir Forleikur og Draugadans eftir Karl, sem ekki hafa áður verið hljóðritaðir svo vitað sé,“ segir Una Margrét. Margir telja að gömlu lögin í Skugga-Sveini séu öll dönsk og tekin úr danska leikritinu Álfhól. Er það rétt? „Það er misskilningur, aðeins tvö lög eru tekin úr Álfhól, en hin eru úr ýmsum áttum; dönsk, norsk og þýsk lög, og einnig íslensk þjóðlög. Það hefur kostað þónokkrar rannsóknir að grafast fyrir um uppruna sumra laganna, t.d. fengust upplýsingar um lagið Býsna marga hildi háð hjá Þýsku þjóðlagastofnuninni í Freiburg, og eftir bréfaskriftir á netinu komst ég í samband við danskan sérfræðing um tónskáldið Lumbye, sem veitti mér upplýsingar um lagið Hjarta, því slærðu. Einnig hefur nú verið hljóðritað lagið Mér er svo kalt sem var í elstu gerð Útilegumannanna, en var síðar fellt burt, og hefur aldrei áður verið hljóðritað. Það var sænskt lag, en þótt það væri fellt burt úr leikritinu lifði það áfram með þjóðinni og tók sérkennilegum breytingum. Í þætti mínum verður lagið sungið í sinni upprunalegu mynd og einnig með breytingunum.“ Hverjir koma að gerð tónlistarinnar í Skugga- Sveini að þessu sinni? „Viðar Eggertsson leikstýrir verkinu, en Þórð- ur Magnússon útsetur tónlistina og stjórnar hljómsveitinni. Sverrir Guðjónsson hefur æft söng með leikurunum en í aðalhlutverkum eru Jóhann Sigurðarson sem leikur Skugga-Svein, Björgvin Franz Gíslason sem leikur Harald og Vigdís Hrefna Pálsdóttir sem leikur Ástu í Dal.“ Ríkisútvarpið | Skugga-Sveinn er jólaleikrit RÚV með sérstakri áherslu á tónlistina Margir söngvanna orðið vinsælir  Una Margrét Jóns- dóttir er fædd í Reykja- vík 14. júní 1966. Hún stundaði söngnám við Söngskólann í Reykja- vík frá hausti 1983 til vors 1987. Tók BA-próf í frönsku frá Háskóla Íslands haustið 1990 og byrjaði sama ár að vinna sem dag- skrárgerðarmaður á Tónlistardeild Rík- isútvarpsins. Hún hefur unnið þar síðan, með hálfs árs hléi 1992 þegar hún lagði stund á tónlistarnám í París. Una Margrét er gift Hólmsteini Eiði Hólm- steinssyni sem vinnur á Barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans. Þau eru barnlaus. Sammála Víkverja ÉG ER hjartanlega sammála Vík- verja þar sem hann skrifar sl. fimmtudag um umferðina á höf- uðborgarsvæðinu. Segir Víkverji í pistli sínum að þessar umferð- arteppur á höfuðborgarsvæðinu séu smámunir samanborið við umferð- arteppur erlendis. Fólk t.d. frá Hafnarfirði þarf að sitja í löngum bílalestum og upplifði ég þetta þegar ég flutti til Hafn- arfjarðar, en nú fer ég aðeins fyrr af stað og kem á réttum tíma í vinnuna. Íslendingar virðast alltaf leggja af stað á síðustu stundu og allir leggja af stað á sama tíma og því myndast umferðarteppur. En það er hægt að hagræða þessu. Þeim mun meira sem er gert af götum því meira fjölg- ar bílunum. Helga. Af hverju ekki veggjakrot? MÉR finnst alveg fáránlegt að borg- in sé að eyða fullt af peningum í að fjarlægja allt veggjakrot í Reykja- vík. Hægt væri að nota peninginn í eitthvað mikilvægara eins og til dæmis að hækka upphæðina sem skólarnir fá en ekki lækka hana og lækka. Í Austurbæjarskóla mega nemendur til dæmis ekki henda rusli og verða því að taka það með sér heim. Mér finnst bara flott að hafa allt þetta veggjakrot, það lífgar bara upp á borgina. Grunnskólanemi í Reykjavík. Plötur með Ellu Fitzgerald ÉG undirritaður vil koma því hér með á framfæri að mig vantar í safn- ið mitt Melódíur minninganna, 78 snúninga plötu með Ellu Fitzgerald. Hún þarf ekki að vera í nothæfu standi. Þeir sem gætu liðsinnt mér vin- samlega hafið samband við undirrit- aðan: Með fyrir fram þökk. Jón Kr. Ólafsson, söngvari, Reynimel, Bíldudal. Sími 456 2186. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason Árnaðheilla dagbók@mbl.is 80 ÁRA afmæli. Heiða í Auðsholti(Ragnheiður Guðmundsdóttir) verður 80 ára fimmtudaginn 8. desem- ber. Af því tilefni verður hún með opið hús föstudaginn 9. desember milli klukkan 18 og 22 í sal Karlakórs Sel- foss að Gagnheiði 40, Selfossi (gengið inn frá Eyrarvegi). Ættingjar og vinir velkomnir. 80 ÁRA afmæli. Í dag, 6. desem-ber, er áttræð Svanfríður K. Benediktsdóttir frá Hnífsdal, Arahól- um 2, Reykjavík. Svanfríður dvelst á sjúkrastofnun í Reykjavík um þessar mundir. Tæknilega rétt. Norður ♠ÁKD2 ♥1043 A/AV ♦ÁKD7 ♣108 Vestur Austur ♠63 ♠G4 ♥K976 ♥G5 ♦G1085 ♦64 ♣954 ♣KDG7632 Suður ♠109875 ♥ÁD82 ♦932 ♣Á Suður verður sagnhafi í sex spöðum eftir opnun austurs á þremur laufum. Hvernig á að spila með laufi út? Í kvöld fer fram önnur lotan af þremur í hinum vinsæla Kauphallartví- menningi Bridsfélags Reykjavíkur. Andstætt hefðbundnum tvímenningi, er árangur para veginn í IMP-stigum eins og í sveitakeppni og því veltur mikið á því að koma vel út úr „stóru spilunum“. Að ofan má sjá eitt af stóru spilum fyrstu lotunnar. Sex spaðar er góður kostur, en slemman var aðeins sögð á 5 borðum af 21. Og tveir sagnhafar töp- uðu slemmunni, sem kemur spánskt fyrir sjónir, því hjartagosinn fellur annar í austur. En – eins og Billy (Broadway) Ei- senberg sagði eitt sinn eftir misheppn- aða spilamennsku: „Right in theory, wrong in practice.“ Í þessu tilfelli tap- ast slemman með tæknilega besta spilamennsku. Sagnhafi tekur tvisvar tromp, sting- ur lauf og spilar þremur efstu í tígli. Skipting austurs teiknast upp og það liggur fyrir að hann á tvíspil í hjarta. Ef það eru tveir hundar, felst vinnings- leiðin í því að trompa fjórða tígulinn og spila litlu hjarta að tíunni. Þá er vestur endaspilaður hafi hann byrjað með KGxx. Þessi leið dugir líka ef austur á Kx í hjarta, en ekki þegar austur á Gx – sem var legan í reynd. Við tökum því undir með Billy: Tæknilega rétt, en rangt í reynd. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Dagana 5. og 6. des. er tekið á móti umsóknum vegna jólaúthlutunar. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sólvallagötu 48. ER ÞITT ATVINNUHÚSNÆÐI Í SÖLU HJÁ FAGMÖNNUM? VELDU EIGNAMIÐLUN eignamidlun@eignamidlun.is www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali MÖGULEIKHÚSIÐ hefur nú hafið sýningar á barnaleikritinu Smiður jólasveinanna eftir Pétur Eggerz með tónlist eftir Ingva Þór Kor- máksson. Smiður jólasveinanna var fyrst sýndur fyrir jólin 1992 og urðu sýn- ingar á verkinu þá alls 52 talsins á einum mánuði. Leikritið var síðan gefið út á geisladiski fyrir jólin 1993. Smiður jólasveinanna var tekið upp að nýju á vegum Möguleikhússins fyrir síðustu jól og var þá sýnt rúm- lega þrjátíu sinnu í leik- og grunn- skólum. Nú þegar eru sýningar á verkinu nánast fullbókaðar til jóla, en að vanda verður ferðast með sýn- inguna milli leik- og grunnskóla til jóla. Í leikritinu segir frá Völundi gamla sem situr einn í litla kofanum sínum hátt uppi til fjalla. Völundur er smiðurinn sem sér um að smíða allar gjafirnar sem jólasveinarnir færa börnunum á jólunum. Eftir að síð- ustu sveinarnir eru farnir til byggða er einmanalegt í kotinu. Þá birtast óvæntir gestir, tröllabörnin Þusa og Þrasi sem aldrei hafa heyrt talað um jólin og sjálfur jólakötturinn sem er hættur að fara til byggða. Völundur tekur vel á móti þeim og saman rifja þau upp söguna af fæðingu Jesú. Þeim þykir sagan svo skemmtileg að þau ákveða að leika hana saman. Leikstjóri sýningarinnar er Pétur Eggerz, sem einnig hannaði leik- mynd ásamt Bjarna Ingvarssyni, tónlist gerði Ingvi Þór Kormáksson og búningahönnuður Helga Rún Pálsdóttir. Leikarar eru Bjarni Ingvarsson, sem leikur smiðinn Völ- und, Ásta Sighvats Ólafsdóttir í hlut- verki jólakattarins, Alda Arn- ardóttir, sem tröllastelpan Þusa og Pétur Eggerz, sem bregður sér í hlutverk Kertasníkis og tröllastráks- ins Þrasa. Möguleikhúsið sýnir Smið jólasveinanna á nýjan leik Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.