Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Útlit er fyrir að slátr-un á eldislaxi verðisama og engin hjá þremur laxeldisstöðvum í meirihlutaeigu Oddeyrar, dótturfélags Samherja, ár- ið 2007 þar sem ekki náðist að framleiða nema brot af þeim seiðum sem reiknað var með í ár. Tapið á seiða- framleiðslu er yfir 100 milljónir króna á þessu ári, og fyrirsjáanlegt tekjutap vegna skertrar slátrunar einnig verulegt. Seiðaframleiðsla gekk betur annars staðar og er engan bilbug að heyra á sam- keppnisaðilum Samherja þó geng- ið sé erfitt, enda heimsmarkaðs- verð á eldislaxi hátt um þessar mundir. Samherji á meirihluta í þremur laxeldisfyrirtækjum; Silfurstjörn- unni í Öxarfirði, Sæsilfri í Mjóa- firði, og Íslandslaxi í Grindavík og Ölvusi. Aðeins 120 þúsund seiði voru sett í sjó í ár, en reiknað hafði verið með að setja út 1,2 milljónir seiða, segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri laxeldis hjá Samherja. Hann segir ástæðuna þá að stöðvarnar hafi fengið sýktan efnivið frá þriðja aðila sem hafi valdið þessu gríðarlega tjóni. Á sama tíma og erfiðleikar í seiðaframleiðslu koma upp hefur framleiðsla á hrognum ekki gengið vel hér á landi, og hefur verið erf- iðleikum bundið að kaupa hrogn til seiðaframleiðslu. Jón Kjartan segir að nú sé talið að búið sé að komast fyrir erfið- leika sem steðjað hafa að seiða- framleiðslu, en framleiðslan verði engu að síður lítil á næsta ári, á bilinu 6–700 þúsund seiði, saman- borið við 1 milljón seiði árið 2004 og 1,5 milljónir árið 2003. Því komist seiðaframleiðslan varla í eðlilegt horf fyrr en árið 2007. Ljóst er að framleiðslutapið vegna afkomu ársins í ár verði verulegt, enda afleiðingarnar af þessu þær að svo til engum laxi verður slátrað árið 2007, og árin 2006 og 2008 verður skert fram- leiðsla. Framleiðsluhlé hefur ekki bein áhrif á samninga um fisksölu, enda þeir yfirleitt ekki gerðir nema einhverja mánuði fram í tímann, segir Jón Kjartan. Þó er ljóst að óstöðugleiki í rekstrinum hefur áhrif á stöðu fiskeldisstöðvanna á mörkuðum erlendis. Ætla að slátra 2.000 tonnum á næsta ári Sala Icelandica hf. hefur ekki lent í sömu vandræðum með seiða- framleiðslu og eldisstöðvar í eigu Samherja, og segir Gunnar Steinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sala Icelandica, að seiðafram- leiðsla hafi gengið eins og reiknað var með í ár. Stöðin er nýleg, og hóf slátrun í fyrsta skipti í október sl. Gunnar segir að fiskurinn sé stór og vel hafi gengið að slátra, og því verði haldið áfram eins og hægt er fram eftir ári 2006. Reiknað er með því að slátra um 2.000 tonnum á næsta ári, sem sé vel viðunandi. Ekki er búið að taka ákvörðun um hversu mikið verður sett út af seiðum á næsta ári hjá Sala Ice- landica, sett voru út um 70 þúsund seiði í ár, og trúlega svipað magn á næsta ári, samanborið við 360–380 þúsund árin 2003 og 2004. Gunnar segir að tekin hafi verið ákvörðun um að draga heldur úr í ár og trú- lega næsta ár, og slá heldur í árið 2007. Staða laxeldis veik Jón Kjartan segist meta stöðu laxeldis hér á landi afar veika um þessar mundir. Sterk staða krón- unnar hafi þar áhrif, því sjávarút- vegsfyrirtæki eigi vart fé aflögu til þess að leggja í áhættusaman og fjárfrekan rekstur á borð við lax- eldi. Á móti kemur að heimsmark- aðsverð á eldislaxi er vel viðunandi, þótt það hafi lækkað umtalsvert frá því það náði hámarki í sumar. Gunnar er þvert á móti bjartsýnn, og segir áætlanir fyrirtækisins hafa gengið nokkuð vel eftir, bæði í laxeldinu og þorskeldi. Framleiðsla íslenskra laxeldis- stöðva hefur aukist mikið á und- anförnum árum, og á framleiðslu- tölum á vef Landsambands fiskeldisstöðva kemur fram að árið 2004 var metár, en þá var 6.620 tonnum af óslægðum eldislaxi slátrað hér á landi. Árið áður var 3.700 tonnum slátrað, og árið 2002 um 1.500 tonnum. Áætluð fram- leiðsla árið 2005 er þar sögð 5.800 tonn, sem verður trúlega nærri lagi. Má svo búast við verulegum samdrætti í framleiðslu á næstunni vegna vandræða hjá Samherja. Megnið á markað í Evrópu Eldislax sem framleiddur er hér á landi er nær allur seldur úr landi ferskur, yfirleitt heill en í sumum tilvikum flakaður. Eldisstöðvar Samherja selja um 90% afurða til Evrópu en innan við 10% til Banda- ríkjana. Það er þó ekki algild skipt- ing, og selur Salar Islandica um helming á Bandaríkjamarkað og afganginn á Evrópumarkað. Óhagstætt gengi hefur því mikil áhrif á greinina, eins og aðrar út- flutningsgreinar, og étur í raun upp megnið af hagnaðinum. Fréttaskýring | Framleiðsla á laxaseiðum gengið illa í eldisstöðvum Samherja Ekkert fram- leitt árið 2007 Farga þurfti miklu magni seiða Sam- herja áður en komist var fyrir vandann Slátrun á eldislaxi hefur gengið vel í ár. Nýtt met í framleiðslu á eldislaxi sett í fyrra  Laxeldi í sjókvíum á sér langa sögu hér á landi, en eldi hófst ár- ið 1972 í Hvalfirði. Fyrstu löx- unum var slátrað á Fáskrúðsfirði árið 1977. Tilraunir héldu áfram, og í byrjun níunda áratugarins var framleiðslan komin í um 90 tonn. Framleiðslan jókst, og var komin í um 2.700 tonn árið 1990, og á bilinu 2–3.000 tonn frá 1996–2001. Met var sett í fyrra, þegar framleidd voru 6.620 tonn. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is OLÍUMÁLVERK Ásgríms Jóns- sonar, Morgunn á Þingvöllum, var slegið á 3,8 milljónir króna á listmunauppboði Gallerís Foldar sem haldið var sl. sunnudag í Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu. Málverkið hafði verið met- ið á 3–3,5 milljónir króna, en með uppboðsgjöldum fór það á sam- tals 4.560.000 krónur, sem er, samkvæmt upplýsingum frá Gall- erí Fold, hæsta verð sem fengist hefur fyrir verk á listaverkaupp- boði á Íslandi. Að sögn Tryggva Friðriks- sonar, sem rekur Gallerí Fold, var hart slegist um málverk Ás- gríms. Verkið þykir óvenju stórt, en það er 114 x 194 cm að stærð og var á Íslensku sýningunni í Ósló árið 1951. Að sögn Tryggva var samtals boðið upp 131 verk af ýmsum toga, bæði listaverk, teppi og skúlptúrar. Þetta var fimmta uppboð gallerísins og var að vanda húsfyllir, að sögn Tryggva, og býsna harkalega slegist um fjölda verka. Meðal annarra verka sem seld voru fyrir mestar upphæðir má nefna að olíumálverkið Frá Þing- völlum eftir Jóhannes S. Kjarval fór á rúmar 3,2 milljónir kr. með gjöldum og Gálgahraun, einnig eftir Kjarval, fór á rúmar 2,1 milljón kr. með gjöldum, en að sögn Tryggva var einmitt fjöldi mynda eftir listamanninn á upp- boðinu. Tvær myndir eftir Karól- ínu Lárusdóttur, Partí á Þingvöll- um og Göngumenn, fóru á tæpar 700 þúsund kr. hvor sem var nokkuð yfir matsverði og Upp- stilling á eplum eftir Jón Stef- ánsson fór á rúmar 1,4 milljónir króna. Af öðrum verkum sem boðin voru upp má nefna verk eftir Gunnlaug Blöndal, Kristján Davíðsson, Eirík Smith og Sig- urjón Ólafsson. Markaðurinn greinilega að taka við sér aftur Aðspurður segir Tryggvi það fyrst og fremst vera einkaaðilar eða stofnanir sem kaupi listaverk á uppboðum. Spurður hvort hann meti það sem svo að markaðurinn sé að taka við sér aftur eftir þá lægð sem skapaðist í kjölfar stóra mál- verkunarfölsunarmálsins svarar hann því játandi. „Á næsta ári verða liðin níu ár síðan þetta mál kom upp. Það er klárlega svo að fólk hefur ákveð- ið að slá striki yfir þessa uppá- komu, enda þýðir ekkert að vera endalaust í fýlu út af þessu,“ seg- ir Tryggvi og tekur fram að hann verði var við að ný kynslóð sé að skila sér inn á uppboð. Segir hann einnig að greinilega megi merkja að í uppsveiflunni und- anfarið sé fólk með mun meira fé milli handanna. Spurður hvort algengt sé að kaupendur falist eftir eig- endasögu listaverkanna svarar Tryggvi því játandi. Næsta list- munauppboð gallerísins verður í mars á næsta ári. Rúmar 4,5 milljónir króna greiddar fyrir Ásgrímsverk Morgunn á Þingvöllum eftir Ásgrím Jónsson var slegið á 3,8 milljónir króna á uppboði hjá Galleríi Fold um helgina. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÍBÚASAMTÖK Laugardals hafa sent eftirfarandi áskorun til þing- manna Reykjavíkur: „Vegna frétta um að til standi að samþykkja frumvarp til ráðstöf- unar á andvirði Landssímans, þar sem skilyrt er í athugasemdum að við lagningu Sundabrautar verði farin svokölluð innri leið, skora Íbúasamtök Laugardals á þing- menn Reykvíkinga og alþingis- menn alla að hafna frumvarpinu svo óbreyttu. Samkvæmt umhverfismati og ennfremur samkvæmt úrskurði umhverfisráðherra skal gera ráð fyrir víðtæku samráði við hags- munaðila beggja vegna Elliðavogs. Þannig telja Íbúasamtökin laga- frumvarpið í óbreyttri mynd brjóta gegn umhverfismatinu sem og úrskurði ráðherra. Íbúasamtökin telja framkvæmd- ina sjálfa í þeirri mynd sem kynnt hefur verið beinlínis skapa heil- brigðisvandamál fyrir íbúa við- komandi hverfa og sem slíka vinna gegn 1. grein frumvarpsins er kveður á um að markmið laganna sé að mæla fyrir um ráðstöfun söluandvirðisins til að styrkja inn- viði íslensks þjóðfélags meðal ann- ars til framkvæmda sem nýtast munu á sviði samgöngu- og heil- brigðismála. Um er að ræða eitt- hvert stærsta hagsmunamál tug- þúsunda borgarbúa beggja vegna Elliðavogs og mun framkvæmdin hafa gríðarleg áhrif á umhverfi þeirra og lífsgæði öll. Umhverfis- áhrif framkvæmdarinnar tefla heilbrigði og öryggi íbúa viðkom- andi hverfa í tvísýnu. Í bókun borgarstjórnar, sem samþykkt var samhljóða, var samráði lofað við íbúa nærlægra hverfa. Samráð um fyrirfram gefna lausn eru engin samráð og slík skilyrði munu hvorki leiða til far- sællar né friðsamlegrar niðurstöðu í svo ríku hagsmunamáli.“ Áskorun Íbúasamtaka Laugardals til þingmanna Reykjavíkur Samráð um fyrirfram gefna lausn eru engin samráð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.