Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GERT AÐ HLUTAFÉLAGI Ríkisútvarpið verður gert að hlutafélagi, samkvæmt nýju frum- varpi sem þingflokkar stjórn- arflokkanna samþykktu í gær en frumvarpið var einnig samþykkt í ríkisstjórn á föstudag. Tilgang- urinn með hlutafélagavæðingunni er að auka rekstrarhagræði, skil- virkni og snerpu Ríkisútvarpsins. Segir fanga ekki pyntaða Condoleezza Rice, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, varði í gær meðferð bandarískra yf- irvalda á meintum hryðjuverka- mönnum. Hún neitaði því ekki að bandaríska leyniþjónustan CIA starfrækti leynileg fangelsi í Aust- ur-Evrópu en lagði áherslu á að fangarnir væru ekki pyntaðir. Ringulreið í réttarsalnum Upplausnarástand ríkti í rétt- arsalnum þegar Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, kom fyr- ir dómara í Bagdad í gær. Frammíköll sakborninga settu mikinn svip á réttarhöldin. Engum laxi s látrað Framleiðsla á laxaseiðum í þremur eldisstöðvum í meiri- hlutaeigu Oddeyrar, dótturfélags Samherja, hefur gengið afar illa í ár og verður svo til engum laxi slátrað í stöðvunum á næsta ári. Y f i r l i t Kynning – Með Morgunblaðinu í dag fylgir jólagjafabók Miðborgar- innar, eingöngu dreift á höfuðborg- arsvæðinu. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %      &         '() * +,,,                      Í dag Fréttaskýring 8 Bréf 33 Úr verinu 12 Minningar 34/36 Viðskipti 13 Skák 37 Erlent 16/17 Brids 37 Akureyri 20 Dagbók 40 Austurland 20 Víkverji 40 Suðurnes 22 Velvakandi 41 Daglegt líf 23/25 Staður og stund 42 Forystugrein 26 Menning 43/45 Viðhorf 28 Ljósvakamiðlar 50 Menning 30/31 Veður 51 Umræðan 30/33 Staksteinar 51 * * * GEFIÐ VINUM ERLENDIS ÁSKRIFT AÐ ICELAND REVIEW Í JÓLAGJÖF VOL 43 4 - 2005 ICELAND REVIEW , !7HA0B9-bajaab! COD LIVER OIL: HOAX OR HOLY GRAIL? MARY ELLEN MARK’S PHOTOS FROM REYKJAVÍK ICELAND LENDS A HAND IN MOZAMBIQUE DRYING OUT IN THE DARK AND WHAT’S IN THE WATER? LONG LIVE ICELAND ISK 899 USD 7.50 DKK 89 w w w .i c e la n d re v ie w .c o m Iceland Review er þekkt sem helsta tímaritið um Ísland á ensku. Sendið vinum og viðskiptavinum gjafaáskrift fyrir jólin strax í dag og verið með okkur frá upphafi nýs tíma. Pantaðu áskrift á www.icelandreview.com eða í síma 512 7575 • Áskrifendur IR koma frá meira en 100 löndum. • Jólagjöf sem minnir vini erlendis á Ísland fjórum sinnum á ári. • Áskrift að blaðinu er einungis 3.400 krónur og fá nýir áskrifendur litla bók að gjöf, Memoires of Reykjavik með ljósmyndum eftir Pál Stefánsson. BARNA- og unglingageðlæknar, sem starfa sjálfstætt utan stofnana, eru hættir að taka við nýjum sjúk- lingum eða veita viðtöl nema í neyð- artilvikum, að sögn Páls Tryggva- sonar, barna- og unglingageðlæknis á Akureyri. Hann segir að verkein- ingar, sem greininni voru ætlaðar á árinu, séu uppurnar. Garðar Garð- arsson, formaður samninganefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins, er ósammála þeirri túlk- un. Að sögn Páls voru barna- og ung- lingageðlækningum ætlaðar 161.154 grunneiningar á þessu ári. Það er um 40 þúsund einingum minna en árið 2003, þrátt fyrir að þörfin fyrir þjónustuna hafi alls ekki minnkað, að sögn Páls. Fyrir árið í ár hafi ver- ið miðað við eininganotkun sérgrein- arinnar árið 2004, sem var um margt sérstakt. Samningar milli sérfræði- lækna og Tryggingastofnunar ríkis- ins hafi ekki verið í gildi í upphafi þess árs, sem olli því að margir af- boðuðu eða frestuðu komum til sér- greinalækna. Páll telur að gera þurfi ráð fyrir a.m.k. um 200.000 einingum á ári til barna- og unglingageðlækninga. „Ég hef þurft að loka fyrir að hitta nýja sjúklinga undanfarnar tvær vikur,“ sagði Páll í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Í dag hitti ég minn síðasta sjúkling, það sem eftir er ársins.“ Í venjulegum mánuði sagð- ist Páll veita um 90 viðtöl. Þau féllu niður nú í desember. Undanfarið hefur hann neitað 17 nýjum sjúk- lingum um viðtöl. Nú eru fimm sjálf- stætt starfandi barna- og unglinga- geðlæknar hér á landi. Páll sagðist ekki vita betur en að þeir hafi allir dregið mjög úr þjónustu utan sjúkrahúsa eða hætt henni. Páll segir að enginn af hálfu rík- isins hafi talað við barna- og ung- lingageðlækna um þeirra kjör, þótt heilbrigðisráðherra hafi sagt í frétt- um í byrjun nóvember að tryggt yrði að þeir gætu haldið áfram störfum. Sérgreinalæknar hafi veitt magnaf- slátt af þjónustu sinni allt árið, en nú sé komið að því að greiðslur verði skertar þegar farið er umfram um- saminn kvóta. Viðbót við einingar og afsláttur Garðar Garðarsson, formaður samninganefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, sagði að gerður hafi verið heildarsamning- ur við sjálfstætt starfandi sérgreina- lækna í árslok 2004 og gildi hann fram á árið 2008. Þar er kveðið á um einingar, verð og þjónustufyrir- komulag. Fyrir hverja einingu eru nú greiddar 216 kr. Garðar kvaðst ekki sammála þeirri túlkun barna- og unglingageð- lækna að einingar ársins í ár væru uppurnar. Samið hefði verið um ákveðinn fjölda eininga á ári og ætti að dreifa þjónustunni jafnt yfir árið. Þegar umsömdum einingafjölda er náð tekur við ákveðið afsláttarkerfi. „Við, eins og aðrir stórkaupendur þjónustu, segjum að þegar við höf- um borgað fastakostnað og förum í breytilegan kostnað viljum við fá af- slátt,“ sagði Garðar. „Útfærsla af- sláttarkerfisins kom frá samninga- nefnd lækna.“ Um þessar mundir eru margar sérgreinar komnar að afsláttarmörkum ársins. Hvað varðar barna- og unglinga- geðlækna sérstaklega, og orð heil- brigðisráðherra um að verið væri að skoða þeirra mál, sagði Garðar að grunnur samningsins við sérgreina- lækna hafi verið tekinn til skoðunar á þessu ári. Fengin var aukafjárveit- ing í fjáraukalögum til að auka heild- arkaup eininga og deilist viðbótin hlutfallslega jafnt á allar sérgreinar. Afgreiðsla fjáraukalaga kemur ekki í veg fyrir að þessar aukaeiningar séu unnar nú, því lokauppgjör vegna ársins fer fram á næsta ári. Garðar kvaðst ekki hafa á reiðum höndum hvað þetta þýddi sérstaklega fyrir fjölgun eininga, sem greiddar verða að fullu á sviði barna- og unglinga- geðlækninga. Sjálfstætt starfandi barna- og unglingageðlæknar hætta að veita þjónustu Mun færri einingar en 2003 Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is EFTIR samfellda hækkun í fimm mánuði stóð matar- og drykkjarliður vísitölu neysluverðs nánast í stað í nóvember. Frá því í byrjun árs hefur matvöruverð sveiflast mikið, fyrst niður á við í miklu verðstríði og síðan hefur niðursveiflan gengið smám saman til baka á síðustu mánuðum. Þetta kom fram á vef ASÍ í gær. Í nóvember hafði matar- og drykkjarliður vísitölu neysluverðs lækkað um 3,5% síðan í upphafi ársins og gera má ráð fyrir að sterk staða krónunnar og sértilboð fyrir jólahá- tíðina komi í veg fyrir frekari hækkun matvöruverðs á árinu. Verð á almennri neyslukörfu hefur samkvæmt verðkönnunum verðlags- eftirlits ASÍ í byrjun október og lok nóvember, lækkað mest í verslunum Nettó og Krónunnar, eða um 13% og 8,5%. Verð á vörukörfu í Bónus hækk- aði hins vegar um 2,7% á milli mæl- inga og hefur munur milli þessara verslana því minnkað talsvert frá síð- ustu könnun. Samkvæmt vísitölu vörukörfu í ein- stökum verslunum hefur bilið á milli lágvöruverðsverslana minnkað inn- byrðis en á sama tíma hefur bil milli þeirra og annarra verslana aukist. Í tölunum er aðeins um beinan verð- samanburð að ræða en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Miklar sveiflur í matvöruverði á árinu                                            GOTT útlit er á að samkomulag sé að nást varðandi vaktafyr- irkomulag hjúkrunarfræðinga á blóðskilunardeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss, að sögn Jóhann- esar Gunnarssonar, lækninga- forstjóra LSH, en 33 sjúklingar blóðskilunardeildar hafa sent áskorun til forsvarsmanna spítalans um að vaktafyrirkomulagið verði nú þegar dregið til baka. Í áskoruninni segir: „Vaktafyr- irkomulag hefur valdið því að stór hluti reyndustu hjúkrunarfræðing- anna hefur sagt upp störfum. Þetta veldur okkur sjúklingunum gíf- urlegum áhyggjum og kvíða enda er öryggi okkar ógnað.“ Jóhannes sagði að það liti vel út með að samkomulag sé að nást í þessum efnum og hann bindi vonir við að það skýrist alveg á næstunni. Um sé að ræða ákveðna málamiðlun varðandi vaktafyrirkomulagið. Útlit fyrir samkomulag Grænlands í þeim tilgangi að örva skáklífið í landinu. Á næstu dögum verður 500 grunn- skólabörnum í þessum landshluta gefið taflsett. Á vegi skákfólksins varð grænlenskur veiðimaður á rekísnum undan landi og fékk hann óvænt silfurúr að gjöf frá Henrik Danielsen, skólastjóra Skákskóla Hróksins. SKÁKFERÐ taflfélagsins Hróks- ins til Grænlands, sú þriðja í röð- inni, sem hófst um síðustu helgi, hefur heppnast eins og best verð- ur á kosið að sögn Hrafns Jökuls- sonar, forseta Hróksins. Með í för eru liðsmenn Barnaheilla á Ís- landi, Rauða krossins og Kalaks, vinafélags Íslands og Grænlands. Förinni var heitið til Austur- Grænlenski veiðimaðurinn með silfurúrið nýfengna á rekísnum. Með kveðju frá Íslendingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.