Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR kápur með skinni, jakkar bolir, pils, sjöl, skinnkragar. Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Sími 462 3505 Opið virka daga 10-18 laugardaga kl. 10-16 sunnudaga kl. 13-17 f r tr ti , r ri. í i i ir - l r l. - l. -Christa JÓLAGJÖFIN HENNAR AUSTURLAND Neskaupstaður | Nemendur níunda bekkj- ar Nesskóla bættu heldur betur við ferða- sjóð sinn nú á dögunum þegar þeir tóku að sér að leggja einangrun og járnagrindur undir 7000 fermetra gólfplötu stóru frysti- geymslunnar sem verið er að reisa á hafn- arsvæðinu í Neskaupstað. Krakkarnir, með aðstoð foreldra, voru um tvo daga að ljúka verkinu og uppskáru laun erfiðis síns eða nálægt einni milljón króna sem fara í ferða- sjóð þeirra. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Lagt á 7.000 fermetra Margar hendur vinna létt verk. Ferðasjóðurinn fitnar Neskaupstaður | Skógræktarfélag Norðfjarðar hefur legið í dvala í nokk- ur ár, en á aðalfundi sem haldinn var ný- lega var kjörin ný stjórn. Í henni eru: Anna Bergljót Sig- urðardóttir formað- ur, Kristín Ágústs- dóttir varaformaður, Gunnar Ólafsson rit- ari, Sigurborg Há- konardóttir gjald- keri, Benedikt Sigurjónsson með- stjórnandi. Vara- menn í stjórn eru Þórður Þórðarson og Bjarni Aðalsteinsson. Mörg verkefni blasa við nýrri stjórn, en einna brýnast telur stjórnin vera að laga umhverfi Hjallaskógar ofan Neskaupstaðar, sem er mikið notað útivistarsvæði. Til þess að svæðið nýtist sem best þarf að lagfæra stíga og grisja skóginn. Þá vill ný stjórn gera félagið sýnilegra í samfélaginu og í því skyni er m.a. stefnt að því að bjóða íbúum í Neskaupstað og Fjarðabyggð að koma í Hjallaskóg og saga sitt eigið jólatré. Til gamans má geta þess að Skógræktin hefur í mörg ár gefið jólatré úr Hjallaskógi sem Fjarðabyggð færir vi- nabæ sínum Sandavogi í Færeyjum á hverju ári. Gera trjárækt sýni- legri í samfélaginu Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Jólatréskandídatar skoðaðir Anna B. Sigurðardóttir og Benedikt Sigurjónsson í Hjallaskógi við Neskaupstað. Egilsstaðir | Í undirbúningi er formleg stofn- un samtaka kvenna á Austurlandi, sem mun m.a. hafa að markmiði að mynda öflugt tengslanet milli kvenna, hvort sem er í at- vinnulífi eða á öðrum vettvangi og standa að námskeiðum, fyrirlestra- og ráðstefnuhaldi til þekkingarauka. Jafnframt er ætlunin að konur á Austurlandi hafi aðgang að þekkingu og reynslu innan samtakanna. Á undirbúningsfundi sem haldinn var nú í vikunni, var m.a. ákveðið að halda stofnfund samtakanna í janúar nk., standa að nám- skeiðum tengdum framkvæmdastjórn og póli- tískri þátttöku kvenna síðari hluta vetrar og ráðstefnu á vori komanda. Stefanía G. Krist- insdóttir og Kristbjörg Jónasdóttir hjá Þróun- arfélagi Austurlands leiða undirbúnings- starfið. Konur á Austurlandi mynda tengslanet Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Samtakamáttur Á annan tug kvenna úr atvinnulífinu undirbýr nú stofnun samtaka kvenna. AKUREYRI AÐSTÆÐUR á Akureyrarflugvelli voru nokkuð sérstakar þegar Fokk- er-flugvél Flugfélags Íslands kom inn til lendingar um miðjan dag í gær. Þykk þoka lá yfir flugbraut- inni og skyggni því ekki eins og best verður á kosið. „Lendingin var mjúk og fín en flugstjórinn þurfti að taka hjólin upp aftur og taka aukahring áður en hann lenti vél- inni. Það gerði nú ekkert til og það ánægjulega var að þurfa ekki að fara til Reykjavíkur aftur,“ sagði Hreiðar Gíslason, sem var farþegi með vélinni. Morgunblaðið/Kristján Þoka Fokker-flugvél Flugfélags Íslands kemur inn til lendingar í gær en þá lá þykk þoka yfir flugbrautinni. Morgunblaðið/Kristján Frá borði Það var dimmt yfir þegar farþegar gengu frá borði. Lendingin var mjúk og fín ENGINN af þeim 11 nemendum Menntaskólans á Akureyri sem voru skráðir í samræmt stúdentspróf í stærðfræði mætti til prófs. Alls voru 54 skráðir í íslenskupróf, 9 mættu og þá voru 57 skráðir í ensku og mættu 11. Edda Hermannsdóttir, formaður skólafélagsins Hugins, sagði að margir nemar hefðu ekki skráð sig í prófin og einn að um16% þeirra sem skráðu sig og mættu í prófin hafi ekki tekið þau heldur skilað auðu. „Með þessum aðgerðum erum við að mótmæla þessum samræmdu prófum kröftuglega,“ sagði Edda. „Okkur þóttu það ekki næg mótmæli að skrá okkur í prófin og skila auðu. Það var að okkar mati ekki nógu rót- tækt.“ Edda sagði að nemum þættu próf- in ósanngjörn, nemum væri gert að taka prófin ofan á öll þau próf sem skólinn legði fyrir, þá væri með slík- um prófum verið að steypa skóla í sama mót, gera þá einsleita og ekki tekið tillit til sérstöðu þeirra. Þá væri öllum gert að taka sama prófið, en alls ekki væri hægt að bera saman kunnáttu nema á eðlisfræði- og málabrautum t.d. í stærðfræði. Samræmd stúdentspróf í MA Enginn mætti í stærðfræðiprófið Prófkjör hjá Framsókn | Sam- þykkt var á aðalfundi fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna á Akureyri að hafa prófkjör vegna vals á lista framsóknarmanna fyrir sveit- arstjórnarkosningarnar 2006, en ekki hefur verið ákveðið nákvæm- lega hvenær, að líkindum þó í febr- úar. Prófkjörið er opið öllum flokks- bundnum framsóknarmönnum á Akureyri svo og öðrum Akureyr- ingum sem undirrita stuðnings- yfirlýsingu við flokkinn fram að lok- un kjörfundar. Kosið verður um 6 efstu sætin á listanum.    Myndir frá Grænlandi | Friðrik Á. Brekkan mun sýna myndir frá Grænlandi á veggjum Gulu Vill- unnar á Ak- ureyri næstu vikur. Myndirnar eru flestar frá Austur- Grænlandi, teknar á ár- unum 1976 til 2003. Fræðsluefni um allar helstu byggðir Grænlands mun liggja frammi auk bæklinga. Fræðsluverkefni þetta er styrkt af SAMIK, samstarfssamningi Íslands og Grænlands í ferðamálum.    Siglingaklúbbur | Á síðasta fundi íþrótta- og tómstundaráðs var tekið fyrir að nýju erindi frá formanni Nökkva félags siglingamanna á Ak- ureyri, þar sem þess er farið á leit við bæjarráð að Akureyrarbær komi að framkvæmdum þeim sem fyrirhug- aðar eru við gerð lítillar hafnar á Höepfnersbryggju. Bæjarráð vísaði erindinu til ÍTA og gerðar fjárhags- áætlunar fyrir árið 2006. Íþrótta- og tómstundaráð vísar til fram- kvæmdaáætlunar Akureyrarbæjar fyrir 2006 þar sem samþykkt hefur verið að veita 11 milljónum króna til framkvæmda á athafnasvæði Sigl- ingaklúbbsins Nökkva og er núgild- andi samningur frá 15. júlí 2004 hluti af heildarupphæðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.