Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR SUÐURNES Keflavík | „Til að einfalda lífið,“ seg- ir Lína Rut Wilberg listmálari þegar hún er spurð hversvegna fjölskyldan hafi ákveðið að setjast að í Reykja- nesbæ. Lína Rut og maður hennar, Gunnar Már Másson flugmaður, fluttu til Keflavíkur í sumar og hafa auk íbúðarhúss keypt hús fyrir vinnustofu og eru með áform um að gefa öðrum listamönnum og áhuga- fólki kost á að leigja þar aðstöðu og fá leiðbeiningar. Lína Rut og Gunnar Már hafa lengi búið í miðbæ Reykjavíkur. „Þegar við vorum með eitt barn, lít- inn strák í vagni, fannst okkur ágætt að vera í bænum en þegar við áttum von á öðrum dreng vildum við breyta til, til að einfalda okkur lífið. Við vildum ekki ala börnin upp í mið- bænum. Við vorum orðin langþreytt á bílaumferðinni og eins og margir aðrir veigraði maður sér við að fara af stað á bíl á háannatímum,“ segir Lína Rut. Þau fluttu fyrst út í jaðar- inn á höfuðborgarsvæðinu, í Hafnar- fjörð, og töldu að þar yrði rólegra. „Það voru að vísu fleiri börn þar en í miðbænum en alveg sami skarkal- inn.“ Þau bjuggu ekki í Hafnarfirði nema í átta mánuði og fluttu í byrjun ágúst til Keflavíkur. Gunnar Már er flugmaður hjá Ice- landair og sækir því vinnu á Kefla- víkurflugvöll. Hugmyndin að flytja á Suðurnesin kviknaði út frá því. „Reykjanesbær var þannig fyrir fá- einum árum að maður gat ekki hugs- að sér að setjast hér að. En eftir að hugmyndin um að flytja á Suðurnes- in kviknaði ókum við hér um og sáum að Árni Sigfússon og hans fólk hafði greinilega tekið til hendinni. Búið er að laga umhverfið og ásýnd bæjarins er orðin snyrtileg,“ segir Lína Rut. Hún bætir því við að ekki hafi sakað hvað hægt hafi verið að fá hús á góðu verði í Reykjanesbæ. Telur hún að svo sé enn þótt verðið fari hækkandi. Spara einn til tvo klukkutíma Lína Rut sér ekki eftir því að hafa flutt suður með sjó. „Það var smá kvíði í mér, sérstaklega þegar ég heyrði í fólkinu í kringum mig í bæn- um. Fór að hugsa hvort það vissi eitthvað sem ég ekki áttaði mig á. Það var svo hissa á að við skyldum vera að flytja hingað. En þetta hefur reynst framar mínum vonum og við erum mjög ánægð með lífið hér. Ég hef búið í stórborgum erlendis og finnst ég vera í úthverfi Reykjavík- ur. Þetta eru engar vegalengdir og leiðin verður enn greiðfærari þegar búið verður að tvöfalda Reykjanes- brautina alla leið.“ Hún bætir því við að þessi daglega vinna, að koma börnum í og úr grunnskóla og leikskóla, sé miklu auðveldari og taki minni tíma en í bænum. „Hér er svo stutt í allt. Ég fæ einn til tvo klukkutíma aukalega alla virka daga vikunnar sem ég get notað til að vinna eða vera með fjöl- skyldunni. Ég losna við ókosti þess að búa í höfuðborginni en nýt áfram kosta hennar með því að búa í ná- grenninu og geta sótt allt þangað sem ég þarf á að halda.“ Lína Rut og Gunnar Már hafa fest kaup á húsi í nágrenni Keflavíkur- hafnar til að koma upp vinnustofu fyrir Línu Rut og ef til vill fleiri listamenn. Lína Rut segir að það sé einn af stóru kostunum við að flytja út úr Reykjavík að fá loksins góða vinnuaðstöðu. „Húsnæði er svo dýrt í Reykjavík að ég hef verið að kúldr- ast í allskonar aðstöðu, oft lélegri. Það er kominn tími til að njóta þess til fulls að fara í vinnuna,“ segir hún og bætir því við að þetta sé svipuð þróun og í mörgum stórborgum er- lendis. Listamenn flytji út á jaðarinn til að geta haft betri vinnuaðstöðu. Lína Rut er þessi árin að vinna myndir fyrir sýningu sem henni hef- ur verið boðið að halda í Amsterdam í Hollandi. Boðið kom í kjölfar sýn- ingarinnar Kynjakettir sem hún hélt í Pakhuis Vilhelmina fyrir ári. Sýn- ingarsalurinn heitir Artitls – gallery shop og er í Westergasfabriek sem er með stærstu ef ekki stærsta lista- miðstöð í Evrópu. Reiknar Lína Rut með að sýningin verði haldin innan tveggja ára. Hún segist vera að vinna að ýmsum fleiri skemmti- legum verkefnum. Þau Gunnar Már fá húsnæðið við höfnina afhent nú um mánaðamótin og eru byrjuð að undirbúa breyt- ingar. Húsið er 250 fermetrar að stærð, með sjö metra lofthæð. „Mig langar að útbúa fallega vinnuaðstöðu ásamt skemmtilegri kaffistofu fremst í rýminu þar sem er útsýni út á sjóinn. Listamenn vinna mikið hver í sínu horni. Það er upplagt að hittast í kaffistofunni til að spjalla saman.“ Þau telja sig geta útbúið vinnustofur fyrir allt að sex lista- menn og hyggjast leigja þær út. „Og ef áhugi er á því er hugmyndin að fólkið geti jafnframt notið aðstoðar minnar. Ég myndi þá koma á ákveðnum tíma, til dæmis einu sinni í mánuði,“ segir Lína Rut. Mikill áhugi er á myndlist í Reykjanesbæ og þar er fjöldi áhuga- fólks að vinna við myndlist. Lína Rut segist þekkja það af eigin raun hvað það geti verið erfitt að vinna alltaf ein og mikilvægt að geta farið í smiðju til fagmanns. Þetta gæti orð- ið til að efla myndlistarfólkið, það sem teldi sig þurfa á leiðbeiningum að halda. Þau eru byrjuð að kynna þessar hugmyndir og segist Lína Rut hafa fengið góðar undirtektir. Tveir til þrír hafi sýnt mikinn áhuga á að nýta þessa aðstöðu. Til að hvíla sig frá myndlistinni Mögulegt verður að halda sýn- ingar í kaffistofu vinnustofunnar og hyggst Lína Rut nýta sér þann möguleika í framtíðinni. „Það verður skemmtilegt fyrir mig ef þessar hugmyndir ganga eft- ir. Ég hef í mörg ár verið að leita leiða til að gera eitthvað með mynd- listinni, til að hvíla mig frá eigin sköpun og endurnýja hugsanir mín- ar. Ég hef hugsað mér að vera með námskeið, kannski einu sinni eða tvisvar á ári. Ég ætla líka að reka þarna förðunarskóla.“ Lína Rut lærði förðunarfræði og stofnaði fyrsta förðunarskólann á Ís- landi, áður en hún sneri sér að list- námi og vinnu. „Mig langar stundum að tengjast förðuninni, en aðeins stöku sinnum. Vinnustofan verður sett þannig upp að ég get breytt henni með lítilli fyrirhöfn og kennt förðun. Þannig get ég sinnt þessu áhugamáli, þegar hugurinn girnist, án þess að leigja sérstakt húsnæði til þess,“ segir Lína Rut Wilberg. Listamaðurinn Lína Rut kemur sér upp vinnustofu og hyggst leigja öðrum aðstöðu með ráðgjöf Lífið er einfaldara utan borgarinnar Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is TENGLAR .............................................. www.linarut.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Málverk Lína Rut Wilberg við mynd sem hún er að ljúka við þessa dagana, í bráðabirgðavinnustofunni í Njarðvík. Minnt er á fund í Fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna á Akureyri miðvikudaginn 7. desember nk. kl. 20:00 í Kaupangi v/Mýrarveg. Fyrir fundinum liggur að taka ákvörðun um aðferð við val á framboðslista flokksins vegna bæjarstjórnarkosninga sem fram eiga að þann 27. maí 2006. Dagskrá: 1. Tillaga um aðferð við val á framboðsboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri vegna bæjarstjórnarkosningar þann 27. maí nk. 2. Önnur mál. Stjórnin. Fulltrúðaráð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.