Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁSTA Möller, þingmaður Sjálfstæð- isflokks, gerði samþjöppun á mat- vælamarkaði að umtalsefni í fyrir- spurnartíma á Alþingi í gær og spurðist fyrir um aðgerðir Valgerð- ar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra í þeim efnum. Valgerður svaraði því til að hún treysti Samkeppniseft- irlitinu fyllilega til þess að hafa eft- irlit með markaðnum og að hún myndi sem viðskiptaráðherra ekki beita sér sérstaklega í þessum mál- um. Ásta Möller sagði í upphafi máls síns að stærsta matvörukeðja Bret- lands, Tesco, hefði á undanförnum misserum aukið hlutdeild sína á breska matvörumarkaðnum og að nú væri markaðshlutdeild hennar yfir 30%. Hún sagði að í Bretlandi væri rætt um að þessi yfirburða- staða Tesco gerði henni m.a. kleift að standa fyrir undirboðum og óheilbrigðum viðskiptaháttum. Ásta sagði að nefnd þingmanna í breska þinginu væri nú að gera út- tekt á stöðu matvælamarkaðarins og að kallað væri á opinbera stefnu- mótun um hvernig beita megi sam- keppnisreglum til að spyrna gegn umræddri þróun. Hún sagði að þessi umræða væri athyglisverð fyr- ir Íslendinga, ekki síst í ljósi þess að ein matvörukeðja, Baugur, hefði yf- ir 60% markaðshlutdeild á matvöru- markaði. Hún spurði síðan við- skiptaráðherra hvort hún teldi ástæðu til að grípa til sambærilegra aðgerða og Bretar. Ráðherra sagði að á Íslandi væru samkeppnislög, sem væru í sam- ræmi við þau lög sem væru við lýði í nágrannalöndum okkar. „Þar að auki erum við hér með nýja stofnun, Samkeppniseftirlit sem kemur í stað Samkeppnisstofnunar, sem fær auk- ið hlutverk í sambandi við einokun á markaði og það að misnota mark- aðsráðandi stöðu. Ég treysti þessari stofnun ákaflega vel til að fara með það eftirlit á markaðnum sem henni ber að gera samkvæmt lögum og ég mun ekki sem viðskiptaráðherra beita mér sérstaklega í þessum mál- um. Það er ekki mitt hlutverk að hafa afskipti af Samkeppniseftirlit- inu. Það leggur sjálft sínar línur um það hvaða markaði eftirlitið skoðar hverju sinni.“ Ásta kom aftur í pontu og sagði: „Ef Bretar kalla markaðshlutdeild Tescos einokun, hvaða orð getum við þá notað um markaðsstöðu Baugs? Ég lýsi eftir því orði.“ Hún sagði að við hlytum að hugleiða í þessu litla landi hvar almannahags- munir lægju og hvað þyrfti að end- urskoða í lögum. Valgerður sagði að það væri ástæða til að huga að al- mannahagsmunum í þessu máli eins og öðrum og bætti við: „En við skul- um hafa það í huga að það er ekki ólöglegt að hafa markaðsráðandi stöðu samkvæmt lögum. Hins vegar er ólöglegt að misnota markaðsráð- andi stöðu. Ef fyrirtæki gera það eru þau að brjóta lög. Það er það sem hlýtur að vera útgangspunkt- urinn í þessari umræðu.“ Hún ítrekaði að Samkeppniseft- irlitið hlyti að hafa eftirlit með öllum mörkuðum, ekki síst matvælamark- aði, því hann væri íbúum þessa lands mikilvægur. „Og hvað þeir eru að gera get ég ekki svarað hér vegna þess að ég hef ekki afskipti af Samkeppniseftirlitinu.“ Spyr um aðgerðir vegna sam- þjöppunar á matvælamarkaði Ásta Möller Valgerður Sverrisdóttir HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra ítrekaði á Alþingi í gær að hann teldi 0,25% stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands vera stefnu- breytingu af hálfu bankans. Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, gagnrýndi hins vegar að forsætisráðherra, sem og reyndar Geir H. Haarde utanríkisráðherra, skyldu með þessum hætti túlka ákvarðanir Seðlabankans. Með því væri verið að hjóla í ákvarðanir bankans og reyna að draga úr trú- verðugleika hans. Steingrímur og Halldór tókust á um þessi mál í fyrirspurnartíma á Alþingi síðdegis í gær. Steingrímur, málshefjandi umræðunnar, sagði að ekkert í yfirlýsingu bankans sjálfs, rökstuðningi hans og í útgáfu Pen- ingamála, gæfi tilefni til að ætla að bankinn teldi að hann væri að breyta um stefnu. „Síðan hvenær varð það hlutverk forsætisráðherra að gerast sjálfskipaður talsmaður og útskýr- andi fyrir hönd Seðlabankans?“ spurði hann. Halldór svaraði því m.a. til að Seðlabankinn væri sjálfstæð stofnun en það þýddi ekki að forsætisráð- herra eða ríkisstjórnin gætu ekki haft skoðanir á málefnum bankans. „Ég hef sagt og stend við það að ég hef ekki talið ástæðu til vaxtahækk- unar af hálfu Seðlabankans núna. Ég hef hins vegar fagnað því að Seðla- bankinn hefur farið mjög mildilega í þessa hækkun og hún er minni en flestir gerðu ráð fyrir. Ég tel það vera stefnubreytingu og menn mega hafa aðra skoðun á því. Seðlabankinn talar ekki um það núna í yfirlýsingum sínum að hann ætli sér að hækka vexti enn frekar. Það hefur komið skýrt fram í til- kynningum Seðlabankans að undan- förnu. Mín vegna geta menn kallað það eitthvað annað en stefnubreyt- ingu – það skiptir ekki máli – en ég tel að þessi ákvörðun Seðlabankans sé hógvær og viðunandi við núver- andi aðstæður, jafnvel þótt ég hafi haft þá skoðun að ekki hefði verið ástæða til að hækka vexti núna. Við það stend ég.“ Vinni með bankanum Steingrímur sakaði Halldór hins vegar um grundvallarmisskilning. Steingrímur tók fram að hann vildi endilega að forsætisráðherra og rík- isstjórnin hefðu skoðanir á efnahags- málum, en þær skoðanir þyrftu að vera réttar og skynsamar. „Ég vil að forsætisráðherra og ríkisstjórnin vinni með Seðlabankanum en ekki á móti honum.“ Mikill munur væri á því, sagði hann, að lýsa yfir almenn- um viðhorfum sínum til efnahags- mála og því að fara „beint inn í ákvörðun Seðlabankans“ og reyna að útskýra hana á þann hátt sem gengi þvert gegn vilja bankans sjálfs, m.ö.o. á þann hátt sem hentaði ríkisstjórninni. „Í staðinn fyrir að ganga til sam- starfs við Seðlabankann um ein- hverjar samræmdar aðgerðir virðist núna vera komin upp sú staða að rík- isstjórnin hjóli í Seðlabankann og reyni að draga úr trúverðugleika hans. Það er háskalegt,“ sagði Stein- grímur síðar í umræðunni. Hann sagði miklu skipta að markaðurinn hefði þá trú að Seðlabankinn væri vandanum vaxinn. Halldór sagði það hins vegar af og frá að hann talaði af ábyrgðarleysi. Sakar ráðherra um að reyna að draga úr trúverðugleika Eftir Örnu Schram arna@mbl.is RÍKISÚTVARPIÐ verður hluta- félagavætt, samkvæmt nýju frum- varpi menntamálaráðherra um Rík- isútvarpið sem þingflokkar stjórnarflokkanna samþykktu fyrir sitt leyti í gær. Kristinn H. Gunn- arsson, þingmaður Framsóknar- flokksins, samþykkti þó frumvarpið með fyrirvara. Frumvarpið var einn- ig samþykkt í ríkisstjórn á föstudag. Þorgerður K. Gunnarsdóttir stefnir að því að mæla fyrir frum- varpinu á Alþingi fyrir jól, svo það komist til nefndar. Hún segir að til- gangurinn með hlutafélagavæðing- unni sé sá að auka rekstrarhagræði, skilvirkni og snerpu Ríkisútvarps- ins. Hún segir sömuleiðis aðspurð að það sé algjörlega skýrt af hálfu beggja stjórnarflokkanna að ekki eigi að selja Ríkisútvarpið. Í frumvarpinu er áfram gert ráð fyrir því að Ríkisútvarpið verði fjár- magnað með nefskatti í stað afnota- gjalda, eins og í fyrra frumvarpi ráð- herra um Ríkisútvarpið. Gert er ráð fyrir því að sá skattur verði inn- heimtur frá og með 1. janúar 2008. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir því að útvarpsráð verði lagt niður í núverandi mynd, og að í stað þess komi stjórn Ríkisútvarpsins, sem kjörin verður á Alþingi. Stjórnin mun m.a. ráða útvarpsstjóra, en aðr- ar mannaráðningar verða í höndum útvarpsstjóra. Hann verður einnig, skv. frumvarpinu, æðsti yfirmaður dagskrárgerðar. Ráðherra miðar við að frumvarpið verði afgreitt á vorþingi og að ákvæði þessi öðlist strax gildi, nema þau sem snúa að nefskattinum og innheimtumálum. Uppfylli allar kröfur Þegar Þorgerður er nánar spurð hvers vegna hlutafélagavæða eigi Ríkisútvarpið segir hún: „Með því erum við fyrst og fremst að auka rekstrarhagræði, skilvirkni og snerpu innan stofnunarinnar, þannig að Ríkisútvarpið hafi tækifæri til þess að fóta sig á þessum nýja ljós- vakamarkaði, sem í raun og veru hefur verið að myndast á síðustu ár- um.“ Hún segir að Ríkisútvarpið eigi um leið að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þess, þ.e. það eigi að sinna fréttaþjónustu, öryggisþjón- ustu og menningarhlutverki. „Ef það sinnir ekki þessum kröfum er fyrst hægt að tala um að stofnunin eigi ekki sinn grundvöll,“ segir hún. Þorgerður segir aðspurð að með hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins sé ekki verið að auðvelda sölu þess. „Það er algjörlega skýrt af hálfu beggja stjórnarflokka að við munum ekki selja Ríkisútvarpið,“ segir hún og ítrekar að með nýju frumvarpi verði ekki auðveldara að selja eða leggja niður Ríkisútvarpið. Meiri- hluta Alþingis þurfi til þess, hér eftir sem hingað til. Þá bendir hún á að samhliða umræddu frumvarpi verði lagt fram á Alþingi frumvarp við- skiptaráðherra um hlutafélög í op- inberri eigu. Í því er lagt til að tekin verði upp í lög um hlutafélög sér- ákvæði um öll hlutafélög sem eru að fullu í eigu hins opinbera. Í frumvarpi ráðherra um Ríkisút- varpið sem lagt var fram á Alþingi sl. vor, var eins og kunnugt er, gert ráð fyrir því að stofnuninni yrði breytt í sameignarfélag. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gerði hins vegar um- talsverðar athugasemdir við það fyr- irkomulag. Þær áttu því þátt í því að gerðar eru tillögur um hlutafélaga- form í nýju frumvarpi. Áfram tekjur af auglýsingum Innt eftir því hvað annað sé frá- brugðið þessu frumvarpi og því frumvarpi sem lagt var fram á Al- þingi sl. vor, segir Þorgerður að þrengt sé mjög á því ákvæði sem snertir rétt Ríkisútvarpsins til að taka þátt í nýrri starfsemi. Auk þess segir Þorgerður aðspurð að í nýja frumvarpinu, eins og í því gamla, sé ekki gert ráð fyrir því að Ríkisút- varpið hverfi af auglýsingamarkaði. Sá möguleiki hafi sérstaklega verið ræddur í ríkisstjórn en niðurstaðan hafi verið sú að ekki væri vilji til þess. „Það er ekki vilji til þess, eins og stendur, að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði.“ Áfram er því gert ráð fyrir því að Ríkisútvarpið afli sér tekna á auglýsingamarkaði. Hún segir mörg rök hníga að þeirri niðurstöðu. Til að mynda hafi aug- lýsendur margítrekað að þeir vilji ekki að Ríkisútvarpið verði tekið af auglýsingamarkaði. Ríkisútvarpið verð- ur gert að hluta- félagi í eigu ríkisins Morgunblaðið/Árni Torfason Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Þingflokkar stjórnarflokkanna samþykkja nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið Eftir Örnu Schram arna@mbl.is SÓLVEIG Pétursdóttir, for- seti þingsins, gerir ekki ráð fyrir öðru en að þingmenn muni fara í jólafrí á föstudag, eins og gert er ráð fyrir í starfsáætlun þingsins. Stefnt er að því að afgreiða fjárlög næsta árs á miðvikudag, en þriðja umræða fer fram á Al- þingi í dag. „Það verður staðið við starfsáætlun um að Alþingi ljúki störfum nk. föstudag, hinn 9. desember,“ segir Sól- veig. „Ég tel góðar líkur á því að það gangi eftir. Alþingi kemur síðan saman að nýju 17. janúar, sem er heldur fyrr en vanalega,“ seg- ir hún ennfremur, en sú breyting kemur til vegna sveitarstjórnarkosninganna næsta vor. Þingið fer í sumarfrí 4. maí nk. Jólafrí á föstudag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.