Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 11 FRÉTTIR UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Grétar Gíslason - Kerfisfræðingur NTV „Ég hlakka til að takast á við skemmtileg og krefjandi störf á þessu sviði. Ég gef NTV skólanum og kennurum hans toppeinkunn!“ Að námskeiði loknu á nemandi að geta séð um rekstur minni eða meðalstórra tölvuneta. Námið undirbýr nemendur fyrir próf sem gefur gráðuna: - MCP / Microsoft Certified Professional - Meðal efnis námskeiðsins er: Uppsetningar og uppfærslur í Windows XP, Sjálfvirkar uppsetningar Meðferð vélbúnaðar og rekla, Umsjón með notendum og notendahópum Umsjón með skráarkerfinu og kvótaúthlutun, Aðgangsstýringar í skráar- kerfinu og samnýting gagna , Uppsetning prentara og samnýting þeirra Afritatökur og endurheimt gagna, Stillingar XP við notkun í netkerfum Skipulaggning TCP/IP netkerfa og villuleit, DHCP og DNS í Win 2003 Active Directory í Win 2003 Nokkur sæti laus á kvöldnámskeið sem byrjar 9. janúar Mán. og mið. 18-22 og lau. 8:30-12:30 Byrjar 9. jan. og lýkur 18. feb. www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. FLAUELS JAKKAR OG FRAKKAR FRÁ SIMPLY I Str. 38 - 56 ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra segist telja að Íbúðalánasjóður muni áfram gegna hlutverki á hús- næðislánamarkaði, en það hlutverk geti hugsanlega breyst. Nú sé verið að skoða hlutverk hans í þessum efn- um og hann vonist til að niðurstaða í þeim efnum komi fyrir áramót. Það sem skipti mestu máli í þessu sam- bandi sé að fólkið í landinu, hvar sem það búi, njóti á hverjum tíma hag- kvæmustu kjara á húsnæðislánum. Árni sagði aðspurður um ummæli Seðlabankastjóra í gær út af fyrir sig geta tekið undir það sem Davíð segi um það að ríkisstjórnin geti verið stolt af jákvæðum umskiptum á um- gjörð húsnæðislánakerfisins. „Í ljósi reynslunnar má svo sem velta fyrir sér tímasetningum en þá verða menn að rifja það upp sem seðlabankastjóri gerði að á sama tíma og stjórnvöld höfðu sett niður fyrir sér áætlun um það að þessar breytingar tækju gildi á löngum tíma gengu bankarnir fram fyrir skjöldu og hækkuðu lánshlutfallið í 100% og höfðu engar takmarkanir á hámarksláni og ég tel auðvitað að það hafi haft kannski mest áhrif á verðmyndina á markaðnum,“ sagði Árni. Ekkert útilokað Hann sagði að nú væri verið að skoða hlutverk Íbúðalánasjóðs á þessum markaði og hvort skynsam- legt væri að ganga til breytinga. „Niðurstaða í því vona ég að liggi fyrir áður en árið er liðið. Ég vil ekk- ert útiloka í þeim efnum. Menn hafa talað um að fara að draga úr hlut- verki sjóðsins á smásölumarkaði og að hann einbeiti sér frekar að heild- sölumarkaði. Það getur út af fyrir sig verið ein þeirra leiða sem kemur til greina. Það sem ég þreytist ekki á að und- irstrika og skiptir að mínu viti öllu máli í þessu er að halda í það mark- mið, sem um hefur verið pólitísk samstaða, að fólkið í landinu, hvar sem það býr, njóti hagkvæmustu kjara á húsnæðislánum. Til þess höf- um við notað mismunandi verkfæri í gegnum tíðina. Verkfærið núna er Íbúðalánasjóður. Ég held að hann muni áfram gegna hlutverki á mark- aðnum, hugsanlegu breyttu hlut- verki,“ sagði Árni enn fremur. Árni Magnússon félagsmálaráðherra Fólk alls staðar á landinu njóti hagkvæmustu kjara Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is MIKILVÆGASTA breytingin í kjölfar hækkunar stýrivaxtanna í september var að ávöxtun verð- tryggðra skuldabréfa tók loks að hækka en mjög mikilvægt var að áhrifa peningastefnunnar færi að gæta þar sem þenslumörkin voru hvað skýrust, þ.e. á afar hraðan vöxt einkaneyslunnar. En þrátt fyr- ir marga jákvæða þætti, s.s. eins og að óvissu um kjarasamninga hafi verið eytt, að dregið hafi úr hækk- un á verði fasteigna, gefa þeir einir og sér ekki tilefni til breytinga á þeirri stefnu sem Seðlabankinn hef- ur fylgt enda enn veruleg spenna í efnahagslífinu. Þetta kom fram í erindi Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra á afar fjölsóttum morgunverðarfundi við- skiptaráðs í gær. Þar vék Davíð einnig að íbúðalánamarkaðinum og sagði blasa við að samkeppnisstaða á húsnæðismarkaði gengi ekki upp þegar einn aðili nyti lánstrausts ríkissjóðs, greiddi ekki ábyrgðar- gjald og væri undanþeginn ýmsum gjöldum sem keppinautarnir þyrftu að bera. Mismunandi afstaða bankanna Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, sagði 25 punkta vaxtahækkun Seðlabankans hafa komið á óvart. Hann hefði talið að bankinn þyrfti að hækka vextina um 50–75 punkta nú miðað við fyrri yfirlýsingar bankans en vildi þó ekki beinlínis tala um stefnubreyt- ingu og sagði það vera jákvætt að vaxtaákvörðunardögum hefði verið fjölgað. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Lands- bankans, og Þórður Pálsson, for- stöðumaður greiningardeildar Kaupþings banka, töldu vaxta- hækkun Seðlabankans nú að mörgu leyti eðlilega og skynsamlega í bar- áttunni gegn verðbólgunni. Trú- verðugleiki bankans hefði ekki rýrnað og þau minntu einnig á að hann ætti þess nú kost að hækka stýrivextina strax aftur í janúar. Katrín Pálsdóttir, framkvæmda- stjóri Lýsis, telur að Seðlabankinn hefði átt að lækka vexti um 25 punkta í stað þess að hækka þá. Að hennar mati er staða útflutnings- greina orðin það erfið að ekki verð- ur við það unað. Davíð Oddsson varaði við hug- myndum um að hægt væri að kom- ast hjá erfiðleikum sem óhjákvæmi- lega fylgdu aðhaldssamri peninga- stefnu með því að víkja tímabundið frá verðbólgumarkmiði hans, slík stefnubreyting myndi umsvifalaust skila sér í hærri verðbólguvænting- um, ýta undir meiri launahækkanir og leiða til gengislækkunar- og auk- innar verðbólgu og þegar upp yrði staðið þyrfti að koma til enn meiri hækkun stýrivaxta. Þá mætti heldur ekki gleyma að mikill hluti skulda einstaklinga og fyrirtækja væri annaðhvort verð- eða gengistryggður þannig að skammtímaávinningur heimila og fyrirtækja kynni að verða lítill og hugsanlega minni en enginn Ríkið axli einnig ábyrgð Davíð benti á að mikill vöxtur eft- irspurnar og hagnaðar fyrirtækja hefði skilað ríkissjóði langt umfram áætlanir og að svipuð staða gæti orðið upp á næsta ári. „Brýnt er að stjórnvöld, bæði ríkis og sveitarfé- laga, bregðist ekki við slíkum tekju- auka með eftirgjöf á gjaldahlið heldur með áformum um aukinn tekjuafgang eins og að virðist stefnt við afgreiðslu fjárlaga.“ Davíð minnti á að staðan nú væri í raun einstök, nú stæði yfir mesta framkvæmdaskeið í sögu þjóðar- innar. Í annan stað væru menn að upplifa mestu útrás íslenska banka- kerfisins með langmestu skulda- söfnun þess erlendis og innstreymi fjár. Í þriðja lagi hefði á sama tíma verið stofnað til umbyltingar á láns- fjármagnsmarkaði þar sem öllum sem gætu hreyft sig væri boðið upp í dans og í fjórða lagi væru skattar lækkaðir eða slík lækkun boðuð. Samkeppni sem ekki gengur upp Davíð vék sérstaklega að hús- næðismarkaðinum og sagði að það væri örugglega auðvelt að færa sæmileg rök fyrir því að ríkis- stjórnin hefði mátt hugsa gang sinn betur þegar róttækar breytingar voru gerðar á húsnæðisstefnu stjórnvalda í byrjun uppsveiflunnar 2003 og skynsamlegra hefði verið að geyma þær til loka hagsveiflunn- ar. En þrátt fyrir umdeilanlega tímasetningu hefði engu að síður verið stofnað til mjög jákvæðra um- skipta á umgjörð húsnæðiskerfisins sem ríkisstjórnin gæti verið stolt af. „Viðbrögð bankakerfisins komu hins vegar stjórnvöldum vissulega í opna skjöldu. Það er, úr því sem komið er, orðið aukaatriði. Eftir þau viðbrögð er húsnæðiskerfið í gömlu myndinni nánast orðið úrelt á augabragði, hvort sem mönnum líkar betur eða verr,“ sagði Davíð. Davíð sagði því ekki að leyna að sennilega væri stór hluti banka- kerfisins að greiða niður húsnæð- islán sín um þessar mundir. „Auð- vitað kann að vera að það sé meðvituð áhætta tekin í trausti þess, þar sem um langtímalán er að ræða, að þegar vextir verða líkir því sem annars staðar gerist, þá hagn- ast lánveitandinn að lokum vel. Ef við setjum slíka spákaup- mennsku til hliðar blasir við að samkeppnisstaða á húsnæðismark- aði gengur ekki upp, þegar einn að- ili nýtur lánstrausts ríkissjóðs, greiðir ekki ábyrgðargjald og er undanþeginn ýmsum gjöldum sem samkeppnisaðilar hans bera. Það er laukrétt að þetta vissu lánastofnanir fyrir þegar þær opn- uðu upp á gátt. En það er, sem fyrr sagði, orðið aukaatriði nú og verk- efnið hlýtur að vera að koma þess- ari skipan í eðlilegt horf sem allra fyrst,“ sagði Davíð Oddsson seðla- bankastjóri. Enn mikil spenna í efnahags- lífinu að mati Seðlabankans Samkeppnisstaða á húsnæðismarkaði gengur ekki upp, segir Davíð Oddsson Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Davíð Oddsson seðlabankastjóri varaði við hugmyndum um að hægt væri að komast hjá erfiðleikum sem óhjá- kvæmilega fylgdu aðhaldssamri peningastefnu með því að víkja tímabundið frá verðbólgumarkmiði bankans. Í DAG, þriðjudag, verða þingfestar í Héraðsdómi Austurlands fjórtán stefnur á hendur starfsmannaleig- unni 2B. Gerðar verða kröfur um að stefndu greiði vangoldin laun fjór- tán pólskra starfsmanna Suð- urverks, en þeir unnu við stíflugerð í Kárahnjúkavirkjun á vegum fyr- irtækisins. Launin nema á milli fimm og sex milljónum króna og verður einnig krafist endurgreiðslu kostnaðar sem 2B dró af pólsku starfsmönn- unum, svo sem andvirðis flug- farseðla til Póllands. Auk þessa eru launatengd gjöld inni í kröfuupphæðunum en ósann- að þykir að þeim hafi verið haldið eftir þar sem launaseðla vantar, að mati verkalýðsfélagnna, sem standa að málshöfðuninni. Fjórtán stefnur á 2B þingfestar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.