Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 23
daglegtlíf ídesember UMDEILD SKILABOÐ TREGI OGGÁSKI DANSAR TANGÓ „ÉG HEF undanfarin ár merkt mikla aukningu í sölu á jólaseríum og alls kyns fígúrum hvort sem er í glugga eða úti,“ segir Jóhanna Gunnarsdóttir, sem starfar í Byko. „Ég hef líka tekið eftir því að fólk byrjar miklu fyrr að skreyta. Það er alveg nýtt að sjá hús eftir hús orðið fullskreytt fyrsta sunnudag í að- ventu. Það hefur mikið minnkað að fólk kaupi bara slöngur. Margir kaupa frekar margar litlar seríur og líta jafnvel á þær sem einnota og henda þeim bara.“ Það þykir gott ef mjög litlar útiseríur endast tvenn jól. Jóhanna bendir þó á að stærri seríurnar endist miklu lengur. Ryðfríir krókar úti Ragnar Kristjánsson starfar einn- ig í Byko. Hann var spurður hvernig best væri að festa seríur úti. „Það er mest áríðandi að fólk kaupi ryðfría króka,“ sagði Ragnar. „Það er mikilvægt vegna þess að þetta hangir úti allt árið og ekki vilj- um við að þetta ryðgi, það er engin prýði að því. Þetta er dálítið kostn- aðarsamt, hundrað stykki af krókum kosta um 4.000 kr. Það þarf einn krók fyrir hverja lykkju á seríunni. En svo auðvitað endist þetta. Krók- arnir eru skrúfaðir beint í þakkant- inn ef hann er úr timbri og til þess eigum við sérstakt skrúfjárn, það auðveldar uppsetninguna. Maður verður þá ekki handlama strax.“ Hvernig er best að festa seríurnar?  SKREYTINGAR Morgunblaðið/Ómar Það er mikil prýði að fallega uppsettum jólaljósum. Morgunblaðið/ÞÖK Sogskál með lítilli lykkju til að nota fyrir léttar seríur, t.d. grýlukertin sem nú má sjá víða í gluggum. Morgunblaðið/ÞÖK Lykkjur fyrir seríur á jólatré og annað sem hangir laust. Best er að festa slönguna á timburþakkant með þessari festingu. Hún er negld í þakkantinn fyrst og síðan sveigð upp til að smeygja slöngunni í. Morgunblaðið/ÞÖK Lykkja sem smeygt er yfir t.d. girðingu og dregin saman utan um seríuna. Sogskál með festingu fyrir litla ser- íu innan á glugga. Fæst líka stærri og þá t.d. fyrir slöngu. Í desember verða bílahúsin opin klukkustund lengur en verslanir í miðborginni. Gleðilega aðventu! ... svo í borg sé leggjandi – stæði fyrir alla Á bíl í jólaösinni í miðborg Reykjavíkur. Hvað má bjóða þér? Miðastæði, stöðu- mæli eða bílahús. Viltu greiða með korti eða krónum, eða kannski gsm símanum þínum? Tímamiðar úr miðamælum gilda áfram þegar lagt er við stöðumæli innan sama gjaldsvæðis. Ótakmarkaður tími býðst á stöðu- mælum í miðborginni. Ertu að leita að gjöf? N æ st

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.