Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Ég kynntist ömmu
minni mjög vel en ég fór
alltaf reglulega í heim-
sókn ásamt því að halda
jólin með þeim ömmu og afa hver ein-
ustu jól. Okkur kom sérlega vel sam-
an og á ég því afskaplega margar og
góðar minningar um hana. Þegar ég
var smástelpa fór ég í útilegu með
henni og afa. Það var fyrsta af fjöl-
mörgum ferðalögum sem ég átti eftir
að fara með þeim, en þau voru vön að
fara með okkur krakkana í dagsferðir
um Suðurland á sumrin þegar for-
eldrar okkar voru í fríi erlendis en þá
gistum við hjá þeim.
Ömmu var margt til lista lagt. Hún
var mikill listmálari og blómaræktar-
manneskja. Hún var frábær bakari
og einstaklega dugleg í eldhúsinu. Ég
mun aldrei gleyma eplakökunni góðu
og kleinunum. Henni fannst mjög
gaman að ferðast, þótt hún væri
minna hrifin af farartækjum og ferð-
um sem fóru með hana á milli staða en
hún lét sig þó ætíð hafa það, hvort
sem það voru siglingar milli Eyja og
lands, flug eða keyrsla á óhugnanleg-
um fjallvegum á Kanarí. Þau afi voru
alltaf dugleg að ferðast og létu ekkert
stoppa sig í því, hvað þá aldur, og fóru
þau alltaf í árlega reisu sína til Akur-
eyrar hvert sumar.
ÞRÚÐUR
HELGADÓTTIR
✝ Þrúður Helga-dóttir fæddist á
Sólvangi í Vest-
mannaeyjum 6. júlí
1925. Hún lést á
Sjúkrahúsi Suður-
lands á Selfossi 18.
nóvember síðastlið-
inn og var útför henn-
ar gerð frá Odda-
kirkju 25. nóvember.
Amma hafði einlæg-
an áhuga á því sem fjöl-
skyldan tók sér fyrir
hendur. Henni fannst
alltaf gaman að heyra
hvernig mér gekk í
skólanum og heyra um
bréfin sem ég fékk frá
pennavinum mínum úti
í heimi. Ég gaf henni
alltaf frímerkin en
þeim hafði hún safnað
alla ævi og átti hið
glæsilegasta safn.
Henni fannst svo gam-
an að heyra frá mér
þegar ég var á bakpokaferðalagi um
heiminn og ennþá skemmtilegra að
heyra ferðasöguna og skoða myndirn-
ar þegar ég kom heim aftur. Hún
fylgdist alltaf vel með og fór með
fingrunum yfir staðina sem ég heim-
sótti á ferðalaginu og rakti leið mína
eftir landakortinu. Ég er einstaklega
heppin að hafa fengið að kynnast
ömmu minni svona vel. Hún var ynd-
islegasta manneskja sem ég hef
kynnst og ef einhver er meðal engla
og dýrðlinga, þá er það hún.
Amma, ég sakna þín sárt og mun
ætíð minnast þín sem bestu vinkonu
minnar og í alla staði sem yndislegrar
manneskju.
Þrúður Helgadóttir yngri.
Næstum alla mína ævi hef ég verið
mikið hjá ömmu minni og afa, burtséð
frá síðustu fjórum árum þar sem ég
hef búið erlendis.
Þegar ég var barn ferðaðist ég með
þeim á sumrin inn í Fljótshlíð og til
Kirkjubæjarklausturs og Þjórsár-
dals, þar sem amma var alltaf að
kenna mér að synda.
Ég bjó heima hjá þeim stutta stund
og flutti svo niður í næstu götu svo
það var alltaf stutt í kökurnar hennar
ömmu og heimatilbúna ísinn, sem var
besti ís sem ég fékk.
Mér eru mjög minnisstæð ein jól
þegar ég var sennilega um sex ára, að
ég gat ekki sofið lengur en til sex og
daginn áður hafði verið talað um að ég
myndi bara koma uppeftir þegar ég
vaknaði með eitthvað af jólagjöfunum
undir tréð. Klukkan sex um morgun-
inn rölti ég með jólagjafirnar og vakti
ömmu og afa, sem auðvitað tóku á
móti mér með glöðu geði, hjálpuðu
mér að setja jólagjafirnar undir tréð
og plötuðu mig til að leggja mig svo
hjá þeim aðeins lengur. Mér fannst
alltaf svo gott að sofa á milli þeirra að
ég samþykkti það. Ég sat líka tímum
saman sem barn og eitthvað fram á
unglingsárin að spila við ömmu, því
henni fannst mjög gaman að spila og
kunni mörg mjög skemmtileg spil.
Þegar ég var 21 árs eignaðist ég
hennar fyrsta og því miður eina lang-
ömmubarn.
Amma var voðaleg barnagæla og
þótti alltaf afskaplega vænt um og
gaman að þegar hann Jens kom að
heimsækja hana, og henni þótti ofsa-
lega vænt um öll knúsin sem hann gaf
henni alltaf.
Hann hefur ekki verið svo mikið
með langömmu sinni síðustu árin, en
þó vorum við á Íslandi í næstum þrjá
mánuði í sumar. Þá var hann dagleg-
ur gestur hjá henni og þau náðu að
bindast góðum böndum sem verða
vonandi til þess að hann muni ætíð
eftir langömmu sinni.
Elsku amma og langamma. Við eig-
um ofboðslega erfitt með að sætta
okkur við að við fáum ekki að sjá þig
aftur og fáum ekki reglulegar hring-
ingar frá þér en vitum að þú ert kom-
in á betri stað og laus við öll veikindi.
Við þökkum þér fyrir allar yndis-
legu minningarnar og kveðjum þig
með sárum söknuði.
Sigrún Ósk og Jens Bjarni.
Elsku afi minn, þú
varst þessi afi sem var
líka besti vinur og bara
í einni setningu sagt
besti afi sem hvert barn gæti hugsað
sér að eiga. Ég á ótal margar minn-
ingar frá því að ég var lítil og þangað
til að lokum kom. Ég get aldrei
gleymt því þegar þú komst að sækja
BJARNI EINAR
BJARNASON
✝ Bjarni EinarBjarnason fædd-
ist í Reykjavík 12
júlí 1921. Hann lést
á Landspítalanum –
háskólasjúkrahúsi
23. nóvember síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Frí-
kirkjunni í Hafnar-
firði 30. nóvember.
mig í leikskólann og ég
og þú fórum heim á
Álfaskeiðið og þú
sýndir mér galdra og
lékst með mér í felu-
leik og alls konar leikj-
um. Svo kom auðvitað
að því að ég byrjaði í
grunnskóla sem var
rétt hjá þér, ég kom til
þín áður en ég mætti í
skólann og stundum
eftir hann. Við gerðum
líka alls konar prakk-
arastrik eins og fórum
upp á húsþak og skoð-
uðum útsýnið, veiddum geitunga sem
þú kallaðir alltaf gelli geitungur. Þú
varst aldrei hræddur við að þeir
styngju þig og tókst þá bara eins og
ekkert væri enda fékkstu stundum
að finna fyrir því. En svo þurfti ég
endilega að flytja úr Hafnarfirði og
það var mjög leiðinlegt því að ég gat
aldrei komið til þín þegar ég vildi en
svo varð ég eldri og gat bara keyrt til
þín, það gladdi mig meira en allt.
Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir
mig og ég veit að hinsta óskin þín var
að ég kláraði stúdentinn og það yrði
mikið úr mér. Þú hefur alltaf verið
fyrirmynd mín og ég vil gera allt til
þess að líkjast þér, eins og þegar þú
sagðir alltaf við mig: „Þú ert alltaf að
líkjast mér meira með hverjum deg-
inum.“ Það gladdi mig svo mikið að
ég brosti alveg út að eyrum í viku.
Þegar þú kvaddir mig þá missti ég
stóran part úr lífi mínu en ég veit að
þú ert á betri stað og veit að amma
var mjög glöð að fá að hitta þig aftur
en ég á alltaf eftir að sakna þín og
mun aldrei hætta að hugsa um þess-
ar frábæru stundir sem við áttum
saman.
Blessuð sé minning þín, elsku afi
minn.
Eydís Ósk.
Hann Geir í Dals-
mynni er horfinn á vit
feðra sinna og Norður-
árdalurinn hefur séð á
bak einum sinna ágæt-
ustu sona.
Fyrstu kynni mín af Geir voru
þannig að ég var á leið vestan af Pat-
reksfirði með konu og börn. Þetta
var fyrir 30 árum. Það fór svo að
varadekkið fór undir sunnarlega á
Barðaströnd. En ekki nóg með það
heldur sprakk í annað sinn við Bjarn-
GEIR DALMANN
JÓNSSON
✝ Geir DalmannJónsson fæddist í
Dalsmynni í Norður-
árdal 14. apríl 1925.
Hann lést á heimili
sínu 5. nóvember síð-
astliðinn og var út-
för hans gerð frá
Hvammskirkju 12.
nóvember.
ardalsá. Og nú voru
góð ráð dýr. Það var
orðið kvöldsett, myrk-
ur og rigning. Þá varð
mér til happs að ég
fékk að sitja í hjá öðr-
um vegfaranda niður
að Dalsmynni. Þar
bankaði ég upp á og
leitaði ásjár Geirs. Við-
brögð hans eru mér
minnisstæð enn þann
dag í dag. Það voru
ekki höfð mörg orð en
strax lagt af stað upp
að á. Þar tók Geir kon-
una mína og börnin yfir í sinn bíl
ásamt varadekkinu og hélt til baka.
Mér lánaði hann loftdælu og tókst
mér að komast niðureftir með því að
dæla í dekkið með stuttu millibili.
Geir var þá búinn að gera við og ekki
vildi hann þiggja borgun fyrir hjálp-
ina. Við komumst farsællega og höfð-
um eignast góðan vin í leiðinni. Geir
rak á þessum tíma vörubíl og vann
löngum hjá Vegagerðinni. Vinnu-
staðarandi þar var eins og í stórri
fjölskyldu. Ef til vill hef ég notið
þess. Kynni okkar Geirs urðu þó ekki
mjög náin fyrr en síðustu árin eftir að
ég fór að sjá um girðingamál hjá
Vegagerðinni. Þá heimsótti ég hann
nokkrum sinnum og alltaf voru mót-
tökurnar jafn hlýjar og góðar. Geir
var afar heilsuhraustur og er mér
sagt að honum hafi naumast nokkurn
tíma orðið misdægurt fyrr en hann
lagðist til hvíldar að kvöldi og vakn-
aði ekki aftur að morgni. Hann var
svo lánsamur að ástvinir hans voru í
heimsókn og því ljóst strax að
morgni hvernig komið var. En jafn-
vel þó svo hefði ekki verið má fullvíst
telja að vinir hans á næstu bæjum
hefðu strax saknað hans ef ekki hefði
sést til hans á laugardaginn.
Vinir Geirs úr „Vegagerðarfjöl-
skyldunni“ sakna hans nú sáran og
minnast hans um leið með hlýhug og
virðingu. Samtímis vottum við ást-
vinum hans innilega samúð okkar
allra.
Jenni R. Ólason.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐRÍÐAR GUÐLEIFSDÓTTUR,
Markarflöt 28,
Garðabæ.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heima-
hlynningar Krabbameinsfélagsins.
Guð blessi ykkur öll.
Sigríður Guðmundsdóttir, Bjarni Valtýsson,
Guðleifur Guðmundsson, Guðný Hildur Árnadóttir,
Steinþór H. Guðmundsson,
Lovísa Guðmundsdóttir, Þorgeir Þorvaldsson,
Svanhildur E. Guðmundsdóttir,
Guðríður Ingvarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku-
legs bróður míns, mágs og frænda,
JÓNS AGNARS FRIÐRIKSSONAR,
elli- og hjúkrunarheimilinu Grund,
áður til heimilis
á Hólatorgi 6.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund.
Gunnar J. Friðriksson, Elín Kaaber
og systkinabörn.
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, er
auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
SÓLVEIGAR BJÖRNDÍSAR
GUÐMUNDSDÓTTUR,
Kirkjuvegi 5,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítalans við Hring-
braut.
Guð blessi ykkur öll.
Sveindís Hansdóttir, Gunnar Bjarnason,
Brynjar Hansson,
Sumarrós Fjóla Hansdóttir, Jón Júlíusson,
Vigdís Kristjánsdóttir,
Bára Hansdóttir, Guðmundur Pétursson,
Danelíus Hansson, Gunný J. Henrýsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN ARADÓTTIR,
Aragötu 5,
síðustu ár Skjóli,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn
7. desember kl. 15.00.
Þeir, sem vilja minnast hennar, vinsamlegast láti
líknar- og menningarfélög njóta.
Ari H. Ólafsson, Þorbjörg Þórisdóttir,
Björn G. Ólafsson, Helga Finnsdóttir,
Jónas Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, systir og sambýliskona,
DAGBJÖRT BJÖRNSDÓTTIR,
Meistaravöllum 23,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laug-
ardaginn 26. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fyrir einstaklega góða umönnun og hlýju.
Leon S. Kemp,
Jóseph B. Kemp,
Einar H. Björnsson,
Herdís Björnsdóttir, Bjarni G. Alfreðsson,
Guðmundur Sigursteinsson.