Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 5.20 kl. 5.20 og 10.15 B.i. 12  MBL TOPP5.IS  kl. 8 og 10.20 B.i. 14 Þetta var hið fullkomna frí þangað til þau fundu fjársjóðinn! BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM Sýnd kl. 5.45 B.i. 16 ára Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 B.i. 16 ára Sýnd kl. 8 B.i. 12 ára Spennutryllir af bestu gerð með Edward Burns og Ben Kingsley. 400 KR Í BÍÓ* -M.M.J. Kvikmyndir.com  -H.J. Mbl.  -L.I.B. Topp5.is S.K. DV  Topp5.is  S.V. Mbl.  S.K. DV  Topp5.is  S.V. Mbl. Alls ekki fyrir viðkvæma Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 B.i. 16 ára Miða sala opn ar kl. 15.30 Sími 564 0000 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 fór beint á toppinn í bandaríkjunum Alls ekki fyrir viðkvæma Áætlunin er margbrotnari, útfærslan er flóknari og leikurinn skelfilegri en nok- kru sinni fyrr kl. 5, 8 og 10.10 fór beint á toppinn í bandaríkjunum Alls ekki fyrir viðkvæma Áætlunin er margbrotnari, útfærslan er flóknari og leikurinn skelfilegri en nokkru sinni fyrr gildru... nú þarf einhver að gjalda! Alls ekki fyrir viðkvæma Um þessar mundir er kunn-uglegt lag farið að heyrastaftur þar sem fólk safnast saman. Þetta lag byrjar yfirleitt að óma um þetta leyti þegar hinum frjálsa markaðsanda jólanna hefur verið blásið af miklum krafti í brjóst landsmanna. Þrátt fyrir að ljóðlín- urnar í umræddu lagi séu ekki allt- af nákvæmlega eins, er viðlagið þó yfirleitt þetta: „Rosalega er mikið af tökulagaplötum að koma út um þessi jól!“ Margir, ef ekki allir þeir sem áhuga hafa á tónlist, kannast við þetta viðlag og án þess að ég sé að draga í efa réttmæti eða sannindi ljóðlínanna, dreg ég í efa að að baki þeim liggi nokkur heildstæð rann- sókn. Til að taka af allan vafa í þessum efnum verður nú gengið úr skugga um hvort tökulagaplöturnar séu eins margar og tilfinning hins al- menna tónlistaráhugamanns segir til um.    Í Plötutíðindum sem borin voru útá dögunum er yfirlit yfir nánast allar íslenskar plötur sem koma út fyrir þessi jól. Alls er þar að finna 172 íslenska titla af öllum stærðum og gerðum en lítið brot kom einnig út fyrir seinustu jól. Af þessum 172 plötum, eru um 30 plötur sem hægt væri að kalla tökulagaplötur, í víðasta skilningi þess orðs: Plata sem inni- heldur áður útgefin lög. (Hér er þó ekki átt við safnplötur á borð við Ár og öld Björgvins Halldórssonar eða Allt eða ekkert Siggu Beinteins.) Hins vegar er tæpur helmingur þessara tökulagaplatna, eða tólf talsins, jólaplötur með þekktum ís- lenskum og erlendum jólalögum og það skal einnig tekið fram að sumar plötur leggja til frumsamið efni til helminga á móti tökulögum (t.d. Hluti af mér með Heiðu Idol- stjörnu). Í fyrstu virðist þetta ekki vera hátt hlutfall (30/170) af þeim plöt- um sem koma út fyrir þessi jól en ef litið er til þess að í Plötutíðindum er einungis að finna 22 rokk- og jað- artónlistar-plötur, 15 djass-plötur og 13 klassískar-plötur, verður þessi fjöldi að teljast þó nokkur. Þegar þær plötur eru teknar saman sem Plötutíðindi flokka sem popp- og dægurlagaplötur, er um 80 titla að ræða. Af þessum áttatíu plötum eru ennþá 18 tökulagaplöt- ur og þá hefur hlutfall tökulaga- platna í flokki vinsældartónlistar hækkað umtalsvert.    Þegar þetta er skoðað grunarmig að huglægt mat hvers og eins skeri úr um það hvort fjöldi tökulaga-platna sé mikill, lítill eða passlegur fyrir þessi jól. Eflaust myndu einhverjir segja að fjöldi þeirra sé í réttu hlutfalli við vin- sældir sjónvarpsþátta á borð við Idol-Stjörnuleit, þar sem þekkt vin- sældarlög eru sungin og „Idol- plöturnar“ með þeim Hildi Völu, Heiðu, Jóni Sigurðssyni, Guðrúnu Helgu og Heitu lummunum, skipa vissulega tæpan þriðjung tökulaga- titlanna. Aðrir myndu draga þær ástæður fram að markhópurinn hafi elst eða réttara sagt að eldri markhópar hafi stækkað og að þeir markhópar kalli frekar eftir kunn- uglegum lögum í stað nýrra frum- saminna. Enn aðrir myndu svo skella skuldinni á viðkomandi plöt- urfyrirtæki og segja að þarna sé verið að framleiða vöru með sem minnstum tilkostnaði, á sem minnst- um tíma og í tilfelli fyrrnefndra Idol-Stjarna myndu margir sam- sinna því.    Tökulagaplötur eru engin ný-lunda (og þær eru eins ólíkar og þær eru margar) en undirritaður verður að láta það bíða betri tíma að leggjast í sögulegar rannsóknir á þessu tónlistarfyrirbæri. Á hinn bóginn sýnist manni að fjöldi töku- lagatitla hafi náð ákveðnu hámarki þessi jól og spá undirritaðs er að tala þeirra muni fara lækkandi á næsta ári. En þá væri líka gaman ef fjöldi rokk-, djass- og klassískra platna myndi aukast að sama skapi. Kunnuglegt lag AF LISTUM Höskuldur Ólafsson Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar skemmta sér saman og flytja þekkt- ar dægurlagaperlur. hoskuldur@mbl.is Ljósmynd/Atli Mar Hafsteinsson MoR Duran. Margrét Eir og Róbert Þórhallsson flytja Duran Duran-lög. Heitar lummur. Idol-stjörnur taka höndum saman. Á plötunni er að finna ellefu þekkt íslensk dægurlög. ’Af þessum 172 plötumeru um 30 plötur sem hægt væri að kalla töku- lagaplötur í víðasta skilningi þess orðs.‘ ANDREA Gylfadóttir söngkona mun fara með hlutverk plöntunnar blóðþyrstu í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á söngleiknum sígilda Litlu hryllingsbúðinni sem frum- sýndur verður í lok febrúar á næsta ári. Söngleikurinn hefur tvívegis verið sýndur á fjölum íslensks leik- húss, fyrst árið 1984 í Íslensku óp- erunni en nú seinast árið 1998 í Borgarleikhúsinu. Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, mun stýra sýningunni en hann segist hafi fundið fyrir mikilli eftirvæntingu fyrir því hver myndi að lokum hreppa hlutverkið. „Það hafa alltaf verið miklar stjörnur í hlutverki Auðar annarrar, en það heitir plantan, og þegar verk- ið var sett upp í Óperunni var það Björgvin Halldórsson sem túlkaði plöntuna og síðar Bubbi Morthens þegar verkið var sýnt í Borgarleik- húsinu. Nú verður það hins vegar Andrea Gylfadóttir sem tekst á við Auði aðra og það mun hún án efa gera mjög vel, enda frábær söng- kona hér á ferð.“ Andrea Gylfadóttir segir að henni lítist mjög vel á hlutverkið. „Þetta verður eflaust mjög skemmtilegt og Litla hryllingsbúðin er skemmtilegt stykki og lögin eru góð. Plantan í sögunni er nokkuð mögnuð og það er svolítið gaman að því að þetta skuli vera kvenplanta sem éti menn.“ Aðspurð hvernig það sé að feta í fótspor stórra söngvara á borð við Björgvin Halldórsson og Bubba Morthens spyr hún á móti og hlær: „Er ég eitthvað minni?“ Með önnur hlutverk í sýningunni fara þau Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Guðjón Daði Karlsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Álfrún Örn- ólfsdóttir, Esther Talia Casey, Ardís Ólöf Idol-stjarna, Þráinn Karlsson og Guðjón Þorsteinn Pálmarsson en tónlistarstjórn verður í höndum Kristjáns Edelstein. Leikhús | Litla hryllingsbúðin frumsýnd á Akureyri í febrúar Morgunblaðið/Kristinn Andrea Gylfadóttir ásamt Þorvaldi Bjarna á tónleikum Todmobile og Sin- fóníuhljómsveitar Íslands. Andrea Gylfa verður plantan blóðþyrsta Forsala á sýninguna hefst í lok jan- úar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.