Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 35 MINNINGAR Mig langar að minn- ast ömmu minnar, Maríu Þorsteinsdótt- ur, því að í dag, 6. desember hefði hún orðið 93 ára gömul. Amma á Eyri var hún gjarnan kölluð og var það sannarlega viðeig- andi því að tengsl hennar við bæinn Eyri í Skötufirði við Ísafjarðardjúp voru sterk. Við fráfall ömmu rifjast upp margar góðar minningar og þá sérstaklega frá þeim stundum sem ég og fjölskylda mín áttum með henni. Það var með ólíkindum hvað gat orðið mikið líf í kotinu þegar gamla konan var komin vestur og búið að skúra út eftir veturinn. Löngu áður en snjóa leysti á Eyri var hún orðin friðlaus og ferðbúin á meðan hún hafði heilsu. Þar ljómaði hún öll. Þegar amma var komin vest- ur fóru gjarnan fleiri að tygja sig, enda vissi það á líf og fjör að fara á Eyri því að margt þurfti að gera: tjarga skektuna, leggja silunganet, smíða kamar, sóthreinsa kabyssu, skjóta svartfugl og gera að sel. Amma vildi gjarnan að sitt fólk léti sjá sig og að eitthvað væri um að vera. Ég held að margir úr fjölskyld- unni eigi líka þá minningu að liggja fram á skektustefni undir áratökum, horfandi í blátæran sjóinn í von um að sjá kola eða marhnút. Þó að nán- MARÍA ÞORSTEINSDÓTTIR ✝ María HerborgÞorsteinsdóttir fæddist í Neðri Mið- vík í Aðalvík 6. des- ember 1912. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 22. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnar- fjarðarkirkju 4. nóv- ember. ast allir bæir í firðin- um væru lagstir í eyði náðum við samt mörg hver að kynnast lífinu eins og það var áður, þegar búið var á hverri eyri og á hverj- um hól, því oft voru rifjaðir upp gamlir tímar. Þau amma og afi bjuggu félagsbúi á Eyri með Guðjóni syni sínum og Jónu Jóns- dóttur konu hans. Þegar búskap var hætt á Eyri fluttu þau til Þorláks- hafnar þar sem þau bjuggu í húsi Sigurðar sonar þeirra. Talsvert æv- intýri var að koma þangað þar sem verbúð var fyrir útgerð Sigurðar var í öðrum enda hússins en íbúðin þeirra í hinum endanum. Þetta hús gekk undir nafninu Eyri og var það vel við hæfi. Eftir að amma varð ekkja bjó hún lengst af í kjallara hjá Þóru dóttur sinni og Kristjáni manninum hennar þar sem þau höfðu útbúið íbúð handa henni. Það hefur verið henni ómet- anlegt að búa þar á meðan hún hafði heilsu til. Það er gott og gagnlegt fyrir okk- ur, afkomendur Maríu Þorsteins- dóttur og Jóns Helgasonar, að fara vestur að Eyri því þar getum við séð þær aðstæður sem þau bjuggu við í Skötufirði. Sumir afkomenda hafa komið sér upp aðstöðu á Eyri þannig að áfram verður farið vestur að njóta bæði fegurðar og kyrrðar sem þar er. Við höfum verið svo lánsöm að kynnast þessum stað og í mínum huga er mikilvægt að halda tengslum við Eyri og minninguna af ömmu. Blessuð sé minning ömmu á Eyri. Sveinn Samúel Steinarsson. land, t.d. þegar við fórum til Vopna- fjarðar sumarið 2004, þá var alveg rosalega gaman hjá okkur. En það sem mér fannst skemmti- legast var þegar við fórum saman í Bláa lónið í ágúst árið 2005 og Gúndi kom með okkur, það var rosalega gaman þá. Þar varstu orðin smá veik og læknarnir sögðu að þú værir með blóðtappa og að það væri mjög lík- lega hægt að laga það. Ég var rosalega hrædd um þig þá og bað fyrir þér á hverju einasta kvöldi, og ég fór oft til þín í heim- sókn með mömmu og pabba. Ég man þegar þér fannst mat- urinn á spítalanum ótrúlega vondur og þú pantaðir þér bara pitsu, snið- ug varstu þá. Svo kom í ljós að þetta var ekki blóðtappi sem þú varst með, heldur var það krabbamein. Þegar ég fékk þá frétt brá mér ofsalega mikið og brast þá í grát. Ég bað oft fyrir þér og fór oft með mömmu í heimsókn til þín. 2. nóvember þá áttirðu 55 ára af- mæli og var það haldið heima hjá mér. Það var gaman og það komu margir vinir þínir og fjölskyldan líka. Svo var talið að það væri komið að lokum en allt í einu hættirðu við að fara. Við mamma komum til þín og þá gastu borðað, talað og hreyft þig, sem var ofsalega gaman, ég grét meira að segja af gleði. Svo var komið að því að þú fórst 26. nóvember. Mamma fór til þín snemma um morguninn og var hjá þér þegar þú fórst frá þessum heimi. Pabbi kom upp til mín um morg- uninn og sagði mér að þú værir far- in, og ég grét og grét. Við pabbi fórum svo til þín og kvöddum þig ásamt fjölskyldunni og vinum, sem var alveg ofsalega erfitt. Mamma fór með mér inn í her- bergið til þín að kveðja þig fyrir fullt og allt, þú varst svo falleg og friðsæl þegar ég sá þig að ég grét og grét. Þú ert uppáhalds frænka mín og munt alltaf vera það. Þú átt mjög stóran stað í hjarta mínu og ég mun aldrei gleyma þér, elsku besta Dag- björt mín. Þín verður sárt saknað, elsku engillinn minn. Láttu þér líða vel þarna uppi, og, Guð, passaðu hana vel. Bjarney Bjarnadóttir. Hún er falleg myndin sem ég á í minningunni af vinkonu minni Dag- björtu Björnsdóttur, þegar hún kom unglingur til Vestmannaeyja til að vinna í fiski. Við vorum á líku reki og tókst með okkur góð vin- átta, sem stóð upp frá því. Hún var þá strax og alltaf síðan einstaklega vel gerð manneskja, trú og traust og alltaf vinur í raun og má segja að hún hafi mest lifað fyrir aðra og reyndist öllum vel og var alla tíð einstaklega hjálpsöm. Dagbjört bjó lengi í Bandaríkj- unum með manni sínum, Wesley S. Kemp, og eignuðust þau tvo syni, Leon og Joe. Eftir að leiðir þeirra skildu flutti Dagbjört aftur heim til Íslands og fékk þá vinátta okkar nýtt líf. Sem fyrr var Dagbjört sannur vinur og reyndist mér bjargvættur þegar dimmviðrið var sem mest í mínu lífi og átti þátt í að mér tókst að þræða rétta braut og ganga til móts við ljósið. Sú skuld verður aldrei að fullu greidd. Dagbjört greindist með krabba- mein í liðnum júlímánuði og fljótt varð ljóst hvert stefndi. Hún tókst á við sjúkdóminn vonda með sama æðruleysi og hugrekki og hún hafði mætt öðru mótlæti í lífi sínu. Reisn, kjarkur og hetjulund fylgdu henni til hinstu stundar. Margir reyndust Dagbjörtu vel á lokakaflanum, einkum sambýlis- maður hennar Guðmundur Sigur- steinsson og synir hennar sem komu frá Bandaríkjunum til að vera hjá móður sinni. Systkini hennar, Einar og Herdís, og Bjarni Alfreðs- son mágur hennar sýndu henni mikla ræktarsemi og elsku og vildu allt fyrir Dagbjörtu gera. Líf okkar verður fyrir miklum áhrifum frá því fólki sem við mæt- um á lífsleiðinni. Dagbjört sýndi með lífi sínu bæði mér og öðrum sem þekktu hana að sönn gleði verður tærust, þegar maður hjálpar náunga sínum. Í mínum huga var Dagbjört ein af hetjum samtímans og í þeirri röð gekk hún ekki aftast, ekki fyrir miðju, hún var heldur ekki næst- fremst. Hún var fánaberi og fór fremst. Ég er þess viss að Dagbjört er líka í fararbroddi á nýjum og betri stað og hefur þegar hafist handa við að hjálpa, gleðja og sinna öðrum – á stað sem hentar henni betur og er henni samboðinn. Vertu sæl, vinkona. Gísli Ásmundsson. Fyrir rúmum fimm árum sátum við fjórar æskuvinkonurnar saman nýkomnar úr jarðarför vinkonu og skólasystur. Nú sitjum við hér þrjár á sama kaffihúsi og minnumst þín, elsku Dallý. Að hafa þekkt þig frá unglings- árum og sumar frá Ísaksskóla var sérlega skemmtilegt enda varst þú litríkur persónuleiki. Alltaf vorum við velkomnar í Þverholtið til þín á unglingsárunum þótt herbergið undir súðinni hafi ekki verið stórt. Stutt var í hlát- urinn enda margt brallað og mikið hlegið að uppátækjum gærdagsins og lagt á ráðin um þann næsta. Fáir hafa lifað jafnlitríka ævi sem þú enda varstu fljót að leggja land undir fót, fyrst til Vestmannaeyja og síðan hinnar stóru Ameríku. Ferðin átti að taka eitt ár, en þau urðu miklu miklu fleiri enda kynnt- ist þú fyrrverandi manni þínum þar, settir upp heimili í Flórída og eign- aðist tvo yndislega og fallega drengi, Leon og Joe. Ógleymanlegar eru heimsóknir þínar til gamla Fróns og var þín beðið með mikilli eftirvæntingu. Okkur leið alltaf eins og við hefðum hist daginn áður þótt Atlantshafið hafi skilið. Frásagnarhæfni þín var svo sannarlega skemmtileg enda komstu víða við, t.d. á fyrstu Wood- stock-hátíðinni og eftir því sem við best vitum varst þú, Dallý, önnur af tveimur Íslendingum sem voru við- staddir þann stórviðburð sögunnar. Ævihlaup þitt væri svo sannarlega efni í eina ef ekki tvær bækur, sem fæstir mundu geta lagt frá sér eftir að lestur væri hafinn. Elsku vinkona, þú áttir stóran vinahóp sem við þekkjum ekki all- an, en ósjaldan minntist þú á Gísla stórvin þinn sem ávallt stóð með þér í blíðu og stríðu og eigi hann bestu þakkir fyrir það. Við vitum fyrir víst að þú hefur endurgoldið þá vináttu. Elsku Dallý, þú verður alltaf í huga okkar sem einstakur vinur, trygglyndi þitt, skemmtilegi hási hláturinn og orðheppni þín enda varstu skörp og mikill bókaormur. Yfir þér hvíldi alltaf mikil ró og æðruleysi og aldrei nokkurn tímann höfum við heyrt þig hallmæla nokk- urri sálu enda hefði það verið langt fyrir neðan virðingu þína. Elsku Leon, Joe, Gúndi og fjöl- skylda. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum guð að styrkja ykkur á þess- um erfiðu tímum sem alltaf. Guð, gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Æðruleysisbænin.) Hvíldu í friði, elsku vinkona. Þínar vinkonur, Helga, Jenný, Lilja. Elsku Dagbjört, eða Dallý eins og þú vildir láta kalla þig. Þú barðist eins og hetja í gegnum lífið og öll þín veikindi, og fjölskylda þín hefur staðið við hlið þér. Þú varst hugur allra manna. Þú varst alltaf tilbúin til þess að hjálpa vinum þínum, sama hvernig þér leið. Við þökkum þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Hún er sem viti lífs á leiðum er logar stillt og rótt, og vegamerki á háum heiðum og himnaljós um nótt. Hún mýkir djúpu mannlífssárin, hún mildar heitu, stríðu sorgartárin, hún glæðir vonir, gefur þrótt og gjörir bjarta dauðans nótt. Ég bið að ég láti vilja minn lúta vilja guðs. Ég bið að ég njóti handleiðslu í dag svo ég viti hvers guð ætlast af mér. Við vottum fjölskyldu þinni og sambýlismanni innilega samúð okk- ar: Sólveig Andrésdóttir og Vigfús Birgisson. Okkur systkinin langar að kveðja þig, elsku Dallý, með nokkrum fá- tæklegum orðum. Þú varst sannur vinur sem hik- laust lagðir lykkju á leið þína til að koma vinum þínum til hjálpar með alla þá hlýju og kærleik sem Guð blessaði þig með og aldrei heyrðum við þig barma þér, þó oft hafi okkur fundist ástæða til. Þú kenndir okkur dýrmæta lexíu sem er: Að við erum öll jafningjar, okkur ber að standa saman og að fegurðin kemur frá hjartanu. Það var sama hvernig vindar lífsins blésu, þá lést þú aldrei neinn svipta þig náungakærleiknum. Þúsund þakkir, elsku Dallý, ljós þitt mun lifa og lýsa og erum við ríkari fyrir. Sendum fjölskyldunni allri sem og vinum innilegustu samúðar- kveðju okkar. Elís Helgi og Jenný. Eiginkona mín, ELÍN SIGURÐARDÓTTIR, er látin. Hún andaðist á Droplaugarstöðum sunnudaginn 4. desember síðastliðinn. Útförin verður auglýst síðar. Stefán Karl Linnet. Elskulegur eiginmaður minn, BENEDIKT BJÖRNSSON vélstjóri, Gnoðarvogi 72, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstu- daginn 9. desember kl. 13.00. Sigrún Hólmgeirsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LEÓ INGVARSSON frá Neðra-Dal, V-Eyjafjöllum, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 29. nóvember, verður jarðsunginn frá Kópavogs- kirkju fimmtudaginn 8. desember kl. 13.00. Elín Leósdóttir, Konráð Guðmundsson, Fjóla Leósdóttir, Guðjón Þorvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sambýlismaður minn og sonur, KARL MARKÚS BENDER, lést á heimili sínu, Freyjugötu 34, Reykjavík, miðvikudaginn 30. nóvember. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 9. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minning- arsjóð hjúkrunarþjónustunnar Karítasar, sími 551 5606. Fyrir hönd aðstandenda, Hrafnhildur Ástþórsdóttir, Elín Sigríður Markúsdóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, systir, amma og langamma, SVAVA SIGRÍÐUR VILBERGSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 68, sem lést á Landspítala Landakoti þriðjudaginn 29. nóvember, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 7. desember kl. 13.00. Njáll Símonarson, Edna S. Njálsdóttir, Berglind M. Njálsdóttir, Ómar Guðmundsson, Ásta V. Njálsdóttir, Jón B. Hlíðberg, Margrét Vilbergsdóttir, Grétar Þorleifsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.