Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „Hrein skemmtun, stanslaust fjör.“ – The Times Spielberg kvikmyndar ARFTAKI HARRY POTTER? PÁLL Hallgrímsson, fyrrverandi sýslumað- ur í Árnessýslu og bæj- arfógeti á Selfossi, lést á laugardaginn var á ní- tugasta og fjórða ald- ursári. Páll var fæddur í Reykhúsum í Hrafna- gilshreppi í Eyjafirði 6. febrúar árið 1912, son- ur Hallgríms Kristins- sonar, fyrrverandi for- stjóra Sambands íslenskra samvinnu- félaga, og konu hans, Maríu Jónsdóttir húsfreyju. Páll varð stúdent frá Menntaskól- anum á Akureyri árið 1931 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands vorið 1936. Að námi loknu starfaði Páll um eins árs skeið hjá Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga við lög- fræðistörf og endurskoðun, en var skipaður sýslumaður í Árnessýslu árið 1937. Hann var síðasti konungs- skipaði sýslumaðurinn hér á landi. Hann gegndi sýslumannsstarfinu óslitið í hálfan fimmta áratug og var einnig bæjarfógeti á Selfossi frá 1978. Honum var veitt lausn frá embætti árið 1982. Þá var hann þingmaður Árnesinga á sumarþingi 1942. Páll gegndi margvís- legum trúnaðarstörf- um um ævina. Hann var í stjórn Kaupfélags Árnesinga um ára- tugaskeið og formaður stjórnar 1960–68. Hann var lengi í stjórn Héraðsdómarafélags Íslands og Sýslu- mannafélags Íslands og formaður um skeið. Þá var hann fyrsti heiðursfélagi Sýslumanna- félagsins og heiðursfélagi í Dómara- félagi Íslands. Páll var einnig í skólanefnd Hér- aðsskólans á Laugarvatni 1959–70 og formaður stjórnar Sjúkrahúss Suðurlands frá 1971–83 og var kjör- inn í yfirkjörstjórn Suðurlandskjör- dæmis. Fyrri kona Páls var Áslaug Þórdís Símonardóttir og eignuðust þau eina dóttur. Þau skildu. Seinni kona Páls var Svava Aðalheiður Steingríms- dóttir. Andlát PÁLL HALLGRÍMSSON STARFSMANNAFÉLAG Reykja- víkurborgar og Efling – stéttarfélag skrifuðu undir nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg rétt fyrir mið- nætti aðfaranótt mánudags í húsa- kynnum ríkissáttasemjara. Síðar um nóttina skrifaðu fulltrúar Kjara- félags Tæknifræðingafélags Íslands einnig undir samning við borgina á svipuðum nótum. Nýundirritaður kjarasamningur er til þriggja ára og með gildistíma frá 1. október sl. til 31. október 2008. Felur samningurinn í sér að upphafs- hækkun launa verði að meðaltali ríf- lega 15%, en hækkunin felst annars vegar í nýrri launatöflu með gildis- tíma frá 1. október og hins vegar nýrri tengingu starfsmats við launa- töflu. Að öðru leyti eru almennar launa- hækkanir á svipuðum nótum og það sem verið hefur að gerast hjá öðrum félögum og samtökum sem samið hafa á síðustu mánuðum. Einnig er í samningnum kveðið á um að framlag Reykjavíkurborgar í fræðslusjóð rúmlega tvöfaldist og fari úr 0,3% í 0,6% frá og með 1. október sl. Talsverð hækkun grunnlauna „Við erum mjög ánægð með samn- inginn. Við vorum mikið að horfa til starfsfólks í umönnunarstörfum og inni á leikskólum og þar var virkilega komið til móts við okkar kröfur,“ seg- ir Harpa Ólafsdóttir, sviðstjóri kjara- mála hjá Eflingu. Bætir hún við að fallist hafi verið á meginkröfu félags- ins um nýja launatöflu, talsverða hækkun upphafslauna auk þess sem framlag borgarinnar til símenntunar hafi verið aukið. „Við erum sátt við niðurstöðuna miðað við allar aðstæður og um- hverfi,“ segir Sjöfn Ingólfsdóttir, for- maður Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar, og bendir á að það marki ákveðin tímamót að þessi tvö stóru félög, þ.e. SR og Efling, skuli skrifa undir nýjan samning samtímis auk þess sem það séu ákveðin nýmæli að samningur sé látinn gilda aftur- virkt, þ.e. frá 1. október þó gamli samningurinn hafi ekki runnið út fyrr en um síðustu mánaðamót. Þess má geta að alls eru um þrjú þúsund fé- lagsmenn í SR og um tvö þúsund í Eflingu, en um helmingur fé- lagsmanna Eflingar starfar á leik- skólum. Að sögn Sjafnar felast í nýja samn- ingnum tveir mikilvægir áfangar. „Annars vegar er stigið ákveðið og afar mikilvægt skref varðandi nýja launatengingu við starfsmatið og hins vegar er um að ræða nýja fram- tíðarsýn hvað varðar starfsþróun ein- stakra félagsmanna og starfsmennt- un félagsmanna er sett í ákveðnari farveg en áður hefur verið,“ segir Sjöfn. Bendir hún á að framundan sé að semja við þau fyrirtæki sem borgin á en rekin eru með öðru sniði, þeirra á meðal eru Orkuveitan, Strætó BS og Faxaflóahafnir. Meirihluti félagsmanna hækkar um sjö launaflokka Að sögn Hörpu er með nýja kjara- samningnum sérstaklega komið til móts við fjölmenna yngri aldurshópa starfsmanna Reykjavíkurborgar, jafnframt því sem aukið fræðslu- sjóðsframlag skilar reyndari starfs- mönnum bættum kjörum. „Þannig var í raun komið til móts við tvo ólíka hópa hjá okkur. Fallist var á launa- kröfu Eflingar með 5 lífaldursþrep- um og 3% á milli þrepa. Þessi launa- tafla er sérstaklega að koma til góða þeim fjölmenna hópi okkar sem er á aldrinum 20–25 ára,“ segir Harpa og bendir á að meirihluti félagsmanna fái sjö launaflokka hækkun. Spurð hvað þessi hækkun þýði í raun nefnir Harpa sem dæmi að 21 árs ófaglærður starfsmaður á leik- skóla með eins árs starfsreynslu sem var áður með rúm 116 þúsund kr. í byrjunarlaun mun samkvæmt nýja kjarasamningnum hækka um tæp 20 þúsund kr. og verða um 136 þúsund kr. Einnig nefnir hún dæmi af 35 ára gömlum leiðbeinanda sem lokið hefur starfstengdum námskeiðum sem var áður með um 143 þúsund kr. í mán- aðarlaun mun með nýja samningnum hækka um tæp 24% og fá greiddar rúmar172 þúsund kr. Harpa bendir á að í samningagerðinni var einnig fall- ist á kröfu Eflingar um tvo viðbót- arlaunaflokka fyrir þá sem hafa fylgt símenntunaráætlun og gildistöku sí- menntunarflokka var flýtt frá því sem nú er. Í samningnum við Eflingu er einn- ig kveðið á um að framlag Reykjavík- urborgar í lífeyrissjóð hækki í 10,25% frá og með 1. janúar 2006 og í 11,5% 1. janúar 2007. Þá muni Reykjavík- urborg áfram greiða 2% í séreignar- sjóð á móti 2% framlagi launamanns. Á næstu dögum verður hafist handa við að kynna samninginn fyrir félagsmönnum og undirbúa skriflega allsherjaratkvæðagreiðslu um hann. Samkvæmt upplýsingum frá Eflingu verður allt kapp lagt á að hraða af- greiðslu samningsins þar sem mikið liggi við að koma þeim launahækk- unum sem í honum felast til fé- lagsmanna sem allra fyrst. Nýr kjarasamningur við Reykjavíkurborg undirritaður Upphafshækkun launa að meðaltali rúm 15% Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞAÐ er afskaplega ánægjulegt að það skuli hafa tekist svo vel til að okkur tókst að ljúka þessu á þess- um tíma. Samningurinn rann út 30. nóvember og við erum nú nánast á deginum með að klára þetta gagn- vart okkar allra stærstu viðsemj- endum,“ segir Birgir Björn Sig- urjónsson, skrifstofustjóri starfsmannaskrifstofu Reykjavík- urborgar, um nýundirritaðan kjarasamning Reykjavíkurborgar við Starfsmannafélag Reykjavík- urborgar, Eflingu og Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands. „Þetta eru þau þrjú félög sem við sömdum við árið 2001 um nýja launakerfið og afar ánægjulegt að þau halda hópinn áfram með al- gjörlega hliðstæða kjarasamninga. Þannig að það var í sjálfu sér af- skaplega ánægjulegt.“ Aðspurður segir Birgir Björn ljóst að nýi kjarasamningurinn feli í sér áþreifanlega hækkun á þeim lægst launuðu umfram alla aðra. „Jafnframt þessu erum við að skapa nýjar forsendur fyrir starfsþróun þessara starfsmanna sem á bæði að gera þá að betri starfsmönnum en líka að leiða til launabreytinga.“ „Afskaplega ánægjulegt“ VERSLUNIN Vísir við Laugaveg fagnaði 90 ára afmæli í gærdag og af því tilefni var viðskiptavin- um boðið upp á lifandi tónlist og veitingar. Þórir Sigurbjörnsson, eigandi Vísis, sem rekið hefur verslunina frá árinu 1959 var ánægður með afmælisdaginn og sagði nokkur hundruð manns hafa litið við. Það voru Guðmundur Ásgeirs- son og Sigurbjörn Þorkelsson sem stofnuðu Vísi árið 1915 og ráka verslunina saman þar til árið 1943 er hún var seld til Sigurbjarnar Björnssonar. Sigurbjörn stóð bak- við búðarborðið þar til hann féll frá árið 1957 en þá tók fjölskylda hans við rekstrinum áður en Þór- ir, sonur hans, tók alfarið við tveimur árum síðar. Þórir eign- aðist verslunina árið 1974. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vísir fagnar 90 ára afmæli FULLTRÚAR í samráðsnefnd um tillögur að staðarvali fyrir álver á Norðurlandi, samkvæmt samningi íslenskra stjórnvalda og Alcoa, voru nýverið á ferð í Kanada til að skoða álver Alcoa í Quebec-fylki. Andrés Svanbjörnsson, fulltrúi iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins í nefndinni, tjáði Morgunblaðinu að fram undan væri enn frekari úrvinnsla nefndarinnar á mögu- legum stað fyrir 250 þúsund tonna álver. Býst hann við að skýrslu um staðarval verði lokið í árslok en ákvörðun um stað verði vart tekin fyrr en með vorinu og fram undan segir hann ýmsa fundi til að kynna málið frekar. Í nefndinni sitja fulltrúar sveit- arfélaga í Skagafirði, Eyjafirði og á Húsavík, fulltrúi iðnaðar- og við- skiptaráðuneytisins og fulltrúi Al- coa og með í för voru einnig fleiri sveitarstjórnarmenn frá þessum byggðarlögum til að kynna sér málið. Andrés segir ráðgert að kynna stöðu mála fyrir sveitar- stjórnarmönnum í hverju héraði eftir áramót, trúlega í lok janúar. Í framhaldi af því sé hugsanlegt að haldnir verði borgarafundir í við- komandi byggðum þar sem mögu- leg staðsetning álversins verði kynnt íbúum. Andrés segir að þótt samráðs- nefndin ljúki starfi sínu 1. mars næstkomandi, eins og áskilið sé, muni enn líða nokkur tími til ákvörðunar þar sem Alcoa þurfi að huga að orkuöflun og ýmsum öðr- um atriðum er snerti staðarvalið. Staðsetning álvers ákveðin næsta vor Á FUNDI framkvæmdastjórnar Samfylkingar í gær var samþykkt að ráða Skúla Helgason sem fram- kvæmdastjóra frá og með næstu áramót- um. Skúli lauk MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Minnesotahá- skóla í maí 2005 og B.A.-prófi í stjórnmála- fræði frá Há- skóla Íslands vor- ið 1994. Hann var útgáfustjóri Eddu-miðlunar og útgáfu 2001 til 2003 og framkvæmdastjóri inn- lendra verkefna hjá Reykjavík Menningarborg Evrópu árið 2000. Skúli hefur setið í stjórn Nýsköp- unarsjóðs námsmanna, Félagsstofn- unar stúdenta, Háskólabíós og Holl- vinasamtaka Háskóla Íslands. Hann var verkefnisstjóri í kosningabar- áttu Reykjavíkurlistans vorið 1994 og aftur 2002 og tók þátt í kosninga- baráttu Samfylkingarinnar vorið 2003. Hann er kvæntur Önnu Lind Pét- ursdóttir og eiga þau þrjá syni. Ráðinn fram- kvæmdastjóri Samfylkingar Skúli Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.