Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. KARLMAÐUR á sextugsaldri fórst í eldsvoða á Ísafirði í gær þegar eldur kom upp í tvíbýlishúsi við Aðalstræti 25. Eldsupptök eru í rannsókn hjá lögreglunni á Ísafirði. Þegar eldsvoðinn var tilkynntur kl. 15:49 og slökkviliðið á Ísafirði mætti á vettvang með allt sitt lið var töluverður eldur í húsinu. Þrátt fyrir það tókst slökkviliðs- mönnum fljótlega að ná tökum á eldinum. Að sögn Þorbjörns Sveinssonar slökkviliðs- stjóra voru 20 slökkviliðsmenn sendir á staðinn. Þegar að var komið logaði mikill eldur á neðri hæð hússins í herbergi fjær götunni. Reykkaf- arar voru sendir inn í íbúðina og fundu þar íbú- ann látinn í herberginu. Eldur hafði þá brotið sér leið milli þilja og farið upp á efri hæð hússins með þeim afleið- ingum að rjúfa varð þiljur til að ná tökum á hon- um. Slökkvistarfið stóð yfir í tvær klukkustund- ir og var vakt höfð við húsið fram eftir kvöldi í gær. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Slökkviliðinu tókst fljótlega að ná tökum á eld- inum og slökkti hann á tveimur tímum. Karlmaður fórst í eldsvoða á Ísafirði LÖGREGLUNNI á Akureyri barst í gær niðurstaða úr þvag- prufu 12 ára drengs frá föður hans þar sem í ljós kom að drengurinn hafði neytt kannab- isefna og bensodiazepin, sem er svefn- og taugalyf. Daníel Snorrason lögreglufulltrúi segir föðurinn hafa grunað son sinn um eitthvað misjafnt, taldi hann vera í slæmum félagsskap og fékk hann því til að taka þvag- prufu. Því miður staðfesti nið- urstaða þvagprufunnar áhyggjur föðurins. Máli drengsins verður komið áfram til barnavernd- arnefndar og skólayfirvalda. Daníel segir þetta tvímæla- laust vera þann yngsta sem hann hafi heyrt um að væri í fíkniefn- um en svo virðist sem aldur neyt- enda sé að lækka. „Forvarn- arfulltrúinn okkar, sem er í nánum tengslum við skóla og foreldra, hefur verið að heyra orðróm þess efnis að fíkniefna- neyslan sé að færast niður í þennan aldurshóp, fjórtán og jafnvel þrettán ára,“ segir Daníel en lögreglan á Akureyri lagði hald á 1,5 kíló af fíkniefnum um liðna helgi í tveimur aðskildum málum. „Fyrir utan það fékk ég upp- lýsingar um að það væru sölu- menn að bjóða þetta ungum börnum efni og jafnvel að bjóða það frítt til að byrja með,“ segir Daníel og lýsir yfir þungum áhyggjum sínum af þessari þró- un. Hann segir þessar fréttir gefa tilefni til þess að höndum verði tekið saman og barist gegn þess- ari þróun. „Þetta er nokkuð sem ekki er hægt að sætta sig við. Foreldrar sérstaklega verða að vera á varðbergi og fylgjast með börnum sínum. Ef grunur vaknar er hægt að leita til lögreglunnar, skólayfirvalda eða barnavernd- arnefndar,“ segir Daníel og bætir við að einnig sé hægt að kaupa þvagprufur í lyfjaverslunum. Færði lögreglunni á Akureyri niðurstöðu úr þvagprufu 12 ára sonar síns Hafði neytt kannabisefna og svefn- og taugalyfja Eftir Andra Karl andri@mbl.is RÍKISÚTVARPIÐ verður hluta- félagavætt, samkvæmt nýju frum- varpi menntamálaráðherra sem þingflokkar stjórnarflokkanna samþykktu fyrir sitt leyti í gær. Gert er ráð fyrir að ríkið eigi allt hlutafé í Ríkisútvarpinu hf. og að sala félagsins eða eignarhluta þess, svo og slit félagsins, verði óheimil. Menntamálaráðherra á að fara með eignarhlut ríkisins í fé- laginu. Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að til- ekki til sölu. Einn þingmaður flokksins, Kristinn H. Gunnarsson, gerði fyrirvara við samþykkt þess. Hann vill vera viss um að Ríkisút- varpið verði ekki einkavætt. Páll Magnússon útvarpsstjóri segist treysta því að Alþingi og rík- isstjórn gefi nýju hlutafélagi annan heimanmund en neikvæða eigin- fjárstöðu frá fyrsta degi. Hann segir að heildarskuldir stofnunar- innar séu um 5 milljarðar króna og að nærri helmingur sé lífeyris- skuldbindingar. Að öðru leyti fagni hann frumvarpinu. staðinn komi stjórn Ríkisútvarps- ins hf., sem kjörin verður hlut- bundinni kosningu á Alþingi. Stjórnin á m.a. að ráða útvarps- stjóra, en aðrar mannaráðningar verða í höndum útvarpsstjóra. Hann verður æðsti stjórnandi Rík- isútvarpsins hf. Nokkuð góður einhugur Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, segir að nokkuð góður einhugur ríki innan þingflokksins um frum- varpið. Hann segir skipta miklu máli að í frumvarpinu sé kveðið skýrt á um það að Ríkisútvarpið sé gangurinn með hlutafélagavæð- ingunni sé sá að auka rekstrarhag- ræði, skilvirkni og snerpu Ríkisútvarpsins. Hún segir sömu- leiðis aðspurð að það sé algjörlega skýrt af hálfu beggja stjórnar- flokkanna að ekki eigi að selja Rík- isútvarpið. Í frumvarpinu er, eins og í fyrra frumvarpi um Ríkisútvarpið, gert ráð fyrir því að reksturinn verði m.a. fjármagnaður með nefskatti í stað afnotagjalda. Gert er ráð fyrir því að sá skattur verði innheimtur frá og með 1. janúar 2008. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir því að útvarpsráð verði lagt niður og að í Sala á RÚV óheimil sam- kvæmt nýju frumvarpi Eftir Örnu Schram og Örlyg Stein Sigurjónsson  Ríkisútvarpið | 10 Mývatnssveit | Jólasveinarnir eru komnir á kreik í Dimmuborgum og reyndar voru þeir á ferð um alla sveit um helgina, meðal ann- ars þeir öldnu fjallabræður Kertasníkir og Stúfur, synir þeirra skötuhjóna Grýlu og Leppalúða. Jólasveinar fjölmennir Morgunblaðið/Birkir Fanndal KRISTJÁN Loftsson, stjórnarformaður Fisk- veiðihlutafélagsins Venusar, er ósáttur við þá niðurstöðu yfirtökunefndar Kauphallar Íslands, að félaginu sé skylt að gera yfirtökutilboð til annarra hluthafa í Hampiðjunni. Telur hann nefndina vera „andvana fædda“. Niðurstaða yfirtökunefndar er til komin vegna aukningar Venusar á hlutafjáreign sinni í Hampiðjunni úr 9,9% í 12,55%, sem tilkynnt var 18. nóvember síðastliðinn. Telur nefndin að við þá aukningu hafi hlutur Venusar og tengdra að- ila í Hampiðjunni farið yfir 45% af heildar- hlutafé félagsins, eða í 45,65%. Kristján segir að Venus hefði aldrei keypt eins stóran hlut í Hampiðjunni og raun varð á ef legið hefði fyrir með hvaða hætti yfirtökunefnd tekur tillit til lítilla eignarhluta tveggja systra Árna Vilhjálmssonar, stjórnarmanns í Hampiðj- unni, og fleiri félaga. | 14 Telur yfirtöku- nefndina „and- vana fædda“ NÝJASTA skáldsaga Árna Þórarinssonar, Tími nornarinnar, kemur út í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi næsta haust en útgefandi hennar hérlendis, JPV út- gáfa, gekk um helgina frá samningum við forlög í þess- um löndum. Þetta er önnur bók Árna sem seld er utan en Nóttin hefur þúsund augu var seld til Danmerkur og Þýskalands á sínum tíma. Að sögn Jóhanns Páls Valdimarssonar hjá JPV út- gáfu hafa útgefendur víða um heim verið með bókina til skoðunar síðustu vikur. Fleiri samningar við útgefendur eru á viðræðustigi og frétta að vænta af þeim á næst- unni, segir Jóhann Páll. | 29 Tími nornar- innar til Norð- urlandanna Árni Þórarinsson EIGNARHLUTUR Straums-Burðaráss Fjár- festingabanka hf. í finnska flugfélaginu Finna- ir er orðinn 10,7% eftir kaup á 1% hlut í félag- inu í gær. Heildarfjárfestingar félagsins í Finnair nema um átta milljörðum króna. Samkvæmt upplýsingum sem Finnair sendi frá sér í gær hefur Straumur-Burðarás aukið hlut sinn úr 8,7% frá því í október í 10,7% með kaupunum nú. Finnska ríkið á 57% hlut í félag- inu sem flýgur til 40 áfangastaða um heim all- an auk annarra leiða innanlands. Spurður um viðskiptin sagði Þórður Már Jóhannesson, for- stjóri Straums-Burðaráss, að Finnair væri álit- legur fjárfestingakostur. „Það hefur gengið mjög vel hjá þeim að undanförnu og við lítum á þetta sem góða fjárfestingu fyrir bankann,“ sagði hann. „Félagið hefur skilað okkur góðum arði hingað til og við erum bjartsýnir vegna fjárfestingar í félaginu.“ Straumur- Burðarás með 10,7% í Finnair ♦♦♦ MAÐURINN sem úrskurðaður hafði verið í gæsluvarðhald vegna líkamsárásar á Lauga- vegi aðfaranótt laugardags játaði í gær þær sakir sem á hann eru bornar. Hörður Jóhann- esson, yfirlögregluþjónn, segir að málið liggi ljóst fyrir og því hafi ekki verið þörf á að halda manninum lengur, en maðurinn hafði verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 7. desember. Maðurinn sem varð fyrir árásinni lá meðvit- undarlaus í öndunarvél á gjörgæsludeild Land- spítalans í Fossvogi þangað til í gær. Er hann á hægum batavegi að sögn vakthafandi læknis og laus úr öndunarvél. Játaði líkamsárás

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.