Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF YFIRTÖKUNEFND Kauphallar Íslands telur að Fiskveiðihlutafélag- inu Venusi sé skylt að gera yfirtöku- tilboð til annarra hluthafa í Hampiðj- unni vegna aukningar á hluta- fjáreign í félaginu sem tilkynnt var 18. nóvember síðastliðinn. Þetta stafi af því að hlutur Venus- ar og tengdra að- ila í Hampiðjunni sé kominn yfir 45% af heildar- hlutafé félagsins, eða í 45,65%. Kristján Lofts- son, stjórnarformaður Venusar og stjórnarmaður í Hampiðjunni, segist ósáttur við niðurstöðu yfirtöku- nefndar. Yfirtökunefnd „andvana fædd“ Í tilkynningu til Kauphallar Íslands í gær kom fram, eftir að yfirtökunefnd hafði greint frá sinni niðurstöðu, að Venus hefði selt um 0,7% hlut í Hampiðjunni. Við það fór eignarhlutur Venusar og tengdra aðila undir 45% markið. Kristján sagði frekari sölu ekki á döfinni. Kristján sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að Venus hefði aldrei keypt eins stóran hlut í Hampiðjunni og raun varð á, eða tæp 2,7%, ef legið hefði fyrir með hvaða hætti yfirtöku- nefnd tekur tillit til lítilla eignarhluta tveggja systra Árna Vilhjálmssonar, stjórnarmanns í Hampiðjunni, en Kristín Vilhjálmsdóttir á um 0,52% hlut, og Sigríður Vilhjálmsdóttir á 0,31%. Kristján sagði það ekki vera ætlun Venusar að leggja fram yfir- tökutilboð í Hampiðjuna. Það verði ekki gert nema að undangengnum einhvers konar dómi. Kristján bætti við að hann teldi yfirtökunefnd „and- vana fædda“. Sameiginlegur hlutur tæp 45% Í tilkynningu frá yfirtökunefnd til Kauphallar Íslands segir að nefndin hafi litið svo á, að Vogun, Venus og Árni Vilhjálmsson væru tengdir að- ilar og færu saman með 41,84% hlutafjár í félaginu. Auk þess sé Kristján Loftsson tengdur aðili, en hann á sjálfur 0,33% hlutafjár í Hampiðjunni. Samtals hafi þessir tengdu aðilar farið með 42,17% hlutafjár í félaginu. Eftir kaupin þann 18. nóvember var hlutur þessara fjögurra tengdu aðila í Hampiðjunni kominn upp í 44,83%. Yfirtökunefnd telur að ákvæði til bráðabirgða í lögum um verðbréfaviðskipti eigi við um þessa aðila, en samkvæmt ákvæðinu myndast yfirtökuskylda við 45% eignarhlut. Skylt að gera yfirtöku- tilboð í Hampiðjuna  Venus seldi strax í gær og er undir mörkum um yfirtökuskyldu  Stjórnarformaður Venusar gagnrýnir yfirtökunefnd Morgunblaðið/Golli Hampiðjan Starfsmenn Hampiðjunnar halda áfram að hnýta þótt yfirtöku- nefnd Kauphallar hafi skilað sinni álitsgerð um hlutabréfakaup eigendanna.Kristján Loftsson ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI IMG hefur keypt ráðgjafarfyrirtæk- ið KPMG Advisory, dótturfélag KPMG endurskoðunarskrifstofunn- ar í Danmörku, í samvinnu við stjórnendur og lykilstarfsmenn danska fyrirtækisins. Með þessum kaupum tvöfaldast ársvelta IMG, verður hátt í 2,5 milljarðar króna, og starfsmenn samstæðunnar verða 200 í tveimur löndum, þar af 85 í Danmörku. Félagið hefur fyrirætl- anir um frekari útfærslu starfsem- innar og áframhaldandi vöxt á Norð- urlandamarkaði. Gengið var frá samningum í Kaupmannahöfn í gær og í tilkynn- ingu frá IMG segir að þetta sé í fyrsta sinn sem íslenskt ráðgjafar- fyrirtæki hasli sér völl erlendis með þessum hætti. „Við erum sérlega ánægð með þessi viðskipti. Þau koma til með að skila okkur góðu búi og tækifærin til verkefna í Danmörku eru mikil,“ segir Skúli Gunnsteinsson, forstjóri IMG, við Morgunblaðið, en hann bendir á að KPMG hafi haft um 50% markaðshlutdeild í Danmörku. Nafn KPMG verður þó ekki notað, heldur nýtt nafn fundið á sameinað félag. Í tilkynningu IMG segir að ástæða þess að KPMG selji ráðgjaf- arfyrirtækið sé stefna KPMG og fleiri alþjóðlegra endurskoðunarfyr- irtækja að draga sig að mestu út úr ráðgjafarstarfsemi. Þetta er þriðja sameiningin sem IMG á aðild að þar sem þannig háttar til. IMG Ráðgjöf varð til eftir sameiningu IMG við KPMG ráðgjöf á Íslandi, en áður hafði ráðgjafararmur IMG samein- ast ráðgjafareiningu Deloitte hér- lendis. IMG var stofnað 1990 og er stærsta rannsóknar- og ráðgjfarfyr- irtæki landsins. Breytt framkvæmdastjórn Bjarni Snæbjörn Jónsson verður framkvæmdastjóri danska ráðgjaf- arfyrirtækisins og mun Ragnar Þór- ir Guðgeirsson í kjölfarið taka við framkvæmdastjórn IMG Ráðgjafar á Íslandi. Íslandsbanki veitti ráðgjöf varð- andi kaupin og sá um fjármögnun. Kaupverðið á KPMG Advisory er sagt trúnaðarmál, en Skúli segir þetta vera í alla staði góða fjárfest- ingu fyrir IMG. Danska fyrirtækið hafi frá upphafi skilað góðri afkomu. IMG kaupir danskt ráðgjafarfyrirtæki Ráðgjafar Stjórn sameinaðs félags í Kaupmannahöfn í gær, f.v. Niels Arildsen fjármálastjóri, Bjarni Snæbjörn Jónsson, Jacob Holm aðstoðar- framkvæmdastjóri, Ragnar Þórir Guðgeirsson, Per Krag stjórnarmaður og Skúli Gunnsteinsson, forstjóri IMG. Á myndina vantar Henrik Bang.                !  "# #   !"!  #$  # " %& '!$%  #!(#   !" ##"$!        !"   #   $ %&  ' !%& (%  )*(%   +, %" %  +"%  #%& (% ' !%&  -.!  /'  /01*2 32(%  4   % & '($    0* ' !%&  $0 *3%   5.!%&    -     %  67.3  8" (9%  :; !%  :.!.0 <="" %"0 * * %  > %% ! * %  )$&*   + .!& ?=33*  /!2@!" /*!%&   ,$ 5A?B /C*  *  .*      1  1       1     1 1 1 1 1 1  .= %" 2 = *  .* 1 1  1 1 1  1 1 1 1 1 1 1 1 1 1  1 D 1 E 1 D  E 1 D  E 1 D  E D  E D  E D  E 1 D  E D  E D  E 1 1 D  E D 1 E 1 D  E 1 1 1 1 1 D  E $. !& *   &" % < !(* C ! &" F + /!      1             1    1  1 1 1 1 1                                       > *   C ,9   <$ G "%!  3!& *     1       1    1 1 1 1 1 1  STJÓRN Hampiðjunnar hefur óskað eftir því að hlutabréf fé- lagsins verði afskráð af Að- allista Kauphallar Íslands í lok dags 30. júní 2006. Jafnframt hefur stjórn Hampiðjunnar ósk- að eftir því við Kauphöllina að viðskipti með hlutabréf félags- ins hefjist mánudaginn 3. júlí 2006 á nýjum hlutabréfamark- aði, svonefndu Fjármálatorgi, sem Kauphöllin hefur kynnt og hyggst hefja starfrækslu á í desember. Fram kemur í til- kynningu til Kauphallar í gær að fjöldi hluthafa í Hampiðjunni sé kominn niður fyrir það lág- mark, sem gerð er krafa um í reglum fyrir útgefendur verð- bréfa. Hinn 1. desember síðast- liðinn var heildarfjöldi hluthafa 275 en þar af voru almennir hluthafar taldir vera 268, sem er 32 undir lágmarki. Hampiðjan af Aðallista um mitt næsta ár ● DANSKI bankinn Jyske Bank mælir ekki með kaupum á íslensk- um skuldabréfum að svo stöddu þar sem sérfræðingar bankans eiga von á því að stýrivextir hér á landi muni hækka enn frekar. Þá myndi ávöxtun skuldabréfa hækka enn meira og því mælir bankinn með að fjárfestar sýni þolinmæði, kaupi skuldabréf þegar frekari stýrivaxtahækkanir líta dagsins ljós. Erlend skuldabréfaútgáfa í ís- lenskum krónum er nú komin upp í tæplega 127 milljarða króna og verður fjallað um hana í málstofu Seðlabanka Íslands í dag klukkan 15 í salnum Sölvhóli. Fyrirlestur flytur Þorvarður Tjörvi Ólafsson hagfræðingur. Jyske Bank um ís- lensk skuldabréf ● HLUTABRÉF hækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvals- vísitalan hækkaði um 0,75% og end- aði í 5163,66 stigum. Bréf FL Group hækkuðu mest eða um 2,5% og bréf KB banka hækkuðu um 1,07%. Hlutabréf Hampiðjunnar lækkuðu um 4,44% og bréf Bakkavarar um 0,6%. Viðskipti með hlutabréf námu um 2,7 milljörðum króna, þar af 975 milljónir með bréf KB banka og 686 milljónir með bréf FL Group. Hlutabréf hækka ● STRAUMUR Burðarás Fjárfest- ingabanki jók hlut sinni í Finnair í gær um tæp 2% og á þá eftir kaupin um 10,74% hlut í finnska flugfélag- inu. Kaupin voru tilkynnt í Kauphöll- inni í Stokkhólmi. Markaðsverð hlut- arins var 11,75 evrur í gær og miðað við það var kaupverðið um 1,5 millj- arðar íslenskra króna. Samtals er hlutur Straums Burðaráss í Finnair metinn á tæpa 8,3 milljarða miðað við markaðsverð. Finnska ríkið á um 57,21% í Finnair. Straumur Burðarás eykur hlut sinn í Finnair ● ÖLL tilskilin leyfi varðandi Kaup Actavis Group á Higia AD, einu stærsta lyfjadreifingarfyrirtæki í Búlgaríu, hafa verið samþykkt og er félagið nú að fullu í eigu Actavis. Kaupverð er trúnaðarmál en kaupin eru fjármögnuð með langtímaláni. Kaupum Actavis á Higia lokið 6 &H /I:    </? 8 J    A A K-J  K-J +% 6 .      5A?J 8L )%.    

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.