Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 16
UPPLAUSNARÁSTAND ríkti í
réttarsalnum þegar Saddam Huss-
ein, fyrrverandi forseti Íraks, kom
fyrir dómara í Bagdad í gær í
þriðja skipti. Voru verjendur Sadd-
ams allt annað en ánægðir með þá
ákvörðun dómara að meina þeim að
ávarpa réttinn en þeir hugðust lýsa
þeirri skoðun að réttarhöldin væru
ólögleg. Settu frammíköll sakborn-
inga, þ.á m. Saddams sjálfs, mikinn
svip á réttarhöldin í gær.
Mohammed Rizkar Amin dóms-
forseti úrskurðaði við upphaf rétt-
arhaldanna að verjendur fengju
ekki að ávarpa réttinn án þess að
hafa lagt fram skriflega ósk þar að
lútandi. Reiddust sakborningarnir
þessu ákaflega – en auk Saddams
sæta sjö nánir samverkamenn hans
ákæru vegna fjöldamorða í bænum
Dujail árið 1982 – og segir í frétt
BBC að á tímabili hafi allir hrópað
á alla, verjendur hafi hrópað á dóm-
arann, dómarinn svarað í sömu
mynt og aðalsakborningurinn,
Saddam Hussein, hafi síðan verið
með framíköll úr horni sakborning-
anna.
Þegar verjendur hótuðu að ganga
á dyr sagðist dómarinn munu skipa
aðra verjendur í stað þeirra og
hrópaði Saddam þá: „Við munum
ekki sætta okkur við að fulltrúar
stjórnvalda verji okkur, þeir eru
leikbrúður Bandaríkjamanna.“
Barzan al-Tikriti, hálfbróðir
Saddams, stóð ennfremur upp úr
sæti sínu, að því er fram kom í frétt
BBC, og hrópaði: „Lengi lifi Írak!
Lengi lifi arabar! Niður með ein-
ræðisherranna! Lengi lifi lýðræð-
ið!“
Verjendur njóti verndar
Amin dómari ákvað eftir að níu-
tíu mínútna hlé hafði verið gert á
réttarhöldunum að leyfa verjendum
Saddams að ávarpa dóminn og
sagði Ramsey
Clark, fyrrver-
andi dómsmála-
ráðherra Banda-
ríkjanna, þá m.a.
að öllu máli
skipti að sann-
girni einkenndi
þessi réttarhöld.
Sagði Clark, sem
er í hópi verj-
enda Saddams, nauðsynlegt að
tryggja öryggi lögmanna Saddams
betur en tveir úr þeirra röðum hafa
verið ráðnir af dögum.
Najib al-Nueimi, fyrrverandi
dómsmálaráðherra í Katar sem
einnig er meðal verjenda Saddams,
lýsti hins vegar efasemdum um að
réttarhöldin væru lögleg.
Gert er ráð fyrir að tíu vitni verði
leidd fram til að lýsa fjöldamorðinu
á 148 sjítum í Dujail árið 1982.
Munu flest þeirra njóta leyndar, en
þau ku óttast um líf sitt.
Hræðist ekki aftöku
Fyrsta vitnið sem kom fyrir dóm-
inn í gær, Ahmed Mohammed
Hassan al-Dujaili, lét slíkar áhyggj-
ur hins vegar ekki hafa áhrif á sig.
Lýsti hann því er nágrannar hans
voru myrtir og bróðir hans pynt-
aður. Sagðist hann m.a. hafa séð
Barzan, hálfbróður Saddams, og
Tahya Yassin Ramadan, fyrrver-
andi varaforseta Íraks, í Dujail
þennan örlagaríka dag. Saddam
sjálfan hefði hann séð í Hakimiya-
fangelsi í Bagdad, þangað sem hann
og fimm hundruð aðrir voru fluttir,
og hefði Saddam barið 15 ára gaml-
an dreng í höfuðið með öskubakka.
Saddam og aðrir sakborningar
neita öllum ákærum í málinu. For-
setinn fyrrverandi gæti átt yfir
höfði sér líflátsdóm en hann kvaðst
í gær ekki hræðast þau örlög. „Ég
stend ekki hér fyrir sjálfan mig, ég
stend hér í þágu Íraks. Ég er ekki
að verja sjálfan mig, ég er að verja
ykkur, landa mína,“ sagði hann.
Hróp og
köll í rétt-
arsalnum
Ringulreið setti svip sinn á réttar-
höldin yfir Saddam Hussein í gær
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
Saddam Hussein
16 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FLOKKAR, sem styðja Hugo Chav-
ez, forseta Suður-Ameríkuríkisins
Venesúela, hafa náð yfirburðastöðu á
þingi landsins eftir þingkosningarnar
á sunnudag. Þetta hefur í för með sér
að Chavez getur nú hert tök sín um
valdataumana í landinu og breytt
stjórnarskrá þess til að tryggja stöðu
sína enn frekar.
Talsmenn flokka, sem styðja for-
setann, sögðu í gær að frambjóðendur
þeirra hefðu unnið öll 167 sætin, sem
tekist var á um í kosningunum. Fimm
helstu flokkar
stjórnarandstöð-
unnar neituðu að
taka þátt í kosn-
ingunum á þeim
forsendum að þær
væru hvorki
frjálsar né leyni-
legar. Kjörsókn
var afleit; einung-
is um fjórðungur
þeirra 12 milljóna manna, sem á kjör-
skrá voru, nýtti sér atkvæðisréttinn.
William Lara, formaður Hreyfing-
ar fimmta lýðveldisins („Movimiento
Quinta República“), flokks Chavez,
sagði að flokkar samsteypustjórnar-
innar, sem nú fer með völdin, hefðu
unnið öll þingsætin. Þau eru 167 að
tölu en þing Venesúela starfar í einni
málstofu. Kvað hann MVR-flokk for-
setans hafa fengið 114 menn kjörna
en stuðningsflokkar afganginn.
„75,13% sátu heima“
Talsmenn stjórnarandstöðunnar
lögðu áherslu á dræma kjörsókn og
kváðu hana til marks um að alþýða
manna hefði orðið við því ákalli að
hundsa kosningarnar. Ljóst væri að
nýkjörið þing endurspeglaði á engan
veg vilja og afstöðu þjóðarinnar þó
svo að strangt til tekið teldust kosn-
ingarnar löglegar.
Þessi afstaða var áberandi í þeim
fjölmiðlum, sem hlynntir eru stjórn-
arandstöðunni. Þannig lagði dagblað-
ið El Nacional áherslu á lélega kjör-
sókn. „75,13% sátu heima“ sagði í
aðalfyrirsögn blaðsins í gær. Oswaldo
Alvarez Paz, leiðtogi Þjóðarbanda-
lagsins, („Alianza Popular“) sagði
þetta sögulega niðurstöðu í samtali
við dagblaðið La Hora. „Sú goðsögn
að Chavez sé ósigrandi hefur verið
borin til grafar,“ sagði Alvarez Paz.
Þetta er í fyrsta skiptið í 46 ár sem
stjórnarandstaða sniðgengur kosn-
ingar í Venesúela. Þá ákvörðun lagði
Chavez að jöfnu við „skemmdarverk“
og kvað þjóðir heims vita að „raun-
verulegt lýðræði“ hefði verið innleitt í
Venesúela. Jorge Rodriguez, formað-
ur kjörstjórnar, kvað miklar rigning-
ar víða um land hafa orðið til þess að
minnka kjörsókn.
Nú þegar flokkar hliðhollir forset-
anum hafa tekið öll völd á þingi Vene-
súela þykir sýnt að Chavez geti breytt
stjórnarskránni. Hún kveður m.a. á
um að kjörtímabil forseta megi ekki
vera fleiri en tvö en forseti er kjörinn
til sex ára í senn. Chavez hyggst leita
eftir endurkjöri í desember á næsta
ári og þykir líklegt að hann fái stuðn-
ingsmenn sína á þingi til að beita sér
fyrir stjórnarskrárbreytingu í því
augnamiði að fjölga kjörtímabilum
forsetans eftir árið 2012.
Stuðningsmenn
Chavez allsráðandi
Aðeins fjórðungur notaði atkvæðisréttinn í Venesúela
Eftir Ásgeir Sverrisson
asv@mbl.is
FIMM Ísraelar biðu bana og fjöl-
margir til viðbótar særðust þegar
ungur Palestínumaður sprengdi
sjálfan sig í loft upp við inngang að
verslunarmiðstöð í bænum Net-
anya, norðarlega í Ísrael, í gær.
Fimm manns biðu einnig bana í til-
ræði á þessum sama stað í júlí sl.
Á myndinni má sjá sjúkraliða
veita ísraelskri konu aðhlynningu
eftir tilræðið.
Lögreglan í Netanya sagði að
maðurinn hefði verið stöðvaður við
inngang verslunarmiðstöðvarinnar
og þá sprengt sig með fyrr-
greindum afleiðingum.
Samtökin Heilagt stríð hafa lýst
ábyrgð á ódæðinu í gær á hendur
sér. Óttast er að tilræðið í gær
skaði friðarferlið í Mið-Aust-
urlöndum og fordæmdi Mahmoud
Abbas, forseti Palestínumanna,
ódæðisverkið. Hann hét því að hafa
hendur í hári forvígismanna þess.Reuters
Fimm biðu
bana í
sjálfs-
morðsárás
Reuters
Barist gegn fuglaflensu
MENN óttast nú að fuglaflensa
breiðist hratt út í suðaustanverðri
Evrópu, hér brenna menn fuglahræ
í Nekrasovka í Úkraínu. Þar hefur
verið lýst yfir neyðarástandi og
byrjað er að slátra alifuglum eftir
fannst í sýnum úr dauðum alifugl-
um sem drápust í öðru þorpinu,
Crisan. Var beðið eftir niðurstöðum
rannsóknar en óttast að um væri að
ræða afbrigði sem banað hefur
fólki í Asíu.
að tugir fugla á Krímskaga dráp-
ust, sennilega úr fuglaflensu. Vík-
tor Jústsénkó forseti vill að yf-
irdýralæknir landsins verði rekinn.
Tvö þorp í Rúmeníu voru sett í
sóttkví í gær eftir að fuglaflensa
Hugo Chavez
Vín. AFP. | Fulltrúar Sameinuðu
þjóðanna hófu í gær að yfirheyra
fimm háttsetta embættismenn frá
Sýrlandi vegna rannsóknar á morð-
inu á líbanska stjórnmálaleiðtogan-
um Rafik Hariri í febrúar. Yfir-
heyrslurnar fara fram í Vín í
Austurríki.
Rannsóknarnefnd á vegum SÞ
undir forystu þýska dómarans Detl-
ev Mehlis komst nýlega að þeirri
niðurstöðu að sýrlenskir embætt-
ismenn hefðu átt aðild að tilræðinu
gegn Hariri. Hann hafði snúist
gegn Sýrlendingum sem höfðu í
reynd ráðið lögum og lofum í
grannlandinu í mörg ár með aðstoð
hernámsliðs og innlendra meðreið-
arsveina.
Sýrlensk stjórnvöld hafa vísað
eindregið á bug öllum ásökunum
um aðild að tilræðinu. Sagði Bashar
al-Assad Sýrlandsforseti í gær að
rannsóknarnefnd SÞ myndi vænt-
anlega „leiðrétta mistök sín“.
Yfir-
heyrslur
hafnar