Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 37 FRÉTTIR UM langt árabil hefur Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur og Tafl- félag Reykjavíkur haldið jólaskák- mót fyrir grunnskóla borgarinnar. Hver skóli hefur haft færi á að senda lið í eldri flokki (8.–10. bekk) og lið í yngri flokki (1.–7. bekk). Í ár fór keppnin í eldri flokki fram á full- veldisdaginn, 1. desember sl. og tóku sjö sveitir þátt. Rimman um efsta sætið stóð á milli Norður- landameistara Laugalækjarskóla og Rimaskóla. Í innbyrðis viðureign sveitanna fór jafntefli, tveir vinning- ar gegn tveimur. Laugarlækjarskóli missti niður hálfan vinning í viður- eign sinni gegn Réttarholtsskóla og það var nóg til þess að Rimaskóli bar sigur úr býtum í keppninni þar sem liðið vann allar sínar skákir nema gegn Laugarlækjaskóla. Lokastaðan varð því þessi: 1. Rimaskóli 22 vinninga af 24 mögulegum. 2. Laugarlækjarskóli 21½ v. 3. Réttarholtsskóli a-sveit 16½ v. 4. Réttarholtsskóli b-sveit 8½ v. 5. Húsaskóli 7 v. 6. Austurbæjarskóli a-sveit 6 v. 7. Austurbæjarskóli stúlknasveit 2½ v. Ingvar Ásbjörnsson, Sverrir Ás- björnsson, Júlía Rós Hafþórsdóttir og Júlía Guðmundsdóttir skipuðu sveit Rimaskóla en lið Laugarlækj- arskóla var skipað þeim Daða Óm- arssyni, Vilhjálmi Pálmasyni, Matt- híasi Péturssyni og Einari Sigurðssyni. Athygli vakti að Aust- urbæjarskóli hafði á að skipa tveim sveitum og þar af einni stúlknasveit en enginn annar skóli hafði sveit sem eingöngu var skipuð stúlkum. Jólamótið í yngri flokki fór fram sunnudaginn 4. desember sl. og var líkt og eldri flokkurinn haldinn í húsakynnum Taflfélags Reykjavík- ur í Faxafeni 12. Alls mættu 14 sveitir til leiks og þar af var meira en helmingur sveitanna frá tveimur skólum, þ.e. fjögur lið voru frá Rimaskóla og fjögur lið voru frá Engjaskóla. Yfirburðir a-sveitar Rimaskóla voru miklir en liðið fékk fullt hús vinninga annað árið í röð eða 24 vinninga af 24 mögulegum. Stúlknasveit skólans hafði einnig mikla yfirburði yfir stallsystur sínar en sú sveit, b-sveit Rimaskóla, lenti í öðru sæti í heildarkeppninni. Loka- staða mótsins varð þessi: 1. Rimaskóli a-sveit 24 vinninga af 24 mögu- legum. 2. Rimaskóli b-sveit 17 v. 3. Laugarnesskóli 16½ v. 4. Rimaskóli c-sveit 13½ v. 5.–6. Melaskóli og Laugalækjarskóli 12 v. 7. Engjaskóli a-sveit 11½ v. 8. Rimaskóli d-sveit 11 v. 9.–11. Húsaskóli a-sveit, Engjaskóli b-sveit, Húsaskóli b-sveit 10½ v. 12. Engjaskóli 9½ v. 13. Borgaskóli 7½ v. 14. Engjaskóli d-sveit 2 v. Það hefur ekki gerst áður í sögu keppninnar að sami skólinn vinni hana tvö ár í röð með fullu húsi vinn- inga. Eins og svo oft áður sá Ólafur H. Ólafsson um skákstjórn mótsins og að þessu sinni var Torfi Leósson honum til halds og trausts en Soffía Pálsdóttir frá ÍTR var mótsstjóri. Nánari upplýsingar um keppnina er að finna á vefsíðunni www.skak.is. Heimsbikarmót FIDE Þessa dagana fer fram í Khanty Mansyisk í Rússlandi Heimsbikar- mót FIDE. Mót þetta er í öllum meginatriðum álíkt heimsmeistara- keppni FIDE sem haldin hefur ver- ið með útsláttarfyrirkomulagi. Verðlaunasjóður mótsins er 1,5 milljónir dollara og margir af öflug- ustu skákmönnum heims taka þátt. Stigahæsti keppandinn, Vassily Iv- ansjúk (2748), féll úr leik í annarri umferð gegn búlgarska stórmeist- aranum Ivan Cheparinov (2619). Cheparinov þessi er 19 ára og hefur á undanförnum misserum verið að- stoðarmaður heimsmeistarans Ve- selins Topalovs. Í þriðju umferð tefldi Cheparinov við undrabarnið norska Magnus Carlsen en sá norski hefur vakið mikla athygli fyr- ir vasklega framgöngu sína þar eð í fyrstu umferð lagði hann Zurab Azmaiparashvili (2658) að velli og í þeirri næstu Farrukh Ammonatov (2572). Þegar þessar línur eru rit- aðar er einvígi Cheparinov og Carl- sen ekki lokið en spennandi verður að fylgjast með hvort eini fulltrúi Norðurlandaþjóðanna nái enn lengra í mótinu. Hægt er að fylgjast með skákum mótsins í beinni út- sendingu á skákþjóninum ICC sem og á heimasíðu mótshaldara á vef- slóðinni: http://www.worldchess- cup2005.com/. Lið Rimaskóla voru fengsæl SKÁK ÍTR og TR JÓLASKÁKMÓT GRUNNSKÓLA 1. og 5. desember 2005 Stúlknasveit Rimaskóla í yngri flokki, talið frá hægri, Ingibjörg Ás- björnsdóttir, Ingvar Ásbjörnsson liðsstjóri, Hrund Hauksdóttir, Brynja Vignisdóttir, Eva Rós Birgisdóttir og Elísabet Ragnarsdóttir. A-sveit Rimaskóla í yngri flokki, talið frá hægri, Hjörvar Steinn Grét- arsson, Hörður Aron Hauksson, Gunnlaugur Skarphéðinsson, Haukur Óskarsson og Helgi Árnason liðsstjóri. HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is SL. SUNNUDAG var haldið vel heppnað minningarmót um Gísla Torfason í félagsheimilinu á Mána- grund í Keflavík. Rósa Sigurðar- dóttir ekkja Gísla hélt stutta tölu í upphafi, bauð spilara velkomna og setti síðan mótið. Ómar Olgeirsson og Páll Þórs- son sigruðu nokkuð sannfærandi eftir brösótta byrjun en þeir fengu 13 mínusstig í fyrstu umferðinni. Eftir það lá leiðin upp á við hjá þeim félögum og tóku þeir foryst- una í 9. umferð sem þeir héldu til loka en alls voru spilaðar 11 um- ferðir. Lokastaða efstu para varð ann- ars þessi: Ómar Olgeirsson – Páll Þórsson 191 Ragnar Magnúss. – Páll Valdimarss. 167 Hermann Láruss. – Þröstur Ingimars. 163 Hermann Friðriks. – Guðjón Sigurjóns. 124 Karl G. Karlss. – Gunnlaugur Sævarss.120 Sveinn R. Eiríkss. – Júlíus Sigurjónss. 107 Garðar Garðarss. – Kristján Kristjánss. 98 Mótið þótti takast mjög vel í alla staði. Veitt voru peningaverðlaun fyrir 5 efstu sætin og auk þess var dreginn út fjöldi vinninga þar sem allir spilarar, starfsmenn og einn gesta voru í pottinum. Svo skemmtilega vildi til að gesturinn og keppnisstjórinn voru meðal sig- urvegaranna. Björgvin Már Kristinsson sá um keppnisstjórn og útreikning auk þess að hlaupa í skarðið fyrir yf- irlögregluþjóninn þegar kanadísk flugvél kom inn til lendingar á ein- um hreyfli með hátt á þriðja hundrað farþega. Þá má og geta þess að keppnisstjórinn lagði lín- urnar í upphafi móts þegar hann sagði einu reglu mótsins þá að spil- arar hefðu gaman af keppninni. Gekk það eftir. Suðurnesjamenn stýrðu mótinu af krafti og var auðséð bæði á stjórnendum og keppendum að all- ir vildu hafa minningu Gísla Torfa- sonar í hávegum. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Fimm efstu pörin á minningarmótinu um Gísla Torfason sem fram fór á Suðurnesjum um helgina. Frá vinstri: Hermann Lárusson, Ragnar Magnússon, Þröstur Ingimarsson, Páll Valdimarsson, Páll Þórsson, Hermann Frið- riksson, Ómar Olgeirsson, Guðjón Sigurjónsson, Karl G. Karlsson og Gunnlaugur Sævarsson. Minningarmót á Suðurnesjum BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson EINS og undanfarin ár munu starfsmenn kirkjugarðanna að- stoða fólk sem kemur til að huga að leiðum ástvina sinna. Á Þorláksmessu og aðfangadag munu starfsmenn vera til staðar í Fossvogsgarði, Gufunesgarði og Hólavallagarði (gamla kirkjugarð- inum við Suðurgötu) og munu þeir í samráði við aðalskrifstofu í Foss- vogi og skrifstofu í Gufunesi leið- beina fólki eftir bestu getu. Aðalskrifstofan í Fossvogi og skrifstofan í Gufunesi eru opnar báða dagana, Þorláksmessu og að- fangadag, kl. 9–15. Þeir sem ætla að koma í kirkjugarðana um jólin og eru ekki vissir um að rata er bent á að leita sér upplýsinga í að- alskrifstofu Kirkjugarðanna í Foss- vogi í síma 585 2700 eða skrifstofu Kirkjugarðanna í Gufunesi í síma 585 2770. Hægt er að nálgast upplýsingar um staðsetningu leiða á vefnum gardur.is Einnig getur fólk komið á skrif- stofuna alla virka daga kl. 8.30–16 og fengið upplýsingar og ratkort. Lögð er áhersla á að fólk nýti sér þessa þjónustu með góðum fyr- irvara, því það auðveldar mjög alla afgreiðslu. Fólk er beðið að nota bílastæðin og fara gangandi um garðana. Hjálparstarf kirkjunnar verður með kertasölu í kirkjugörðunum á Þorláksmessu og aðfangadag, segir í fréttatilkynningu. Heimasíða kirkjugarðanna er: www.kirkjugardar.is Aðstoða fólk í kirkjugörðunum Í TENGSLUM við árveknisátak um brjóstakrabbamein í haust seldi Aveda-búðin í Kringlunni og hár- greiðslustofan Unique á Laugavegi í Reykjavík handáburð frá Aveda í sérstökum umbúðum til að gefa við- skiptavinum Aveda kost á að styðja baráttuna gegn þessum sjúkdómi. Handáburðurinn var merktur bleikri slaufu og var með bleikum tappa. Nýlega var allur ágóðinn, eitt hundrað þúsund krónur, afhentur til Samhjálpar kvenna, sem eru samtök til stuðnings konum sem greinast með brjóstakrabbamein. Verður gjöfin notuð til að efla sam- starf við Europa Donna, sem eru Evrópusamtök félaga sem berjast gegn brjóstakrabbameini, segir í fréttatilkynningu. Á myndinni eru Hrönn Helga- dóttir eigandi Jafnvægis, sem er með umboð fyrir Aveda á Íslandi, Guðný Rún Rúnarsdóttir og Elma Dögg Gonzales starfsmenn Aveda- búðarinnar í Kringlunni og Sigrún Pétursdóttir sem er í stjórn Sam- hjálpar kvenna. Morgunblaðið/Ómar Styrkja Samhjálp kvenna Rangt nafn RANGT var farið með nafn Erlu Sigurlaugar Sigurðardóttur í um- fjöllun um jól hjá skilnaðarfjöl- skyldum í Tímariti Morgunblaðs- ins síðastliðna helgi. Er beðist velvirðingar á þessu. Flugfélag Íslands er styrktaraðili EKKI var getið um þátt Flug- félags Íslands, sem eins styrktar- aðila skákfélagsins Hróksins í frá- sögn blaðsins af skákmönnum sem héldu til Grænlands sl. laugardag. Flugfélag Íslands hefur í þrjú ár styrkt Hrókinn og var félaginu af- hent forláta skákborð á laugardag- inn sem þakklætisvottur fyrir stuðninginn og var mynd tekin við það tækifæri um leið og Hróks- menn héldu áleiðis til Grænlands. Rangur myndatexti RANGUR myndatexti var birtur með einni mynd í birtingu á kafla úr bókinni Ég elska þig stormur eftir Guðjón Friðriksson. Birtist myndin hér aftur með réttum texta. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Skúli Thoroddsen meðal íslenskra og danskra þingmanna við danska ríkisþinghúsið við Bredgade 29. júlí. Hann stendur til vinstri en fyr- ir framan hann er Þórhallur Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.