Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞAÐ ER þarft heilræði í annríki aðventu og jólaundirbúnings. Tímaleysið, ær því miður einkennir þennan árstíma, bitnar gjarna á þeim sem síst skyldi, börnu hið besta, og foreldrar flestir vilja síst spara við þau í gjöfum og góðgæti á jólum gjöf sem börnunum – já, og foreldrunum sjálfum – er mikilvægust alls: nærvera muna megum við það að tími er ekki eitthvað sem maður á, heldur það sem maðu Í Brekkukotsannál er yndisleg lýsing á upplifun Álfgríms litla á nærveru afa s var, og við hvað svo sem hann var að sýsla, þá vissi hann alltaf af afa í nánd, „en h skemta mér í kálgarðinum, á hlaðinu eða í húsasundinu, var afi minn altaf einhve alviskufullan hátt … þessi þegjandi nærvera hans … það var eins og að liggja vi honum það öryggi sem hún girntist.“ (bls.10–11) Þetta er áhrifarík áminning um barni er svo mikilvægt, að vita af foreldri sínu í námunda. Að vita af því að mamm amma, taki eftir því og viti af því og gleðjist yfir því. Mitt í leik sínum staldrar ba að gæta að því hvort foreldri sé í nánd. Svo heldur leikurinn áfram. Því nægir g En hin þögla og afskiptalausa návist dugar ekki alltaf. Barninu er líka mikilv pabbi taki eftir því og gleðjist yfir því sem það gerir og getur. Þegar barn kemu pabba teikninguna sína, eða vill að þau komi að sjá kubbaturninn sinn, þá eru þau umfram allt að leita að stað skipti máli og sé elskað. Og þá er skiptir miklu máli að taka undir, að hrósa og uppörva. Ekki má heldur gleym sjálft, en ekki frammistaða þess, afrek eða sigrar sem skiptir máli. Barnið þarf að finna og reyna að foreldrar það er en ekki það eitt sem það getur. Verum til staðar fyrir barnið! Verum til staðar fyrir bar Eftir Karl Sigurbjörnsson biskup Karl Sigurbjörnsson Á UNDANFÖRNUM tíu árum hefur orðið sú skaðlega þróun á Íslandi að dregið hefur í sundur með þeim sem hæstar tekjur hafa og hinum sem hafa lægstu tekjurnar. Þessi þróun vegur að grunngildum íslensks samfélags og rótgrónum hugmyndum okkar um samheldni og ábyrgð. Hugmyndum sem á hátíðarstundum eru settar í þann búning að hér eigi að búa „ein þjóð í einu landi“ eða markmiðið sé að hér standi „stétt með stétt“. Þessi orð koma fyrir lítið andspænis þeirri hörðu staðreynd að ójöfnuður hefur vaxið. Þetta hefur ekki gerst fyrir slysni heldur er þetta afleiðing vondrar stjórnarstefnu. Þessi þróun hófst þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hreiðr- aði um sig í stjórnarráðinu. Þessi þróun er á ábyrgð þing- manna stjórnarflokkanna sem hafa samþykkt aðgerðir sem hafa leitt til aukins ójafnaðar. Og þessari þróun er ekki lokið því slíkar ákvarð- anir er m.a. verið að taka á Alþingi þessa dag- ana með samþykkt fjárlagafrumvarpsins. Skattastefnan Að undanförnu hafa komið fram óhrekj- anlegar staðreyndir um að aldraðir og öryrkjar hafi dregist aftur úr öðrum í lífskjörum. Ástæðan er sú að í góðærinu hefur það verið meðvituð pólitísk stefna stjórnvalda í landinu að halda aftur af hækkun lífeyrisbóta, stemma stigu við útgjaldaaukningu í félags- og heil- brigðiskerfinu og lækka skatta á háum tekjum, fyrirtækjum og fjármagni. Þessi stefna hefur komið mjög hart niður á lífeyrisþegum. Einhverjum kann að finnast það harkalegt að tala um stefnu í þessu sambandi. Engin stjórnvöld vilji koma illa fram við þá sem hafa lítið sér til lífsviðurværis eða þurfa á aðstoð samfélagsins að halda. Þetta er út af fyrir sig rétt. Stjórnmálamenn vilja vel en pólitískur rétttrúnaður villir þeim sýn. Þannig geta ákvarðanir, sem eiga samkvæmt kenningunni að skapa meiri almenna hagsæld í samfélaginu, komið mjög illa við einstaka hópa. Og það er einmitt þetta sem hefur gerst á Íslandi á sl. áratug. Það er stefna núverandi ríkisstjórnar Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks að lækka skatta vegna þess að það er talið vinnuhvetj- andi og verðmætaskapandi. Sú leið sem valin var við skattalækkanir á einstaklingum var að fella niður hátekjuskatt í áföngum og lækka almennt tekjuskattshlutfall. Það segir sig auðvitað sjálft að þessi leið skilar flestum krónum til þeirra sem hæstar tekjurnar hafa. Samhliða þessari lækkun á tekjuskattshlutfallinu hefur það svo gerst að skattleysismörkin hafa ekki haldið í við þróun launa eða verðlags. Þetta þýðir einfald- lega að skattleysismörkin hafa færst niður, fólk er að greiða skatta af stærri hluta tekna og fleiri greiða skatta en áður. Skatt- leysismörkin eru nú við tæplega 72 þús. kr. en ættu að vera um 86 þús. kr. ef þau hefðu fylgt neysluvísitölu. Afleiðingar stjórnarstefnunnar Þessi skattastefna er í þágu þeirra sem hafa góðar tekjur en hinum í óhag sem hafa litlar tekjur. Hún á sinn stóra þátt í því að ráðstöf- unartekjur þess fimmtungs þjóðarinnar sem hefur hæstar tekjur hafa hækkað tvöfalt meira en ráðstöfunartekjur þess fimmtungs sem hef- ur lægstu tekjurnar. Stefna ríkisstjórnarinnar kemur fram í því að um tíu þúsund ellilífeyrisþegum er nú gert að lifa af tekjum undir 110 þús. kr. á mánuði. Þeir greiða um 14% af þessum tekjum í skatt en greiddu 2–3% af samsvarandi tekjum fyrir tíu árum. Talið er að um 25–30% ellilífeyr- isþegar falli í þennan hóp. Annað dæmi: fertugur einhleypur öryrki, með engar aðrar tekjur en frá almannatrygg- ingum, fær að hámarki 108 þúsund krónur á mánuði, greiðir af því rúmlega 12 þúsund krón- ur í skat krónum stæða fo og vaxta 1995. Þe tekjum Afteng Við af ríkisstjó Þessi ein isgreiðs launaþr eyrisþeg þeirri ka orðið. Þ ekki ver allra í sa rúmið fy Í nýú prófesso birtar u þessa ei máttur r hækkað tíma hæ einhleyp nærri 40 hópi öry Laun s Mikil anförnu aldraða skólum. á hvað þ aða sjálf samban eyrisþeg lífeyriss ingastof skatt he unartek Ríkisstjórn ójafnaðar Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur ’… gnotað velsæ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir MÆÐRASTYRKSNEFND Reykjavíkur og Hjálparstarf kirkjunnar hafa um langt árabil staðið fyrir jólaaðstoð til heimila þar sem þröngt er í búi. Íslend- ingar vilja að allir, hvernig sem annars er ástatt fyrir þeim, geti notið jólanna við sem bestar að- stæður. Þess vegna hafa fjöl- margir einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök jafnan verið fús til þess að ljá þessu hjálparstarfi lið á aðventunni. Í fyrsta sinn standa Mæðra- styrksnefnd Reykjavíkur og Hjálparstarfið sameiginlega að jólaúthlutun sem hefst þann 16. desember að Sætúni 8 í Reykja- vík. Konurnar í Mæðrastyrks- nefnd leggja á sig mikla vinnu fyrir hver jól í Reykjavík og Hjálparstarf kirkjunnar hefur sinnt jólaaðstoð um allt land. Við sjáum þegar á fjölda umsókna að síst minni þörf er fyrir aðstoðina nú en oft áður, enda þótt vel ári almennt séð í efnahagsmálum. Líklega munu umsækjendur skipta þúsundum. Í hópi öryrkja, eldri borgara, einstæðra mæðra og einstæð því miður t verður fjöl sem á erfit framfærslu vel þótt op aðilar bygg þessum þjó félagshópu kjör verður ætíð svo að bundnir er iðleikar og áföll munu hjálparhön náunganum fram opinberri aðstoð. Framfaraspor Við teljum að samstarf og hjálparsamtaka um ein verkefni sé framfaraspor. eru miklu fleiri með okku aðstoðinni en okkar samtö Reykjavíkurdeild Rauða k Samstarf um jólaaðstoð Eftir Ragnhildi Guðmundsdóttur og Einar Karl Haraldsson Ragnhildur Guðmundsdóttir Einar Karl Haraldsson VARNARMÁL Í RÉTTUM FARVEGI Geir H. Haarde utanríkisráð-herra átti fund með Nich-olas Burns, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, í Slóveníu í gær. Fór fundurinn fram að frumkvæði Burns, sem er þriðji æðsti maður í bandaríska utanríkisráðuneytinu og fyrrver- andi sendiherra Bandaríkjanna hjá Atlantshafsbandalaginu. Vegna starfa sinna þar þekkir hann varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna vel og ljóst að þau eru í góðum höndum úr því að Nicholas Burns kemur við sögu. Gera má ráð fyrir að fulltrúar þjóðanna tveggja taki þráðinn upp að nýju þar sem frá var horfið innan tíðar. Þær umræður munu ekki snúast um það grundvallar- atriði, að á Íslandi verði sýnilegar varnir. Heldur fyrst og fremst um það hver þátttaka okkar Íslend- inga verður í kostnaði við rekstur Keflavíkurflugvallar. Frá því að bandaríska varnar- liðið kom hingað í upphafi fyrir meira en hálfri öld hefur Morg- unblaðið lýst þeirri skoðun, að það væri ekki hingað komið til þess að við Íslendingar gætum hagnast á veru þess. Fyrir nokkrum áratugum komu upp aðrar hugmyndir, sem nefnd- ar voru „aronska“ og byggðust á því, að við ættum að leggja áherzlu á að hagnast svo sem kostur væri á varnarliðinu meðan það væri hér. Morgunblaðið barð- ist gegn þeim hugmyndum á sín- um tíma á þeirri forsendu, að að- staða fyrir bandarískt varnarlið væri framlag okkar til sameigin- legrar baráttu frjálsra þjóða heims og það ætti ekki að vera markmið okkar að hagnast á þeirri baráttu. Eftir því, sem efnahagur okkar Íslendinga hefur eflzt, hefur Morgunblaðið ítrekað lýst þeirri skoðun, að það væri sjálfsagt og eðlilegt að við tækjum þátt í kostnaði við rekstur Keflavíkur- flugvallar. Því miður þróuðust mál á þann veg, að við Íslendingar högnuð- umst verulega á framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. En nú er komið að því að við hljótum að axla að hluta til sjálfir ábyrgð á því, að öryggis lands og þjóðar sé gætt. Þess vegna er eðli- legt að við tökum þátt í kostnaði við þær varnir. Kostnaður Banda- ríkjamanna af rekstri varnar- stöðvarinnar hér er verulegur. Það er ekki ósanngjörn krafa af þeirra hálfu að ein ríkasta þjóð heims taki þátt í slíkum kostnaði. Viðræðurnar, sem gera má ráð fyrir að hefjist í kjölfar fundar þeirra Geirs H. Haarde utanrík- isráðherra og Nicholas Burns í gær, munu snúast um þessa kostnaðarþátttöku okkar. Nú ríð- ur á að Íslendingar sýni þann þroska, sem hæfir þjóð, sem hefur vegnað svo vel, sem okkur. Við hljótum að horfast í augu við þá ábyrgð, sem fylgir stöðu okkar í samfélagi þjóðanna, þegar hér er komið sögu. REYKINGABANN Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi stjórnar- frumvarp þess efnis, að reyk- ingar verði bannaðar með öllu á veitinga- og skemmtistöðum frá og með 1. júní árið 2007 eða eft- ir eitt og hálft ár. Það er sér- stök ástæða til að fagna þessu frumvarpi. Allar vísindarannsóknir, sem máli skipta sýna, að óbeinar reykingar valda heilsutjóni og jafnvel dauða. Í ljósi þeirra rannsókna er auðvitað óviðun- andi með öllu, að þeir sem ekki reykja verði að þola afleiðing- arnar af reykingum annarra. Tóbak er eitur. Um það verð- ur ekki deilt. Þetta eitur leiðir til dauða fólks. Um það verður ekki deilt. Þess vegna er laga- setning sem þessi löngu tíma- bær. Þar að auki verður húsnæði, sem mikið er reykt í daunillt og ónothæft þegar til lengdar læt- ur. Það eru hagsmunir eigenda húsnæðis, að það verði ekki verðlaust vegna reykinga. Sama á við um bíla, sem reykt er í. Þeir verða verðminni en bílar, sem aldrei hefur verið reykt í. Það hefur mikið áunnizt í að draga úr reykingum almennt og meðal ungs fólks sérstaklega. Raunar hefur svo mikið áunnizt, að það er tilefni til að íhuga, hvort hægt er að efna til nýs átaks, sem leiðir til þess að reykingar verði í slíku lágmarki að þær teljist ekki lengur til al- varlegs heilsufarsvandamáls. Ekki þarf annað en ferðast um önnur lönd til þess að sjá hve miklum árangri við Íslend- ingar höfum náð á þessu sviði, sem er okkur til sóma. Á marg- an hátt getum við verið öðrum þjóðum til fyrirmyndar í þess- um efnum. Frumkvæði ráðherrans og ríkisstjórnarinnar í heild er lofsvert og þess er að vænta, að Alþingi afgreiði þetta mál með afdráttarlausum hætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.