Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.12.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 33 UMRÆÐAN „ELSKA skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig og breyttu við aðra eins og þú vilt að aðrir breyti við þig,“ finnst mér vera inntakið í kristilegum siðaboðskap. Orðið bókstafs- trúarmaður hefur und- anfarið verið notað í neikvæðri merkingu um ýmsa öfgamenn Múhameðstrúar. En nú geysast fram á rit- völlinn kristnir bók- stafstrúarmenn ís- lenskir og lýsa hneykslun sinni yfir því að nokkrum skuli detta í hug að vígja sambúð samkynhneigðra. Ég trúi því að Kristur hafi verið til og er viss um að hann hefði skoðað þetta mál af skilningi. Ég lít á Biblíuna sem mannanna verk. Ef Guð er faðir alls sem er, hlýtur hann einnig í þeim skilningi að vera faðir Jesú. Ég trúi ekki að Guð almáttugur hafi fíflað heitkonu Jósefs og held að þar hafi guð- spjallamennirnir farið offari. Hvort Heilagur andi hafi gert það, eins og stendur í trúarjátningunni, treysti ég mér ekki til að fullyrða um, enda veit ég engin deili á þeim kauða. Sá Guð sem ég kýs að trúa á hefði aldrei látið son sinn saklausan líða til að friðþægja fyrir syndir mannanna. Um eitt get ég verið sammála mörgum sem hneykslast, að það er alfarið kirkjunnar að taka ákvörðun í þessu máli. Ég held að kirkjan ætti í leiðinni að endur- skoða trúarjátninguna, sem þulin er í hverri messu, svo að allir meðlimir þjóðkirkj- unnar geti farið með hana án þess að fá klígju. Ég þekki ekki heilagan anda, sem er tvisvar nefndur í trúarjátning- unni. Ef ég trúi á fyrirgefningu syndanna, þá veit ég ekki til hvers Kristur á að koma og dæma lifendur og dauða. Ég hef ekki græna glóru um hvað samfélag heilagra þýðir, en finnst það bera með sér einhvers konar lítilsvirðingu á þeim, sem ekki eru heilagir. Ég þekki hvorki Hel né Himnaríkið þar sem Jesús Kristur situr við hægri hönd Guðs föður al- máttugs (eru örvhentir óæðri af því að þeir eru færri?). Samkynhneigðum er það áskapað að elska sitt eigið kyn, það er þeirra eðli. Þeir hafa ekki það sem við hin köllum eðlilega kynhneigð, en sam- bönd þeirra byggjast á kærleika ekki síður en sambönd gagnkyn- hneigðra. Óski einhverjir samkyn- hneigðir að láta vígja samband sitt í kirkju þá eru þeir að minnsta kosti trúaðri en ég. Elska skaltu náunga þinn Þórhallur Hróðmarsson fjallar um kristna trú og samkynhneigð ’Óski einhverjir sam-kynhneigðir að láta vígja samband sitt í kirkju þá eru þeir að minnsta kosti trúaðri en ég.‘ Þórhallur Hróðmarsson Höfundur er framhaldsskólakennari á eftirlaunum. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG ÞARFNAST aðstoðar fé- lagskerfisins vegna MND sjúk- dóms. Ekki mjög mikils stuðnings í dag en gæti þurft á þjónustu allan sólarhringinn, alla daga þegar á líð- ur. Þegar sú staða kemur upp hjá fjölskyldu er eins gott að búa í bæj- arfélagi sem sýnir metnað sinn í þjónustu við þá sem minna mega sín. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig „ör“-sveitarfélög um landið mundu bregðast við svona þörf. Útsvar nokkura tuga manna munu duga skammt. Ætli íbúar smærri sveitarfélaga hafi hugsað um þetta þegar sameiningar víðast á landinu voru felldar um daginn? Mikilvægt er að okkar frábæru, einstöku bæjarfélög séu sterkar einingar. Af þessari ástæðu kaus ég með sameiningu síðast. Ekki að ég telji eininguna sem við búum í, Hafnarfjörð, of litla. Ég er svo lán- samur að búa í sterku samfélagi þar sem íbúar og yfirvöld hugsa vel um sína og geta það. Við skulum hugsa lengra en nef okkar nær þegar við teljum bæinn eða sveitina okkar hinn eina full- komna stað. Sjúkdómar eins og MND fara yfir bæjarmörk og eng- inn veit hver er næstur. Áður en við höldum í kjörklefann næst skulum við horfa í augu barna og eða barnabarna okkar og hugsa um þá þjónustu sem við viljum að þau njóti, komi eitthvað fyrir. Við erum lánsöm Íslendingar, bú- um í frábæru landi, en þurfum að hafa vit á að nýta öll tækifærin sem eru til staðar. GUÐJÓN SIGURÐSSON, formaður MND félagsins, Berjavöllum 2, Hafnarfirði. Að búa í frábæru bæjarfélagi! Frá Guðjóni Sigurðssyni: ÉG MÁ til með að leiðrétta missögn ríkisútvarpsins sem afbakar nafn þjóðkunns manns, Lúðvíks Guð- mundssonar, skólastjóra Hand- íðaskólans. Lúðvík lét mjög að sér kveða í þjóðmálum Íslendinga og á það skilið að nafni hans sé haldið á loft óbjöguðu. Hann var þjóðkunnur fyrir stjórn sína á Handíða- og myndlistarskólanum, einnig sem bjargvættur Íslendinga, sem voru úrræðalausir í Þýskalandi við stríðs- lok. Viðar B. Eggertsson leikari, sem er athafnasamur útvarpsmaður og flytur marga lofsverða þætti, má gæta sín á framburði nafna. Hann kallar Lúðvík jafnan „Lúdwig“. Rík- isútvarpið verður að vanda fram- burð sinn. PÉTUR PÉTURSSON, þulur. Framburður í Ríkisútvarpi Frá Pétri Péturssyni: ÞAÐ VAR merkileg umræða í sjón- varpi á dögunum með sr. Hirti Magna Jóhannssyni og Jóni Vali Jenssyni guðfræðingi. Þar var rætt m.a. hvort lögskylda ætti trúfélög til þess að gefa saman samkyn- hneigð pör í staðfesta samvist eður ei. Sömuleiðis var tekin póllinn á guðfræðinni þar um hvort slíkur gerningur væri eftir „heimild að of- an“ eins og sr. Guðmundur Karl Brynjarsson orðaði það svo skemmtilega eigi alls fyrir löngu. Guðfræðileg rök Reynt var að finna við umræðurnar hvort fyrir slíkum gerningi lægju einhver þau guðfræðilegu rök sem dygðu til þess að renna stoðum undir þá kröfu að kristnir söfnuðir framkvæmdu slíkan lagagerning og hvort hann væri þá í takt við kenni- setningar kristninnar og grundvöll trúarinnar. Fram kom í máli sr. Hjartar að hann væri búinn að leggja mikla guðfræðilega rann- sókn í þetta álitaefni og ekkert væri því til fyrirstöðu að gefa mætti hverja sem er, óháð kynferði, sam- an í hjónaband með kirkjulegri vígslu. Þessu var Jón Valur ósam- mála og reyndi ítrekað að koma fram guðfræðilegum rökum sínum í umræðuna. En í hvert sinn sem hann reyndi það greip fríkirkju- presturinn fram í fyrir honum og fór mikinn. Jón Valur sýndi af sér mikla stillingu við þessum ákafa sr. Hjartar, sem virtist ekki ætla að leyfa neinum rökum að koma fram sem ekki væru á hans línu. Hógværð og lítillæti Sr. Hjörtur hefur ekki tileinkað sér ráðleggingu Drottins sem Hann kenndi okkur: „Lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lít- illátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar.“ Hefði sérann hagað sér í samræmi við þetta og þar með sýnt andmælanda sínum háttprýði, þá hefðu áheyrendur fengið að heyra færð fram guðfræðileg rök Jóns. Maður rennir reyndar í grun með margan prestinn, að skorti nokkuð á hógværðina og lítillætið. Kemur það vart nokkrum á óvart þótt nefnd séu nöfn í þessu sam- bandi eins og til dæmis sr. Örn Bárður Jónsson og sr. Bjarni Karlsson svo aðeins tveir séu nefndir. Aðra sem ég nefni ekki sérstaklega á nafn verð ég biðja um að fyrirgefa mér það eins og Frels- arinn gerir svo fúslega með yf- irsjónir okkar. Eftirlýst Flestir kirkjunnar menn sem ég hefi rætt þessi málefni við hafa ver- ið á öndverðri skoðun við sr. Hjört. Í ljósi þessa þá er lýst eftir hinni viðamiklu guðfræðilegu rannsókn sem sr. Hjörtur kvaðst vera búinn að gera í þessu máli. Best væri að hann birti rannsóknina alla á heimasíðu fríkirkjunnar www.fri- kirkjan.is en helstu niðurstöður og tilvísanir á síðum Morgunblaðsins svo að einnig þeir sem ekki eru í tölvusambandi fái notið niðurstöðu sr. Hjartar. Jón Valur hefur ritað um þetta á þessum síðum og mun vera einnig aðgengilegt nokkurt efni þessu tengt á vefsíðu hans www.kirkja.net. Sömuleiðis væri gott að fá frá honum samantekt í Morgunblaðsgrein. ÞORSTEINN HALLDÓRSSON, Hlíðarhjalla 6, Kópavogi. Kristileg vígsla eða …? Frá Þorsteini Halldórssyni: Á HVERJUM degi eru framdir glæpir sem aldrei eru kærðir og aldrei er refsað fyrir. Ofbeldi gegn konum er landlægt hér á landi sem annars staðar og er ein versta birtingamynd kynjamisréttis. Andleg kúgun, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi gagnvart konum inni á heimilum, misnotkun á börnum, vændi, man- sal og kynferðisleg áreitni eru meðal þeirra glæpa sem rétt- arkerfið nær ekki utan um. Glæpirnir þrífast í skjóli skammar og veikleika kerfisins til að takast á við þá. Að- eins brot af þeim konum sem leita til Kvennaathvarfs, Neyðarmóttöku vegna nauðgunar og Stígamóta kærir, enn færri tilvik eru ákærð og dómar falla í sárafáum málum. Vissulega eru þessi mál erfið við- fangs þar sem glæpirnir eru oft framdir innan fjölskyldna en áskor- unin til að ná fram réttlæti er þeim mun meiri. Reyndar er það skylda samfélagsins að beita öllum tækjum sem við búum yfir til að grafa upp og undan kynbundnu ofbeldi. Afsak- anir eins og þær að konur vilji ekki kæra eru einfaldlega ekki marktæk- ar. Við þurfum að spyrja okkur hvort þeim sé gefinn raunverulegur kostur á að sækja rétt sinn. Ástæður þess að konur kæra ekki ofbeldi sem þær eru beittar eru margvíslegar: Konur treysta sér ekki í gegnum kæruferlið, málin eru fyrnd, þær eru jafnvel hræddar um hefndaraðgerðir, kon- ur treysta því ekki að þeim verði trúað eða að réttlætið nái fram að ganga. Verkefnin sem að samfélaginu snúa eru að skoða og breyta kæruferlinu og við- horfunum. Við höfum því miður nærtæk dæmi þar sem ofbeldis- mál gagnvart konum eru ekki sett í forgang við rannsókn mála. Konur eru jafnvel latt- ar til að kæra eða að halda kærum til streitu. Mál taka allt of langan tíma í kerfinu og síð- ast en ekki síst hafa fallið dómar þar sem ábyrgðinni á glæpnum er að hluta til varpað yfir á konur. Hvern- ig ýtir þetta undir það að konur sæki rétt sinn? Það réttarfar og þær vinnureglur sem viðhafðar eru í dag hafa verið við lýði í áratugi. Umræðan um kyn- bundið ofbeldi er því miður ekki sér- lega gömul þó að fyrirbærið sé jafn gamalt kynjamisrétti. Þegar leik- reglurnar voru smíðaðar komu kon- ur þar hvergi nærri og gátu ekki miðlað af reynslu sinni og þekkingu. Kerfið var búið til af körlum, og því miður, fyrir karla. Þessu þarf að breyta og tryggja að konur búi við öryggi og réttarvernd. Mikilvæg skref í þá átt hafa verið stigin á þessu ári með lagabreytingum og bættum vinnureglum en betur má ef duga skal. Nú stendur sem hæst 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Alls 25 samtök og stofnanir standa að átakinu sem sýnir áhugann og þekk- inguna sem til staðar er til breyt- inga. Til að vekja athygli á vanbún- aði kerfisins til að taka á kynbundnu ofbeldi, munu þau sem standa að 16 daga átakinu setja plástra á alla héraðsdómstóla landsins og bjóða almenningi að taka þátt í gjörn- ingnum. Fólk er hvatt til að mæta við þann héraðsdómstól sem næstur er klukkan 17:00 í dag og plástra kerfið svo það megi ná heilsu til að tryggja öryggi og rétt kvenna og barna. Plástrum réttarkerfið Eftir Drífu Snædal ’Fólk er hvatt til aðmæta við þann héraðs- dómstól sem næstur er klukkan 17:00 í dag og plástra kerfið…‘ Drífa Snædal Höfundur er fræðslu- og framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. STAKSTEINAR, daglegur pistill í Morgunblaðinu, hefur það sér til ágætis svo sem margítrek- að er að vera skrifaður undir nafni – nafni Morgunblaðsins. Nýlega birtist þar grein sem fjallaði meðal annars um vinafæð Ingibjargar Sólrúnar, formanns Samfylkingarinnar, sem birtist samkvæmt mati blaðsins í fátæk- legum skrifum í kjölfar meints fylgishruns flokksins frá því Ingibjörg var kosin formaður. Blaðinu þykir það eftirtektarvert að sá eini sem kemur henni til varnar er gamall últrakommi, sem hefur að vísu mildast með árunum, samkvæmt mati blaðs- ins. Í sjálfu sér er það með betri meðmælum sem hægt er að gefa hverjum sem er að hann eða hún hafi verið últrakommi. Fyrrver- andi kanslari Þýskalands á að hafa sagt eitthvað á þá leið að ungur maður sem er kommi sé hjartahlý manneskja, miðaldra kommi sé hins vegar asni. Ég vil fúslega skipa mér í sveit með Gísla sem stuðningsmaður for- manns Samfylkingarinnar. Stjórnmál kunna samkvæmt kokkabókum Morgunblaðsins að snúast um næstum daglegar vin- sældakosningar. Ef þú eða þinn flokkur tapar fylgi ber að skipta um forystu, stefnu, áherslur eða auglýsingastofu. Góður kratismi sem á sér rætur í frumkristni, í önn um velferð náungans, velferð hans og hamingju er að mun eldri en nýgamlar kenningar um vonsku kommúnismans. Ef horft er á viðleitni blaðs allra lands- manna til að styðja útslitna stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins læðist að manni sá grunur að á ferðinni sé þórðargleði. Mér er í rauninni sama um fylgi Samfylkingarinnar frá degi til dags í vinsældakapp- hlaupi sem stjórnað er að hluta af ofvöxnum fréttaflutningi ofur- frjálsra fjölmiðla. Ég er hins veg- ar á því að kjör Ingibjargar hafi verið það besta sem hent gat sósíaldemókrata á Íslandi. Ef Morgunblaðinu er einhver fróun í því, þá er ég líka kaþólikki án þess þó að fylgja páfanum að málum í öllu. Kristófer Már Kristinsson Til liðs við Gísla Höfundur stundar nám við Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.