Fréttablaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 4
4 11. janúar 2003 LAUGARDAGUR
AFRÍKA
KJÖRKASSINN
Farðu inn á frett.is og segðu
þína skoðun
frétt.is
Ætlar þú að versla á
vetrarútsölunum?
Spurning dagsins í dag:
Ertu hlynnt(ur) aðskilnaði ríkis
og kirkju?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
33,5%
31,0%Kannski
35,5%
ÚTSÖLUR
Ríflega þriðjung-
ur ætlar að
versla eitthvað á
vetrarútsölunum
sem nú eru í
fullum gangi.
Nei
Já
AFSÖGN Vilhjálmur Egilsson al-
þingismaður hefur sagt af sér
þingmennsku frá og með 16. jan-
úar. Vilhjálmur fer til Wash-
ington á morgun ásamt eiginkonu
og tveimur börnum. „Þetta er
spennandi verkefni,“ segir Vil-
hjálmur, sem hefur störf hjá Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum þegar í
næstu viku. Aðpurður segir Vil-
hjálmur að með brotthvarfi sínu
af vettvangi stjórnmálanna hefði
átt að vera auðveldara fyrir
flokkinn að endurtaka prófkjörið
í Norðvesturkjördæmi.
Adolf H. Berndsen, fram-
kvæmdastjóri á Skagaströnd,
tekur sæti á Alþingi í hans stað.
Hann hefur tvívegis tekið sæti á
Alþingi sem varamaður, fyrst
vorið 2001 og svo í fyrrahaust.
Adolf tekur jafnframt sæti í
efnahags- og viðskiptanefnd og
sjávarútvegsnefnd í stað Vil-
hjálms.
Einar K. Guðfinnsson lætur af
formennsku í sjávarútvegsnefnd
og tekur við formennsku í efna-
hags- og viðskiptanefnd. Árni R.
Árnason tekur við formennsku í
sjávarútvegsnefnd.
Gunnar I. Birgisson verður
varamaður í utanríkismálanefnd
og tekur sæti í Íslandsdeild
þingmannanefndar EFTA í stað
Vilhjálms Egilssonar. Varamað-
ur í Íslandsdeild þingmanna-
nefndar EFTA verður Adolf H.
Berndsen. ■
MANNRÉTTINDABROT Í KONGÓ
Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna
hafa yfirheyrt á þriðja hundrað
flóttamanna í lýðveldinu Kongó.
Komið hafa fram ásakanir á
hendur uppreisnarhermönnum
um stórfelld mannréttindabrot,
þar á meðal nauðganir, tilefnis-
lausar aftökur og mannát. Þó
bundinn hafi verið endi á átökin í
landinu þorir fólkið ekki að snúa
heim til sín.
YFIRFULL FANGELSI Í RÚANDA Til
stendur að láta allt að því 40.000
menn sem grunaðir eru um þjóð-
armorð í Rúanda lausa gegn
tryggingu. Ástæðan er sú að
fangelsi landsins eru yfirfull. Yf-
irvöld fullyrða að hinir grunuðu
muni engu að síður verða færðir
fyrir rétt en fólk sem lifði af
hörmungarnar óttast að þeir
muni ráðast gegn vitnum.
Morð í Danmörku:
Mislíkaði
dóttirin
DANMÖRK Faðir unglingsstúlku frá
Írak sem fannst látin í höfninni í
Præstø á Suður-Sjálandi í febrúar
á síðasta ári hefur verið ákærður
fyrir að hafa orðið dóttur sinni að
bana. Maðurinn var yfirheyrður
þegar lík stúlkunnar fannst en var
handtekinn í júní og hefur verið í
gæsluvarðhaldi síðan.
Faðirinn hefur áður verið
ákærður fyrir ofbeldi gegn dótt-
urinni, sem að hans mati hegðaði
sér um of eins og danskar stúlkur
í stað þess að fylgja íslömskum
hefðum. Fyrir tveimur árum síð-
an reyndi hann að kyrkja hana
með rafmagnssnúru eftir að móð-
irinn hafði fundið mynd af dönsk-
um kærasta stúlkunnar í veski
hennar. Í kjölfarið var hún tekin
af foreldrunum og komið í fóstur.
Nokkru síðar rýmkuðu dómstólar
umgengnisrétt foreldranna við
dótturina og síðustu mánuðina
fyrir lát hennar hafði hún að eigin
ósk dvalið langdvölum á heimili
þeirra. ■
Tippkeppni Fjölnis:
Skiptir um
nafn
AUGLÝSINGAR Nafn á tippkeppni
Ungmennafélagsins Fjölnis í
Grafarvogi hefur verið breytt.
Heitir keppnin nú Tippkeppni
Fjölnis og Kók í stað Carlsberg og
Fjölnis. Mistök réðu því að
bjórauglýsingar birtust í bæk-
lingnum sem dreift var í Grafar-
vogi til kynningar á leiknum. Hef-
ur formaður Fjölnis, Snorri
Hjaltason, látið hafa eftir sér að
mistökin lægju alfarið hjá Vífil-
felli, umboðsaðila Carlsberg.
Vert er að geta þess að rangt
var farið með í blaðinu í gær að
Snorri Hjaltason hefði hótað aðal-
stjórn félagsins afsögn yrði ekki
gengið að kröfum hans að engar
bjórauglýsingar yrðu notaðar í
tengslum við starfsemi Fjölnis.
Reyndust heimildir Fréttablaðs-
ins ekki eins traustar og blaðið
hélt. ■
ATVINNUMÁL Fjármálaráðuneytið
og Seðlabankinn gera ráð fyrir að
atvinnuleysi á þessu ári verði 2,8
til 3,25%. Það yrði mesta atvinnu-
leysi síðan árið 1997. Samkvæmt
könnun Samtaka atvinnulífsins
hyggjast fyrirtæki fækka starfs-
fólki um að meðaltali 1,55% á
næstu tveimur til þremur mánuð-
um. Fimmtungur stærri fyrir-
tækjanna boðar hópuppsagnir eða
uppsagnir tíu starfsmanna eða
fleiri.
Könnun SA var gerð í desem-
ber og náði til um 1.250 fyrirtækja
og bárust svör frá um 600 þeirra. Í
sambærilegri könnun í júní hugð-
ust fyrirtæki að meðaltali fækka
fólki um 0,8%. Að meðaltali hyggj-
ast fyrirtæki með starfssvæði á
landsbyggðinni fækka fólki um
1,9%, en fyrirtæki á höfuðborgar-
svæðinu um 0,6%. Fyrirtæki með
starfssvæði á landinu öllu hyggj-
ast fækka fólki um 1,8%.
Áform eru uppi um fækkun
fólks í flestum greinum fyrir utan
ferðaþjónustu, þar sem fyrirtæki
hyggjast fjölga fólki um 0,3%.
Fyrirtæki í fiskvinnslu hyggjast
fækka starfsfólki mest eða um
4,2% og fyrirtæki í útgerð hyggj-
ast fækka um 3,9%. Fyrirhuguð
fækkun fólks í sjávarútvegi getur
meðal annars átt rætur að rekja
til niðurskurðar aflaheimilda,
einkum í þorski, og til sameininga
í greininni og hagræðingar þeim
samfara.
Í könnun SA kemur fram að
fyrirtæki í iðnaði og í verslun og
þjónustu stefna að því að fækka
starfsfólki um 2%. Fjármálafyrir-
tæki hyggjast fækka um hálft
prósent og rafverktakar um 0,3%.
Eins og áður virðast fyrirtæki
sem eru með yfir 40 starfsmenn
ætla að fækka starfsfólki öðrum
fremur. Samtök atvinnulífsins
hafa áhyggjur af þessu því stóru
fyrirtækin eru alla jafna leiðandi í
aðlögun að sveiflum í efnahagslíf-
inu og því má búast við því að
smærri fyrirtækin eigi eftir að
ganga í gegnum þessa kreppu.
trausti@frettabladid.is
JAPÖNSK TÚNFISKVEIÐISKIP Í
REYKJAVÍKURHÖFN
Japanir hafa í samráði við Hafrannsókna-
stofnun og íslenskar útgerðir reynt túnfisk-
veiðar djúpt suður af landinu. Íslensk skip
hafa verið útbúin til túnfiskveiða.
Túnfiskkvóti:
30 tonn til
skiptanna
TÚNFISKKVÓTI Sjávarútvegsráðu-
neytið hefur auglýst lausan til
umsóknar túnfiskkvóta sem Ís-
land fékk úthlutað.
Í framhaldi af inngöngu Ís-
lands í Atlantshafstúnfiskveiði-
ráðið í fyrra kom 30 tonna kvóti
bláuggatúnfisks í hlut Íslands.
Um er að ræða veiðiheimildir úr
stofni Austur-Atlantshafs
bláuggatúnfisks en útbreiðslu-
svæði hans er talið ná frá Græn-
höfðaeyjum til Noregs.
Útgerðir sem áhuga hafa á að
taka þátt í þessum veiðum skulu
sækja um veiðiheimildir til sjáv-
arútvegsráðuneytisins fyrir 24.
janúar 2003. Við úthlutun verður
sérstaklega litið til fyrri veiða
skips úr viðkomandi stofni, stærð-
ar þess og gerðar. Einnig verður
tekið mið af búnaði skips. ■
Samfylkingin í Norðaust-
urkjördæmi:
Sigurður Þór
kosningastjóri
KOSNINGAR Samfylkingin í Norð-
austurkjördæmi hefur ráðið Sig-
urð Þór Salvarsson, fjölmiðla-
fræðing á Akureyri og fyrrver-
andi deildarstjóra Ríkisútvarps-
ins á Akureyri, í stöðu kosninga-
stjóra flokksins fyrir alþingis-
kosningarnar í vor. Sigurður Þór
tekur til starfa um miðjan janúar,
en aðalkosningaskrifstofa Sam-
fylkingarinnar í Norðausturkjör-
dæmi verður á Akureyri. ■
FRANKFURT, AP Samningamenn
þýskra stjórnvalda og verkalýðs-
félaga náðu í gær samkomulagi í
launadeilu sem óttast var að gæti
leitt til allsherjarverkfalls starfs-
manna í þjónustugeiranum. Sam-
komulag náðist um 4,4% launa-
hækkanir á 27 mánuðum en
verkalýðsfélögin höfðu farið fram
á þriggja prósenta hækkun um
áramót. Sá árangur náðist í lok 31
klukkustundar samningafundar.
Verkalýðsfélögin náðu fram
einu helsta baráttumáli sínu um
að launamenn í gamla Austur-
Þýskalandi skyldu fá greidd jafn
há laun og launamenn í því sem
hét Vestur-Þýskaland. Talsverður
launamunur hefur verið á milli
landshlutanna tveggja og efna-
hagsástand mun verra í austur-
hlutanum en vesturhlutanum.
Lutz Trümper, borgarstjóri í Mag-
deburg í austurhluta Þýskalands,
sagði þetta leiða til þess að borgin
þyrfti að segja upp nokkur hund-
ruð starfsmönnum til að geta
greitt hærri laun.
Forystumenn verkalýðsfélaga
höfðu hótað verkfalli eftir tvær
vikur ef samkomulag næðist
ekki. ■
ADOLF H.
BERNDSEN
Tekur við þing-
mennsku og
nefndarstörfum
af Vilhjálmi Eg-
ilssyni sem
hverfur til Was-
hington.
Adolf Berndsen á Alþingi:
Vilhjálmur til Washington á morgun
SETIÐ UM RÁÐHERRANN
Mikil spenna ríkti um niðurstöður síðasta samningafundar stjórnvalda og verkalýðsfélaga.
Allsherjarverkfalli afstýrt:
Sömu laun
í austri og vestri
Fimmtungur fyrirtækja
boðar hópuppsagnir
Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi á þessu ári verði 2,8 til 3,25%. Fjölmörg
fyrirtæki hyggjast fækka starfsfólki á næstu tveimur til þremur mánuð-
um. Fyrirtæki í sjávarútvegi stefna að um 4% fækkun starfsfólks.
ÍSLENSK ERFÐAGREINING
Fjöldauppsagnir fyrirtækisins í haust er þær mestu sem um getur. Fjölmörg fyrirtæki boða
uppsagnir á næstunni.
FJÖLDI ATVINNULAUSRA AÐ
MEÐALTALI FRÁ 1980 TIL 2003
Fjöldi Hlutfall af
vinnumarkaði
2003* 5.529
2002 3.483 2,4%
2001 2.009 1,4%
2000 1.865 1,3%
1999 2.602 1,9%
1998 3.788 2,8%
1997 5.230 3,9%
1996 5.791 4,4%
1995 6.538 5,0%
1994 6.209 4,8%
1993 5.601 4,4%
1992 3.868 3,0%
1991 1.901 1,5%
1990 2.255 1,8%
1989 2.125 1,7%
1988 820 0,6 %
1987 584 0,4%
1986 823 0,7%
1985 1.105 0,9%
1984 1.481 1,3%
1983 1.187 1,0%
1982 769 0,7%
1981 407 0,4%
1980 331 0,3%
*Atvinnulausir 10. janúar
EFTIRSPURN Á VINNUMARKAÐI
Í KÖNNUN SA 2000-2002
Hyggjast fyrirtæki fjölga eða fækka fólki?
(%)
Des. 2000 0,3
Júní 2001 0,1
Des. 2001 -0,44
Júní 2002 -0,8
Des. 2002 -1,55