Fréttablaðið - 11.01.2003, Page 6

Fréttablaðið - 11.01.2003, Page 6
ATVINNUMÁL Verktakafyrirtækið Kraftvaki var á fimmtudag úr- skurðað gjaldþrota fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur. Fyrirtækið hlaut á sínum tíma það verkefni að annast breytingar á Þjóðminjasafninu en í haust gafst fyrirtækið upp og sagði upp smiðum og verkamönnum. Skuldahali var á eftir fyrirtækinu eftir að það annaðist breytingar og viðbyggingu við endurhæfingar- stofnuna Reykjalund. Í september hætti Kraftvaki að greiða starfsmönnum sínum í Þjóð- minjasafninu laun. Í framhaldi þess lögðu smiðir og verkamenn niður vinnu. Einar Bragason trésmiður var trúnaðarmaður mannskapsins. „Ég hafði sem trúnaðarmaður reynt að fá svör um það hvort menn fengju launin sín sem voru í van- skilum. Eigandinn bað um frest. Mannskapurinn lagði niður vinnu á föstudegi en þegar ég kom til vinnu eftir helgina var ég rekinn og mér meinaður aðgangur að húsinu. Ég krafðist þess að fá eigur mínar. Þeir létu loks undan en mér var bannað að tala við mannskapinn. Brott- reksturinn spurðist þó strax út og allir félagar mínir hættu. Þeim var svo öllum sagt upp,“ segir Einar. Alls misstu 15 smiðir og verka- menn misstu vinnuna. Portúgalskur verkamaður var einn þeirra. Einar segir að erfitt hafi verið hjá mörg- um að búa við tekjuleysi mánuðum saman. „Það er búið að vera mjög erfitt fjárhagslega hjá mörgum og menn hafa þurft að lifa á lánum. Portú- galskur verkamaður sem var í okk- ar hópi var í afar erfiðri aðstöðu enda með konu og ungt barn á fram- færi. Hann þurfti að leita á náðir kirkjunnar fyrir jólin til að fá mat,“ segir Einar. Hann segir að gjald- þrotaúrskurðurinn í gær feli í sér ákveðinn létti fyrir starfsmennina fyrrverandi. „Nú fáum við atvinnu- leysisbætur sem við áttum ekki rétt til í því óvissuástandi sem ríkti,“ segir Einar. Síðastliðið vor reyndu eigendur Kraftvaka að framselja sjálfum sér verkefnið við Þjóðminjasafnið með því að fela Kvarða Vélsmiðju að annast verkið. Framkvæmdasýsla ríkisins rak þá til baka með kenni- tölubreytinguna. Þá gripu eigend- urnir fyrirtækjanna tveggja til þess ráðs að gera samning milli Kvarða og Kraftvaka um að fyrrnefnda fyr- irtækið yrði undirverktaki hjá hinu síðara. Framkvæmdasýsla ríkisins tók samninginn athugasemdalaust yfir og hefur nú ásamt Trygginga- miðstöðinni sömu aðila og áður önn- uðust framkvæmdirnar í vinnu á annarri kennitölu sem undirverk- taka. rt@frettabladid.is 6 11. janúar 2003 LAUGARDAGURVEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 46 1. 2. 3. Sjóvá - Almennar hafa keypt 25% hlutafjár í Eignarhaldsfé- laginu Stofni ehf. sem er móð- urfélag P. Samúelssonar hf. sem m.a. flytur inn þekkta bíla- tegund. Hvaða? Innbrotsþjófar notuðu heldur óvenjulega aðferð til að brjót- ast inn í verslun Hans Petersen á Laugavegi. Hvaða? Ein af okkar ástsælustu söng- konum hefur söðlað um og helgað sig myndlist. Hver er það? GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 80.62 -0.26% Sterlingspund 129.63 -0.42% Dönsk króna 11.41 -0.21% Evra 84.79 -0.22% Gengisvístala krónu 124,09 -0,84% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 391 Velta 6.135 m ICEX-15 1.334 0,05% Mestu viðskipti Kaupþing banki hf. 282.518.260 Grandi hf. 156.838.000 Pharmaco hf. 94.697.295 Mesta hækkun Kaupþing banki hf. 1,9% Grandi hf. 1,71% Íslenskir aðalverktakar hf. 1,47% Mesta lækkun Hampiðjan hf. -16,49% SÍF hf. -0,97% Baugur Group hf. -0,93% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8778,7 0,0% Nasdaq*: 1447,6 0,6% FTSE: 3974,1 1,0% DAX: 3060,6 0,8% Nikkei: 8470,5 -0,3% S&P*: 928,8 0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 SEOUL, SUÐUR-KÓREU, AP Norður- kóresk stjórnvöld skella skuldinni af uppsögn sinni á sáttmálanum gegn frekari útbreiðslu kjarn- orkuvopna á Bandaríkjamenn. Þau segja að árásargjörn stefna Bandaríkjanna gegn þessu ein- angraða kommúnistaríki hafi orð- ið til þess að það hafi neyðst til að segja samningnum upp. John Bolton, sem fer með vopnaeftirlits- og öryggismál í bandarísku stjórnsýslunni, segir uppsögnina ekki koma á óvart. „Norður-Kóreumenn virtu sátt- málann að vettugi þegar þeir voru aðilar að honum.“ Stjórnvöld í Norður-Kóreu segjast ekki ætla að koma sér upp kjarnorkuvopnum en önnur ríki eru vantrúuð á þá yfirlýsingu. Bandaríkjamenn telja að Norður- Kórea sé þegar búin að koma sér upp einni eða tveimur kjarnorku- sprengjum. Japanir hvöttu Norður-Kóreu- menn til að snúa ákvörðun sinni við og Suður-Kóreumenn sögðu lífsspursmál að leysa deiluna um kjarnorkuvopnaáætlun Norður- Kóreumanna. ■ Kjarnorkuvopnasáttmála sagt upp: Spennan magnast í Kóreu INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Ætlar að ræða virkjunarmálið í borgar- stjórn. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir: Rætt í flokknum STJÓRNMÁL „Ég vil ræða þetta mál í borgarstjórnarflokknum fyrst,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri um afstöðu sína til þess hvort Reykjavíkurborg sam- þykki að veita ábyrgð vegna fyrir- hugaðra virkjunarframkvæmda við Kárahnjúka. Eigendanefnd hefur skilað áliti á arðsemismati Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar þar sem fram kemur að miklar líkur séu á hagnaði vegna virkjunarinn- ar. Innan Reykjavíkurlistans eru skiptar skoðanir um hvort réttar forsendur séu að baki arðsemis- matinu. Afstöðu borgarstjóra í málinu hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. „Það skiptir öllu að fá í hendur skýrslu um þetta frá hlutlausum aðilum sem komast að þeirri nið- urstöðu að aðferðafræðin við arð- semismatið hafi verið rétt,“ segir Ingibjörg Sólrún. ■ VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Telur rétt að skoða á ný grundvöll fyrir rekstri hönnunarmiðstöðvar. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra: Kannar kostina IÐNAÐUR Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, vill endurvekja hugmynd um hönnun- armiðstöð, líkt og haldið var úti fyrir nokkrum árum. Ráðherra hefur skipað nefnd sem ætlað er að meta ávinning af rekstri slíkr- ar miðstöðvar fyrir íslenskt at- vinnu- og efnahagslíf og koma með tillögur í því sambandi. Nefndin á meðal annars að leggja mat á hugsanlegar áherslur í starfi hönnunarmiðstöðvar, kostn- að og fjármögnun í slíkri starf- semi og önnur atriði sem henni tengjast. Höfð verði hliðsjón af fyrra starfi hönnunarmiðstöðvar hér á landi sem og sambærilegu starfi erlendis á þessu sviði. Nefndarmönnum er ætlað að skila tillögum fyrir 6. mars næstkom- andi. ■ UMSÁTRI LOKIÐ Vopnaðir lögreglumenn notuðu brunastiga til þess að kanna aðstæður í íbúð manns- ins eftir að eldur hafði kviknað í bygging- unni. Umsátri lokið: Lík fannst í byggingunni LONDON, AP Lögreglan í Lundúnum hefur staðfest að tveggja vikna umsátri við íbúð í austurhluta borgarinnar sé nú lokið. Eftir að hafa skipst á byssuskotum við vopnaðan mann sem hafðist fyrir í íbúðinni kastaði lögreglan hand- sprengjum og sprautaði táragasi inn í íbúðina. Stuttu síðar braust út eldur, líklega af völdum manns- ins. Kalla þurfti til slökkviliðs- menn til að ráða bug á eldinum og í kjölfarið fóru vopnaðir lögreglu- menn að byggingunni til að kanna aðstæður. Komu þeir þá auga á líkamsleifar sem talið er að til- heyri byssumanninum, Ely Hall. Talsmaður lögreglunnar sagð- ist harma að umsátrinu skyldi ljúka með þessum hætti en viður- kenndi að mikill léttir væri að fleiri líf skyldu ekki hafa glatast. Maðurinn hafði að sögn tals- mannsins gefið í skyn að hann ætlaði sér ekki að nást lifandi og hótað því að verða lögreglumanni að bana í skotbardaganum. Af öryggisástæðum urðu lög- reglumenn að bíða úrskurðar verkfræðings áður en þeir fengu að fara inn í húsið til þess að sækja líkið og framkvæma vett- vangsrannsókn. Dánarorsök mannsins er því enn ókunn en bú- ist er við að krufning muni varpa frekara ljósi á málið. ■ Verkamaður Kraftvaka leitaði til kirkjunnar Kraftvaki úrskurðaður gjaldþrota. Forsvarsmenn ráku í haust trúnaðar- mann sinn í Þjóðminjasafninu og sögðu upp fimmtán starfsmönnum. Frosthörkur í Rússlandi: Heimilislausir frjósa í hel MOSKVA, AP Ekkert lát virðist vera á gífurlegum frosthörkum sem herjað hafa í Rússlandi und- anfarna daga og vikur. Veturinn er einn sá versti í manna minn- um og nú þegar hafa 270 manns látið lífið af völdum kuldans auk þess sem á þriðja þúsund manns hafa leitað til læknis vegna kals og ofkælingar. Flestir hinna látnu eru heimil- islaust eða drukkið fólk sem finnur ekki húsaskjól og sofnar á víðavangi. Þessu fólki er iðu- lega hent út af lestarstöðvum og öðrum opinberum stöðum af lög- reglunni. Í Moskvu rekur hið op- inbera aðeins átta athvörf fyrir heimilislausa borgarbúa, sem eru u.þ.b. 100.000 talsins. Engu að síður eru þau sjaldnast fullsetin jafnvel þó frostið fari niður fyrir -30˚C. Fólkið ber því við að því sé vísað á brott frá at- hvörfunum vegna þess að það hefur engin persónuskilríki. Yfirvöld í Rússlandi hafa ver- ið harðlega gagnrýnd fyrir að- gerðaleysi í málum þessa ólán- sama fólks og talsmaður Lækna án landamæra líkir ástandinu við hernaðarátök. Samtökin, sem eru með hjálparstarf í landinu, hafa þrýst á stjórnvöld að fjölga athvörfum á köldustu dögunum og hætta að krefjast skilríkja. ■ ÞJÓÐMINJASAFNIÐ Aðalverktaki við yfirstandandi breytingar hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Eigendurnir eru enn í vinnu í safninu en nú sem undirverktakar. EINAR BRAGASON Trúnaðarmaður Kraftvaka var rekinn eftir að starfsmennirnir í Þjóðminjasafninu lögðu niður störf. KIM JONG-IL Norður-Kóreumenn vara Bandaríkjamenn við því að bregðast of harkalega við og segja stríð á Kóreuskaga upphafið að þriðju heimsstyrjöldinni. 52 féllu í bardögum: Börðust um naut KAMPALA, ÚGANDA, AP Átök tveggja úganskra ættbálka um nautgripi enduðu með því að 52 menn lágu í valnum eftir tveggja daga bar- daga. Upphafið að bardögunum var að menn af Pokot-ættbálknum fóru yfir landamæri Kenýa og Úganda til að stela nautgripum frá mönn- um af Karamojong-ættbálknum. Ættbálkarnir tókust á í tvo daga áður en úganski herinn tók í taum- ana og stöðvaði bardaga þeirra. Þá höfðu 35 Pokotar og 17 Kara- mojongar fallið í bardögunum en eftirlifandi Pokotum tókst að flýja með nokkra tugi nautgripa. ■ HEIMILISLAUS Þessi gamli maður yljaði sér og kettinum sínum í neðanjarðarlestakerfi Moskvuborg- ar meðan frostið úti fyrir fór niður í -31˚C.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.