Fréttablaðið - 11.01.2003, Page 16

Fréttablaðið - 11.01.2003, Page 16
16 11. janúar 2003 LAUGARDAGUR ÍÞRÓTTIR Í DAG LAUGARDAGUR 14.20 Stöð 2 Alltaf í boltanum 14.45 Stöð 2 Enski boltinn 14.50 RÚV Stjörnuleikur KKÍ 15.00 Ásvellir Stjörnuleikur KKÍ 15.00 Sýn Football Week UK 16.00 KA-heimilið Handbolti kvenna (KA/Þór - ÍBV) 17.00 Keflavík Bikark. kvenna karfa (Keflavík B - Keflavík) 17.00 Sýn Toppleikir (Arsenal - Chelsea) 17.15 Helsinge Höllin Landsleikur í handbolta (Dan- mörk - Ísland) 17.15 RÚV Meistari Ólafur 22.30 Sýn Hnefaleikar - David Tua (David Tua - Michael Moorer) SUNNUDAGUR 13.45 Sýn Enski boltinn (Tottenham - Ev- erton) 16.00 Sýn Enski boltinn (Birmingham - Arsenal) 18.00 Sýn NFL (Ameríski fótboltinn) 19.00 Egilshöll Reykjavíkurmót í fótbolta (Fjölnir - Fylkir) 19.15 Grindavík Karfa kvenna (UMFG - KR) 19.15 Ásvellir Karfa kvenna (Haukar - UMFN) 21.00 Egilshöll Reykjarvíkurmót í fótbolta (Leiknir R. - Valur) 21.30 Sýn NFL (Ameríski fótboltinn) PAT RAFTER Vann Opna bandaríska tennismótið tvisvar. Breytingar í tennis- heiminum: Rafter legg- ur spaðann á hilluna TENNIS Ástralski tennisleikarinn Pat Rafter hefur lagt spaðann á hilluna. Rafter, sem er þrítugur að aldri, var eitt sinn efstur á stigalista Alþjóða tennissam- bandsins og hefur meðal annars unnið Opna bandaríska mótið tvisvar. Rafter hefur ekki spilað leik síðan í úrslitum Davis Cup-móts- ins árið 2001 þegar Ástralar lögðu Frakka að velli. Hann var búinn að gefa til kynna að hann myndi taka þátt í móti á þessu ári eftir að hafa jafnað sig af meiðsl- um. Hann lét þó ekki verða af því. ■ OLIVIER DACOURT Franski leikmaðurinn er á leið til Roma frá Leeds. Olivier Dacourt: Leigður til Roma FÓTBOLTI Olivier Dacourt, leik- maður Leeds United, hefur ver- ið lánaður til ítalska knatt- spyrnufélagsins Roma. Hann mun leika með liðinu út þetta tímabil en þá gefst Roma tæki- færi á að kaupa leikmanninn. Dacourt gekk til liðs við Leeds frá Lens í maí árið 2000 fyrir 7 milljónir punda. Hann hefur átt erfitt uppdráttar undir stjórn Terry Venables, knatt- spyrnustjóra Leeds. Hann lék síðast með liðinu í október síð- astliðnum gegn Hapoel Tel Aviv. Talið er að Dacourt verði í byrj- unarliðinu hjá Roma þegar liðið mætir Chievo á sunnudaginn kemur. „Mér hefur alltaf líkað vel við leikstíl hans og hann verður fljótur að aðlagast ítölsku knatt- spyrnunni,“ sagði Fabio Capello, knattspyrnustjóri Roma, sem hefur verið á höttunum eftir Dacourt í lengri tíma. ■ HNEFALEIKAR George Foreman, fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt, verður vígður inn í hóp hinna bestu, Hall of Fame, á þessu ári. Foreman er einn 16 hnefaleikakappa sem verða vígðir inn í höllina þann 8. júní næstkomandi. „Þetta er mikil gleðistund fyrir mig,“ sagði Foreman þegar hann frétti af vígslunni. „Þegar ég heimsótti höllina í fyrsta skipti fyrir nokkrum árum sá ég handavafning Joe Louis. Það var þá sem ég gerði mér vonir um að fá nafn mitt skráð þar.“ Foreman vann til gullverð- launa á Ólympíuleikunum 1968. Hann vann fyrstu 37 bardagana sem atvinnuboxari þar til hann tapaði fyrir Muhammad Ali árið 1974, í stærsta bardaga sögunn- ar. Hann stundaði hnefaleika til ársins 1977, þegar hann hætti til að gerast predikari. Hann snéri þó aftur í hringinn tíu árum síð- ar. Þegar hann var 45 ára rotaði hann Michael Moorer, sem þá var 26 ára, og vann bæði WBA- og IBF-titlana. Hann varð þar með elsti heimsmeistarinn í hnefaleikum. Foreman lagði hanskana á hilluna árið 1997 og hafði þá sett nýtt met, unnið 76 bardaga en aðeins tapað fimm. ■ Predikarinn fær nafn sitt skráð MEÐ BIBLÍUNA Í HENDI George Foreman er þekktur undir nafninu predikarinn. Hér sést hann glaðbeittur með Biblíuna í hendi. HANDBOLTI Sigfús Sigurðsson, leik- maður þýska liðsins Magdeburg og íslenska landsliðsins í hand- bolta, undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í Portúgal í lok mánað- arins. Vegna meiðsla í nára missti Sigfús af tveimur fyrstu leikjum Íslands gegn Slóveníu sem háðir voru fyrir skömmu. Hann segist vera orðinn góður af meiðslunum og til í slaginn fyrir HM. Að sögn Sigfúsar hefur verið leikið stíft í Magdeburg undanfar- ið og hefur hann ekki fengið neina hvíld að ráði síðan í september. „Við erum búnir að spila mikið og eiginlega búnir að spila fast tvisvar í viku. Síðustu vikuna í desember spiluðum við þrjá leiki, síðan var meistarakeppni hjá okk- ur og þá spiluðum við tvo leiki sömu helgina. Síðan eru öll þessi ferðalög sem ég er ekki vanur hérna heima,“ sagði Sigfús þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Líður vel í Þýskalandi Aðspurður segir Sigfús að sér líði afar vel úti í Þýskalandi. „Fé- lagskapurinn í liðinu er góður og fólkið í borginni er mjög skemmtilegt og gott. Það gengur bara allt mjög vel.“ Hann segist hafa fundið sig vel í liði Magde- burg síðan hann gekk til liðs við það fyrir þessa leiktíð. „Mér hef- ur gengið alveg ótrúlega vel að komast inn í þetta hjá þeim. Þegar ég fór á Selfoss á sínum tíma tók það tvo til þrjá mánuði að komast inn í spilamennskuna hjá liðinu en þetta kom bara strax í fyrsta leik hérna.“ Að sögn Sigfúsar er handbolt- inn í Þýskalandi í háum gæða- flokki. „Þetta er mjög sterk deild og ég held að það séu bara eitt eða tvö lið hérna heima sem hefðu eitthvað að gera í Bundesliguna og þá væru þau líklegast stödd frá tíunda sæti og niður úr.“ Þegar Sigfús er ekki að æfa stundar hann þýskunámið stíft og segir það ganga alveg ágætlega. Þar fyrir utan eyðir hann tölu- verðum tíma í sjúkraþjálfun og nudd til að halda sér gangandi. Íslenska liðið gæti náð langt Sigfús hefur sjálfur ekki sett sér markmið fyrir HM en telur að íslenska liðið gæti náð langt. „Mér finnst við alveg eiga að geta farið alla leið ef við höldum rétt á spöð- unum. Menn þurfa að spila saman sem lið en ekki sem einstakling- ar.“ Sigfús segist ekki eiga sér neinn leikmann sem hann líti upp til umfram annan. Hann segir hins vegar að Ólafur Stefánsson, samherji sinn hjá Magdeburg og landsliðinu og nýkjörinn íþrótta- maður ársins, hafi stutt vel við bakið á sér síðan hann kom til Þýskalands. „Við höfum talað mikið saman og rætt ýmsa hluti og það skilar sér með betri sam- skiptum og betri vináttu. Síðan ég kom út er hann búinn að vera mín stoð og stytta og hefur eiginlega bjargað mér.“ Þess má geta að Al- freð Gíslason, fyrrverandi lands- liðsmaður í handbolta, er þjálfari Magdeburg og fékk hann Sigfús til félagsins á sínum tíma. Sigfús, sem er 27 ára gamall, gerði tveggja ára samning við Magdeburg fyrir þessa leiktíð og segist stefna að því að halda áfram í atvinnumennskunni næstu árinu. Aðspurður hvort at- vinnumennskan sé ekki erfitt starf segir hann tvær hliðar vera á því. Það auðvelda sé að hann þurfi ekki að vinna með handbolt- anum en ýmislegt annað geri starfið erfitt. „Álagið og pressan eru miklu meiri en þetta lærist. Þetta kemst upp í vana eins og allt annað sem maður gerir.“ freyr@frettabladid.is Sigfús Sigurðsson handboltakappi undirbýr sig af fullum krafti fyrir HM í Portúgal í lok mánaðarins. Honum líkar lífið vel sem atvinnumaður hjá þýska liðinu Magdeburg og leggur stund á þýskunám í frítíma sínum. SIGFÚS Sigfús Sigurðsson hefur staðið í ströngu með Magdeburg undanfarið. Í LANDSLEIK Línumaðurinn knái Sigfús Sigurðsson í leik íslenska landsliðsins gegn Slóveníu á þriðjudaginn. Hann segist hlakka rosalega mikið til að komast í átökin á HM í Portúgal. Iðkar þýsku- nám af kappi George Foreman í Hall of Fame:

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.