Fréttablaðið - 11.01.2003, Side 20
20 11. janúar 2003 LAUGARDAGUR
Það var bara kominn tími til aðhætta. Þetta hefur verið
óhemju mikil fjarvera svo nú
tekur við að eyða tíma með kon-
unni og börnunum,“ segir
Brynjólfur, sem á þrjú uppkomin
börn og sex barnabörn og segist
vissulega hafa misst af mörgum
stórviðburðum í fjölskyldunni.
„Ég var nú til dæmis aldrei í
landi þegar börnin fæddust og 15
sinnum á sjó yfir jól og áramót.
Þegar veitt var fyrir erlendan
markað var keppst um að halda
skipunum úti um jólin og selja í
byrjun janúar. Þá voru engir aðr-
ir á sjó svo við áttum markaðinn
og verðið gat farið upp úr öllu
valdi. En það var líka þannig að
þegar ég var heima á annað borð
þá áttu börnin mig með húð og
hári og þýddi nú lítið að ætla að
vera stikkfrí.“
Brynjólfur viðurkennir að
erfitt sé að mynda tengsl við fjöl-
skylduna á einum sólarhring á
hálfsmánaðar fresti, en seinni
árin hafi hann tekið mun lengri
frí. „Ég tók mér frí svona þriðja
hvern túr. En ég get sagt þér að
konan mín er búin að byggja
þrisvar. Þær verða svo sjálfstæð-
ar, sjómannskonurnar, og þýddi
lítið fyrir mig að ætla að fara að
stjórna þegar ég kom í land. En
maður aðlagar sig,“ segir
Brynjólfur brosandi.
Þá var maður frjáls
Brynjólfur er ekki uggandi
um framtíð sjávarútvegsins þrátt
fyrir að menn sæki nú mun
minna í nám tengt sjósókn. „Það
er í sjálfu sér eðlilegt að menn
langi ekki á sjó. Þegar ungt fólk
er að spá í að stofna heimili
finnst því að sjálfsögðu ekki eft-
irsóknarvert að annar aðilinn sé
meira og minna að heiman. Ungu
mennirnir sem koma á skipin í
dag sjá það yfirleitt ekki fyrir
sér sem ævistarf og eru alltaf á
leiðinni eitthvert annað. En ef ég
persónulega gæti byrjað upp á
nýtt myndi ég gera nákvæmlega
það sama.“
Brynjólfur man tímana tvenna
í sjósókninni og segir að spennan
hafi verið miklu meiri hér áður
fyrr. „Þegar ég var að byrja þá
sigldi maður út á sundin og hugs-
aði með sér: Ætti ég að fara á
Austur-Grænland eða eitthvert
annað. Maður hleraði eftir frétt-
um hjá loftskeytamönnum og ef
lítið var að hafa á heimamiðum þá
skellti maður sér yfir. Þá var mað-
ur frjáls,“ segir Brynjólfur með
glampa í augunum. „Það er ekki
hægt að líkja þessu saman, núna
fær maður að vita hvað má veiða
áður en maður fer og verður að
taka þetta af þessari tegundinni
og hitt af hinni. Það er auðvitað
ekki nærri því jafn spennandi að
vera bundinn af kvóta og reglu-
gerðum.“
Brynjólfur segist alltaf hafa
verið heppinn með áhöfn og fátt
leiðinlegt eða slæmt gerst um
borð í hans skipi. „Það kom auð-
vitað fyrir að menn veiktust eða
fengu slæmar fréttir að heiman,
og þá er ekki auðvelt að vera á sjó.
En yfirleitt reyndi maður að koma
þessum mönnum heim með ein-
hverju móti, ef við vorum staddir
í úthafi komum við viðkomandi á
skip sem var á heimleið. En það
hefur verið furðu rólegt yfir
minni áhöfn alla tíð. Ég lenti einu
sinni í því að maður varð bráð-
kvaddur við vinnu sína um borð
og það var að sjálfsögðu erfitt. Ég
hef þó aldrei þurft að vera beint í
sálusorgarahlutverki, menn
standa bara saman þegar eitthvað
bjátar á og ég er óskaplega þakk-
látur fyrir hversu vel hefur geng-
ið.“
Sjóveikur í tíu ár
Brynjólfur jánkar því hlæjandi
að hann hafi einhvern tíma verið
hræddur til sjós. „Ég var hræddur
við hvert einasta híf. Ég var alltaf
öskrandi og æpandi í brúnni og
skíthræddur um mennina á dekk-
inu. Skíthræddur,“ endurtekur
Brynjólfur. „En maður á að vera
hræddur. Ég er líka einn af fáum
skipstjórum sem hafa verið með
heyrnleysingja um borð, það hef-
ur einhvern veginn fylgt mér. En
það var merkilegt með þá að þeg-
ar önnur hreyfing kom á skipið
skynjuðu þeir það á sérstakan
hátt og svo heyrðu þeir ískrið þeg-
ar ég flautaði skipsflautunni.“
Brynjólfur horfir hugsandi
fram fyrir sig og segir svo: „Ég
var líka sjóveikur. Í tíu ár var ég
bullandi sjóveikur. Þá bráði yfir-
leitt af mér á þriðja degi, en svo
lagaðist þetta með árunum.“
Sjávarháski við
Nýfundnaland
Brynjólfur komst í hann krapp-
an við Nýfundnaland árið 1959
þegar hann var skipstjóri á Mars.
„Við vorum nýkomnir á miðin
þegar gerði norðanveður með
miklu frosti. Við börðum ís í tvo
sólarhringa, en sem dæmi um ís-
inguna varð vír sem er eins og litli
putti á þykkt eins og tunnubotn á
sex klukkutímum. Þorkell Máni
og Júlí voru þarna að veiðum og
við heyrðum í Júlí um kvöldið.
Um morguninn heyrðist ekkert í
honum, hann var farinn niður með
allri áhöfninni.“ Brynjólfur verð-
ur alvarlegur á svip. „Við gerðum
okkur samt enga grein fyrir því
fyrr en eftir á hversu hætt við
vorum komnir. Þorkell Máni lenti
í hörmulegum vandræðum og
þegar við komum að honum var
áhöfnin hangandi í böndum fram
á hvalbak berjandi ís. Þeir björg-
uðu sér svo með því að brenna
björgunarbátana utan af skipinu
með logsuðutæki. Annars hefðu
þeir farið á hliðina og horfið líka.
Þetta var mikið slysaár,“ segir
Brynjólfur. „Hálfum mánuði
seinna fórst Hermóður í aftaka-
veðri undan Stafnesi.“
Ferskur fiskur á 18. degi
Tækjabúnaður og aðbúnaður
hafa að sjálfsögðu tekið stökk-
breytingum á ferli Brynjólfs.
„Þetta breyttist náttúrlega svo
mikið þegar horfið var frá því að
gera að í það að fullvinna aflann.
Menn eru eiginlega allir komnir
undir þilfar.“
Hann vill þó ekki viðurkenna
að fiskurinn hafi verið orðinn
óætur hér áður fyrr þegar komið
var með hann til hafnar eftir
langt volk á sjó. „Þetta var allt
sett í ís eða salt og ekkert orðið
lélegt. Við vorum kannski að
selja á 18. degi í Þýskalandi, al-
veg öndvegis fisk. Einu sinni gáf-
um við umboðsmanni í soðið, sem
bauð vinkonu sinni í þorskveislu.
Hún kvartaði sáran yfir því að
það vantaði fisklyktina. Svona
var nú fiskurinn ferskur,“ segir
Brynjólfur.
Kvótinn nauðsynlegur
Hvað kvótamálin varðar er
Brynjólfur á því að kvótinn sé
nauðsynlegur. „Maður gerir sér
grein fyrir því að það verður að
vera kvóti. Það er sama hvert litið
er, fiskurinn er alls staðar að
minnka, nema hugsanlega ýsan,
það veit ég fyrir víst. En framsal-
ið var kannski della. Þegar kvót-
inn var settur á hefði átt að setja
hann á allt strax í byrjun. Vanda-
málið með kvótakerfið er að ríkis-
stjórnin á hverjum tíma verður að
geta ráðið skipafjöldanum sem á
að ná í þennan kvóta. Það er út í
hött að hægt sé að koma með göm-
ul skip sem aðrir eru hættir að
nota og ætla sér að kaupa kvóta,
enda fer það að líða undir lok. En
það þarf að vera hægt að hagræða
milli útgerða, að ég tali nú ekki
um innan útgerðar.“
Davíð og Jóhannes bíða
En nú er Brynjólfur sem sagt
sestur í helgan stein. „Ég hefði
getað verið lengur, en ég er orðinn
lúinn. Fæturnir eru ekki í sem
bestu lagi, það er algengt hjá sjó-
mönnum. En ég kvíði ekki fram-
tíðinni. Ég fer í sund á hverjum
degi og dunda svo með konunni og
börnunum.“
Brynjólfur segist gera sér
grein fyrir því að það séu ekki síð-
ur viðbrigði fyrir eiginkonuna að
hafa hann nú heima öllum stund-
um. „Ég hef samt engar áhyggjur
af því að hún fái nóg af mér,“ seg-
ir hann glaðhlakkalegur. „Við dúll-
um okkur eitthvað saman. Hún
hefur alltaf verið ofboðslega
hrædd í bíl með mér þegar ég kem
af sjónum og segir að ég sé alveg
„úti að aka“, sem er hárrétt hjá
henni. En þetta jafnar sig alltaf
allt með tímanum. Nú nota ég líka
tímann til að lesa góðar bækur og
slaka á. Davíð og Jóhannes úr
Kötlum eru til dæmis aldrei langt
undan,“ segir Brynjólfur, „og ekki
amalegt að geta endurnýjað kynn-
in við þá.“ ■
Hetjur hafsins láta ekki alltaf mikið yfir sér og óhætt að segja að Brynjólfur Halldórsson, skipstjóri og aflakló í hálfa öld, taki lífinu af æðruleysi
og stóískri ró. Hann fór fyrst til sjós í mars árið 1953, þá ungur maður, og hefur starfað við sjósókn óslitið síðan. Brynjólfur tók við skipstjórn á
gufutogaranum Geir árið 1965 og síðan hefur hann staðið í brúnni og borið ábyrgð á lífi og limum sinna manna, og því hvort vel gengur í
túrnum. Hann var síðast skipstjóri á Frera, en hefur stýrt fjölmörgum togurum farsællega í gegnum tíðina. Nú er Brynjólfur kominn í land.
Maður á að vera hræddur
KEMPA Í 50 ÁR
Brynjólfur Halldórsson skipstjóri steig af skipsfjöl í síðasta sinn nú rétt fyrir jólin eftir 50 ára farsælt starf á sjónum