Fréttablaðið - 11.01.2003, Síða 25

Fréttablaðið - 11.01.2003, Síða 25
um. „Það má segja að ég sé enn- þá að leika mér á sömu þúfunni. Í túninu heima.“ Með nýjustu tækni Hjá Hallgrími Helgasyni er það hins vegar ekki dauðinn held- ur húmorinn sem svífur yfir vötn- um. Hann sýnir nokkur stór mál- verk af teiknimyndahetjunni Grim, sem varla getur reyndar talist hetja en hefur birst á marg- víslegum vettvangi sem eins kon- ar annað sjálf Hallgríms. Hallgrímur notar nýjustu tölvutækni í verkum sínum að þessu sinni. Þetta eru stór verk á striga, ekki máluð heldur prentuð í sérstökum prentara. „Maður tengir sig svo vel við tímann með því að vera að vinna með allra nýjustu tækni,“ segir Hallgrímur. „Teikningin er skönnuð inn, lituð í tölvunni og svo prentuð út á strigann.“ Það finnst honum spennandi. „Þetta er þriðja sýningin mín með Grim. Sú fyrsta var svart- hvít, númer tvö var í lit. Þær voru báðar unnar á pappír. En núna er ég kominn með þetta á striga og nota um leið nýjustu tæknina.“ Á galeiðu herra Húmors Eitt verkanna á sýningunni er reyndar tileinkað þrælahaldara nokkrum sem Húmor heitir. Á myndinni sést Grim þræla við að moka gryfju eina mikla á miðju leiksviði Borgarleikhússins. Hall- grímur er spurður hvort honum þyki húmorinn helst til harður húsbóndi. „Já, sérstaklega þegar ég var að vinna vikulegar teiknimynda- seríur með Grim í Fókus í gamla daga, þá var oft helvíti erfitt að koma með eitthvað snjallt viku- lega. Það var kannski í lagi þegar maður var eingöngu í þessu, en þegar maður er í mörgu þá er það erfitt. Manni líður oft eins og maður sé þræll á galeiðu.“ En skyldi vera svo komið að hann vilji losna undan því að þjóna herra Húmor í tíma og ótíma? „Nei, nei. Þetta er sennilega bara eðlilegur partur af mér. En stundum finnur maður fyrir pressu. Fólk er alltaf að biðja mann að gera hitt og þetta og þá er það alltaf undir þeim for- merkjum að það verði fyndið. Það er alltaf verið að biðja mann um að halda ræður, koma á árshátíðir, þýða einhver leikrit eða skrifa senur inn í leikrit. Maður fær mikið af svoleiðis beiðnum.“ Að vera duglegur og vanda sig Óhætt er að segja að Bjargey hafi ekki síður en Hallgrímur haft nóg að gera í myndlistinni frá því hún útskrifaðist úr skóla fyrir um það bil nokkrum árum. Hún hefur sýnt víða erlendis, í Svíþjóð, Þýskalandi, Frakklandi, Danmörku, Finnlandi og Austur- ríki. Næst á dagskrá eru sýningar í München í Þýskalandi og í Minn- eapolis í Bandaríkjunum. Einnig stendur til að gera nýja stutt- mynd eftir handriti Bjargeyjar. „Jú, ég hef verið að sýna úti um allt. Það gengur frekar vel.“ En hvernig fer ungur mynd- listarmaður að því að koma sér á framfæri, komast að á sýningum út um allan heim? „Bara með því að vera dugleg og vanda mig. Ef maður kemst á eina góða sýningu, þá er tekið eft- ir manni og manni er boðið á aðra sýningu. Þetta er svona snjóbolti sem fer af stað. Og það byggist fyrst og fremst á því að gera góð verk.“ Hvaðan koma peningarnir? Hún hefur gert tvær stuttar kvikmyndir og verið með kvik- myndainnsetningar. „Það eru kannski fyrst og fremst þær sem hafa vakið mesta athygli. Þær hafa verið sýndar í listasöfnum víða um heim.“ Hins vegar viðurkennir hún að það sé svolítið erfitt að finna pen- inga fyrir „listrænum skrýtnum myndum,“ eins og hún orðar það. „Hvaðan koma peningar? Kannski af himnum? Ég hef feng- ið styrki og ég sel verk. Það eru bara þessar tvær leiðir sem lista- menn hafa til þess að afla sér pen- inga.“ Húbert Nói á það sammerkt með þeim Hallgrími og Bjargeyju að hafa getað helgað sig listinni og lifað á henni. Þetta er átjánda einkasýning hans. „Maður lifir ekki hátt, en svelt- ur ekki,“ segir hann. Húbert Nói tekur einnig undir það sem Bjargey sagði, að það sem máli skipti sé að gera hlutina vel. „Ég hef þá sýn að allt sem þú gerir skili sér, ef þú gerir það af alúð. Það er bara lögmál.“ gudsteinn@frettabladid.is 25LAUGARDAGUR 11. janúar 2003 HÚBERT NÓI „Farvegur skyndilausnanna hentar mér ekki,“ segir Húbert Nói.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.