Fréttablaðið - 11.01.2003, Qupperneq 27
FÁTÆKT Sigurbjörn Sveinsson, for-
maður Félags íslenskra heimilis-
lækna, segir að heimilislæknar
verði varir við fátækt í þjóðfélag-
inu.
„Við höfum svolítið yfirlit yfir
þetta því það er alls konar fólk sem
kemur til okkar,“ segir Sigurbjörn.
„Ég er búinn að starfa sem læknir
í Reykjavík í 13 ár. Þegar ég byrj-
aði hér árið 1989 vorum við að fara
inn í mjög erfitt tímabil atvinnu-
leysis og efnahagsþrengingar. Ég
get alveg sagt það að ég sé ekki
meiri fátækt núna heldur en þá. Ég
sé minni vandamál vegna atvinnu-
leysis og betri stöðu þeirra hópa
sem þá stóðu illa, eins og til dæmis
einstæðra mæðra, þannig að ef ég
ber þessa tíma saman erum við
miklu betur stödd núna. Það kann
að vera að þeir sem búa við sára
fátækt nú séu mjög afmarkaður
hópur.“
Sigurbjörn segist ekki telja að
fátækir í dag geti ekki sótt lækn-
isþjónustu vegna peningaleysis.
Ef fólk forgangsraði rétt eigi það
að hafa efni á henni þótt í sumum
tilfellum sé þjónustan hlutfalls-
lega dýrari fyrir þá sem hafi það
hvað verst. Hann bendir á að ör-
yrkjar þurfi til dæmis að greiða
250 krónur fyrir læknisþjónust-
una.
Aðspurður um það hvernig
heimilislæknar verði var-
ir við fátækt segir Sigur-
björn að andlegir erfið-
leikar og áhyggjur dragi
úr þrótti líkamans til að
fást við líkamlega sjúk-
dóma. „Það er eldgamalt
skammaryrði að segja sig
til sveitar. Flest fólk hefur
einhverja þá sjálfsvirð-
ingu sem gerir því erfitt
að bera þetta fram fyrir
lækni sínum og öðrum.
Það ber harm sinn í hljóði.
Það er ekki her manna á
Íslandi að reyna að komast á sósí-
alinn. Það er sem betur fer goð-
sögn.“
Sú óreiða sem oft leiðir til fá-
tæktarinnar er alvarlegri heilsu
manna heldur en fátæktin sjálf,
að mati Sigurbjörns. Hann segir
að það sem helst
hrjái fólk sem eigi
um sárt að binda
vegna fjárhagsá-
hyggna sé geðlægð, kvíði og þung-
lyndi. Hann segir að það sem helst
þurfi að gera hérlendis sé að skil-
greina fátækt. „Menn verða að
reyna að skilgreina vandamálið
og takast síðan pólitískt á um
lausnirnar. Það á að geta orðið til
þverpólitísk samstaða um að búa
til ákveðinn kvarða til að mæla fá-
tækt. Í framhaldinu er hægt að
greina hverjir það eru sem búa
við fátækt og taka síðan á vanda-
málinu. Ef þetta er ekki gert verð-
ur umræðan um fátækt algjörlega
ómarkviss sem leiðir til þess að
þeir sem helst eiga að njóta ávaxt-
anna af umræðunni fá ekki neitt
út úr henni.
Ég hef þá kenningu að alveg
sama hvað þjóðfélagið verður ríkt
þá verður alltaf til fátækt. Það er
innbyggt í þjóðfélagið að það er
alltaf einhver sjötti partur sem
stendur illa og þetta er afleiðing
hins vestræna efnahagskerfis. Fá-
tækt mun ekki hverfa og það
munu alltaf verða einhverjir skil-
greindir fátækir í þjóðfélagi
breytinganna.“ ■
27LAUGARDAGUR 11. janúar 2003
1. Fátækt er það þegar einstak-
lingar eða fjölskyldur eiga ekki
fyrir brýnustu nauðþurftum að
því er varðar klæði, mat og húsa-
skjól. Því hefur verið haldið fram
af félagsfræðingi sem hefur
skoðað þessi mál að til dæmis
vanti 40 þúsund krónur upp á líf-
eyrisgreiðslur úr almannatrygg-
ingakerfinu til þess að þær sam-
svari því sem hefur verið skil-
greint sem lágmarksframfærslu-
þörf af félagsmálaráðuneytinu
og sveitarfélögum.
2. Það eru margir á Íslandi
hnepptir í fjötra fátæktar. Ég
býst við að það séu á milli 10 og
15 þúsund manns sem hreinlega
líða skort og stór hluti þessa hóps
leitar til Mæðrastyrksnefndar.
Við sjáum að fátækin er að verða
sýnilegri í þjóðfélaginu. Þeir sem
eru fátækir eru ekki síst einstæð-
ir foreldrar og forsjárlausir feð-
ur, ásamt lífeyrisþegum og at-
vinnulausum.
3. Fátækt er að aukast verulega
á Íslandi og ég tel að öryggisnet
velferðarkerfisins sé brostið.
Við sjáum það á tölum frá þeim
sem sækja sér aðstoð til Mæðra-
styrksnefndar og annarra hjálp-
arstofnanna. Við sjáum það í
fjárhagsaðstoð sveitarfélaga,
sem hefur aukist um 40 til 50% á
síðastliðnu ári. Stjórnvaldsað-
gerðir hafa átt veigamikinn þátt
í þessari breytingu sem við
sjáum núna, meðal annars með
frystingu skattleysismarka og
skerðingu á barnabótum, lífeyr-
isgreiðslum og atvinnuleysisbót-
um. Ríkisvaldið hefur í raun ver-
ið að velta vandanum yfir á
sveitarfélögin. Meðal annars
vegna skerðingar ríkisvaldsins á
kjörum þeirra tekjulægstu hefur
fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna
blásið út, einkum í Reykjavík.
4. Treysta þarf öryggisnet vel-
ferðarkerfisins. Til að ná því
markmiði þarf að skilgreina lág-
marksframfærslukostnað fjöl-
skyldna og gera tillögur til úr-
bóta sem miða við að enginn hafi
sér til framfærslu tekjur undir
skilgreindum framfærslukostn-
aði. Það sem brýnast er að gera
er að afnema skatta af lágtekju-
fólki og lífeyrisþegum sem hafa
sér til framfærslu tekjur undir
lágmarkslaunum. Setja það í lög
að hækkun hjá lífeyrisþegum og
atvinnulausum verði aldrei lægri
en launavísitala. Það þarf að taka
húsnæðiskerfið fyrir láglauna-
hópa til heildarendurskoðunar og
endurreisa félagslegt húsnæðis-
kerfi á Íslandi. Þá þarf að ráðast
í það að breyta barnabótakerfinu,
sem er ekki orðið annað en bóta-
kerfi fyrir þá sem hafa allra
lægstu launin. Síðan þarf að fara
nákvæmlega í saumana á því
hvað hægt er að gera til þess að
lækka matvælaverð. ■
1. Það er til stærðfræðileg skil-
greining sem segir að þeir séu fá-
tækir sem hafi minna en helming-
inn af meðalframfærslulífeyri.
Þessi skilgreining er mjög gölluð.
Þetta er spurningin um hlutfalls-
lega neyslugetu, hvað hefurðu
mikla neyslugetu í samanburði
við aðra í þjóðfélaginu. Maður
getur verið fátækur á Íslandi þótt
hann teldist vellauðugur einhvers
staðar annars staðar í heiminum.
Þessi skilgreining hefur líka það í
för með sér að fólk sem á miklar
eignir en engar tekjur er fátækt.
Hún hefur líka þann galla að ef öll
laun og allar bætur eru tvöfaldað-
ar eru alveg jafnmargir fátækir
og nákvæmlega sama fólkið. Þessi
skilgreining hefur þessa ann-
marka en við verðum að hafa eitt-
hvað til að mæla við. Ég myndi
helst vilja hafa eitthvert annað
orð yfir þetta eins og til dæmis
hlutfallsleg neyslugeta, því við
notum svo oft hugtakið fátækt
jafnframt yfir fólk sem er að
deyja úr hungri, sem er þá vænt-
anlega raunverulega fátækt og í
allt annarri stöðu.
2. Það er vissulega til fátækt á Ís-
landi miðað við það að sumir hafa
mjög lítið til framfærslu. Ég vil
benda á það að fíkn ýmiss konar
hefur aukist, eins og áfengisfíkn,
eiturlyfjafíkn og spilafíkn. Þessari
fíknir hafa það í för með sér að
fjölskyldur fíkla búa oft á tíðum
við afskaplega sára fátækt og það
er eiginlega óháð tekjum heimilis-
ins. Ég held að menn verði að
bregðast við þessu, þetta er nýr
vandi sérstaklega eiturlyfja- og
spilafíknin.
3. Ég hugsa að eftir að laun hækk-
uðu þetta mikið á síðustu sjö árum
hafi þessi hlutfallslega fátækt ör-
ugglega aukist. Það hafa ekki allir
haldið takti við launahækkanirnar,
til dæmis hefur lífeyrir frá lífeyr-
issjóðunum hækkað eins og verð-
lag en ekki eins og laun. Nú er
gerð almenn krafa um að menn
eigi bíl og fari í utanlandsferðir en
það eru einhverjir sem geta þetta
ekki. Þó að þetta hefði ekki verið
talin fátækt fyrir fáeinum áratug-
um þá þykir það fátækt í dag.
Þetta sýnir hvað þetta hugtak er
breytilegt.
4. Fyrst og fremst þarf að halda
uppi atvinnu, þannig að allar
vinnufúsar hendur geti unnið. Þá
hafa aðrir en fíklar oft á tíðum
getað unnið sig út úr fjárhags-
vandræðum sínum. Það er kannski
einkenni á Íslandi að menn hafa
getað unnið sig upp úr fátækt og
eru ekki ævilangt brenndir fá-
tækt. Fátækt er ekki persónuein-
kenni. Menn geta breytt fátækt-
inni með því að fá sér betur laun-
aða vinnu, menntað sig betur og
lært ný störf. Þannig geta menn
komið sér upp í stöðu þeirra sem
hafa sæmilega neyslugetu. ■
Jóhanna Sigurðardóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar:
Tíu til fimmtán þús-
und manns líða skort
Pétur Blöndal,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins:
Fíkn
hefur aukist
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR
„Ríkisvaldið hefur í raun verið að velta
vandanum yfir á sveitarfélögin.“
PÉTUR BLÖNDAL
„Nú er gerð almenn krafa um að menn
eigi bíl og fari í utanlandsferðir en það
eru einhverjir sem geta þetta ekki.“
Þingmennirnir Jóhanna Sigurðardóttir og Pétur Blöndal
voru spurð eftirfarandi spurninga:
1. Hvað er fátækt?
2. Er fátækt á Íslandi?
3. Hefur fátækt verið að aukast á Íslandi og hvers vegna?
4. Hvað er hægt að gera til að sporna gegn aukinni fátækt?
ÁTANDIÐ VAR VERRA FYRIR RÚMUM ÁRATUG
Sigurbjörn Sveinsson, formaður Félags heimilislækna, segir að árið 1989 hafi þjóðfélagið gengið í gegnum mjög erfitt
tímabil atvinnuleysis og efnahagsþrenginga. Ástandið í dag sé ekki jafn slæmt og þá.
Sigurbjörn Sveinsson,
formaður Félags heimilislækna:
Hefur séð
það svartara
Könnun Fréttablaðs-
ins á fátækt á Íslandi:
Um 6,6%
segjast
fátækir
FÁTÆKT Um 6,6% Íslendinga
búa við fátækt samkvæmt
könnun Fréttablaðsins. Þetta
jafngildir því að tæplega 19
þúsund manns telji sig búa
við fátækt.
Talsvert fleiri konur en
karlar segjast búa við fátækt,
eða 8,1% kvenna og 5,1%
karla. Samkvæmt könnuninni
virðist fátækt vera lítið eitt
algengari á landsbyggðinni en
í þéttbýli. Um 6,8% íbúa á
landsbyggðinni segjast búa
við fátækt, en 6,4% íbúa í
þéttbýli. Fátækt meðal kven-
na er algengari í þéttbýli en
úti á landsbyggðinni. Um
8,4% kvenna í þéttbýli segjast
búa við fátækt en 7,6% á
landsbyggðinni. Þessu er öf-
ugt farið hjá körlum. Um 6%
karla á landsbyggðinni segj-
ast búa við fátækt, en 4,4%
karla í þéttbýli.
Samfylkingin virðist njóta
stuðnings langflestra þeirra
sem búa við fátækt, en tæp-
lega helmingur hyggst kjósa
flokkinn í kosningunum í vor.
Um 64% fátækra eru á and-
vígir ríkistjórninni en 28%
hlynntir. Þegar skoðað er til
hvaða stjórnmálamanns fá-
tækir bera mest traust, sker
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
sig úr. Davíð Oddsson forsæt-
isráðherra nýtur minnst
trausts á meðal fátækra sam-
kvæmt könnunni.
Í könnuninni var leitað
svara hjá 600 manns úr síma-
skrá og var hlutfall þeirra
jafnt á milli kynja og skiptist
hlutfallslega milli lands-
byggðar- og þéttbýlis. Eitt
prósent aðspurða voru óá-
kveðnir eða svöruðu ekki.
Spurningin sem lögð var fyrir
þátttakendur í könnunni var
svohljóðandi: Vegna umræðu
um fátækt í samfélaginu vilj-
um við spyrja þig eftirfarandi
spurningar: Býrð þú við fá-
tækt? ■