Fréttablaðið - 11.01.2003, Side 31

Fréttablaðið - 11.01.2003, Side 31
31LAUGARDAGUR 11. janúar 2002 „Matarvenjur fjölskyldunnarhafa breyst eftir að við urðum færri í heimili,“ segir séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju. „Nú erum við þrjú, konan mín, Bjarnfríður Jóhanns- dóttir, og Örn Bárður yngri sem er tvítugur.“ Hann segir fisk alltaf hafa skipað stóran sess á matseðli fjölskyldunnar. „Ég er alinn upp við fisk fimm daga vikunnar og kjöt hina tvo. Heima var meðal annars oft á boðstólum ýsa með hnoðmör, steinbítur í brúnni lauksósu og lúða, sem upp á vestfirsku var kölluð lúðulok ef hún var lítil, en spraka ef hún var stór.“ Örn segist hafa haldið fiskát- inu áfram eftir að hann stofnaði sína eigin fjölskyldu. „Við höf- um mikið borðað ýsu, soðna eða steikta, og það sem hefur breyst er auðvitað hvað Íslendingar eru farnir að búa til fjölbreytta fisk- rétti með nýjum kryddum og út- færslum. Annars er kjúklingur í mestu uppáhaldi, meðan dregið hefur úr lambakjötsmáltíðum. Það kemur hvort tveggja til, hvað kjúklingur fæst í miklu úr- vali, bringur og læri tilbúin til eldunar, og hvað hann er létt- meltur og góður. Hins vegar þegar ég hugsa um lambakjöt koma upp í hugann frosið læri eða hryggur. Ég sé til dæmis aldrei lambakjötsgúllas í hillum verslana. Af hverju eru lamba- kjötsframleiðendur ekki með hráefnið hanterað þannig að það sé aðgengilegra?“ Fjölskylda Arnar Bárðar prófaði á tímabili alls kyns pastarétti, en hefur dregið úr því. „Þessir kolvetnaríku pasta- réttir fara bara ekki vel í mig,“ segir Örn. Hann segir langan vinnudag og vaktavinnu setja svip á matseldina. „Konan mín vinnur á vöktum þannig að við tölum okkur saman um hvort við ætl- um að elda yfirleitt eða hafa bara snarl.“ Aðspurður hvort þau freistist til að kaupa sér mat á skyndi- bitastöðum segir Örn það vel geta komið fyrir. „Þá helst eitt- hvað kínverskt eða austurlenskt sem við tökum með okkur heim. Það er líka mikil synd að fólk skuli ekki með góðu móti geta farið út og borðað á veitinga- stöðum, það er svo dýrt,“ segir Örn Bárður og hneykslast eins og margir á undan honum yfir uppsprengdu verði á borðvínum á slíkum stöðum. Þrátt fyrir að Örn hafi búið með fjölskylduna á Spáni einn vetur dregur matar- gerðin ekki mikinn dám af því. „Það var yndislegt að vera á Spáni og þar var auðvitað oft farið út að borða. Við fluttum þó ekki með okkur heim mikið af spænskum hefðum,“ segir Örn Bárður og gefur lesendum upp- skrift að indverskum kjúklinga- bringum með nanbrauði. ■ Lúðulok í uppáhaldi – lambakjöt á undanhaldi Eftir því sem fjölskyldumeðlimum fækkar breytist matseldin og stundum verður snarlið ofan á. Langur vinnudagur og vaktavinna skipta auðvitað líka verulegu máli. En séra Örn Bárður og fjölskylda eru afar hrifin af kjúklingum. ÖRN BÁRÐUR JÓNSSON OG BJARNFRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR Fjölskyldan hefur alltaf borðað mikinn fisk og hefur dálæti á kjúklingum. Nú eru þau bara þrjú í heimili en voru sex. Indverskar kjúklinga- bringur og nanbrauð 4-6 bringur - skornar í litla strimla 1 flaska tómatsósa 4 msk Madras-karrý, sterkt 6 hvítlauksrif, marin Salt og pipar eftir smekk Engiferrót - smábiti, saxaður Kjötinu er velt upp úr þessu öllu og það steikt snöggt í potti. Sýrðum rjóma - einni dós - er bætt saman við afganginn af kryddsósunni og hellt yfir steikt kjötið og látið malla smástund. Borið fram með nanbrauði, hrísgrjónum og gúrkusalati, sem er alveg ómissandi með þessum bragðmikla rétti, en gúrkurnar eru skornar í litla teninga og þeir settir í hreina jógúrt. Nanbrauðið er hægt að kaupa tilbúið og hita það í ofni eða baka það samkvæmt þessari uppskrift Nanbrauð Hveiti, olíu, vatni og smá salti er hrært saman og deigið flatt út í hæfilega stórar kökur og þær settar á grind undir grilli í ofni og snúið eftir þörfum. Þá má setja kryddjurtir í deigið eftir smekk. Uppskriftin er stór og dugar fyrir að minnsta kosti 6 manns. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.