Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.01.2003, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 11.01.2003, Qupperneq 45
45LAUGARDAGUR 11. janúar 2003 Léttu þér lífið – með gómsætum léttum ostum LEYNIBÍLL Aston Martin bílaframleiðandinn stóð fyrir sýningu fyrir skömmu. Þar mátti meðal annars sjá bílinn sem James Bond notaði í myndinni „Die Another Day.“ Bíllinn er að sjálfsögðu stútfullur af alls kyns tækjum og tólum. It’s all about love frumsýnd: Það er líf eftir Festen KVIKMYNDIR Kvikmyndin It’s all about love var frumsýnd í Dan- mörku í gær. Myndin er fyrsta mynd leikstjórans Thomasar Vinterbergs eftir Festen, sem sýnd var hér á landi og hann hlaut heimsfrægð fyrir. Í dómi Politiken fær myndin fjögur hjörtu af sex og lýkur dómnum á þeim orðum að það sé líf eftir Festen. Myndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda líta Danir á Vinterberg sem einn af sínum helstu vonarpen- ingum í kvikmyndaiðnaðinum. Eins og nafnið gefur til kynna er ástarmynd á ferð. Hún er á ensku og skartar þeim Claire Danes og Joaquin Phoenix í aðalhlutverk- um. ■ SKEMTUN Vefsvæðið hugi.is er vin- sælasti afþreyingarvefur lands- ins. Sé farið inn á teljari.is og les- ið úr tölum þar má sjá að sam- kvæmt flettingum er Hugi yfir- leitt í öðru sæti á eftir mbl.is. Notkunin er gríðarleg. „Við erum að jafnaði með 25 þúsund notendur á viku og not- endur eru að meðaltali inni í 20 mínútur,“ segir vefstjórinn, Unn- ar S. Bjarnason, en stofnað var til huga í júní árið 2000. Hugi er í eigu Símans og var upphaflega stofnað í kringum spjallrásir um tölvuleikina HalfLife og Quake. „Síðan hefur þetta undið upp á sig og við erum með vefsvæði helguð ýmsum áhugamálum fólks. Vin- sælasta svæðið er hl en þar ræða menn einkum um leikinn Counter- Strike frá ýmsum hliðum,“ segir Unnar. Meðfylgjandi tafla sýnir vin- sældir í prósentum talið og er hl (Counter-Strike) vinsælasta áhugamálið en forsida, ego og kasmir eru þjónustusíður við ein- staklinga og tengjast öllum áhugamálum. ■ Netið: 25 þúsund notendur í viku COUNTER- STRIKE Áhugamenn um tölvuleik þennan ræða um hann sín á milli, fram og til baka, á hugi.is. VINSÆLUSTU SVÆÐI HUGA 001.forsida 551158 15.8% 002.ego 308904 8.88% 003.hl 292206 8.40% 004.kasmir 269375 7.74% 005.hahradi 168520 4.84% 006.kynlif 154850 4.45% 007.bilar 90605 2.60% 008.hiphop 81015 2.32% 009.leikjatolvur 77247 2.22% 010.bf 73841 2.12% 011.static 67591 1.94% 012.rokk 49904 1.43% 013.brandarar 45421 1.30% 014.velbunadur 39979 1.14% 015.tolkien 37152 1.06% 016.cm 33732 0.96% 017.enskadeildin 32450 0.93% 018.kvikmyndir 32376 0.93% 019.jolin 31882 0.91% 020.hundar 30946 0.88% 021.romantik 29202 0.83% 022.quake 28842 0.82% KVIKMYNDIR Hollywood-leikararnir Penelope Cruz, Al Pacino, Juli- anne Moore og Arnold Schwarz- enegger eru á meðal þeirra sem ætla að taka þátt í söfnun til góð- gerðarmála sem úraframleiðand- inn „Audemars Piguet“ mun sjá um fyrir hönd Afganistan World Foundation stofnunarinnar. Stjörnurnar munu setja undir- skriftir sínar á fjölda úra sem síð- an verða boðin upp þann 7. febrú- ar í Beverly Hills. Körfuboltakappinn Shaquille O’Neal, leikarinn Benicio Del Toro og boxarinn fyrrverandi Muhammad Ali munu einnig legg- ja sitt af mörkum í söfnuninni. ■ Söfnun til góðgerðarmála: Úr með undirskrift stjarnanna boðin upp

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.