Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 1
ÍSLAND Þessi þjóð – þessi þjóð bls. 30 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Laugardagurinn 25. janúar 2003 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Bíó 36 Íþróttir 16 Sjónvarp 38 KVÖLDIÐ Í KVÖLD HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handbolta mætir arabaríkinu Katar í fyrsta sinn í fjórða leik B-riðils á HM í dag. Leikurinn hefst klukkan 17.15 og er sýndur beint í ríkissjón- varpinu. Ísland mætir Katar MYNDLIST Hlynur Hallsson, Finnur Arnar Arnarsson og Jessica Jackson Hutchins opna sýningar sínar í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3, í dag kl. 14. Opnun í Nýlistasafninu LEIKHÚS Píkusögur verða fluttur á færeysku, dönsku og íslensku þriðju hæð Borgarleikhússins í kvöld. Færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir kemur einnig fram á sýningunni, sem hefst klukkan 20. Ginusögur – Píkusögur KEPPNI Söngkeppni Samfés, samtaka félagsmiðstöðva, hefst í Laugar- dalshöllinni kl. 17 í dag. Keppni stendur til 21.30. Söngkeppni Samfés AFBROT Fíklarnir og við hin LAUGARDAGUR 21. tölublað – 3. árgangur bls. 26 GOÐSAGNIR Er allt sem sýnist? bls. 32 REYKJAVÍK Norðvestan 3-8 m/s, skýjað með köflum þurrt. Hiti 0 stig. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-8 Él 0 Akureyri 8-13 Él 3 Egilsstaðir 8-13 Él 3 Vestmannaeyjar 3-8 Skýjað 0 ➜ ➜ ➜ ➜ - - + + NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur vikunnar meðal 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 29% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu? 62% 72% SEOUL, AP Stjórnvöld í Suður-Kóreu halda áfram að reyna að leysa deiluna um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu með friðsamlegum hætti, þrátt fyrir að lítið hafi orð- ið ágengt í viðræðum ríkjanna í vikunni. Stjórnvöld í Seoul tilkynntu í gær að þau myndu senda fulltrúa sína til viðræðna við Norður- Kóreumenn í næstu viku. Þá hvatti forseti Suður-Kóreu til þess að stjórnvöld í Washington og Pyongyang tækju upp tvíhliða við- ræður um lausn deilunnar. Nýkjör- inn eftirmaður hans, sem tekur við embætti í febrúar, sagðist myndu óska eftir fundi með Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu. Ákveðið hefur verið að Alþjóða- kjarnorkumálastofnunin muni koma saman til fundar 3. febrúar til að ræða deiluna og brot Norður- Kóreumanna gegn alþjóðasáttmál- um. Ráðið tekur ákvörðun um hvort málinu verður vísað til ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Fari svo getur öryggisráðið gripið til efnahagsþvingana og annarra aðferða til að knýja Norður-Kóreu- stjórn til að láta af kjarnorku- vopnaáætlun sinni. ■ EINKAVÆÐING Bankaráð Búnaðar- bankans hafði frumkvæði að því að setja saman hóp fjárfesta til þess að kaupa bankann. Vilji var til þess innan bankans í ársbyrjun 2002 að búa til hóp sem víðtæk sátt gæti verið um. Lykilmað- ur innan hópsins var Björgólfur Guð- mundsson en auk þess áttu lífeyris- sjóðir og aðrir sterkir viðskipta- menn bankans aðild að hópnum. Þess var vandlega gætt að hópurinn hefði ekki á sér einlitt pólitískt yfir- bragð. Töldu menn að samstaða gæti náðst milli stjórnarflokkanna um hópinn. Þá töldu menn einnig að stjórnarandstaðan og verkalýðs- hreyfingin yrðu ekki mótfallin þessum hópi. Björgólfur Guð- mundsson lagði á það ríka áherslu að pólitík yrði haldið fyrir utan þetta tilboð. Eftir að bankaráðið hafði ýtt hópnum úr vör hafði það ekki frekari afskipti af gangi mála. Hópurinn vildi að hlutirnir gerðust hratt og látið strax reyna á það hvort vilji væri fyrir hendi hjá stjórnvöldum til að selja hópnum bankann. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra var ekki tilbúinn til að selja hópnum bankann, en fram- sóknarmenn tóku ekki illa í þessa hugmynd. Gerðar voru smávægi- legar breytingar á hópnum undir sumarið. Sjálfstæðismenn voru þá jákvæðir í garð málsins, en fram- sóknarmenn töldu rétt að setja söl- una í annan farveg. Ástæður þess að Société Générale-bankinn hætti við kaup í Búnaðarbankanum voru öðrum þræði pólitískar. Michael Sautter, fulltrúi bankans, staðfesti við Fréttablaðið að hreinar viðskipta- legar ástæður hefðu ekki legið að baki því að Société Générale hætti við beina þátttöku í kaupunum með S-hópnum. Ástæðurnar voru sam- kvæmt heimildum einkum þrjár. Bankinn varð undir í baráttu um bankann Crédit Lyonnais. Það þótti því ímyndarlega veikt að tapa þeim slag og kaupa banka á litla Íslandi á sama tíma. Grein Euromoney um Björgólfsfeðga og Samson ehf. drógu augu evrópskra fjármála- manna að landinu. Menn vildu ekki lenda í því kastljósi. Þá bættist við að stjórnendum Société Générale þótti of mikil pólitík í íslensku við- skiptalífi. Bankinn útvegaði því þýska einkabankann Hauck & Aufhäuser, sem tók við keflinu. sjá umfjöllun á bls. 14 Bankaráð Búnaðarbanka reyndi að koma hreyfingu á sölu bankanna. Björgólfur Guðmundsson var lykilmaður í hópi sem myndaður var til að kaupa bankann. Pólitískar og ímyndarlegar ástæður lágu að baki því að Société Générale-bankinn hætti við að kaupa í Búnaðarbankanum. Davíð Odds- son forsætis- ráðherra var ekki tilbúinn til að selja hópnum bankann. Deila Kóreuríkjanna fer fyrir Alþjóðakjarnorkuráðið: Sunnanmenn hvetja til viðræðna VARNIRNAR UNDIRBÚNAR Hermenn í stórskotaliði suður- kóreska hersins undirbúa varnir nærri vopnlausa svæðinu. AP /M YN D HJÁLMAR ÁRNASON, ALÞINGISMAÐUR OG FORMAÐUR BYGGINGARNEFNDAR BARNASPÍTLA HRINGSINS, HELDUR KAMPAKÁTUR Á LYKLI NÝJA SPÍTALANS Það eru þeir Magnús Ólafsson, sviðsstjóri hjúkrunar, Gunnlaugur Sigfússon, sviðsstjóri lækninga, og Ásgeir Haraldsson prófessor sem geta vart beðið eftir að fá lykilinn afhentan og gerir Ásgeir sig líklegan til að hrifsa hann til sín. Á morgun verður spítalinn vígður klukkan 10 árdegis. Eftir hádegi frá 14-18.30 gefst síðan almenningi kostur á að skoða þennan glæsilega spítala sem svo lengi hefur verið beðið eftir. Jóhannes Jónsson: Veröldin nógu stór VIÐTAL Jóhannes Jónsson í Bónus segist ekki eiga von á frekari framrás í íslensku viðskiptalífi. Fæti sé brugðið fyrir sig og son sinn ef eitthvað eigi að gera. „Ég held að hvorki mig né Jón Ás- geir, sem lent hefur í öllum þessum hremm- ingum, langi mikið til að sækja frekar inn á íslenskan markað. Veröldin er alveg nógu stór,“ segir hann. Hann er ánægður með lífið og tilveruna, býr að mestu á Akur- eyri á sumrin með Guðrúnu Þórs- dóttur sambýliskonu sinni og tveimur börnum hennar. Sjá nánar á bls.18. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Bankaráðið setti saman hóp fjárfesta JÓHANNES JÓNSSON Í BÓNUS bls. 24 KVIKMYNDIR Gullhnötturinn snýst um Óskarinn FÓLK Trúði á kvótakerfið bls. 22

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.