Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 22
22 25. janúar 2003 LAUGARDAGUR Fallega og fræga fólkið íHollywood heldur árshátíðir sínar, rétt eins og sauðsvartur al- múginn á Íslandi, í byrjun hvers árs. Óskarsverðlaunahátíðin í mars er vitaskuld hápunkturinn þar ytra og dauðlegir menn úti um allan heim bíða þess jafnan í óþreyju að þessir ólympsguðir nú- tímans stígi niður á rauða dregil- inn fyrir framan Kodak-höllina í Los Angeles, klappi sjálfum sér á bakið og afhendi þeim sem eru fremstir meðal jafninga gullstytt- ur fyrir stórvirki sín á hvíta tjald- inu árið áður. Þó þetta ársuppgjör Kvik- myndaakademíunnar vestra beri höfuð og herðar yfir önnur partí hjá stórstjörnunum getur upphit- unarpartíið sem kennt er við Gyllta hnöttinn oft gefið góða mynd af því sem koma skal þegar stóri dagurinn rennur upp þann 23. mars og það slær enginn hend- inni á móti Golden Globe-verð- launum þó lokatakmarkið sé vita- skuld alltaf sviplausi gullmaður- inn sem stendur á filmudósinni. Óskarsverðlaunin eru eldri og fastari í sessi og þar sem vestræn menningarvitund bygg- ir á kristinni tvíhyggju hlýtur alltaf einhver einn að vera yfir aðra hafinn og rétt eins og Ósk- arsverðlaunin verða aldrei jafn fín og Nóbelsverðlaunin, þá verður Golden Globe aldrei jafningi Óskars frænda. Golden Globe-hátíðin er þar fyrir utan fyrst og fremst árshátíð sjón- varpsstöðvanna og eins og al- þjóð veit er kvikmyndin talin bæði æðri og eftirsóknarverðari listmiðill en sjónvarpið og allar sjónvarpsstjörnur eiga sér þann draum heitastan að slá í gegn í bíó. Þá hefur tilhneiging út- brunninna kvikmyndastjarna til að hasla sér völl í sjónvarpi á síðari hluta ferils síns einnig tekið af öll tvímæli um það að sjónvarpið er næstbesti kostur- inn. Þessi áberandi stigsmunur breytir því þó ekki að þeir sem hampa Gullhnetti í janúar eru alla jafna taldir skrefinu nær því að fá Óskar í mars. Gullmaðurinn skyggir á Gullhnöttinn Árið 2002 höfðu allar myndir sem tilnefndar voru til Óskars- verðlaunanna bitist um Golden Globe-verðlaunin skömmu áður og A Beautiful Mind hreppti verð- laun á báðum vígstöðvum. Mögu- leikarnir á því að hreppa Gull- hnött fyrir bestu myndina eru þó öllu meiri, þar sem veitt eru verð- laun í tveimur flokkum, fyrir bestu dramatísku myndina og svo aftur besta söngleikinn eða gam- anmyndina. Þannig reið til dæmis Moulin Rouge! feitari hesti frá Golden Globe en Óskarnum í fyrra, en þar stóð henni ekki ógn af A Beautiful Mind þar sem þær kepptu í sitthvorum flokknum. Söngleikurinn Chicago, The Hours, sem vísar stíft í Mrs. Dall- oway eftir Virginiu Woolf, og spennudramað Gangs of New York gerðu það gott á Golden Globe fyrr í vikunni. The Hours var valin besta dramatíska mynd- in, Chicago besti söngleikurinn og Martin Scorsese var verðlaunað- ur fyrir leikstjórn Gangs of New York. Fáir draga það því í efa að þessar myndir muni blanda sér í baráttuna um Óskarinn ásamt risamyndinni Lord of the Rings: The Two Towers. Ákafir aðdáend- ur Lord of the Rings eru að vísu þegar farnir að búa sig undir áframhaldandi vonbrigði þar sem fyrsta myndin í bálknum missti bæði af Óskari og hnetti í fyrra. The Two Towers náði heldur ekki hnetti í ár og raunsæir hringvom- ar sjá því fram á áframhaldandi eyðimerkurgöngu. Hvað er Akademíunni þóknanlegt? Einhverjir vilja meina að Aka- demían vilji yfir höfuð ekki verð- launa mynd eftir nýsjálenskan leikstjóra á meðan aðrir gera sér vonir um að það verði gert sóma- samlega upp við þríleikinn þegar að lokamyndinni, The Return of the King, kemur. Það þykir þó óneitanlega skjóta skökku við að á meðan risavaxið, illa skrifað en þokkalega leikið ferlíki á borð við Titanic skuli hafa sópað að sér verðalunum árið 1998 sé Hringa- dróttinssaga sniðgengin nú. Titan- ic naut feikilegra vinsælda á sín- um tíma en hefur ekki skilið mikið eftir sig á meðan þríleikur Peters Jacksons um Hringadróttinssögu er óumdeilt stórvirki sem á eftir að gnæfa yfir kvikmyndasögunni um ókomin ár. The Hours er hins vegar dæmi- gerð mynd sem fellur Akademí- unni í geð. Hún er alvarleg, bygg- ir á skáldsögu og er, síðast en ekki síst, yfirfull af frábærum leikur- um en auk Nicole Kidman, sem leikur Virginiu Woolf, fara þær Julianne Moore og Meryl Streep með veigamikil hlutverk. Vegur og virðing söngleikja hefur aukist verulega í kjölfar velgengni Moulin Rouge! og það er talið Chicago í hag að söngleikur hefur ekki verið verðlaunaður síðan 1968 þegar Oliver! var valin besta myndin. Gangs of New York er vönduð stórmynd sem þykir skarta flestu því sem Óskarsverðlaunamynd þarf að hafa og þrátt fyrir ýmsa hnökra vilja margir veðja á hana. Akademían hefur líka sniðgengið leikstjóra hennar, Martin Scor- sese, oftar en góðu hófi gegnir og það má því verja það að hans tími sé kominn. Öll þessi sólarmerki og spá- dómar þeim tengd breyta svo engu um það að verðlaunamyndin gæti þess vegna enn legið í láginni og sigurvegari Óskarskvöldsins gæti komið öllum í opna skjöldu. The Silence of the Lambs er gott dæmi um slíka mynd, en langt var liðið frá frumsýningu hennar þeg- ar það kom að verðlaununum og hún hirti því óvænt allar helstu stytturnar. Nicole Kidman herðir sóknina Renée Zellweger og Richard Gere fengu bæði hnött fyrir frammistöðu sína í Chicago og þykja þar af leiðandi ansi líkleg til þess að fá Óskarstilnefningu. Catherine Zeta-Jones var einnig tilnefnd fyrir leik sinn í Chicago en varð að láta í minni pokann fyr- ir stöllu sinni Zellweger. Dæmið gæti þó hæglega snúist við í mars ef þær blanda sér báðar í Óskars- slaginn. Flestir veðja þó á að það verði Nicole Kidman sem fer heim með Óskarinn í ár fyrir leik sinn í The Hours. Hún missti af styttunni í fyrra, óverðskuldað að margra mati, fyrir leik sinn í Moulin Rouge! og hefur þar fyrir utan aflað sér mikillar virðingar fyrir hlutverkaval sitt undanfar- ið, sérstaklega í The Others, The Hours og títtnefndri Moulin Rouge! Öll eru þessi hlutverk krefjandi og erfið og hún þykir hafa gert þeim frábær skil, ekki síst þegar tekið er tillit til þess að Golden Globe-verðlaunin þykja jafnan gefa haldgóðar vísbendingar um hvert hin eftirsóttu Óskarsverðlaun fara í mars. Allt getur þó gerst og þegar upp er staðið er Gullhnötturinn ekki trygging fyrir einu né neinu. Gullhnötturinn snýst um CATERINE ZETA-JONES Missti af Golden Globe í klærnar á sam- leikkonu sinni í Chicago, Renée Zellweger, en hefur þó síður en svo verið afskrifuð í Óskarsverðlaunakapphlaupinu. ALFRED HITCHCOCK Einn áhrifamesti leikstjóri síðustu aldar fékk aldrei Óskar fyrir leikstjórn, þrátt fyrir sex tilnefningar. Martin Scorsese hefur far- ið þrisvar tómhentur heim hingað til, en hans tími gæti komið í ár. JACK NICHOLSON Er hálf tuskulegur í hlutverki Warrens Schmidt en þykir þó líklegur til að landa fjórða Óskarnum sínum í mars. Sagan hefur kennt þeim sem sækjast eftir Ósk- arsverðlaunum að gæfan er hverful og þó Golden Globe-verðlaunin glæði vonir einhverra gætu þær hæglega orðið að engu strax og tilnefningar Aka- demíunnar verða kynntar. ,, NICOLE KIDMAN Vegur þessarar þokkafullu áströlsku leikkonu hefur vaxið mikið frá því Tom Cruise yfirgaf hana fyrir Penelope Cruz. Hún fékk Golden Globe fyrir leik sinn í Moulin Rouge! í fyrra og fyrir The Hours á þessu ári. Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir Moulin Rouge! í fyrra en varð að láta í minni pokann fyrir Halle Berry í Monster´s Ball. Flestir gera þó ráð fyrir að hún hirði styttuna fyrir The Hours að þessu sinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.