Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 18
18 25. janúar 2003 LAUGARDAGUR Mikið vatn hefur til sjávarrunnið í íslensku viðskipta- lífi frá því þeir feðgar Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannes- son opnuðu fyrstu Bónusverslun- ina við Skútuvog. Viðskiptavinir tóku henni vel og ekki leið á löngu þar til fleiri Bónusverslanir voru opnaðar. Jóhannes var í byrjun allt í öllu og vinnudagurinn gjarn- an langur. Hann stóð við kassann, elti kerrur eða raðaði í hillur. Í gluggalausum kjallara undir versluninni kom hann sér fyrir með allt skrifstofuhald og þar átti hann sína skonsu. Þrátt fyrir milljarða veltu hjá fyrirtæki þeirra feðga hefur vinnudagur Jóhannesar lítið breyst. Hann eltir að vísu ekki kerrur eða stendur við kassa en í kjallaranum undir versluninni er hans vinnustaður enn. Þar tók hann á móti blaðamanni, aldrei lit- ið betur út, kátur og ekki orða vant fremur en fyrr. Það hefur gengið á ýmsu í við- skiptalífi þeirra feðga á síðasta ári og Jóhannes er spurður hvort það hafi ekki sett mark sitt á hann. „Nei, ekki get ég sagt það. Hins vegar er hagnaðurinn af versluninni ekki eins mikill eins og oft áður miðað við þau verð- mæti sem lágu undir í fyrirtæk- inu. Það tók virkilega á í vor þeg- ar við lækkuðum álagninguna til að fara ekki yfir rauðu strikin. Það var okkar framlag í þágu verkalýðsins. Með því lögðum við okkar af mörkum til að koma í veg fyrir að allt færi á kaf í óðaverð- bólgu og vitleysu.“ Eins og reglur viðskiptalífs- ins gildi aðeins fyrir suma Jóhannes segir fólk alltaf sýna Bónus sömu hollustuna. „Ég get ekki kvartað, því sem aldrei fyrr kemur fólk í Bónus og í desember kom á fimmta hundrað þúsund manns í verslanir okkar.“ Bónus hefur verið vettvangur Jóhannesar í gegnum árin. Hann heimsækir ekki búðirnar á hverj- um degi eins og áður. „Starfsvett- vangurinn hjá mér hefur breyst og daglegur rekstur er ekki leng- ur í mínum höndum þó að ég fylg- ist með.“ Hann segir að sú úlfúð sem beinst hafi að fyrirtækinu hafi vissulega reynt á og tekið frá honum tíma. „Lögreglurannsókn- in í vor, neikvæðar umræður ráðamanna og það að geta ekki einu sinni haldið starfsfólkinu sína árshátíð í friði hefur vissu- lega áhrif og tekur frá manni orku.“ Jóhannes rifjar upp kvöldið sem starfsfólkið hans mætti prúð- búið á árshátíð í fyrravor. Vegna þess að veitingamaðurinn hafði gleymt að sækja um leyfi fyrir salinn tímanlega kom lögreglan í veg fyrir hana. „Við bentum á að hægt væri að loka barnum og leyfa fólkinu að borða. Því var hafnað og okkur úthýst. Það var ekki skemmtilegt að horfa á eftir mannskapnum í pöbbarölt um bæ- inn.“ Hver stendur á bak við svona gjörninga? „Ég veit það ekki. Það er eins og gefið hafi verið út veiðileyfi á okkur og reynt að bregða fyrir okkur fæti alls staðar sem færi hefur gefist. Það er eins og þeir sem setja leikreglurnar í þjóðfé- laginu sætti sig ekki við að reglur viðskiptalífsins gildi fyrir alla en ekki aðeins fyrir suma,“ segir Jó- hannes og bendir á að þannig hafi þetta ekki verið í upphafi. Hann segir að eftir því sem fyrirtækið hafi stækkað virðist ákveðin öfl í samfélaginu líta þá feðga horn- auga. Bláa höndin Heldurðu að Jón Ásgeir eigi frekar þátt í að þessi andúð bein- ist að ykkur en þú? „Nei, hann á ekki þátt í því fremur en ég. Það er óskaplega erfitt að átta sig á hver meining- in er á bak við þetta. Hjá okkur er á þriðja þúsund manns í vinnu og ég tel að við höfum lagt okkar af mörkum til að breyta verslun og viðskiptum í landinu.“ Hann bendir einnig á að á þinginu sé deilt á fyrirtækið, forsætisráð- herra og forseti Alþingis séu þar fremstir í flokki. „Þetta á sér hvergi hliðstæðu í heiminum. Norðmaður sem er hluthafi hjá okkur hefur sagt að ef svona myndi gerast í Noregi þá væri viðkomandi ekki forsætisráð- herra daginn eftir. Þar eru eftir- litsstofnanir í samfélaginu sem ætlað er að fylgjast með að farið sé að leikreglum. En það verður að vera hægt að treysta því að þar innan borðs séu menn með dómgreind til að meðhöndla það vald sem þeim hefur verið feng- ið.“ Er það bláa höndin sem þarna lýstur niður? „Já, ég held það hljóti að vera.“ Lögreglurannsókninni hjá Baugi hefur þá einnig verið stjórnað af bláu höndinni? „Það er alveg ljóst að hún var gerð á þeim tíma sem Arcadia- samningarnir voru á viðkvæmu stigi. Með innrás ríkislögreglu- stjóra var komið í veg fyrir tug- milljarða hagnað.“ Það hefur verið reiknað út að það hafi verið þrjátíu og einn milljarður? „Já, það er stór upphæð og helmingi meira en ríkið fékk fyrir báða bankana og safnaði fyrir í hundrað ár. Það er talað um að tjónið sem hlaust af gosinu í Vest- mannaeyjum hafi verið um það bil 14-15 milljarðar að núvirði. Það sýnir hve há upphæð þetta er.“ Þetta eru ótrúlegar tölur sem venjulegt fólk getur alls ekki sett sig inn í. Það hljóta að vera mikil umskipti fyrir þig á ekki lengri tíma. Það eru ekki nema þrettán eða fjórtán ár síðan þú opnaðir fyrstu Bónusverslunina og varst sjálfur að afgreiða? „Já, en við hefðum aldrei náð þessum árangri ef við hefðum ekki náð fylgi fólksins. Og það hefði okkur ekki tekist nema fyrir það að við gerðum það sem öðrum hafði ekki tekist áður.“ Á Jón Ásgeir mikinn þátt í öllu þessu veldi? „Já, ekki síður en ég. Hann er hörkuduglegur og hefur verið heilinn á bak við þessa útrás.“ Hvernig kemur ykkur saman? „Alveg prýðilega. Við erum kannski ekki alltaf sammála en við náum alltaf lendingu í öllum þeim málum sem við þurfum að taka á.“ Eruð þið líkir? „Já, ég held það. Fólk hefur tal- að um það.“ Nú ert þú mun úthverfari en hann? „Já, ég býst við að hann sé hlé- drægari.“ Er náttúrukrati í hugsun Menn segja að þú hafir stórt hjarta? „Ég veit það ekki en ætli ég sé ekki náttúrukrati í hugsun. Það er kannski dýpra á því hjá Jóni Ás- geiri en hann hefur sýnt að hjarta Veröldin er alveg nógu stór Jóhannes Jónsson í Bónus hefur aldrei legið á skoðunum sínum. Að þeim feðgum, Jóni Ásgeiri og honum, hefur verið sótt og hann þvertekur ekki fyrir að það kunni að vera bláa höndin sem þar á hlut að máli. Hann ræðir einnig um daglegt líf sitt, samband þeirra feðga, áhugamálin og heilsuna. JÓHANNES JÓNSSON „Það er eins og þeir sem setja leikreglurnar í þjóðfélaginu sætti sig ekki við að reglur viðskiptalífsins gildi fyrir alla en ekki aðeins fyrir suma.“ JÓHANNES Á NORRÆNUM FUNDI Þessi mynd er tekin skömmu eftir að Jóhannes stofnaði Bónus. Þarna er hann á aðalfundi Norænna matvörukaupmanna með Magnúsi E. Finnssyni, fyrrum framkvæmdastjóra Kaupmannasamtaka Íslands. Jóhannes var sæmdur gullmerki samtaka Norrænna matvörukaup- manna á fundinum. Hann starfaði lengi að félagsmálum innan stjórn Kaupmannasamtaka Íslands. Já, það er stór upphæð og helm- ingi meira en ríkið fékk fyrir báða bankana og safnaði fyrir í hundrað ár. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.