Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 27
27LAUGARDAGUR 25. janúar 2003 Elvis Presley er á lífi og starfarsem leynilögreglumaður hjá DEA, bandarísku fíkniefnalögregl- unni. Fjöldann allan af fullyrðing- um sem þessari má finna á Netinu og virðist fólk sjá rokkkónginn í allra kvikinda líki. Opinber dauðdagi Elvis Arons Presley er skráður 16. ágúst árið 1977. Talið að hann hafi látist af of stórum skammti af eiturlyfjum. Flestir hafa sætt sig við að kóngurinn sé allur. Það á þó ekki við um alla. Margir telja að hann hafi dreg- ið sig í hlé til þess að geta sigrast á fíkniefnavandanum. Aðrir segja að hann hafi átt erfitt með að þola álagið sem fylgdi frægðinni. Þeir allra tortryggnustu vilja meina að Richard Nixon, fyrrver- andi forseti Bandaríkjanna, hafi fengið FBI, bandarísku alríkislög- regluna, til að hjálpa Presley að sviðsetja dauða sinn. Nixon taldi Presley góða fyrirmynd unga fólksins og að vinsældir hans gætu hjálpað til í baráttunni við komm- únisma. Sagan segir að Vernon, faðir Elvis, hafi vitað hvað stóð til og tekið þátt í sviðsetningunni. Ein sagan segir að stuttu eftir að Presley hafi verið jarðsettur hafi ræningjar grafið upp gröf hans en gripið í tómt. Yfirvöld brugðust við fréttunum með því að segja að goðið væri grafið við heimili hans í Graceland. Á þeim rúmu 25 árum sem liðin eru frá opinberum dauðdaga rokkkóngsins hefur hann sést í hinum og þessum heimsálfum. Á Hawaii, í suðurhluta Argentínu, hinum ýmsu fylkjum Bandaríkj- anna, Frakklandi og jafnvel hér á Íslandi. ■ ELVIS PRESLEY Margir telja að rokkkóngurinn sé ekki allur. Fólk hefur séð hann víða um heim en í Bandaríkjunum virðast flestir sjá hann í matvöruverslunum. Elvis Presley er á lífi: Starfar sem leynilögga hjá fíknó APPARAT Hefur fært útlendingum rokk og ról í steríó og virðist það falla í góðan jarðveg. Orgelkvartettinn Apparat: Apparatið fær góðar viðtökur TÓNLIST Liðsmenn Orgelkvartetts- ins Apparat komu nýverið fram á tvennum tónleikum í Evrópu. Þeir fóru fyrir hönd Rásar 2 á Eurosonic í Hollandi auk þess sem þeir héldu sína eigin tónleika á hinum virta stað Barfly í London. Troðfullt var á báðum tónleik- unum og fékk sveitin frábærar viðtökur. Áhorfendur stigu svo glaðir í bragði APPA-dansinn með liðsmönnum sveitarinnar. Liðs- menn segja sjálfir að tónleikarnir í London hafi verið þeirra bestu hingað til. Sveitin fékk einnig ítarlega umfjöllun í bandaríska sjónvarps- þættinum „Frontline: The World“ sem sýndur er á almenningssjón- varpsstöðinni PBS í Ameríku. Þar fjallaði hinn þekkti útvarpsmaður Marco Werman um Icelandic Airwaves hátíðina og helgaði hann Apparati meira en helming þáttarins. Áhugasamir tölvueig- endur geta séð þáttinn á slóðinni www.pbs.org/frontlineworld. ■ Hringdu í síma 907 2020. Þitt framlag getur bjargað mannslífum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.