Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 35
16.00 Dýrlingagengið eftir Neil Labute í EGG-leikhúsinu. Allra síðasta sýn- ing. 20.00 Með fulla vasa af grjóti eftir Marie Jones á Stóra sviði Þjóð- leikhússins. 20.00 Sölumaður deyr eftir Arthur Mill- er á Stóra sviði Borgarleikhúss- ins. 21.00 Kvetch eftir Steven Berkoff á Nýja sviði Borgarleikhússins í sam- starfi við Á senunni. SÝNINGAR Hugarleiftur er yfirskrift á samvinnu- verkefni bandarísku myndlistarkonunnar Diane Neumaier og gríska rithöfundar- ins Christos Chrissopoulos, sem nú er sýnt í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Sýningin er afrakstur Íslandsferðar þeirra sumarið 2000. Pétur Pétursson sýnir 12 landslagsmál- verk á Caffé Kúlture í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18. Sýningunni lýkur sunnu- daginn 26. janúar. Hitler og hommarnir nefnist sýning þeirra David McDermott og Peter Mc- Gough í Listasafni Akureyrar. Sýning þeirra fjallar um útrýmingu samkyn- hneigðra á nasistatímanum. Aftökuherbergi nefnist sýning í Lista- safni Akureyrar á 30 ljósmyndum eftir Lucindu Devlin sem teknar voru í bandarískum fangelsum á tíunda ára- tugnum. Hinstu máltíðir nefnist sýning Barböru Caveng í Listasafni Akureyrar. Viðfangs- efni sýningarinnar eru síðustu máltíðir fanga sem teknir hafa verið af lífi í Bandaríkjunum. 20.00 Á Kjarvalsstöðum stendur yfir samsýning ungra íslenskra og breskra listamanna. Sýningin ber heitið „then ...hluti 4 - minni forma“. Sýningin stend- ur til 2. mars. Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, 21 árs útskriftarnemi af myndlistabraut í Fjöl- braut í Breiðholti, sýnir ljósmyndir og skúlptúr í Gallerí Tukt. Sýningin stendur yfir í tvær vikur. Tumi Magnússon sýnir vídeóverk í Kúl- unni í Ásmundarsafni við Sigtún í Reykjavík. Safnið er opið alla daga frá kl. 13 til 16. Sýningin stendur til 16. febrú- ar. Friðrik Tryggvason ljósmyndari sýnir sex ljósmyndir á Mokka kaffi. Sýninguna kallar hann Blátt og rautt. Hún stendur til 15. febrúar og er opin á opnunartíma kaffihússins. Arnar Herbertsson sýnir málverk í Gall- eríi Sævars Karls. Myndefni listamanns- ins er fengið úr bókinni ‘Handan góðs og ills’ eftir Friedrich Nietzsche. Í Ketilshúsinu á Akureyri stendur yfir sýningin Veiðimenning í Útnorðri. Myndlistarmaðurinn Díana Hrafnsdóttir sýnir leirverk í Gallerý Hár og list - Hjá Halla rakara, Strandgötu 39, Hafnarfirði. Í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi stendur nú yfir sýning á 124 ljósmynd- um frá árunum 1921-81. Ljósmyndar- arnir eru 41 talsins, allir þýskir og að- hylltust allir Bauhaus-stefnuna, sem fólst í því að myndlist og iðnhönnun ættu að sameinast í byggingarlistinni. Bandaríska myndlistarkonan Joan Backes er með myndlistarsýningu í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Á þessari sýningu beitir Joan ýmsum miðlum til að koma til skila vangaveltum sínum um tré og skóga og það sjónræna viðhorf sem þar kviknar. Safnið er opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17. Sýningunni lýkur 27. janúar. Sýningin BókList stendur yfir í anddyri Norræna hússins. Þar sýnir finnska listakonan Senja Vellonen 22 handunn- ar bækur. Sýningin stendur til 9. febrúar og er opin frá kl. 9-17 alla daga nema sunnudaga frá kl. 12-17. Í Hafnarborg, menningar- og listastofn- un Hafnarfjarðar, var um helgina opnuð sýning á verkum átta færeyskra lista- manna. Þetta er sumarsýning Norður- landahússins í Þórshöfn og nefnist ‘Atl- antic Visions’ eða HAFSÝN. Safnið er opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17. Sýningunni lýkur 27. janúar. Hallgrímur Helgason sýnir í austursal Gerðarsafns í Kópavogi nokkur málverk af Grim, teiknimyndapersónunni með tennurnar stóru. Myndirnar eru unnar með nýjustu tölvutækni. Safnið er opið 11-17 alla daga nema mánudaga. FLYING/DYING er heiti sýningar Bjargeyjar Ólafsdóttur sýnir í vestursal Gerðarsafns í Kópavogi. Á sýningunni eru ljósmyndir og vídeóverk, sem meðal annars fjalla um bílslys sem listakonan lenti sjálf í og komst nálægt því að deyja. Safnið er opið 11-17 alla daga nema mánudaga. Húbert Nói sýnir á neðri hæð Gerðar- safns í Kópavogi. Sýningin, sem nefnist HÉR OG HÉR / 37 m.y.s., er sérstaklega unnin fyrir salinn og er innsetning á ol- íumálverkum sem sýna annars vegar hluta af salnum og hins vegar málverk sem hanga þar á veggjum. Safnið er opið 11-17 alla daga nema mánudaga. Á jarðhæðinni í Gallerí Skugga, Hverfis- götu 39, sýnir Ásgeir Jón Ásgeirsson málverk. Sýningin ber yfirskriftina “neo–naive“. Ásgeir hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum og unnið við hönnun á tölvuleiknum Eve online. Sýn- ingin er opin 13-17 alla daga nema mánudaga. Í kjallaranum í Gallerí Skugga, Hverfis- götu 39, stendur yfir sýning á verkum eftir Hans Alan Tómasson. Sýninguna nefnir hann “Undirmyndir“. Um er að ræða lágmyndir sem unnar eru með blandaðri tækni s.s. M.D.F. bíla spartli, olíulakki, gólfbóni og öðrum tilfallandi efnum. Sýningin er opin 13-17 alla daga nema mánudaga. Rakel Kristinsdóttir sýnir í Kaffi Sólon Bankastræti 7a. Óboðnir gestir er heiti málverkasýning- ar Þuríðar Sigurðardóttur á Galleríi Hlemmi. Sýningin er opin frá miðviku- degi til sunnudags kl. 14-18. Sýningunni lýkur 2. febrúar. Freygerður Dana Kristjánsdóttir sýnir tvö verk á sýningu sinni í MOJO á Vega- mótastíg 4. Annað er háðsádeila á fálka- orðuna, hitt er um rollur á réttum eða röngum hillum í lífinu. Sýningin stendur út janúar. Anna Guðrún Torfadóttir myndlistar- maður sýnir verk unnin með blandaðri tækni í Scala, Lágmúla 5 í Reykjavík. Birgir Rafn Friðriksson heldur sýning- una Án samhengis - allt að klámi í Café Presto, Hlíðasmára 15, Kópavogi. Birgir sýnir 34 þurrpastelmyndir unnar á árinu 2000. Sýningin stendur út janúar og er opin á opnunartíma Café Presto, 10-23 virka daga og 12-18 um helgar. Í hers höndum er yfirskrift á sýningu sem stendur yfir í Borgarskjalasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð. Sýningin er opin alla daga klukkan 12-17 og stendur til 2. febrúar. Sýning á málverkum Aðalheiðar Val- geirsdóttur stendur yfir í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Á sýningunni eru málverk unnin á þessu ári sérstaklega fyrir sýn- inguna í kirkjunni. Viðfangsefnið er Lífið, tíminn og eilífðin. Sýningin í Hallgríms- kirkju er haldin í boði Listvinafélags Hall- grímskirkju og stendur til loka febrúar- mánaðar. Sýning á nokkrum verkum Guðmundar Hannessonar ljósmyndara stendur yfir í Gallerí Fold. Sýningin nefnist Reykja- víkurminningar en myndirnar tók Guð- mundur um miðja síðustu öld í Reykja- vík. Á Kjarvalsstöðum eru sýnd nokkur verk eftir Jóhannes S. Kjarval úr Kjarvals- safni. Sýningin er opin alla daga 10-17. Henni lýkur 31. janúar. Íslandsmynd í mótun - áfangar í kortagerð er yfirskrift sýningar í Þjóð- menningarhúsinu. Sýnd eru þau kort sem markað hafa helstu áfanga í leitinni að réttri mynd landsins. Sýningin stend- ur þangað til í ágúst. Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóð- menningarhúsinu. Sýningin er á vegum Stofnunar Árna Magnússonar. Opið er frá klukkan 11 til 17. Sýning á bútasaumsverkum eftir 10 konur stendur nú yfir í Garðabergi, fé- lagsmiðstöð eldri borgara að Garðatorgi 7 í Garðabæ. Sýningin er opin alla daga nema sunnudaga frá kl. 13 til 17. Í Ásmundarsafni við Sigtún stendur yfir sýningin Listin meðal fólksins, þar sem listferill Ásmundar Sveinssonar er sett- ur í samhengi við veruleika þess samfé- lags sem hann bjó og starfaði í. Sýning- in er opin alla daga klukkan 13-16. Hún stendur til 20. maí. 35LAUGARDAGUR 25. janúar 2003 KRISTÍN MJÖLL OG JÓN SIGURÐSSON Verða með tónleika fyrir fagott og píanó á morgun. Efnisskráin er afar fjölbreytt. Tónleikar í kirkju Óháða safnaðarins: Fjölbreytt verk fyrir fagott TÓNLEIKAR Kristín Mjöll Jakobs- dóttir og Jón Sigurðsson halda á morgun tónleika fyrir fagott og píanó í kirkju Óháða safnað- arins við Háteigsveg. Á efnisskránni eru verk eft- ir Antonio Vivaldi, Robert Schumann og Camille Saint-Sä- ens. Einnig munu þau Kristín Mjöll og Jón leika lög úr kvik- myndunum Pocahontas og Toy Story úr smiðju Walt Disney. Undanfarin ár hafa Kristín Mjöll og Jón unnið að því að kynna fagottið, möguleika þess og fjölbreytni. Kristín Mjöll segir marga þekkja ekki hljóð- færið og lítið hafi verið skrifað af verkum fyrir það. „Það er því oft erfitt að finna verk sem passa fyrir fagottið. Það er eiginlega bara tilviljun hvað efnisskráin er fjölbreytt hjá okkur,“ segir Kristín Mjöll. Tónleikarnir hefjast klukk- an 17 á morgun. Aðgangseyrir er 1.000 krónur en 500 fyrir örorku- og ellilífeyrisþega. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.