Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 33
33LAUGARDAGUR 25. janúar 2003 Kevin Spacey og Elton John: Syngja saman dúett TÓNLIST Leikarinn Kevin Spacey ætlar að syngja dúett með Sir Elton John á góðgerðartónleikum. Óskarsverðlaunahafarnir munu koma fram til að safna fé fyrir Old Vic leikhúsið í Lundúnum ásamt Ms. Dynamite, Sharleen Spiteri úr Texas, Sinead O´Connor og Elvis Costello. Listamennirnir ætla að syngja saman nokkur lög eftir Elton John. „Þeir eru búnir að setja saman einstaka dagskrá með frá- bærum listamönnum,“ sagði einn aðstandenda tónleikanna. Elton John er forstöðumaður góðgerðasjóðs fyrir leikhúsið sem vinnur að því að tryggja rekstrargrundvöll þess. Tón- leikarnir verða haldnir þann 5. febrúar og aðgangseyrir að þeim er um 135 þúsund krónur fyrir miðann. ■ UPPÁTÆKJASAMUR Kevin Spacey hefur verið duglegur við að syngja opinberlega á síðustu árum. Söng meðal annars nokkur Bítlalög. Jerry Springer: Íhugar framboð OHIO, AP Sjónvarpsþáttastjórnand- inn alræmdi Jerry Springer íhug- ar nú að fara í framboð til öld- ungadeildar Bandaríkjaþings. Springer segir að störf hans í sjónvarpi verði tvíbent vopn í kosningabaráttunni. „Kosturinn er sá að það þekkja mig allir. Ókosturinn er sá að það þekkja mig allir.“ ■ Aðstöðuleysi hrjáir unga hönnuði Sýning ungra norrænna hönnuða stendur yfir í Norræna húsinu. Ein- faldleiki einkennir hönnun frá Norðurlöndum. Aðstöðuleysi hrjáir ís- lenska hönnuði, sem eiga erfitt með að koma verkum sínum í framleiðslu. HÖNNUN Sýningin Young Nordic Design – Generation X stendur nú yfir í Norræna húsinu. Á sýning- unni má finna verk eftir unga nor- ræna hönnuði. Sýningin var upphaflega opnuð í nóvember árið 2000 í New York. Hún hefur komið víða við en enda- stöðin er Ísland. Verk unga fólksins endurspegla norræna hönnun með einfaldri formtúlkun þar sem efnis- notkun er einföld. „Áður fyrr voru mjög sterk ein- kenni á norrænni hönnun. Það var ákveðin léttleiki og notast við ljóst timbur auk keramiks og glers. Formin voru gjarnan hrein og ein- föld,“ segir Guðný Magnúsdóttir, sem tók þátt í að koma sýningunni á fót. „Það má segja að nútímahönnun sé mjög alþjóðleg og norrænir hönnuðir noti öll efni. Ég veit ekki hvort það er eitthvað sem einkennir norræna hönnuði sérstaklega en það eimir enn af þessari eldri mynd á sýningunni.“ Guðný segir að skólakerfið á Norðurlöndum hafi ýtt undir til- raunastarfsemi hönnuða og að það einkenni þá hönnuði sem eru á sýn- ingunni. Sjö Íslendingar taka þátt í sýn- ingunni, þau Ásmundur Hrafn Sturluson, Bergþóra Guðnadóttir, Guðbjörg Kr. Ingvadóttir, Karolína Einarsdóttir, Linda Björg Árnadótt- ir, Sesselja H. Guðmundsdóttir og Tinna Gunnarsdóttir. Guðný segir ákveðið aðstöðu- leysi einkenna íslenska hönnuði. Annars staðar á Norðurlöndum bjóðist ungum hönnuðum fleiri tækifæri til að koma verkum sínum á framfæri og atvinnutækifærin eru mun fleiri. Hér á landi þekkist það varla nema í húsgagnasmíði. „Þetta er mjög áberandi og við fundum fyrir því þegar við vorum að velja inn á sýninguna. Þá voru verk Íslendinganna frumgerðir en ekki í framleiðslu eins og hjá hin- um,“ segir Guðný. Young Nordic Design - Gener- ation X er unnin af Design Forum Finland og haldin í samvinnu við Dansk Design Center, Norsk Form, Svensk Form og Form Island. Sýningin er opin á þriðjudögum til sunnudaga frá klukkan 12 til 17 og stendur til 2. mars. ■ ÍSLENSK HÖNNUN Á sýningunni má líta íslenska hönnun, til dæmis föt og skartgripi. Linda Árnadóttir hannaði þessa flík en hún er meðal þátt- takenda. ÚTVARPSSTJARNA Þetta verk eftir Sesselju H. Guðmundsdóttir heitir Radiostar eða Útvarpsstjarna. INNHVERF LAUTARFERÐ Þessi skemmtilega hugmynd er frá Karolínu Einarsdóttur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.