Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 20
20 25. janúar 2003 LAUGARDAGUR Ragnheiður Eiríksdóttir, eðaHeiða eins og hún er kölluð, var svo lánsöm að vinna á veit- ingahúsinu Asíu. Þar lærði hún margt um töfra austurlenskrar matargerðar og fylltist áhuga á asískum mat. Í dag eldar hún asískan mat við hvert tækifæri. Hún segir það afar hentugt fyrir budduna þar sem stærsti hlutinn sé grænmeti, hrísgrjón og núðlur. „Það er eitthvað frábært við það að blanda saman fullt af grænmeti, sem þarf ekki að vera dýrt, og gera tilraunastarfsemi með það,“ svara Heiða aðspurð um töfra asískrar matagerðar. „Svo er bara svo gaman að borða með prjónum. Það er ekki hægt að borða þennan mat öðruvísi. Ef maður skóflar þessu upp í sig með gaffli þá missir maður af því að taka einn og einn bita í einu. Svona kássumatur missir bara marks ef maður raðar honum ekki upp í sig með prjónum. Það eru prjónarnir og ostrusósan sem eru mikilvægasti parturinn af þessari uppskrift.“ Heiða bætir því við að einnig sé hægt að elda uppskriftina með hrísgrjónum ef núðlur heilla minna. Hún bendir einnig á að ögn af chili geti hrist verulega upp í uppskriftinni. Heiða og Elvar kærasti hennar fá oft til sín matargesti. Saman eiga þau soninn Ólíver sem er rúmlega eins árs. Eldhúsið þeirra er ekki stórt, tekur aðeins fjóra við borðið, og því hentar þeim best að fá einn matargest í einu. Þá er gestum oftar en ekki boðið upp á austurlenskan mat að hætti Heiðu. biggi@frettabladid.is Prjónar og ostrusósa Innihald:10-15 sveppir1 rauð paprika2 tómatar1 hvítlauksrif 1/2 laukur Hálfur bolli af sojasósu Ostrusósa Fersk engiferrót 3 núðlusúpur Uppskrift: Sveppirnir eru steiktir snögglega á pönnu með smjöri. Næst eru þeir settir til hliðar og olía sett á pönnuna. Paprikan, tómatarnir, hvítlaukurinn og laukurinn eru næst steikt á pönnunni í um fimm mínútur. Þegar safi grænmet- isins hefur lekið út er sveppunum aftur bætt á pönnuna. Hálfum bolla af sojasósu er hellt yfir allt saman. Núðlurnar úr þremur þriggja mínútna pakkanúðlusúpum eru settar saman í heitt vatn og látnar sjóða í þrjár mínút- ur. Þeim er svo bætt við grænmetið og þremur rykkjum af ostrusósu hellt yfir allt saman. Litlum bita af ferskri engi- ferrót er bætt við eftir smekk. Heimilis- matur HEIÐA OG ELVAR Heiða og Elvar njóta matartímans vel. Þau sitja oft lengi og spjalla um daginn og veginn yfir asískum mat. FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT Heitir í höfuðið á tík Ég er nefnd alveg út í loftið eðaþví sem næst,“ segir Drífa Hjartardóttir alþingiskona um nafn sitt. „Engar í ættinni hétu Drífa áður en ég kom til.“ Nafnið er þannig til komið að móður Drífu þótti þetta fallegt nafn með afbrigðum og átti meira að segja sem barn tík sem hún kallaði Drífu. „Það má því eiginlega segja að ég sé látin heita í höfuð- ið á tík,“ segir Drífa hlæjandi. Að hennar sögn er nafnið mjög gamalt og norskt en til var norsk konungsdóttir sem hét Drífa. Nafnið þýðir snjór eða snjókoma. Drífa Hjartardóttir er ákaflega ánægð með nafn sitt og líður vel með það. Henni hef- ur alltaf þótt nafnið fallegt og segir Drífum Íslands fara fjölg- andi. „Þó er það enn sem komið er sjaldgæft og til marks um það var ég eitt sinn stödd á læknastofu ásamt nöfnu minni Kristjánsdótt- ur og þegar nafnið var kallað upp stóðum við báðar upp. Við erum þrjár sem berum þetta nafn sem erum á svipuðu reki og er stund- um ruglað saman. Þó svo að nafnið sé sjaldgæft þurfti Drífa ekki að búa við stríðni sem barn þess vegna. „Ég man nú reyndar eftir því að reynt var að stríða mér á því en það stóð ekki lengi. Ég lét það ekki við- gangast. Ég læt ekki vaða yfir mig enda var mér kennt sem krakka að það þýddi ekkert að koma inn og klaga heldur bretta upp ermarnar og slást. Ég gerði það svikalaust.“ Þá segir Drífa jafn- framt að svo virðist sem hún og nöfnur hennar þurfi að rísa undir merkingunni að vera röskar og láta til sín taka: „Það fylgir senni- lega nafninu. Allar Drífur sem ég þekki eru allar mjög drífandi kon- ur og bera nafn með rentu.“ ■ DRÍFA HJARTARDÓTTIR Segir allar Drífur sem hún þekkir rísa undir nafni og vel það – drífandi og dugmiklar konur. Nafnið mitt MINN STÍLL Drífa Hjartardóttir var látin heita út í loftið, en móðir hennar var ákaflega hrifin af nafninu. Þetta er fornt nafn sem norsk kon- ungsdóttir bar, sem og tík móður Drífu. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI BOLUR Síðerma afabolurinn er fenginn Hjá Guðsteini á Laugaveginum. Ég er búinn að kaupa marga svona boli síðastliðin 25 ár. SKÓRNIR Ég man ekki hvaða merki skórnir eru eða hvar ég keypti þá. Ég datt á þá af því að þeir eru svo þægilegir. BUXUR Gallabuxurnar keypti ég í einhverri skelfilega vondri vöruskemmu í Bandaríkjunum. Mig minnir að þær hafi kostað 2 dollara. Guðmundur Týr Þórarinsson, eða Mummi í Mótor-smiðjunni eins og hann er gjarnan kallaður, segist ekki spá mikið í föt. „Ég er aumasti og lélegasti markhópur sem finnst fyrir tísku. Ég er mikið fyrir hráa tísku; gallabuxur, boli, góða skó og her- mannaúlpu. Það er svona minn venjulegi klæðaburður,“ segir Mummi, sem rekur nú útvarpsstöðina Radíó Reykjavík. Mummi segist vera mikill sérvitr- ingur á föt en þá eru það ekki tískan eða merkin sem skipta máli. „Það breytir engu hvar ég kaupi fötin, hvort sem það er í Rúmfatalagernum eða einhverri tískuverslun. Bara ef þau virka og mér líður vel í þeim.“ Mummi segist ekki eiga nein jakkaföt. Hann átti eitt sinn slíkan fatn- að en gaf hann 24 tím- um síðar. Því vandast oft málin þegar hann þarf að fara í fín boð með konu sinni. „Hún er í losti nokkrum dögum áður og vill drösla mér í tískuvörubúðir. Ég vil bara fara í hreinar gallabuxur og hvíta skyrtu og þá finnst mér ég vera flottastur í heimi,“ segir Mummi útvarpsmaður. HÚÐFLÚRIN Ég held ég sé með ellefu tattú. Þau eru meira lífsstíll og „statement“ en skraut. Ef maður byrjar á þeim þá er svo erfitt að hætta.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.