Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 12
Stærstur hópur fólks telur kjörsín svipuð nú og fyrir fjórum árum samkvæmt könnun Frétta- blaðsins. Af þeim sem tóku af- stöðu sögðust 48,1% búa við svip- uð kjör og fyrir fjórum árum. 27,3% töldu kjör sín hafa batnað en 24,6% sögðu þau hafa versnað. Á landsbyggðinni töldu fleiri kjör sín verri nú en á höfuðborgar- svæðinu. Alls töldu 23,7% lands- byggðarfólks kjör sín hafa versn- að meðan 18,3% íbúa höfuðborg- arsvæðisins mátu stöðu sína verri. Mismunur er einnig í afstöðu kynjanna til kjara sinna. 36,2% karla telja hag sinn betri nú en fyrir fjórum árum en 28% kvenna eru sama sinnis. Hópurinn sem telur kjör sín svipuð er álíka stór hjá báðum kynjum. Munurinn er 1,5%. Tæpur fjórðungur kvenna sem tóku afstöðu í könnuninni taldi kjör sín hafa versnað meðan rúm 16% karla upplifðu stöðu sína sem verri nú en við upphaf núver- andi kjörtímabils. Sjálfstæðismenn skera sig úr Í könnuninni var stuðningur við stjórnmálaflokka borinn sam- an við viðhorf til kjara. Stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins skera sig nokkuð úr hvað þetta varðar. Tæp 50% stuðnings- manna Sjálfstæðisflokksins telja kjör sín betri nú en fyrir fjórum árum. Hlutfall kjósenda sem telja kjör sín betri er næsthæst hjá stuðningsfólki Samfylkingar- innar. Þar segjast 28% hafa það betra. Einungis rúm 10% kjósenda Sjálfstæðisflokksins telja kjör sín hafa versnað meðan hlutfall stuðningsmanna annara flokka er á bilinu 20 til 23%. Marktækni þessara talna er þó minni eftir því sem færri styðja flokk. Þannig mælist stuðningur við Frjálslynda flokkinn það lítill að ekki er hægt að draga neinar ályktanir af skiptingu viðhorfs stuðningsmanna flokksins. Mynstrið hjá þeim sem hafa ekki gert upp hug sinn varðandi kjör sín er ólíkt mynstrinu hjá Sjálfstæðisflokknum. Sá hópur raðast á svipaðan hátt og kjós- endur Framsóknarflokks, Sam- fylkingar og Vinstri grænna. Ef dregin væri ályktun út frá þess- ari forsendu einni er líklegra að sá hópur dreifist frekar á aðra flokka en Sjálfstæðiflokkinn. Samkvæmt því væri verkefni flokksins fyrir kosningar að sannfæra fleiri um að þeir hefðu það betra. Kaupmátturinn óx Hagtölur sýna að kjör hafa farið batnandi á undanförnum árum. Kaupmáttur launa hefur hækkað á kjörtímabilinu. Skuldir heimila sem hlutfall af ráðstöfun- artekjum hafa hins vegar hækk- að. Greiðslubyrði af skuldum hef- ur áhrif á ráðstöfunartekjur fólks. Ari Edwald, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, segir tölur einnig sýna að launa- munur hafi farið minnkandi á tímabilinu. „Við vitum það að kaupmáttur hefur verið að aukast,“ segir Ólafur Darri Andrason, hagfræð- ingur hjá Alþýðusambandi Ís- lands. Hann bendir á að það sé mismikið eftir hópum. Kaupmátt- ur lægstu launa hefur aukist mest og laun opinberra starfsmanna hafa hækkað meira en laun á al- mennum vinnumarkaði. „Ég geri ráð fyrir því að viðhorfin litist einnig af framtíðarhorfum. Við vitum að atvinnuástand er óvenju slæmt núna og það spilar örugg- lega inn í viðhorf þeirra sem telja sig búa við verri kjör nú en fyrir fjórum árum. Kaupmátturinn hefur vaxið meira og minna allt kjörtímabilið fyrir utan þegar verðbólgan fór hæst. Þá hélt launaþróun rétt í við hækkun neysluverðsvísitölunnar. Ólafur býst við því að við sjáum töluverða kaupmáttaraukningu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Hækkun launa um áramót og lág verðbólga muni skila launafólki auknum kaupmætti. „Á móti kem- ur að verið er að hækka ýmis gjöld hjá því opinbera.“ Ari Edwald segir huglægt mat fólks á eigin kjörum ekki alltaf byggjast á útreikningum. Hann segir allar tölur sýna að kjör alls þorra fólks hafi farið batnandi á síðustu fjórum árum. Launabilið hafi farið minnkandi og kaup- máttur hafi alls staðar aukist. haflidi@frettabladid.is 12 25. janúar 2003 LAUGARDAGUR BREYTING LAUNAVÍSITÖLUNNAR 1999 184,0 2000 198,0 2001 217,0 2002 228,7 SKULDIR ÍSLENSKRA HEIM- ILA AF RÁÐSTÖFUNARTEKJUM 1999 145,8% 2000 159,5% 2001 169,1% 2002 175,0% Tæpur helmingur fólks telur kjör sín svipuð nú og fyrir fjórum árum. Um það bil 20% telja þau hafa batnað og um 30% að þau hafi versnað. Einungis 10% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks telja kjör sín verri nú en fyrir fjórum árum. Hagtölur sýna aukinn kaupmátt almennings. Skuldir heimila hafa hins vegar vaxið. Kjósendur Sjálfstæðisflokks telja kjörin hafa batnað KJÖR ALMENNINGS Hagtölur sýna að kaupmáttur fólks hefur batnað síðustu fjögur ár. Upplifun fólks af eigin kjörum sýnir hins vegar að 24,6% telja kjör sín verri nú en fyrir fjórum árum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.