Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 29
ÍRiga, höfuðborg Lettlands, sitja58 málvísindamenn og þýðend- ur sveittir við að búa til ný lett- nesk orð yfir hluti, fyrirbæri og hugtök sem þótti engin ástæða til að eiga orð yfir þegar landið var hluti af Sovétríkjunum. Fall járn- tjaldsins, tilkoma markaðshag- kerfis og væntanleg aðild Eystra- saltsríkjanna að Evrópusamband- inu hefur orðið til þess að mikil áhersla hafa verið lögð á að búa til ný orð. Í dag eru þýðendurnir og mál- vísindamennirnir í Riga búnir að bæta 51.000 orðum við lettneska málið. Meðal þess sem hefur breyst er að margmiðlunardiskar heita ekki lengur CD-ROM heldur lasamatmina, sem mætti þýða sem lestrarleikfang, og kaup- sýslumaður kallast nú uznemejs, sem merkir sá sem tekur áhættu. Sum orð vefjast þó fyrir málfars- mönnunum, eins og sést á því að leit þeirra að lettnesku orði yfir veraldarvefinn endaði í datortikls- internet. Að baki járntjaldinu „Í 50 ár lifði tungumál okkar að baki járntjaldsins, fjarri ensku, og við höfðum enga þörf fyrir að þýða orð sem við þurftum aldrei að nota,“ segir Peteris Udris, íð- orðafræðingur hjá Þýðingar- og íðorðafræðimiðstöðinni í Riga. Nú ríður hins vegar á að finna lett- nesk orð fyrir þau útlendu sem landsmenn hafa vanist á að nota. Ein ástæðan er að þýða þarf allan lagabálk Evrópusambandsins, upp á 80.000 blaðsíður, yfir á lett- nesku samhliða aðild landsins að sambandinu. Marta Jaksona, yfirmaður stöðvarinnar, neitar því þó að það sé helsta ástæðan fyrir hinni miklu nýorðasmíð. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að málið lifi af og það gerist aðeins ef við höldum því í takti við tímann, höldum því lifandi.“ Hún segir marga hafa óttast að tungumálið myndi deyja út á sovét-tímanum. Sovésk stjórnvöld gerðu sitt til að tryggja það og bönnuðu útgáfu orðabókar sem Lettar byrjuðu að gefa út meðan þeir voru sjálf- stæðir á árunum milli heimsstyrj- alda. Síðasta bindi hennar endar á stafnum T. Lengra komust Lettar ekki áður en Sovétmenn stöðvuðu þá. Nú er stefnt að því að bæta um betur. Umboðsmaðurinn sænski Orðin eru mörg sem þarf að þýða vegna Evrópusambandsað- ildar. Udris íðorðafræðingur veltir mikið fyrir sér hvaða orð geti komið fyrir ombudsman, sem Íslendingar þýddu umboðs- mann. Eftir miklar vangaveltur yppir hann öxlum og dæsir: „Þetta er hvort eð er sænskt orð, svo það er í lagi.“ Í Lettlandi er það nefnilega, eins og víðar, enskan sem er talin helsta ógnin við móðurmálið. ■ 29LAUGARDAGUR 25. janúar 2003 51.000 orð hafa bæst við lettneska tungumálið frá því landið hlaut sjálfstæði. Málvísinda- menn og þýðendur sitja sveittir við orðasmíð yfir hluti, fyrirbæri og hugtök sem þótti engin ástæða til að eiga orð yfir á tíma kalda stríðsins. Orðabókin náði bara upp í T LETTNESK ORÐ OG ENSK Stjórnarnefnd þarf að samþykkja öll ný orð sem málvísindamennirnir og þýðendurnir stinga upp á. Venjulega tekur um þrjú ár fyrir orð að festa sig í sessi í almennu tali landsmanna, sem telja tvær og hálfa milljón. AP/AFI, G ATIS D IEZIN S

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.