Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 26
26 25. janúar 2003 LAUGARDAGUR Flestir hafa heyrt einhverjar goðsögur eðamýtur eins og þær eru stundum kallaðar. Sög- ur af draugum, goðum eða hetjum eru eitthvað sem allir þekkja. Mýtur lýsa yfirleitt atburðum sem gerðust fyrr á öldum en þó eru til sögur sem gerast okkur nær í tíma. Sögurnar hljóma ekki alltaf skynsamlega en margir trúa þessum sögum og það eru þeir sem viðhalda þeim og bæta við þær. Gríska orðið mýþos þýðir „orð“. Seinna var farið að nota það sem andheiti við orðið logos, sem þýðir skynsemi. Mýtur eiga líklega að einhverju leyti sálfræði- legar skýringar, aðstæður eða hræðsla geta til að mynda haft áhrif á sögurnar og hvernig mann- eskjan bregst við því sem hún heyrir eða sér með eigin reynsluheim að baki. Í gamla bændasamfélaginu, þegar ekkert raf- magn var, alltaf niðdimmt og húsakostur lélegur, spruttu upp ýmsar draugasögur. En ekki virðist þurfa myrkur til að hreyfa við alls kyns sögum af óraunverulegum atburðum því enn þann dag í dag verða til nýjar slíkar sögur. Á síðustu áratug- um hafa til dæmis sprottið upp lífseigar sögur af því að Elvis Presley sé á lífi, Neil Armstrong hafi aldrei stigið fæti á tunglið og að geimverur séu til. Rakel Pálsdóttir þjóðfræðingur telur seinni tíma sagnir kvikna af svipuðum ástæðum og flökkusagnir, sem oft hljóma ansi hrikalega. Hún telur að mannfólkið vilji alltaf gera hlutina meira spennandi en þeir eru í raun og veru, jafnvel þó það viti að þeir séu ekki sannir. ■ Hilmar Örn Hilmarsson, tón-listarmaður og allsherjar- goði, hefur verið fenginn til að særa út drauga í húsum í höfuð- borginni. Sjálfur hefur hann þó aldrei séð draug. „Nei, ég hef aldrei séð draug. En ég hef lagt mikið á mig til þess að sjá þá. Ég hef farið á staði þar sem það á að vera ör- uggt að sjá drauga en þeir létu lítið á sér bera,“ segir alsherjar- goðinn. Hilmar Örn var beðinn að særa út draug í íbúð í Reykjavík þar sem íbúarnir gátu ekki hafst við sökum draugagangs. „Þetta var allt að því Hollywood-drauga- gangur því það var tónlist og læti á loftinu. Fólkið vaknaði við orgel- tóna. Þetta var mjög sérkennilegt, hálfgerður Hammer-horror fíling- ur í kringum þetta.“Allt kom þó fyrir ekki því draugarnir hurfu þegar Hilmar Örn mætti á svæðið og hafa ekki látið á sér bera síðan. Hilmar Örn segir ýmsar hug- myndir uppi um hvað draugar séu. Í gyðingdómi er talað um að þegar fólk deyi skilji það eftir sig skeljar. Það séu skeljarnar sem gangi aftur en ekki persónurnar sjálfar. Í íslenskum draugasögum eru það hins vegar oft persónurn- ar, að minnsta kosti einhver hluti þeirra, sem ganga aftur. „Þær ganga oft aftur af því þeim líður illa út af einhverju. Líkami þeirra getur snúið í vit- lausa átt eða tré er að ganga í gegnum kisturnar þeirra,“ segir Hilmar Örn. „Ég vil trúa,“ segir Hilmar Örn þegar hann er inntur svara um hvort hann trúi á afturgöng- ur. En hvernig myndi hann særa út draug? „Í æsku var ég undir- búinn undir það að kveðast á við drauga. Að geta botnað einhverja draugslega fyrriparta. Það hefur oft dugað eins og maður getur lesið um í þjóðsögunum.“ Hilmar Örn gerir sér grein fyr- ir því að stundum getur verið erfitt að botna fyrripartana, til dæmis að finna orð sem rímar við „tungl“. „Þess vegna geng ég með rímorðabók á mér, tilbúinn í allt,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson draugabani. ■ Margir efast um að bandarískageimfarið Apollo 11 hafi lent á tunglinu 20. júlí 1969. Af hverju blaktir bandaríski fáninn þar sem enginn vindur er á tunglinu? Af hverju sjást engar stjörnur á myndunum frá ferðinni? Í þrjá áratugi hefur bandaríska geimferðastofnunin NASA látið spurningar sem þessar sem vind um eyru þjóta. Þeir sem efast um tunglferð Buzz Aldrin, Neil Armstrong og Michael Collins segja að Banda- ríkjastjórn hafi verið orðin ör- væntingarfull um að tapa geim- ferðakapphlaupinu við Sovétríkin. Hún hafi því látið NASA útbúa myndver þar sem hin sanna „geim- ferð“ fór fram með tilheyrandi myndatökum. Til að byrja með fóru þessar efasemdaraddir ekki hátt en á síð- asta ári var þátturinn „Conspiracy Theory: Did We Land on the Moon?“ sýndur á vinsælli sjón- varpsstöð og í kjölfarið fóru fleiri að efast. Í kjölfarið á sýningum þáttanna réð NASA til sín rithöfund, James Oberg að nafni, sem átti að skrifa bók þar sem helstu spurningunum um geimferðina yrði svarað. Bókin átti ekki síst að nýtast kennurum og nemendum sem ræddu málið fram og til baka. NASA hætti þó fljótlega við bókaráformin og ætlar að halda sig við gömlu aðferðina, að hunsa allar efasemdarraddir. James Oberg er þó hvergi nærri af baki dottinn og ætlar að halda ótrauður áfram skrifum sínum um tunglferð Apollo 11. Bókina nefnir hann „A Pall Over Apollo: The Fake Moon Flights Myth.“ Hann hefur þegar skrifað níu bækur sem gefnar hafa verið út, auk nokkurra rita sem komið hafa út á vegum NASA. ■ Er allt sem sýnist? Hefur maðurinn aldrei stigið fæti á tunglið? Er Elvis Presley á lífi? Eru draugar og hafmeyjar í alvöru til? Sögusagnir sem þessar hafa þekkst frá örófi alda. Þó sumar þeirra hafi lognast út af eru alltaf nýjar sem taka við. Hilmar Örn Hilmarsson: Draugabani sem hefur aldrei séð draug HILMAR ÖRN HILMARSSON Hollywood-draugagangur í íbúð hætti þegar hann mætti á svæðið. Á TUNGLINU? Af hverju blaktir fáninn? Af hverju sjást engar stjörnur á myndinni? Slíkar spurningar voru settar fram í sjónvarpsþætti sem olli miklum deilum. Umdeildur árangur: Hafa menn stigið á tunglið? Hafmeyjar og hafmenn hafaverið viðloðandi fólk mun lengur en elstu menn muna. Það er fyrst í grískum bók- menntum sem minnst er á hafbúa. Rómverska skáldið Óvíd segir að hafmeyjar hafi orðið til þegar galeiður Trójumanna brunnu í stríði og timbrið af þeim breyttist í hold og blóð hinna grænleitu dætra sjávar. Það er þó ekki eina kenningin um upphaf hafbúanna. Írar halda því fram að hafmeyjar séu gamlar og útskúfaðar kerlingar frá bæn- um St. Patricks. Samkvæmt þjóð- sögum frá Livoniu eru hafmeyjar ungabörn sem drukknuðu og voru dæmd til að lifa í djúpi Rauðahafs- ins. Flestir telja hafmeyjar og - menn vera mennsk frá mitti og upp úr en með sporð að neðan. Samkvæmt ýmsum þjóðsögum er það ekki rétt. Þess í stað eru hafbú- ar hvorki menn né fiskar heldur spendýr sem svipar til fiska og manna. Íslenska orðið marbendill er yf- irleitt notað yfir hafmenn. ■ HAFMEY Hafmeyjar eru hvorki menn né fiskar samkvæmt þjóðsögum. Þjóðsögur um hafbúa: Komnir af brenn- andi galeiðum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.